Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1986 35 Ólafur Magnússon Akureyri - Kveðja Fæddur 7. september 1906 Dáinn 17. desember 1985 Með Ólafi Magnússyni var geng- inn mikill öðlingur og drengskapar- maður. Hann var austfírskrar ætt- ar, fæddur á Ketilsstöðum á Völl- um, yngstur 6 barna hjónanna Magnúsar Ólafssonar frá Mjóanesi og Guðrúnar Gunnarsdóttur frá Bessastöðum. Af bömum þeirra hjóna lifir Gunnar, búsettur í Hveragerði. 17 ára að aldri fór Ólaf- ur til náms í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og lauk gagnfræðaprófi 1926. Hugur hans mun hafa staðið til frekara náms, en ytri aðstæður leyfðu ekki slíkt. Árið 1929 fór hann austur á æskustöðvar sínar, og réðst sem kaupamaður til sr. Þórarins Þórarinssonar á Valþjófs- stað, og þar dvaldi hann næstu 5 árin. Þessara ára minntist hann oft með mikilli ánægju. 1934 yfírgaf hann Fljótsdalshérað fyrir fullt og allt og fluttist til Akureyrar, þar sem hann átti heimili tii dauðadags. Konuefni sínu, Droplaugu Páls- dóttur frá Borgarfírði eystra, kynntist hann fyrir austan og gengu þau í hjónaband 30. nóv. 1937. Þar steig Olafur eitt af sínum mörgu gæfusporum. 1939 fá þau leigða íbúð í húsinu númer 25 við Brekku- götu, sem þau svo eignuðust skömmu síðar. Þar hefur því heim- ili þeirra staðið í hart-nær 50 ár. Þar var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja, en hjartahlýja og gest- risni þeirra hjóna var rómuð. Margir lögðu leið sína í Brekkugötu 25 til lengri eða skemmri dvalar, enda vina og frændgarður stór. Framan af var efnahagur fjölskyldunnar, sem óðum stækkaði, stundum þröngur, en fyrir samheldni og einstaka ráðdeild og nýtni húsfreyj- unnar, var ætíð nóg að bíta og brenna. Fimm rósir prýddu rann; Ásta, Guðrún, Auður, Gerður og Áslaug, auk þess ólu þau upp dótt- ursoninn Ólaf, frá blautu bams- beini. Um 1940 öðlaðist Ólafur meistararéttindi í pípulögnum. Hann hóf störf hjá miðstöðvardeild KEA og vann þar sleitulaust í rösk 20 ár. Síðar hóf hann að vinna á eigin vegum, uns hann dró saman seglin um 1980. Starfsdagurinn var þvíorðinn ærið langur. Á yngri árum var Ólafur áhuga- samur um íþróttir, einkum knatt- spymu. Hann lék nokkur ár í kapp- liði KA í fótbolta og gaman var að hlýða á frásagnir hans af ferðalög- um hópsins í „boddýbíf" á leið til keppni, t.d. Reykjavíkur. Eitt sinn fór hópurinn til kappleiks austur að Breiðumýri i Reykjadal, fót- gangandi báðar leiðir. Til fjölda ára söng hann með karlakómum Geysi, en þeir bræður, Gunnar og hann, höfðu góðar tenórraddir. Eldri Geysis-félagar kvöddu látinn félaga með hrifnæmum söng við útför hans. Við störf sín varð Ólafur einatt að vera fjárri heimili sínu langtímum saman, og það veit ég að honum var ekki að skapi, því hann var afar heimakær maður. Svo óvílinn sem hann var, hefur hann trúlega haft í huga þessar ljóðlínur H. Hafstein: Ef kaldur stormur um karlmann ber og kinnar bítur og reynir fót, þá finnur ’ann hitann í sjálfum sér og sjálfs sín kraft til að standa mót. Margir iðnaðarmenn hafa sagt mér frá óvenjulegri verklagni og verkhyggni hans. Múrari, sem mikið vann með Ólafi, sagði, að það hefði verið hrein unun að sjá hann að störfum. Hann leysti alla hluti svo fagmannlega og áreynslulaust af hendi, bar sig svo fallega að. Síðustu stórverkefni hans vom pípulagnir í vistheimilinu Sólborg á Akureyri, heimavistarskólana að Laugalandi á Þelamörk og Stóm- Tjömum í Ljósavatnsskarði. Eins og áður er getið var Ólafur kominn á áttræðisaldur þegar hann fór að hægja á. Þó leysti hann af hendi mörg smærri verkefni með góðri aðstoð vinar síns og starfsbróður, Magnúsar Lámssonar. Þar unnu hlið við hlið fulltrúar gamla og nýja tímans, traustir fagmenn. Eg tengdist Ólafí fyrir 27 ámm, þá gaf hann mér eina rósina sína. Okkar kynni em bæði löng og góð. Hann var að eðlisfari kurteis og ljúfmenni í framgöngu, en gat verið fastur fyrir. Fremur fámáll og hugsaði ekki upphátt. Bóngóður var hann með afbrigð- um, og vildi leysa allra vanda, sem til hans leituðu. Víst er, að margir standa í þakkarskuld við hann vegna hjálpsemi hans og lipurðar. Seinustu árin vom honum ham- ingjuár. Aldurinn færðist yfír, en ellin fór mildum höndum um hann. Hann naut hvíldar og næðis í ríkum mæli á heimili sínu með sinni góðu konu. Síðasta hálfa árið urðu æskudraumar hans ef til vill að vemleika, á vissan hátt. Hann, sem ætíð hafði verið einlægur dýravinur, gerðist aðstoðarmaður hjá Elfu dótturdóttur sinni, á dýralæknis- stofu, sem hún hafði komið á fót í næsta nágrenni við heimili hans. Þangað átti hann mörg sporin, og það samstarf hefði gjaman mátt vara lengur. Dauða hans bar brátt að, en honum hlotnaðist sú auðna að kveðja þetta jarðlíf með reisn og virðingu. Minningin um hann er okkur kær, og hans er sárt saknað. Ágúst Þorleifsson smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Dyrasímar - Raflagnir Gestur rafvirkjam., s. 19637. Námsflokkar Kópavogs - TáknmálAfélritun - Myndlist - Skrautskrift - Ljósmyndun/Skrúðgaröyrkja - Trésmiði fyrir konur Innritun i síma 44391. I.O.O.F. Rb. 4 13524868 8'A- N.K.-S.P.K. EDDA 5986247 - 1 frl. □Helgafell 5986247IV/V - 2 ÚTIVISTARFERÐIR Útivistarferðir Fimmtudagur 6. febrúar. Myndakvöld Útivistar verður í Fóstbræöraheimilinu Langholts- vegi 109, kl. 20.30. Myndefni: 1. Sýndar verða myndir úr dags- feröum Útivistar i nágrenni Reykjavikur og þær kynntar. 2. Myndir úr áramótaferö Útivistar i Þórsmörk. 3. Myndir úr Útivist- arferðum í Núpsstaðarskóga og nágrenni á liönu sumri. Kaffiveitingar kvennanefndar í hléi. Allir velkomnir, jafnt félagar sem aðrir. Þorraferð f Brekkuskóg um helgina (7.-9. febr.). Frábær gistiaðstaða í sumarhúsum. Ótal göngumöguleikar m.a. fyrir gönguskíði. Uppl. og farm. á skrifst. Lækjargötu 6a, símar: 14606 og 23732. GulKoss í klakaböndum á sunnudaginn. Sjáumst I Útivist, ferðafélag. Árshátíð félaganna verður á Amtmanns- stíg 2b laugardagskvöldið 8. febrúar, kl. 20. Fjölbreytt dag- skrá með happdrætti og hinu fræga veislukaffi. Aöeins 300 miðar til sölu. Miðaverð kr. 350,- Miðasala á skrifstofunni kl. 11 -17 til fimmtudagskvölds. K.F.U.M. K.F.U.K. Ffladelfía Hátúni 2 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30, ræðumaður Einar J. Gíslason. HEIMILISIÐNAÐARSKÓUNN Laufásveai 7 Námskeið — Námskeið sem hefjast i febrúar. Þjóðbúningasaumur 7.febr. Leðursmíði 8. febr. Jurtalitun 10. febr. Knipl lö.febr. Prjón: hyrnur, sjöl 17. febr. Innritun og upplýsingar í Heimil- isiönaðarskólanum, Laufásvegi 2, sími 17800. Tilkynning frá félaginu Anglia Næstkomandi fimmtudag 6. febrúar verður haldið spila- og kaffikvöld kl. 20.30 að Borgar- túni 34, 3. hæö (hús Guðmundar Jónassonar hf.). Stjórn félagsins er að reyna að fá eldri og yngri Angliu-félaga til að hittast þetta kvöld. Stjórn Angliu. 7&T siminn er 2 24 80 :< - ■> \ * raðauglýsingar raðauglýsingar — •. Húsaviðgerðir Tökum að okkur breytingar og viðgerðir, trésmíðar, flísalagnir, pípu- og skolplagnir, sprunguviðgerðir. Tilboð eða tímavinna. Símar 72273 eða 81068. Auglýsing um prófkjör Ákveðið hefur verið prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðisflokks- ins á Patreksfiröi við næstu sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið fer fram f mars nk. og verður auglýst nánar síöar. Kjörnefnd tekur við framboðum og veitir upplýsingar um prófkjörsreglur. Framboð skal skila fyrir kl. 20.00 sunnudaginn 16. febrúar 1986, til Ernu Aradótt- ur, Urðag. 18 eða Ingibjargar Ingimarsdóttur, Aðalstræti 69. Kjömefnd. Þorrablót Selfoss Sjálfstæðisfélögin á Selfossi halda árlegt þorrablót föstudaginn 14. febrúar nk. í Inghóli, Selfossi. Skemmtiatriöi og dans. Miöapantanir hjá formönnum félaganna fyrir miðvlkudaginn 12. febrúar: Haukur, sími 1766, Sigurður Þór, sími 2277 eða 1678, Alda, sími 4212 og ■Þóra, simi 1608. Sjálfstæðisfálögin. HEIMDALLUR F U • S Vetrarferð Heimdallar Dagana 8.-9. febrúar mun Heimdallur halda til fjalla í skiöa- og skemmtiferð. Farið veröur i skíöaskála Vals i Hamragili. Áhugasamir eru beðnir að hafa það hugfast, aö skiði eru ekki nauðsynlegur búnað- ur, en þeir geta strax farið að pakka niður ullarsokkunum og góða skapinu. Verð ferðarinnar er kr. 550 og er þá rútugjald og kókópöffs- morgunveröur innifalið. Nánari upplýsingar og skráning er i síma 82900. Skóianefnd Heimdallar. Kópavogur — Spilakvöld Spilakvöld sjálfstæöisfélaganna í Kópavogi verður i sjálfstæðishús- inu, Hamraborg 1, þriðjudaginn 4. febrúar kl. 21.00 stundvislega. Mætum öll. Stjómin. Landsmálafélagið Vörður Straumhvörf í íslenskum stjórnmálum ? Dr. Hannes H. Gissurarson flytur erindi á Varðarfundi þriðjudaginn 4. febrúar nk. kl. 20.30 i Sjálfstæöishúsinu Valhöll sem hann nefnir „Straumhvörf í íslenskum stjórn- málum?“. Að loknu framsöguerindi verða umræður. Sjálfstæðismenn og aðrir áhuga- menn um stjórnmál eru hvattir til að fjöl- menna. Stjóm Varðar. Týr Kópavogi Kynnisferð á Keflavíkurflugvöll. Farin. verður kynnisferö á Keflavikurflugvöll laugardaginn 8. febrúar nk. Mæting verður að Hamraborg 1 þann dag kl. 11.30 og lagt af stíjð fyrir kl. 12.00. Flugvöllurinn skoöaður til kl. 17.00, þá boröaö a Glóðinni, Keflavik, og ioks notið gestrisni ungra sjálfstæöismanna í Keflavík og Njarðvík. Komiö verður aö Hamraborg aftur um kl. 23.30. Rútugjald er kr. 400.00. Pantanir i simum 41589 og 42196 i hádeginu milli kl. 12.00-13.00. Ath. að panta timanlega þvi sæta- fjöldi er takmarkaður. Stjórn Týs. Akureyringar - Eyfirðingar Sjálfstæöisfélögin á Akureyri boða til almenns fundar um fjármál rikisins og skattamál fimmtudaginn 6. febrúar nk. kl. 20.30 í Kaup- vangi. Frummælandi verður Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra. Hann mun einng svara fyrirspurnum ásamt alþingismönnunum Halldóri Blöndal og Birni Dagbjartssyni. Fulltrúarráð Sjálfstæðisfélaganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.