Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 1
64SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 30. tbl. 72. árg.__________________________________FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Stórsprenging í París í gær Fjórða sprengingin á tveimur sólar- hringum — níu manns slösuðust París, 5. febrúar. AP. MIKIL sprenging varð í sport- vöruverzlun í París í dag. Níu manns slösuðust, þar af sumir hættulega, en verzlunin var full af fólki. Þetta var fjórða spreng- ingin í París á tveimur sólar- hringum. Grunur leikur á, að hryðjuverka- menn frá löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs hafi verið þama að verki og hefur komið upp mikill ótti við að mörg samtök hryðjuverka- Ítalía: Tveimur Rússum vísað úr landi Rúm, 5. febrúar. AP. ÍTÖLSK stjórnvöld visuðu í dag tveimur Sovétmönnum úr landi fyrir njósnir. Þeir voru Viktor Kopytin, fyrsti ritari sovézka sendiráðsins, og Andrei Chelukhin, stöðvar- jóri sovézka flugfélagsins Aeroflot í Róm. Fór Kopytin heimleiðis frá Ítalíu þegar í morgun. Alls hefur 11 sovézkum sendi- starfsmönnum verið vísað frá Ítalíu síðan 1970. Síðast átti slíkt sér stað 1983, er ítalska lögreglan handtók starfsmann Aeroflot og sovézkan olíusér- fræðing ásamt ítala einum, er sá síðastnefndi var í þann mund að afhenda þeim leyniskjöl varð- andi Atlantshafsbandalagið. Rússamir voru síðan látnir laus- ir gegn tryggingu og sendir til Sovétríkjanna. manna hafi nú samræmt aðgerðir sínar og hafi þau gert París að skotmarki sínu. Mikill ijöldi lögreglumanna, sjúkrabifreiða og brunaliðsbfla kom á vettvang í skyndi, en verzlunin þar sem sprengingin varð í dag, stendur við svæði, sem eitt sinn var helzta matkaðssvæði borgarinnar fyrir matvæli. (Fomm des Halles). Öll ljós slokknuðu í verzluninni við sprenginguna, svo að almyrkt varð og greip mikil skelfing um sig á meðal fólksins, sem reyndi að ryðj- ast út. „Ljósin fóm af og allt fyllt- ist af reyk,“ var haft eftir einum viðstaddra. Tuttugu og einn maður hefur slasazt í sprengingunum í París undanfama daga. Blaðið Le Monde hélt því fram í dag, að arabískir hryðjuverkamenn hefðu staðið fyrir þessum sprengingum í því skyni að sauma að frönsku stjóminni, en nú standa yfír samningaviðræður í Líb- anon í því skyni að fá fjóra franska gísla þar látna lausa. Viðræður þessar era á mjög viðkvæmu stigi. Sagði Pierre Joxe innanríkisráðherra í dag, að franska stjómin myndi ekki láta öfgasinn- aða hryðjuverkamenn hafa áhrif á stefnu sína í málefnum Líbanons eða ísraels. KLAPPAÐ FYSIR REAGAN George Bush, varaforseti og Thomas P. O’Neill, forseti fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings klappa fyrir Reagan forseta, er hann flytur stefnuræðu sína. Onnur fanffa- skípti segir Bild Berlín, 5. febrúar. AP. BRETAR og Sovétmenn eru nú að semja um önnur fangaskipti í vor, eftir að væntanleg fanga- skipti í næstu viku hafa farið fram í Berlín. Skýrði vestur- þýzka blaðið Bild frá þessu í dag. Samkvæmt frásögn Bild í dag fara nú fram með leynd samningar milli stjómvalda í London og Moskvu um skipti á ýmsum brezk- um og sovézkum föngum, sem nú emífangelsi. Frétt þessi fylgir í kjölfar fregna, sem Bild skýrði fyrst frá fyrir þrem- ur dögum, um að umfangsmikil fangaskipti væm áformuð milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna næsta mánudag eða þriðjudag. Hygðust Sovétmenn láta þar af hendi Anatoly Scharansky og ýmsa aðra fanga fyrir 11 njósnara. Stjómvöld f Austur-Þýzkalandi staðfestu í dag, að í næstu viku væm fyrirhuguð umfangsmikikil fangaskipti milli austurs og vesturs. Kom þetta fram í fréttatilkynningu frá austur-þýzka utanríkisráðu- nejrtinu, en ekki var þar greint frá því, hvaða dag né hvar fangaskiptin ættu að fara fram. Fjárlagafrumvarp Bandaríkjaforseta: Dregið sviðum Washington, 5. febrúar. AP. REAGAN forseti lagði í dag fjár- lagafrumvarp fyrir bandaríska þingið fyrir fjárhagsárið 1987 og námu niðurstöðutölur þess 994 milljörðum dollara. í frum- varpinu er gert ráð fyrir veru- úr útgjöldum á öllum nema til vamarmála legum niðurskurði rikisútgjalda í samræmi við nýleg lög um að draga í áföngum úr halla rikis- sjóðs fram til ársins 1991, en þá eiga fjárlög Bandarikjanna að vera orðin algerlega hallalaus. Dregið verður úr ríkisútgjöldum á flestum sviðum nema til vamar- mála, en þar er gert ráð fyrir 15,9 milijarða dollara aukningu eða um 6,2%. Ekki er þó um aukningu að ræða á neinu sviði hermála nema Valtur ein- ræðisherra? Jean Claude Duvalier, skipaður forseti Haiti ævilangt, sést hér í bíl, sem kona hans ekur. Mynd þessi var tekin I Port au Prince, höfuðborg Haiti fyrr í vikunni. Duvalier ók um höfuðborgina til þess að sýna, að allt væri með felldu í borginni og að hann væri tryggur í sessi. Nú berast fréttir af því, að hann hafi sótt um hæli í mörgum löndum, en alia staðar fengið neitun. Sjá nánar á bls. 22. til geimvamaáætlunarinnar, en í frumvarpinu er lagt til, að framlög til hennar verði aukin um 75%. Samkvæmt frumvarpinu verða framlög til félagsmála og annarra verkefna innanlands minnkuð um 25 milljarða dollara. Nær þessi niðurskurður til framlaga í þágu fátæks fólks og aldraðra, en einnig til námslána fyrir námsfólk. í stefnuræðu sinni sagði forset- inn, að aukning útgjalda til vamar- mála gæti ekki verið minni. Engu að síður kom strax upp andstaða við frumvarpið á þingi. Hafa for- ystumenn demókrata lýst frum- varpinu á þann veg, að með því væri verið að fela geysimikla skuldasöfnun hjá ríkissjóði Banda- ríkjanna, hnignun í bandariskum landbúnaði og stórfelldan viðskipta- halla við útlönd. William Gray, þingmaður demó- krata og formaður fjárveitinga- nefndar fulltrúadeildarinnar, sagði m.a., að stefna Reagans hefði haft það í för með sér, að skuldir banda- ríska ríkisins hefðu tvöfaldast. „Við höfum breytzt úr mestu iánveit- ingaþjóðinni í skuldugustu þjóð heims," sagði Gray. Sjá nánar á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.