Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 28. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986
Rekstrarskilyrði
og stefnumörkun
fiskvinnslunnar
— eftírKnút
Óskarsson
Samband fiskvinnslustöðvanna
er eins og nafnið ber með sér félags-
skapur hinna ýmsu fiskvinnslufyrir-
tækja er sjá sér hag í því að eiga
aðild að sameiginlegum félagsskap
og þá um leið aðild að Vinnuveit-
endasambandi íslands. Samband
fiskvinnslustöðvanna er deild innan
Vinnuveitendasambands íslands og
er með sameiginlegan rekstur með
því. Sambærileg félög þó með
margfalt víðtækari starfsemi eru
Félag ísienskra iðnrekenda og
Kaupmannasamtök íslands, svo
einhver séu nefnd. Samtökin eru
stofnuð í þeim tilgangi að gæta
hagsmuna félagsmanna sinna fyrst
og fremst varðandi samningamál
um kaup og kjör, en verkefnin hafa
færst meir og meir út í almenna
hagsmunagæslu þar sem aukin
áhersla hefur verið lögð á umfjöllun
um afkomumál og skilyrði til bættr-
ar afkomu í fiskvinnslu. Aðild að
Sambandi fiskvinnslustöðvanna
eiga um 100 fiskvinnslufyrirtæki
vítt og breitt um landið og stjórn
skipa menn úr ölium landshlutum.
Nánar tiltekið er um að ræða fisk-
vinnslufyrirtæki innan Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna, fyrir-
tæki innan SÍF, Sölusamband ís-
lenskra fiskframleiðenda, auk
ýmissa óháðra fiskvinnslufyrir-
tækja sem ekki eru innan neinna
sérstakra sölusambanda eða sam-
taka.
Ytri skilyrði
Verður nú vikið að hinum tví-
þættu ytri skilyrðum er fisk vinnslan
býr við. Þ.e.a.s. annars vegar þau
er engin áhrif er hægt að hafa á
og hins vegar þau er stjórnvöld og
aðrir geta einhverju um ráðið:
„Sjávarútvegur á Islandi á við
mikinn og vaxandi vanda að stríða."
Þetta eru orð sem eflaust flestir
kannast við, svo oft hafa þau heyrst
á undanförnum misserum. Astæður
þessa vanda eru mörgum kunnar,
þorskafli hefur dregist saman um
þriðjung á nokkrum árum, erfið-
leikar hafa steðjað að mörkuðunum
m.a. vegna gengisþróunar, olíuverð
hefur hækkað og skreiðarmarkaður
í Nígeríu er lokaður. Til viðbótar
og að hluta sem afleiðing af þessu
búa fyrirtækin við mikla og versn-
andi greiðsluerfiðleika m.a. vegna
mikils fjármagnskostnaðar. Orsakir
vandans eru fleiri því þær er einnig
að finna í þeirri umgjörð sem at-
vinnugreininni er búin af stjórn-
völdum. Hér á landi hefur sú aðferð
tíðkast að finna með ákveðnum
hætti hvað hinir ýmsu framleiðslu-
þættir fískvinnslunnar mega kosta
til þess að reksturinn sé rekinn á
núlíi. Síðan hefur sjómönnum og
útgerðarmönnum verið ákvarðaðar
tekjur með því fiskverði sem fisk-
vinnslunni er gert að greiða. Einnig
hafa hinar ýmsu aðgerðir í efha-
hagsmálum tekið mið af því hvar
núllpunktur fisk vinnslunnar liggur.
Utstreymi fjármagns
Þannig hefur öll framleiðniaukn-
ing umsvifalaust verið tekin frá
sjávarútveginum m.a. til þess að
halda uppi lffskjörum í landinu,
því um hefur verið að ræða miklar
tilfærslur á fjármagni frá sjávarút-
vegi yfir í aðrar atvinnugreinar með
þessu fyrirkomulagi. Þá hefur það
gerst að þegar aflasamdráttur verð-
ur og afkoman versnar í sjávarút-
vegi, hafa stjórnvöld brugðið á það
ráð að taka erlend lán í stað þess
að draga úr umsvifum sfnum og
neyslu. Þannig hafa tilfærslur frá
sjávarútvegi og lántökur erlendis
skapað þá umgjörð sem leitt hefur
hann út í þær miklu ógöngur sem
hann er kominn í. Ef til vill er rétt
að orða þetta þannig að fyrir til-
stuðlan hins opinbera hafi tilfærslur
á fjármagni frá sjávarútvegi haldið
áfram þrátt fyrir versnandi afkomu
og taprekstur og þegar þannig
hefur árað hefur hið opinbera haldið
uppi neyslustigi sínu með erlendum
lántökum.
Erlendar skuldir
En lítum aðeins nánar á þau
skilyrði og þær aðstæður er skapast
með stöðugu innstreymi á erlendu
fjármagni. Erlend lán til lengri tíma
en eins árs námu alls um 65 millj-
örðum króna í árslok 1985. Af
þeirri tölu námu erlendar skuldir
opinberra aðila um 70%, hlutur
lánastofnana um 21% og hlutur
einkaaðila var um 9%. Mjög lítill
hluti af erlendum lánum á undan-
förnum árum hefur gengið til sjáv-
arútvegsins, hins vegar hefur þetta
fjármagn farið inn í þjónustugrein-
arnar og valdið því að þar hefur
skapast mikil gróska og þensla. Þar
hefur myndast umframeftirspurn
eftir vinnuafli, sem leitt hefur til
launaskriðs. Smátt og smátt hafa
þessar greinar orðið þess megnugar
að greiða hærri laun en f hinum
hefðbundnu útflutningsgreinum.
Þetta gerist vegna þess að þessar
greinar hafa getað velt auknum
launakostnaði út í verðlagið ein-
faldlega með þvf að skrifa út hærri
reikninga, krefjast hærri greiðslna
fyrir þjónustu sína. Tekjur útflutn-
ingsgreinanna eru hins vegar háðar
vrði afurðanna á mörkuðum og
gengisskráningu fslensku krónunn-
ar, sem oft tekur mið af öðrum
efnahagslegum markmiðum en
þeim að útflutningsgreinarnar skili
hagnaði. Þetta þýðir að útflutnings-
greinarnar geta ekki velt kostnað-
arhækkunum út í verðlagið. Þær
hafa orðið undir í samkeppninni um
vinnuaflið vegna þess að þær hafa
ekki getað greitt sambærileg laun
og hinar greinarnar. Þær hafa verið
háðar opinberum ákvörðunum um
gengi íslensku krónunnar.
Innrimál
Hér að framan hefur mér orðið
tíðrætt um opinber afskipti af mál-
efnum og afkomumöguleikum fisk-
vinnslunnar. Nú er rétt að staldra
við og líta sér e.t.v. nær því einnig
er að finna ýmiss atriði innan grein-
arinnar sjálfrar, því vissulega er þar
margt sem má betur fara. Enn
vantar mikið á að veiðar og vinnsla
séu samræmd með tilliti til afkasta-
getu vinnslunnar. Sýnist það vera
mjög brýnt verkefni við núverandi
aðstæður þ.e.a.s. samdráttur er í
afla, tilkostnaður eykst og afkoma
versnar stöðugt.
Leggja ber á það áherslu að um
er að ræða verkefni er snýr fyrst
og fremst að greininni sjálfri og
verður það ekki unnið án frum-
kvæðis frá sjávarútveginum sjálf-
um, þ.e. samstilltu átaki sjómanna,
veiða og vinnslu.
Sameinuð hagsmuna-
barátta
Það er nú svo, sem oft áður, að
hægara er um að tala en í að
komast, því um er að ræða málefni
sem snertir launakjör og afkomu
heillrar starfsstéttar og tilkostnað
alls fiskiskipaflotans. Á undanfðrn-
um mánuðum hafa forráðamenn
fiskvinnslunnar, bæði innan Sam-
bands fiskvinnslustöðvanna og inn-
an Félags sambandsfrystihúsanna
fundað um málefni fiskvinnslunnar.
í kjölfar þess hafa verið markaðar
skýrar tillögur um ýmis atriði er
snúa að stjórnvöldum, auk þess sem
innri máíefni greinarinnar hafa
verið skoðuð. Hægt er að fullyrða
að tillögugerð þessi markar nokkur
tímamót í starfsemi samtaka fisk-
vinnslunnar og hugsanlega er fram
líða stundir í málefnum fiskvinnsl-
unnar i landinu.
í fyrsta skipti hefur með sam-
stilltu átaki allra aðila í fiskvinnslu
verið mörkuð ákveðin stefha varð-
andi aðkallandi viðfangsefni og
hagsmunamál, auk þess sem e.t.v.
er enn mikilvægara, þá er hafin
víðtæk umræða innan greinarinnar
sjálfrar um betri samræmingu í
veiðum og vinnslu og önnur þau
atríði er geta leitt til aukinnar
hagkvæmni í rekstri. Einnig eru
þess dæmi víða að árangur sé þegar
farinn að sjást.
Stefnumörkun
Vil ég nú drepa á nokkur þau
atriði er fram hafa komið í þessari
stefnumörkun og umræðu fisk-
vinnslunnar, en þar sem rekstrar-
skilyrði og innra skipulag fisk-
vinnslunnar er svo nátengt al-
mennri efhahagsstjórn í landinu,
þá er um að ræða tillögur er snerta
nánast allt efhahagskerfi þjóðarinn-
ar.
Beita verður ströngu aðhaldi í
peningamálum til þess að koma í
veg fyrir þenslu, launaskrið og
umframeftirspurn eftir vinnuafli.
Við frágang lánsfjárlaga og gerð
efnahagsáætlana fyrir árið 1986, ár
útfiutningsins, verði utanríkisvið-
skipti hallalaus og skuldasöfnun
erlendis stöðvuð. Lántökur opin-
berra aðila verði m.a. annars lækk-
aðar til þess að ná þessum mark-
miðum. Fylgst verði náið með því
að bankakerfið hagi erlendum lán-
tökum þannig að nettóskuldastaða
þjóðarbúsins aukist ekki. Heimildir
til erlendra vörukaupalána verði
takmarkaðar. Tryggt verði að við
framkvæmd nýrra bankalaga verði
ábyrgðaveitingar ríkisbankanna
takmarkaðar.
Nú þegar verði hafinn undir-
búningur við að koma á markaðs-
skráningu á gengi þannig að verð
á erlendum gjaldmiðlum miðist við
að jafna það magn, sem boðið er
fram og spurt er eftir. Tryggja
þarf að framboð af erlendum gjald-
miðlum sé sem næst þvf sem út-
flutningsgreinarnar framleiða fyrir
erlendan markað. Með hliðsjón af
þvf þarf að endurskilgreina hlutverk
Seðlabankans. Skipaður verði
starfshópur aðila atvinnulífsins og
rfkisins er móti reglur um fram-
kvæmd málsins.
Gera þarf fyrirtækjum eða sam-
tökum þeirra kleift að snúa sér
beint til erlendra banka með afurða-
lánaviðskiptin. Lækka þarf vaxta-
álag viðskiptabankanna sem er enn
of hátt miðað við þá áhættu og
kostnað sem viðskiptunum er sam-
fara. Þá er þess óskað að nú þegar
fari fram athugun á greiðslustöðu
fiskvinnslunnar þar sem við gerð
afkomuáætlana Þjóðhagsstofnunar
er ekki tekið tillit til áhrifa taprekst-
urs undanfarinna ára á afkomu-
möguleika fyrirtækja f fiskvinnslu.
Stuðlað verði að því að útlánaregl-
um fjárfestingalánasjóða verði
breytt, svo og öðrum nauðsynlegum
reglum þannig að heimilt verði að
ráðast út f fjárfestingu á vélum og
tækjum í formi leigukaupsamnings.
Orkuverð til fiskvinnslu verði sam-
ræmt. En í dag er orkuverð mjög
mismunandi eftir landsvæðum og
rafveitum, einnig er orka til fisk-
vinnslu allt upp í fjórfalt hærri en
Knútur Óskarsson
„Ljóst er að frystingin
hefur ekkert svigrúm
til að taka á sig hækkun
á hráefnisverði, ná
launahækkun. Hráefni
og laun eru samtals 75%
af heildarkostnaði við
frystingu.Þannigað
hækkun á launakostn-
aði og fiskverði valda
því að þegar í stað
hækkar um 75% af
framleiðslukostnaði
frystingarinnar."
gerist og gengur í samkeppnislönd-
unum.
Lagt er til að tekin verði upp
frjálsari verðmyndun á sjávarafia,
m.a. f formi uppboðsmarkaðs. f trek-
að er að oddamaður í yfirnefnd
Verðlagsráðs verði ekki lögskipaður
heldur valinn samkvæmt samkomu-
lagi. Þá verði heimildir Verðlags-
ráðs sjávarútvegsins rýmkaður
þannig að hægt verði að ákveða
að fiskverð verði frjálst. Þá er Iagt
til að meðan núverandi verðlagn-
ingakerfi er við lýði verði gætt
strangs aðhalds í þvf að matsreglum
á hráefni verði fylgt og þær endur-
spegli nýtingarmöguleika þess hrá-
efhis, sem berst til vinnslunnar á
hverjum tíma. Einnig að stöðugt
sé unnið að betri samræmingu veiða
og vinnslu. Þá er hvatt til þess að
hagsmunaaðilar í sjávarútvegi haldi
vöku sinni og hugi að því að hve
miklu leyti tæknibreytingar og
framfarir geti bætt hráefhið. í því
sambandi er athygli vakin á þeim
möguleikum er heilfrysting á sjó
og endurvinnsla í landi hefur fyrir
fiskvinnsluna. Lagt er tii að sjóða-
kerfi sjávarútvegsins verði lagt
niður eða stórlega dregið saman. Á
það er bent að Verðjöfnunarsjóður
hafi ekki gegnt hlutverki sínu og
því beri að leggja hann niður. Sér-
stök athygli er vakin á hringorma-
vandanum. Hringormavandinn er
orðinn geigvænlegur og kostnaður
við hreinsun hringorms talinn
skipta hundruðum milljóna á ári
fyrir fiskvinnsluna. í því máli þarf
að koma til lagasetning og beinna
aðgerða til stórfækkunar á sel.
Fjallað er um málefni fiskvinnslu-
fólks bæði hvað varðar atvinnu-
öryggismál og menntunarmál. Að
þeim málum er unnið af aðilum
vinnumarkaðarins og eru komnar
fram tillögur um breytingar á ráðn-
ingarfyrirkomulagi starfsfólks í
fiskvinnslu er veitti meira atvinnu-
öryggi, einnig er verið að koma á
fót starfsfræðslunámskeiðum f fisk-
vinnslu. Þá er bent á mikilvægi
þess að taka upp sveigjanlegra
vinnufyrirkomulag er geti leitt til
betri nýtingar á vélum og tækjum
og meiri hagkvæmni í rekstri. Þá
er vakin athygli á mikilvægi rann-
sókna og þróunarstarfsemi fyrir
fiskvinnsluna.
Endanlegt verðmæti
Varðandi tillögur þessar er rétt
að taka fram að þær miða fyrst og
fremst að því að bæta afkomu fisk-
vinnslunnar og þá með þá megin-
forsendu að leiðarljósi að það skipti
höfuðmáli hvert endanlegt verð-
mæti framleiðslunnar verður. Miðað ¦
við núverandi fyrirkomulag vill það
bera við að mestu máli skipti að
koma með afla að landi _, ekki sé
tekið nægilegt tillit til annarra
atriða, s.s. vinnslugetu. Þetta stafar
m.a. af því að fiskmati er víða
ábótavant og einnig þá e.t.v. um
leið að sjómenn fá sama verð fyrir
aflann án tillits til ástands hans.
Hér gæti mögulega einfaldara og
virkara verðlagningarkerfi leyst
einhvern vanda eins og lagt er til.
Þáð er skoðun margra að ekkert
geti leyst þessi mál annað en upp-
boðsmarkaður eins og þekkist víða
erlendis. M.a. þess vegna er lagt
til að slíkt verði kannað tímabundið
til reynslu á afmörkuðum svæðum.
En það tengist einmitt því atriði sem
lýtur að aðilum sjávarútvegsins
sjálfum, en það er aukin og betri
samræming f veiðum og vinnslu.
Frjálsari gengis-
skráning
Skal nú vikið að því atriði sem
er e.t.v. mikilvægast frá sjónarhorni
fiskvinnslunnar og útflutnings-
greinanna í heild, en það er sú krafa
að tekin verði upp frjálsari skráning
á verðgildi fslensku krónunnar
gagnvart hinum ýmsu gjaldmiðlum.
Þegar rætt er um frjálsari gengis-
skráningu eða markaðsskráningu á
gengi þá er einkum átt við að út-
flutningsgreinarnar fái frelsi til að
selja þann gjaldeyri sem þær afla
á verði sem kaupendurnir (markað-
urinn) er reiðubúinn að greiða fyrir
hann á hverjum tfma.
Fiskvinnslan telur tímabært að
menn setjist niður og hugsi alvar-
lega og velti fyrir sér í ljósi reynsl-
unnar hvort ekki sé nú tímabært
að fhuga þessi mál og taka upp
aðra stefnu en verið hefur undan-
farin ár. Ef dæmt er af reynslu síð-
ustu 10 ára hefur verðgildi krón-
unnar minnkað um 35% að jafnaði
á ári. Gengi krónunnar ræðst ekki
af neinum markaðsaðstæðum f dag
og á henni eru verulegar takmark-
anir í erlendum viðskiptum.
Af koma fiskvinnslu
ídag
Ekki er hægt að skilja svo við
umfjöllun um málefni fiskvinnsl-
unnar án þess að drepa lítillega á
hver afkoma hinna tveggja aðal-
greina fiskvinnslunnar er í dag,
þ.e.a.s. frystingar og söltunar.
Ásamt því að gera lítillega grein
fyrir því hvað er framundan á næstu
vikum í ljósi þess að nú eru lausir
kjarasamningar og fiskverð skal
ákveðast fyrir 1. febrúar nk. Fyrir
áramótin taldi fiskvinnslan að fryst-
ingin væri rekin með 8—9% tapi
og að söltun hefði verið rekin með
tapi á árinu. Síðan þá hefur mark-
aðsverð hækkað lítillega á Banda-
ríkjamarkaði. Hefur þetta bætt
stöðuna nokkuð, auk þess sem
dollarinn hefur styrkst lítillega. í
dag má ætla að frystingin sé rekin
að meðaltali með u.þ.b. 3—5% tapi,
reyndar á eftir að vega inn þær
hækkanir sem urðu síðustu daga.
Lokaorð
Ljóst er að frystingin hefur ekk-
ert svigrúm til að taka á sig hækkun
á hráefnisverði, né launahækkun.
Hráefni og laun eru samtals 75%
af heildarkostnaði við frystingu.
Þannig að hækkun á launakostnaði
og fiskverði valda því að þegar í
stað hækkar um 75% af fram-
leiðslukostnaði frystingarinnar. Við
þessar aðstæður er undirstöðuat-
vinnuvegur þjóðarinnar að hefja
viðræður um kaup og kjör á vinnu-
markaði. Það liggur f augum uppi
að svigrúmið er ekki neitt. Vandi
fiskvinnslunnar er mikill og nú er
unnið að skoðun á þremur mögu-
leikum. Hvernig hægt sé að hækka
tekjurnar, minnka tilkostnaðinn og
bæta greiðslufjárstöðuna. Lausn á
þessum málum er ekki einföld og
erfitt er að segja til um hver fram-
vinda mála verður.
Höfundur er fmmkvæmdastjóri
Sambanda fiakvinnaluatöðvanna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56