Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 Prófkjör Alþýðuflokksins: Bjarni P. og Bryndís örugg- ir sigurvegarar BJARNI P. Magnússon og Bryndís Schram unnu sigur í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavík um helgina. Niðurstöður prófkjörsins voru bindandi og skipar Bjarni þvi fyrsta sæti og Bryndís annað sæti framboðslista flokksins við borgarstjórnarkosningarnar í vor. Sigurður E. Guðmundsson, borgarfulltrúi flokksins, náði ekki kjöri í fyrsta sætið. Bjami P. Magnússon hlaut alls 1.025 atkvæði í fyrsta sætið, en Sigurður E. Guðmundsson 827. Bryndís Schram hlaut 1.246 at- kvæði í annað sætið, en aðeins var kosið um þessi tvö sæti. Frambjóð- endur í prófkjörinu vom 7 alls. Atkvæði annarra frambjóðenda en áður er getið voru eftirfarandi: Viðar Scheving 352, Jón Baldur Lorange 209, Skjöldur Þorgrímsson 129 og Öm Karlsson 87. Alls kusu 2.048 í prófkjörinu, auðir seðlar og ógildir voru 111. Tæplega 2.300 manns kusu í síðasta prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavík. Bryndís Schram: Úrslitin eins og ég hafði óskað mér „ÉG ER auðvitað mjög ánægð með þessa útkomu og hún varð alveg eins og ég hafði óskað mér með Bjarna í fyrsta sætið. Mér fannst kominn tími til að breyta til þarna, þvi flokkurinn var kominn það neðarlega i fylgi, að það gat ekki versnað. Þvi finnst mér að Sigurður E. Guðmunds- son hefði átt að draga sig í hlé, Frá prófkjöri Alþýðuflokksins, rúmlega 2.000 manns tóku þátt i þvi. Morgunblaðið/Bjarri en það gerði hann ekki,“ sagði Bryndís Schram í samtali við Morgunblaðið. „Mér finnst þannig komið í þjóð- félaginu, að allir þurfí að vera virk- ir,“ sagði Bryndís. „Ég gat því ekki lengur staðið aðgerðarlaus hjá og vilji fólk leita til mín, finnst mér það skylda mín að gerast virk. Ég lít á þetta sem eins konar þegn- skylduvinnu. Ég nýt þess náttúr- lega nú, að ég er eini kvenmaðurinn í framboði og er þar að auki þekkt andlit. Mér finnst mjög spennandi að vera komin út í pólitíkina og Davíð er ósköp sætur strákur, en ég hræðist hann ekkert. Það er lítið að marka niðurstöðu skoðanakönn- unar DV um daginn. Þá var Davíð nýbúinn að brillera í sjónvarpsþætti og að auki var Sjálfstæðisfiokkur- inn sá eini, sem var búinn að hafa prófkjör, þannig að eðlilegt er að hann hafi fengið mikið fylgi í könn- uninni. Hann nýtur þess að vera í sterkri stöðu, en það er ekki allt eins gott og sýnist. Ég veit það og það eru mál, sem ég mun draga fram í dagsljósið, þegar þar að kemur. Það eru fyrst og fremst mannúðarmálin, sem ég mun beita mér fyrir," sagði Bryndís Schram. Bjarni P. Magnússon: Er mjög ánægður með úrslitin „ÉG ER mjög ánægður með þessi úrslit. Ég hef á einn eða annan hátt verið þátttakandi i öllum prófkjörum flokksins til þessa og ekkert þeirra hefur farið fram með jafnmiklum sóma og litlu skítkasti og þetta. Þvi er engin ástæða til annars en að gleðjast,“ sagði Bjarni P. Magn- Forval Alþýðubandalagsins í Reykjavík: Verkalýðsforinginn varð útundan í skotgrafahemaði — segir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ SIGURJÓN Pétursson borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykja- vík varð í fyrsta sæti í forvali flokksins um helgina fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. í öðru sæti varð Kristín Á. Ólafsdóttir varaformaður Alþýðubandalagsins, í þriðja sæti varð Guðrún Agústs- dóttir borgarfulltrúi og í fjórða sæti Össur Skarphéðinsson ritstjóri Þjóðviljans. Sigurður G. Tómasson varaborgarfulltrúi lenti í ellefta sæti og Guðmundur Þ. Jónsson borgarfulltrúi í tólfta sæti. Alls kusu 877 flokksmenn, þar af voru 863 atkvæði gild og samkvæmt upplýs- ingum frá skrifstofu Alþýðubandalagsins þá voru milli átta og níu- hundruð skráðir félagsmenn í Alþýðubandalaginu en um 450 nýir félagar gengu í flokkinn fyrir forvalið. Siguijón Pétursson fékk 372 atkvæði í 1. sæti og 490 atkvæði samtals. Kristín Á. Olafsdóttir fékk 356 í 1. sæti og munaði 16 atkvæð- um á henni og Sigurjóni. í annað sæti fékk hún 79 atkvæði eða samtals 435 atkvæði í það sæti. Guðrún Ágústsdóttir hlaut 448 atkvæði í 1. til 3. sæti, þar af 70 atkvæði í 3. sæti og munaði 19 atkvæðum á henni og Kristínu í annað sæti. Össur Skarphéðinsson varð í 4. sæti með 396 atkvæði, þar af 60 atkvæði í 1. sæti. Næstur kom Tryggvi Þór Aðalsteinsson í 5. sæti með 307 atkvæði í 3. til 5. sæti, Skúli Thoroddsen í 6. sæti með 340 atkvæði í 1. til 6. sæti, Þorbjörn Broddason í 7. sæti með 316 atkvæði, Anna Hildur Hildi- brandsdóttir í 8. sæti með 296 atkvæði, Helga Siguijónsdóttir í 9. sæti með 282 atkvæði og Björk Vilhelmsdóttir í 10. sæti með 282 atkvæði. Sigurður G. Tómasson hlaut 266 atkvæði í 11. sæti og Guðmundur Þ. Jónsson 256 atkvæði Í12. sæti. Guðrún Ágústsdóttir hlaut flest atkvæði frambjóðenda ! forvalinu samtals 591. Kristín Á. Ólafsdóttir hlaut samtals 579 atkvæði, Össur Skarphéðinsson 499 atkvæði sam- tals og Siguijón Pétursson 490 atkvæði samtals. Morgunblaðið leit- aði álits nokkurra frambjóðenda og auk þeirra Svavars Gestssonar for- mans Alþýðubandalagsins, Ás- mundar Stefánssonar forseta ASI og Guðmundar J. Guðmundssonar formanns Dagsbrúnar, á niðurstöð- um forvalsins. Ekki endanlegur framboðslisti „Ég held að úr þessu forvali hafí komið og muni koma sterkur fram- boðslisti," sagði Siguijón Pétursson borgarfulltrúi. „En ég vil vekja athygli á því að þetta er ekki endan- legur framboðslisti heldur forval og kjömefnd á eftir að fara yfir hann og raða upp endanlegum lista. Samkvæmt reynslu er ekki að vænta mikilla breytinga og því tel ég að þama komi fram sigurstrang- legur listi eins og hann er sam- kvæmt forvali. Þá vil ég vekja athygli á að út úr forvalinu kemur næsta gott jafn- vægi milli kynja eins og jafnan áður, hvort sem litið er til efstu sætanna, sem em líkleg til að lenda í hópi borgarfulltrúa eða ef litið er á fyrstu 10 sætin sem er okkar borgarmálaráð. Þar eiga 5 konur sæti og 5 karlar." Ánægð með úrslitin „Ég er mjög ánægð með þessi úrslit," sagði Kristín Á. Ólafsdóttir. „Ég heid að þama fari vel saman reynslan, sem flokkurinn hefur og margir lögðu mikið upp úr að væri á listanum og sjónarmið þeirra, sem ég og fleiri höfðum uppi, um að þama þyrfti líka nýtt blóð með nýjar áherslur, þau sjónarmið fengu góðar undirtektir í þessum kosning- um. Og ég á von á því að það verði auðvelt að bretta upp ermamar sameiginlega og fara í „borgar- stjómarslaginn". Félagar í Alþýðubandalaginu helgina. Þá koma konur vel út úr forval- inu. í þremur efstu sætunum em tvær konur og síðan em konur að vísu talsvert neðar á listanum. í tíu manna borgarmálaráði er jöfn skipti kynja og aldursdreifing og þar eiga sæti gamalt og nýtt fólk sem margt hefur ágæta reynslu af borgarmálum." — Nú fékk Össur 60 atkvæði í fyrsta sæti en þig vantaði 16 at- kvæði til að fella Siguijón úr 1. sæti, hvað villtu segja um það ? „Auðvitað vom fyrstu viðbrögðin ergelsi yfir því að þama munaði 16 atkvæðum en það má líta á þessi 60 atkvæði Össurar, sem atkvæði þeirra sem vilja breytingar og þar af leiðandi hefði ekki verið óeðlilegt að einhver þeirra atkvæða hefðu komið í minn hlut. Seinna, eftir að hafa legið yfir tölunum þa'varð ég eiginlega ánægð með að þessi 16 atkvæði skilja á milli okkar Sigur- jóns. Þau sjónarmið, sem ég og ákveðið fólk barðist fyrir komu það sterk út úr kosningunum að það er fjarri því að um þau hafi verið bæld niður." Morgnnblaðið/Bjami greiða atkvæði í forvalinu um Fékk góðan stuðning „Ég er ánægð með mína út- komu," sagði Guðrún Ágústsdóttir, „Ég fékk góðan stuðning félaga minna og ég tel listann sigurstrang- legan eins og hann kom út úr forval- inu. Það veldur mér hins vegar vonbrigðum að ungt fólk skyldi ekki komast í sæti ofar á listanum, sérstaklega þar sem nú á að færa kosningaaldur niður í 18 ár. Við eigum í flokknum fjöldan allan af harðduglegu ungu fólki í Æskulýðs- fylkingunni, sem hefði svo sannar- lega þurft að lenda í efri sætum. Þá finnst mér hlutur kvenna í for- valinu ekki nægilega góður. í síð- asta forvali voru fjögur af sex efstu sætunum skipuð konum. Nú erum við tvær.“ Fólk vill breyta áherslum „Ég túlka niðurstöðumar sem staðfestingu um þann vilja til breyt- inga sem kom fram á landsfundi flokksins í hausL" sagði Össur Skarphéðinsson. „Ég tel að margir vilji breyta áherslum og starfsað- ferðum og koma nýju fólki að. Þá held ég að þessi listi eins og hann kemur út sé mun sigurstranglegri fyrir Alþýðubandalagið heldur en sá listi sem gefinn var út af ýmsum fyrir forvalið. Þetta er umtalsverður sigur fyrir Kristínu Ólafsdóttur, sem að áeggjan margra kvenna lét hafa sig út í forvalið og hlaut fynr mjög bágt hjá ýmsum í flokknum- Niðurstöðumar staðfesta að það er hópur innan flokksins sem hefur viljað færa hann inn í samtímann og þessi hópur hefur mikið fylgi > flokknum. Þrátt fyrir ólík sjónarmið þeirra sem hlutu flest atkvæði þá er ég sannfærður um að okkur mun ganga vel að vinna saman.“ i / ni ' . Tvær fylkingar í forvalinu „Mér sýnast þama hafi verið tvær fylkingar í forvalinu og ég tilheyrði hvorugri," sagði Sigurður G. Tómasson. „Ég beitti mér ekki í þessu forvali því mér finnst heldur ógeðfellt að ota sjálfum sér fram með þessum hætti, þannig að mér finnst ekki ástæða tii að kvarta miðað við þá gífurlegu smölun sem fór frám. Éðli kosninga er að sumir eru kosnir aðrir ekki og ég vona að fram komi sterkur listi. Það er hinsvegar ljóst að mínum afskiptum af borgarmálum er lokið í bili.“ Nýtt fólk réð úrslitum „Gagnvart mér eru úrslitin svo ótvíræð að það tekur því nánast ekki að verða fúll,“ sagði Guðmund- ur Þ. Jónsson. „Ég sé það fyrir mér að það sem ráðið hefur úrslitum er nýja fólkið sem er komið í flokk- inn. Ég vona einungis að það eigi eftir að vinna flokknum gagn og verði honum styrkur en ég óttast að það hafi komið til þess eins að greiða atkvæði og hafa með því áhrif á forvalið. Ég túlka úrslitin þannig að verkalýðshreyfingunni sé gefið langt nef. Á þessum lista er engin frá verkalýðsforystunni eða einhver sem hefur þar forystuhlutverki að gegna. Það má vera að fólki finnist ágætt að hafa það þannig og þá er að taka þvi. Mínum afskiptum af borgarmálefnum lýkur með yfir- standandi kjörtímabili." i Mikil þátttaka í forvalinu „Þátttakan í forvalinu vekur athygli og sá áhugi fyrir flokknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.