Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 28. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986
3
„Heldurbu oö Uið tornumst í Sjbwarp&r"1
Aster...
... að endurnæra
rómantíkina.
TM Reg- U.S. Pat. Oft.—all rlghts reserved
« 1979 Los Angeles Tlmes Syndlcate
— Og aðra daga er ekki bein
að hafa úr sjó.
O
Hvað um prestkonur mamma.
Eru þær í pilsbuxum?
HÖGNIHREKKVÍSI
„ G16I FOR SWE/M/MA HÉJ/M I VA&.'
Við flugumferðarstjórn
Flugumferðarstjórar verði
allir sendir í læknisskoðun
Fréttir í Ríkisútvarpinu 30. jan-
úar sl. um veikindi flugumferðar-
stjóra hafa heldur betur sett óhug
í fólk sem hafði ætlað að ftjúga í
náinni framtíð.
Það hefur sem sagt
kornið í ljós að flugumferðarstjórar
eru óvenju heilsutæpir menn. Flug-
menn verða að standast mjög
stranga læknisskoðun ef þeir eiga
að halda sínu starfi. Hvernig væri
nú að flugmálayfrrvöld tækju á sig
rögg og sendu alla flugumferðar-
stjóra í allsherjar læknisskoðun
bæði til sálar og likama? Ég undrast
ef flugfélögin heimta ekki alvöru
Iæknisskoðum manna sem eru jafh
nauðsynlegir  og  öryggishlekkir
flugsins.
Eg er einn af þeim sem þora
ekki  að  fljúga  við  núverandi
ófremdarástand.
Síg. H. Sigurðsson
Tónleikar með
Stefan A. J. Duffy?
Kæri Velvakandi.
Við erum tvær að norðan og
okkur dauðlangar að vita hvort
Stephen A.J. Duffy kemur til lands-
ins í febrúar og heldur tónleika eins
og talað hefur verið um. Það er
nauðsynlegt að um það fréttist sem
fyrst því það eru fleiri" unglingar f
landinu en þeir á höfuðborgarsvæð-
inu sem vilja fara á tónleikana. Ef
þeir verða, hvenær verða þeir þá
og er eitthvert aldurstakmark.
Tvær sem bráðvantar svar,
K.H.E.S.
Víkverji skrifar
Atli Heimir Sveinsson, tónskáld,
mun hafa lokið við samningu
balletts um ljóðaflokk Steins Stein-
arr, Tímann og vatnið. Ballett þessi
er saminn með það i huga, að ís-
lenzki dansflokkurinn allur komi við
sögu í sýningu verksins. Tónskáldið
var á starfslaunum hjá Þjóðleik-
húsinu fyrir nokkrum misserum og
er ballettinn afrakstur þess. Svo
skemmtilega vill til, að Steinn
Steinarr sjálfur hugsaði þennan
ljóðaflokk sem ballett. í samtali við
Matthías Johannessen, sem birt er
í flmmta bindi samtala Matthíasar,
sem út hafa komið hjá Bókaklúbbi
Almenna bókafélagsins segir Steinn
Steinarr m.a.: „Það er engin form-
bylting í þessum kvæðum. Tíminn
og vatnið er, eins og þú veizt sjálf-
ur, varíeraðar terzínur. Það er ákaf-
lega gamalt form og þrælklassískt.
Terzínurnar í Tímanum og vatninu
eru ekki alltaf reglulegar, það er
öll formbyltingin. Ljóðaflokkurinn í
heild er upphaflega hugsaður sem
ballett byggður á goð- og helgi-
sögnum. Jú, það var nú meiningin,
hvað sem þú segir."
íslenzki dansflokkurinn hefur
náð að festa rætur á þeim rúma
áratug, sem liðinn er frá stofnun
hans. Frumkvæði Sveins Einarsson-
ar, fyrrum Þjóðleikhússtjóra að
stofnun þessa ballettflokks sýnir
bæði framsýni og djörfung. Listalíf
okkar er fjölbreyttara og blómlegra
fyrir bragðið. Sízt af öllu eigum við
Islendingar að vanrækja þessa
fögru listgrein. Landi okkar, Helgi
Tómasson, náði þeim árangri, að
verða talinn einn af flmm beztu
karldönsurum heims, að dómi ball-
ettgagnrýnanda New York Times,
Önnu Kisselgoff. Hann stjórnar nú
ballettflokki San Fransico borgar.
Ungir dansarar hafa fylgt í fótspor
hans til útlanda og má nefna bæði
Auði Bjarnadóttur og Einar Svein
Þórðarsqn, sem nú starfar í Stokk-
hólmi. Ásdís Magnúsdóttir hefur
gert garðinn frægan hér heima.
Átli Heimir Sveinsson er eitt
frumlegasta tónskáld okkar íslend-
inga um þessar mundir. Fyrir
nokkrum árum hlaut hann tónlistar-
verðlaun Norðuriandaráðs. Enn er
í minnum höfð sýning Þjóðleik-
hússins á óperu hans, Silkitromm-
unni, sem komið hefur til tals, að
sett verði upp í sjónvarpinu. Von-
andi sér Þjóðleikhúsið sér fært að
setja upp ballett Atla Heimis
Sveinssonar um Tímann og vatnið,
þótt sjálfsagt sé ekki við því að
búast að kostnaður við uppsetning-
una skili sé allur til baka.
Næturiíf Reykjavíkur er að fá á
sig alþjóðlegan blæ. Þótt þessi
fullyrðing hefði tæplega staðizt,
þegar unglingahópar lögðu undir
sig Hallærisplanið hvert kvöld síðari
hluta vikunnar fyrir nokkrum árum
sannfærast menn um sannleiksgildi
þessara orða, með því að fara kvöld-
stund í veitingahúsið Broadway og
fylgjast með því, sem þar fer fram.
í rauninni er erfitt að gera sér grein
fyrir þeim breytingum, sem orðið
hafa á þjóðlífsháttum hér á einum
og hálfum áratug nema með því
að kynna sér hið fjölbreytta nætur-
líf borgarinnar.
Engin spurning er um það, að
Ólafur Laufdal, veitingamaður,
hefur lyft skemmtanalífinu í borg-
inni á annað plan með þeim um-
fangsmiklu skemmtisýningum, sem
hann stendur fyrir í Broadway á
hverju ári. Um þessar mundir eru
flutt-þar sönglög eftir Gunnar Þórð-
arson. Sérstaka athygli vekur, að
sviðsframkoma söngvara og hljóð-
færaleikara er á allt öðru stigi, en
áður var. Hér má sjá að fagmenn
eru á ferðinni, en alltof lengi var
mikill viðvaningsbragur á íslenzk-
um skemmtikröftum, þegar þeir
komu fram. íslendingur, sem lengi
hefur dvalið erlendis og margt séð
hafði á orði við Víkverja, að þessi
sýning stæðist samahburð við það
bezta, sem hann hefði séð erlendis.
Nú er daufara yfir íslenzkri
kvikmyndagerð en verið hefur
síðustu árin, þegar nokkrar íslenzk-
ar kvikmyndir hafa verið frumsýnd-
ar á hverju ári. Astæðan er auðvitað
sú, að flestir þeirra, sem unnið hafa
að kvikmyndagerð hafa orðið fyrir
þungum fjárhagslegum aföllum
vegna of lítillar aðsóknar. Nú um
þessar mundir stendur þó yfír sýn-
ing á nýrri íslenzkri kvikmynd,
Löggulífi. Hvað sem annars má um
hana segja vekur æðislegur kapp-
akstur um götur Reykjavíkur, þar
sem bæði er komið við í Tjörninni
og gámakrana Eimskips inn í
Sundahöfn, umtalsverða athygli.
Ætli þetta sé ekki fyrsti kappakstur
sinnar tegundar í íslenzkri kvik-
mynd? Alla vega stóð miðaldra
áhorfanda ógn af því, hvað margir
glæsilegir bílar voru eyðilagðir eða
mikið skemmdir í þessum akstri -
kannski hafa þeir ekki verið svo
merkilegir fyrir! En kappaksturinn
í Löggulífi sýnir líka, að við hljótum
að eiga býsna mikla íþróttamenn í
bifreiðaakstri.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56