Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 ■Meqinelds- rieytistank- Aftari miðhluti Afturhluti Fcamhluti Fremri miðhluti Hér kann elds- neytislekinn að hafa orðið IHjálpareldflaug með föstu eldsneyti. Trjona Stúfur Jaðarhluti Geimferjan AP/Símamynd nú er hallast að þvi, að hún hafi rifnað og eldur úr Challengerslysið: Verður næsta geimför í júní? Kanaveralhöfða, 3. febrúar. AP. FUNDIST hafa fleiri líkamsleifar á Florida- strönd, þar nærri sem brot úr Challenger lentu i sjónum. Er nú verið að kanna hvort um er að ræða jarðneskar leifar geimfaranna. Leit stend- ur enn að stjómklefa geimfeijunnar. Rannsóknamefndin hélt sinn fyrsta formlega fund í dag og var þar farið yfir myndir og aðrar upplýs- ingar, sem hugsanlega geta varpað einhvetju ljósi á orsakir slyssins. Er helst hallast að því að rifa hafi komið á aðra hjálparflaugina og eldur úr henni kveikt í megineldsneytistanknum. Embættismenn NASA, Bandarísku geimferðastofnunarinnar, kváð- ust bjartsýnir á, að skýring fengist á slysinu og að unnt væri að hefja geimfeijuferðimar aftur innan tíðar, jafnvel þegar í júní nk. Fillippseyjar: Corazon ætlar að leysa upp einokunarfyrirtæki Manilla, Filippseyjum, 3. febrúar. AP. Corazon Aquino, mótframbjóðandi Marcosar, Filippseyjaforseta, sagði í dag, að ef hún næði kjöri í forsetakosningunum myndi hún koma á fullum borgararéttindum í landinu og leysa upp einokunar- fyrirtækin, sem em í eigu vina og vandamanna Marcosar. Formaður bandarískrar sendinefndar, sem ætlar að fylgjast með framkvæmd kosninganna, sagði I dag, að ekki yrði látið undir höfuð leggjast að skýra frá kosningasvindli ef upp um það kæmist. „Á fyrstu 100 dögum mínum í embætti mun það koma í ljós, að horfið verður af þeim glötunarvegi, sem Marcos hefur gengið, og hafist handa við endurreisnina," sagði Veður víða um heim Lngst Hnat Akureyri 3 alskýjað Amsterdam +4 +2 heiðsklrt Aþena 10 16 heióskírt Barcelona 12 þokum. Berlin +6 +3 skýjað Briissel +3 4 skýjað Chicago 0 3 rigning Dublín 2 6 skýjað Feneyjar vantar Frankfurt 1 4 skýjað Genf +5 2 skýjað Helsinki +15 +5 skýjað Hong Kong 16. 17 skýjað Jerúsalem 6 16 skýjað Kaupmannah. +2 0 heiðskírt Las Palmas vantar Lissabon 4 12 skýjað London 1 3 skýjað Los Angeles 12 18 heiðskírt Lúxemborg 1 alskýjað Malaga 13 skýjað Mallorca 12 skýjað Miami 21 24 skýjað Montreal +12 +6 skýjað Moskva +20 +10 skýjað NewYork 4 9 rigning Osló +5 +3 skýjað París 2 4 skýjað Peking +11 +1 heiðskirt Roykjavik 6 rigning Ríóde Janeiro 23 40 skýjað Rómaborg B 12 rigning Stokkhólmur +9 +4 heiðskirt Sydney 20 22 skýjað Tókýó 0 15 heiðskírt Vínarborg 1 3 snjókoma Þórshöfn 3 skýjað Corazon, sem hét því jafnframt að leysa upp fjöldann allan af einokun- arfyrirtækjum, sem vinir og vanda- menn Marcosar ráða yfir. Corazon lét þessi orð falla á fundi nærri 3000 manna og var í þeim hópi margt kaupsýslumanna frá Banda- ríkjunum, Evrópu, Ástralíu og Jap- an. í viðtali við fréttamann AP sagði Coraxon, að aðstoðarmenn hennar teldu, að hún yrði að fá allt að 65% atkvæða ef hún ætti að geta gert sér vonir um að sigra. Væri ástæðan AlvaMyrdal látin Stokkhólmi, 2. febrúar. AP. SÆNSKI nóbelsverðlaunahafinn Alva Myrdal lést í sjúkrahúsi í Stokkhólmi á laugardaginn var, 84 ára að aldri. Olof Palme minntist hennar í ávarpi í dag fyrir glaðbeittan og sannfærandi málflutning hennar gegn vígbúnaði, og sagði að með honum hefði hún glætt vonir margra sem fyllst hefðu örvæntingu vegna hins glórulausa vígbúnaðar- kapphlaups. Alva Myrdal gegndi ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir Sameinuðu þjóðimar og sænska ríkið, starfaði meðal annars fyrir UNESCO, varð ambassador fyrst sænskra kvenna, á Indlandi, sat á þingi fyrir Sósíal- demókrataflokkinn og var ráðherra afvopnunarmála. Hún dró sig í hlé frá opinberri umsýslu árið 1973 og það „stórkostlega kosningasvindl" sem nú væri í undirbúningi af hálfu stuðningsmanna Marcosar. Richard Lugar, formaður utan- ríkismáladeildar bandarísku öld- ungadeildarinnar, er í forsvari fyrir 21 manns sendinefnd, sem ætlar að fylgjast með framkvæmd for- setakosninganna á Filippseyjum. Sagði hann í dag, að ef nefndin fengi fyrir því sönnur, að kosninga- svindl væri viðhaft á kjördag, myndi hún ekki láta það liggja í þagnar- gildi. Bandaríkjamenn hafa miklar áhyggjur af hugsanlegu kosninga- svindli og óttast, að ef Marcos heldur völdunum með bolabrögðum af því tagi, muni það verða vatn á myllu kommúnista. Alva Myrdal helgaði sig rannsóknum, ritstörfum og fyrirlestrum í þágu afvopnunar. Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1982 og deildi þeim með Mexíkananum Garcia Robles. Eftirlifandi maður Ölvu er Gunn- ar Myrdal, 87 ára. Hann hefur hlotið Nóbelsverðlaunin í hagfræði. Suður Afríka: \ Verða passa- lögin afnumin? Jóhannesarborg, 3. febrúar. AP. P.W. BOTHA, forseti Suður-Afríku og ríkisstjóm hans reka nú mikinn áróður fyrir því, að unnið sé að endurbótum og auknum réttindum svartra manna í landinu. TU nokkurra óeirða kom um helgina og skutu lögreglumenn til bana þijá svarta menn. í öllum helstu dagblöðum í Suð- afnumin fyrir 1. júlí í ár. í augum ur-Afríku birtist nú um helgina tveggja síðna auglýsing frá stjóm- völdum þar sem áhersla var á það lögð, að stjómin stefndi að því að auka réttindi svartra manna og veita þeim meiri hlutdeild í stjóm landsins. í auglýsingunni vom endurtekin helstu atriðin, sem fram komu í ræðu Botha á þingi sl. föstu- dag, og dvaldist flestum við þá yfirlýsingu, að passalögin yrðu svartra manna hafa þessi lög, sem takmarka mjög ferðir þeirra um sitt eigið land, löngum verið tákn- ræn fyrir aðskilnaðarstefnuna. Á öðmm stað í auglýsingunni er þó hafður fyrirvari á fullu ferðafrelsi svertingja. Til óeirða kom á nokkmm stöðum í landinu um helgina og féllu þá fyrir kúlum lögreglunnar tvær svartar konur og einn karlmaður. Haiti: Enner St. Marc, Haiti, 3. febrúar. AP. IIM 2000 manns efndu í dag til mótmæla gegn stjóm Jean- Duvaliers í bænum St. Marc. Fór fólkið dansandi um bæinn, barði bumbur og hrópaði ókvæðisorð um „Baby Doc“. „Niður með Jean-Claude, hann er þjófur," hrópaði fólkið en öiygg- islögreglumenn, sem stóðu álengd- ar, höfðust ekki að. Bar fólkið fyrir sér bandaríska fánann, sem það sagði tákn þess frjálsræðis, sem það ókyrrt vill fá að njóta. „Sjáið ameríska fánann. Við viljum fá Bandaríkja- menn hingað, þeir munu gefa okkur nóg af peningum," hrópuðu sumir mótmælendanna. Síðastliðinn föstudag lýsti Duv- alier yfir 30 daga neyðarástandi en meðan það gildir má handtaka menn án dóms og laga. Almenning- ur í landinu og erlendir fréttamenn benda hins vegar á, að þannig hafi það þó alltaf verið. Hér segirfrá því hvemig gera má ræstinguna mun fljótlegri, ódýr ari og auðveldari en hingað til - jafnt á litlum sem stórum vinnu stöðum. Nýju moppurnar frá Burstagerðinni og fylgihlutir þeirra sem spara þérfé, tíma og fyrirhöfn, eru svo sannarlega... Nýju moppurnar eru léttar og liprar í notkun og láta einstaklega vel að stjóm. Þær eru ferkantaðar, hafa stærri snertiflöt en eldri gerðir og þrifa því betur. Moppumar eru úr sérstakri blöndu af bómull og akrýli, taka vel til sín raka og óhreinindi og skila þeim líka vel af sér í vindingu og eftirþvotti. Nú er auðveldara en áður að komast inn í horn og skot vegn. þess að moppan er á ferkantaði festiplötu, en ekki á rúnnaðri gri eins og á eldri gerðum. Einnig næ mjög góður árangur við hreingei ingu á stigum og veggjum - aul þess sem moppurnar dreifa bón afar vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.