Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 41. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR1986
19
Almenningsálit og áf engismál
eftírArngrím Sigurðsson
Fram hefur komið í skýrslum
lækna að fjöldi ofdrykkjumanna og
heildarmagn neytts áfengis fylgist
ekki að. Þetta kemur mönnum
spánskt fyrir sjónir því að það er
almennt viðurkennt að alls konar
vandamál samfara áfengisneyslu
aukist með magninu. Þessi atriði
undirstrika hversu skaðlegt vímu-
efni áfengi er.
Þótt áfengi sé að sönnu vímuefni,
kjósa margir, enn sem komið er
a.m.k., að halda áfengi og öðrum
vímuefnum aðskildum, enda hafi
áfengi náð mikilli útbreiðslu langt
á undan öðrum efnum sem eitur-
verkanir geti haft.
Það er langt síðan mönnum varð
ljóst að áfengisneyslu fylgja vanda-
mál. Þótt svo sé að vísu ekki alltaf
eru það ekki meðmæli því að reynsl-
an sýnir annað og er ólygnust.
Ef áfengissjúklingum fjölgar
ekki þótt selt eða bruggað magn
aukist, þarf þá nokkrar áhyggjur
að hafa? Já, vegna þess að nú þykir
sannað að áhrif áfengis á mörg líf-
færi eru afar slæm, svo slæm, að
lækna er farið að gruna að áfengi
valdi meiri heilsuleysi og jafnvel
tíðari dauðsföllum en menn óraði
fyrir. Rannsóknir á tóbaksreyking-
um hafa staðfest hættuna af þeim
enda mótmælir nú enginn skaðsem-
inni. Áfengi hefur lengi verið notað
og fáir sjúkdómar verið því beinlínis
tengdir nema þá skorpulifur. Nú
er þetta að breytast. Aukinni áfeng-
isneyslu fylgir aukið heilsuleysi,
fleiri afbrot og slys, meiri upplausn
í samlífi, meiri fjárhagsvandi og
síðast en ekki síst miklar sálarkval-
ir fyrir neytandann og hansnán-
ustu.
Það er vel þess vert að velta
sálarlífinu ögn meira fyrir sér. Mig
grunar að hið andlega ástand, eða
í rauninni hið andlega ójafnvægi,
hafi meiri áhrif á áfengisneyslu en
menn hafa viljað vera láta. Andlegt
atgervi og sálarástand hafa lengi
verið viðkvæm mál þegar raskast
hafa. Það er alkunna að ef menn
verða fyrir miklu álagi, verða
þreyttir eða hafa áhyggjur, þá grípa
margir til áfengis og nota það sem
eins konar deyfilyf. Þetta hefur oft
á tíðum farið úr böndum og neyslan
orðið meiri en e.t.v. ætlað var.
Hin slævandi áhrif áfengis hafa
sumir notað sér til þess að fá ölvað
fólk til að framkvæma eitthvað sem
það hefði ekki gert alsgáð. Gamalt
dæmi um þetta er hvernig Róm-
verjar, þegar þeir voru að ná yfir-
ráðum yfir löndum Kelta, notfærðu
sér drykkjufýsn þeirra. Mörg stór-
mál með óskemmtilegum afleiðing-
um hafa risið vegna þess að menn
hafa notfært sér áfengisílöngun
annarra.
Hvað er að segja um áfengissýki
og erfðir? Það bendir margt til þess,
að áfengisílöngun erfist. Það mætti
einnig segja: Hættan á ofneyslu
áfengis virðist vofa yfir ef menn
fara út á þá braut að neyta þess.
Þeir sem leggja stund á ættfræði
komast ekki  hjá  að veita þessu
Arngrímur Sigurðsson
„í sjónvarpi er þess
stundum getið að eitt
og annað atriði í kvik-
mynd sé ekki við hæfi
barna. Gott. En er það
við barna.hæfi að horfa
á fólk drekka vin í tvo
klukkutíma?"
athygli. Og hví skyldi þetta ekki
erfast eins og hvað annað?
Nú vaknar önnur spurning. Er
það hið andlega atgervi eða hið ltk-
amlega sem veldur mestu um of-
neyslu áfengis? Sjálfsagt hvort
tveggja. Ég leyfi mér að varpa fram
þeirri kenningu að það sé frekar
það andlega. Eg er sannfærður um
að hinir keltnesku erfðaþættir í ís-
lendingum eru mjög gildir. Fornir
sagnaritárar tóku það skýrt fram
að Keltar væru miklir gleðimenn,
listrænir og tónelskir. Þetta er fal-
leg lýsing. En sagnaritarar tóku
einnig fram að Keltar væru ofsa-
fengnir, deilugjarnir og drykkfelld-
ir. Það er ekki eins fallegt.
Því er mjög haldið á lofti, rétti-
lega, að til þess að finna lausn á
vanda þurfi fyrst að skilgreina hver
hann er. Mér er nær að halda að
það væri þjóðinni hollast að viður-
kenna galla sína og veikleika og
stefna að því að fyrirbyggja afleið-
ingarnar með umbótum. Manni
dettur í hug, þrátt fyrir það að
áfengi skemmi líkamann og það
hafí sitt áróðursgildi, hvort þjóðin
þurfi ekki á einhvers konar sáliækn-
ingu að halda. Og ekki einungis
íslendingar heldur aðrar þjóðir sem
við áfengisvandamálin eiga að
glíma. Hinir margnefndu frændur
okkar í Skandinavíu eru þar ekki
undanskildir enda margt líkt með
skyldum.
Nokkur orð um fjölmiðla. Menn
hafa haft á orði að baráttan við
áfengið sé töpuð vegna þess hve
því sé haldið stíft að fólki. Satt er
að mikið er auglýst, einkum óbeint,
og hafa menn nefnt auðmagn í
því   sambandi.   Vissulega   er   hér
mikið fé á ferðinni og það eru
margir sem h.afa hag af áfengis-
framleiðslu. Ýtni þeirra er því skilj-
anleg en undan henni má þó ekki
láta. Ekki að minnsta kosti fyrr en
tekist hefur svo að bæta andlegt
ástand þjóðarinnar að menn sjái að
áfengi er engin viðunandi lausn á
álagi eða vanda.
Viðhorf fjölmiðlamanna sumra
til áfengisvandamálsins er heldur
óráðið og oft óábyrgt. Of oft virðist
manni talað um ölvun í hálfkæringi
og ósóminn birtur án ádrepu. I sjón-
varpi er þess stundum getið að eitt
og annað atriði í kvikmynd sé ekki
við hæfi barna. Gott. En er það við
barna hæfi að horfa á fólk drekka
vín í tvo klukkutíma? Ég hef að vísu
aldrei talið hve oft er kveikt í sígar-
ettu eða hellt í glas en oft er það.
Lítill vafi er á því að oft eru tóbaks-
og vínframleiðendur á bak við þetta.
Það er ekki að undra þó að almenn-
ingsálitið mótist nokkuð af kvik-
myndum. Óskandi væri að íslenskt
kvikmyndagerðarfólk gerði kvik-
myndir þar sem drykkjuatriði væru
ekki fegruð. Þau eiga það ekki
skilið.
Að lokum þetta. Ég held að þjóð-
in verði að taka sér andlegt tak.
Fólk ætti að verja peningum til alls
annars fyrst en áfengiskaupa. Þjóð-
in er enn frekar frumstæð og óleikin
í andlegri jafnvægislist. Þeim mun
fyrr sem íslendingar ná valdi á
sjálfum sér því betra. Ekki aðeins
hvað áfengi varðar heldur á ótal
öðrum sviðum. Menn ættu að hætta
að hlaupa berstrípaðir á spjótsodd-
ana!
Höfundur er framhaldsskólakenn-
arí í Reykjavík.
Eftirmáli við opið
bréf til iðnaðarráðherra
eftirHallgrímSveinsson
Sæll aftur, Albert.
Oftast munu vera tvær hliðar á
hverju máli og er vel að Iðntækni-
stofnun íslands skuli láta svo lítið
að reifa málin frá sinni hendi við-
víkjandi samskiptum við Leikfanga-
smiðjuna Öldu hf. á Þingeyri þegar
það fyrirtæki var að stíga sín fyrstu
skref, sbr. Morgunblaðið 7. febrúar.
Ástæðulaust er að gera athuga-
semdir við þá frasögn að sinni þó
margt sé þar ofsagt og annað
vansagt eins og gengur. En í niður-
lagi greinargerðar Iðntæknistofn-
unar er þó ein setning sem skiptir
höfuðmáli í þessari umrasðu og þótt
undirritaður sé leikmaður í þessum
sökum, fyrirgefst honum vonandi
þó hann beini athygli þinni og
annarra sem þetta lesa að þessari
gullvægu málsgrein. Hún hljóðar
svo: „Stofnun fyrirtækis og upp-
bygging þess verður að vera verk
þeirra sem að því standa; stofnanir
geta aðstoðað en hvorki haft frum-
kvæði, verndað fyrir samkeppni né
galdrað fram óafturkræft fé".
Fyrri hluti þessara orða þarf ekki
að valda ágreiningi. Auðvitað verða
menn að standa eða falla með fyrir-
tækjum sínum. Það er flestum ljóst.
En það er þetta með frumkvæðið,
aðstoðina og hið óafturkræfa fé sem
rétt er að íhuga aðeins nánar.
Það er vitað að hugmyndir verða
oftast til utan stofnana, þ.e. ríkis-
stofnana. Skilja verður Iðntækni-
stofnun svo að hún eigi við þetta í
umræddri málsgrein, þegar talað
er um frumkvæði. Þeir sem hug-
myndir fá, til dæmis um stofnun
nýiðnaðarfyrirtækja, verða sjálfír
að hafa frumkvæði að því að koma
þeim á framfæri og leita eftir aðstoð
við nánari útfærslu.
Það mun vera ( verkahring Iðn-
tæknistofnunar fyrir hönd ykkar
forráðamanna íslensku þjóðarinnar
að veita slíka aðstoð, ef fært þykir.
Upplýst er að slík aðstoð er ekki
veitt nema menn leggi peninga á
borðið hjá sér, með öðrum orðum,
greiði út í hönd. Og þarna er ein-
mitt veiki punkturinn, Albert. Nýleg
dæmi munu jafnvel til um það, þó
ekki verði nefhd hér, að hugvits-
menn hafi hrökklast úr landi með
hugmyndir sínar vegna fjármagns-
leysis og vantruar hérlendis og haft
góðan framgang með sín mál á
opinberri grund.
Iðntæknistofnun þyrfti nauðsyn-
lega að hafa í pússi sínu nokkurt
fjármagri, áhættufjármagn eða
óendurkræft fé, nafnið skiptir ekki
máli, til þess að geta veitt fyrstu
hjálp. Stofnunin þarf að geta tekið
föðurlega við titrandi hugvits- og
uppfinningamönnum, leitt þá að
borði sínu og bent þeim á það strax
hvort þeir séu á réttri leið eða ekki.
Þetta þarf að gerast vafningalaust
og án nokkurra skuldbindinga. Síð-
an á að vera hægt að bjóða þessum
körlum aðstoð að fyrra bragði, ef
þeir eru ekki með því stórbrotnari
hugmyndir.
Og hvar á svo að taka peninga
í þetta? Þá ætti að taka úr kassan-
um sem þú réðir eitt sinn yfir,
Albert. Og öfugt við margar aðrar
fjárveitingar úr þeim kassa mundi
þessi skila sér bæði með vöxtum
og vaxtavöxtum á skömmum tíma.
Við skulum ekki gleyma því, að
t.d. smáiðnfyrirtæki sem kemst á
'egg og veitir segjum 5 til 10
mönnum atvinnu, getur haft ótrúleg
Hallgrímur Sveinsson
margfeldisáhrif í þjóðfélaginu. Það
getur verið bæði gjaldeyrissparandi
og gjaldeyrisskapandi um leið. Það
málar fé í ríkissjóð í gegnum sölu-
skatt og öll þau óteljandi gjöld sem
lögð eru á atvinnurekstur í þessu
landi. Og svona mætti lengi telja.
Mér er sagt að þetta hafi sumar
aðrar þjóðir skilið fyrir löngu og
hagað sé samkvæmt því. Hvenær
skyldum við íslendingar skilja
þetta?
Höfundur er skólastjóriað
Hrafnseyri.
Fyrstu útvarpsleyfin veitt
til fjögurra menntaskóla
ÚTVARPSRÉTTARNEFND samþykkti fyrstu útvarpsleyfin á fundi
síiium í gærmorgun. Fjórum skólum var veitt útvarpsleyfi tíl einnar
viku. Auk þess var fjallað um fjórar aðrar umsóknir, en þær ekki
endanlega afgreiddar. Á fundinum var einnig ákveðið leyfisgjald
fyrir útvarpsstððvar.
Kjartan Gunnarsson formaður
útvarpsréttarnefndar sagði að
fyrstu leyfin hefðu verið veitt
Menntaskólanum við Hamrahlíð,
Flensborgarskóla og fjölbrautaskól-
unum á Selfossi og Sauðárkróki.
Þeir hefðu fengið leyfi til að útvarna
í eina viku í tengslum við starfsviku
í skólunum. Hann sagði að búast
mætti við að útsendingarnar heyrð-
ust víðar en innan veggja skólanna,
það færi eftir sendistyrk þeirra.
Fjallað   var   um   fjórar   aðrar
umsóknir. Umsóknir Islenska sjón-
varpsfélagsins hf. og íslenska út-
varpsfélagsins hf. voru sendar Pósti
og síma til umsagnar. Kjartan sagði
að það væri gert af tæknilegum
ástæðum. Þetta væru útvarpsstöðv-
ar sem ætti að reka áfram og þyrfti
að ákveða á hvaða tíðni þær sendu
út o.fl. Hann sagði að ekki væri
ástæða til að ætla annað en þessar
umsóknir yrðu samþykktar. Um
skólaútvarp giltu aðrar ekki eins
ítarlegar reglur enda störfuðu þau
aðeins í eina viku.
Tvær umsóknir sem hafa borist
voru ekki afgreiddar. Ástæðan fyrir
því var sú að ýmsar upplýsingar
vantaði í umsóknirnar, sem sendar
voru inn áður en útvarpslagareglu-
gerðin var undirrituð. Kjartan sagði
að þessum stöðvum hefði verið
gefinn kostur á að bæta við þeim
upplýsingum sem á vantaði og
ekkert í umsóknunum benti til þess
að ástæða væri til að umsóknir
þessara stöðva yrðu ekki sam-
þykktar.
Á fundi útvarpsréttarnefndar í
gærmorgun var einnig ákveðið leyf-
isgjald. Leyfisgjald fyrir hljóðvarp
var ákveðið 24.000 krónur, fyrir
sjónvarp 36.000 krónur og 300
krónur fyrir tímabundið skólaút-
varp.
Góður afli
á land á
Akranesi
Akranosí, 14. febrúar.
AFLI Akranesbáta hefur
verið góður það sem af er
þessu ári. Tveir stórir bátar
stunda linuveiðar og landa
afla sínum í gáma sem seldir
eru erlendis. Nokkur fjöldi
smábáta róa einnig þegar
gæftir leyfa og er afli þeirra
að jafnaði frá -2 tonn þó
einstaka bátar fái meiri afla.
Loðnubátarnir fjórir sem
gerðir eru út héðan eru nú
um það bil að ljúka loðnu-
kvóta sínum og einn þeirra,
Rauðsey, nú þegar búinn.
Afli togaranna hefur verið góð-
ur þrátt fyrir ýmis áföll. Haraldur
Böðvarsson er í dag að landa
140—150 tonnum og er það fjórða
veiðiför hans á árinu og hefur
hann alls aflað 585 tonna, Kross-
vík er í sinni þriðju veiðiför en
hennar afli er nú orðin 287 tonn.
Skipaskagi er einnig í sinni þriðju
veiðiför en hefur nú alað 176 tonri.
Höfðavík er í sinni fyrstu veiðiför
á árinu, en skipið var um tveggja
mánaða skeið í viðgerð í V-Þýska-
landi. Nú styttist í það að hinn
nýji rækjutogari Runólfs Hall-
freðssonar útgerðarmanns verði
tilbúinn til veiða en gerðar hafa
verið á honum umtalsverðar
breytingar í skipasmíðastöð Þor-
geirs & Ellerts hér á Akranesi.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56