Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 41. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR19. FEBRÚAR1986
Þétt setinn bekkurinn í Njálsbúð. „Fjölmennasti bændafundur sem ég hef setið," sagði einn fundarmanna.
Fjölmennur f undur sunnlenskra kúabænda í Njálsbúð:
Skorað á ríkisstjórnina að
auka niðurgreiðslur á mjólk
Lýst ábyrgð á hendur landbúnaðarráðherra vegna seinagangs í ákvörðun mjólkurkvóta
Selfossi, 18. febrúar.
UM 600 manns, bændafólk af
Suðurlandi, sóttu almennan f und
bænda sem Félag kúabænda á
Suðurlandi gekkst fyrir í Njáls-
búð V-Landeyjum í gærkvöldi.
Til fundarins var boðið forystu-
mönnum bændasamtakanna,
þingmönnum Suðurlands, land-
búnaðarráðherra og fjármála-
ráðherra. Miklar umræður urðu
á fundinum um mjólkurfram-
leiðsluna og stjórnun framleiðsl-
unnar gagnrýnd.
Guðmundur Lárusson formaður
Félags kúabænda hafði framsögu á
fundinum. Hann sagði það kröfu
bænda að stjórnvöld kæmu til móts
við bændur og leiðréttu yfirstand-
andi verðlagsár vegna þess hversu
seint fullvirðisrétturinn kom fram.
Hann benti á að skerðing hlutdeild-
ar sunnlenskra bænda í heildar-
mjólkurframleiðslunni úr 36,2% í
35,7% næmi því að 9 meðalbú væru
flutt burtu.
Þeir sem til máls tóku voru
sammála um það að auka þyrfti
niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum
til þess að ná upp sölu á þeim.
Einnig voru markaðsmál rædd og
bent á að nauðsynlegt væri að taka
þeim málum tak svo um munaði.
Mikið var rætt um þann samdrátt
sem framundan væri í mjólkurfram-
leiðslunni og m.a. bent á að harka-
legur samdráttur nú gæti orsakað
mjólkurskort í haust. Þess vegna
m.a. yrði að lengja aðlögunartíma
bænda að kvótanum úr sjö mánuð-
um í 1 V2 ár.
Fundarmenn voru sammála um
það að koma þyrfti til móts við þá
bændur sem illa fara út úr fram-
leiðsluskerðingunni og hafa staðið
í uppbyggingu. Það yrði best gert
með því að auka við framleiðslu-
kvóta þeirra og með skuldbreyting-
um lána.
Ingi Tryggvason formaður Stétt-
arsambands bænda sagði að ein
ástæðan fyrir því að bændur voru
ekki varaðir betur við sl. haust hefði
verið sú að búið var að hvetja þá
til að auka mjólkurframleiðsluna
yfir vetrarmánuðina og það hefði
skotið skökku við að segja þeim að
hætta því loks þegar það var komið
á. Jón Helgason landbúnaðarráð-
herra sagði ástæðuna fyrir því
hversu seint ákvörðunin um full-
virðisréttinn kæmi vera þá að það
hefðu alltaf verið að berast ábend-
ingar um atriði sem taka þyrfti
tillit til við útreikninga.
Þorsteinn Pálsson fjármálaráð-
herra sagði það áhyggjuefni hversu
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Guðmundur Lárusson í Stekkum II, formaður Félags kúabænda á Suðurlandi, flytur framsöguræðu sína.
lengi hefði dregist að setja reglu-
gerðina um fullvirðisréttinn. Hann
sagði að ríkisvaldið þyrfti að huga
að því hvort ekki væri unnt að koma
í veg fyrir hækkun landbúnaðar-
vara. Hann benti á að verulegu fé
hefði verið varið úr ríkissjóði til
búháttabreytinga og fjárhagslegrar
endurskipulagningar í landbúnaði.
í lok fundarins voru samþykktar
eftirfarandi ályktanir:
1.  „Almennur fundur bænda á
Suðurlandi haldinn í Njálsbúð í
V-Landeyjum 17. febrúar 1986
harmar að við skiptingu fullvirð-
isréttar milli svæða fyrir verð-
lagsárið 1985—1986 skuli enn
vera gengið á hlut Sunnlend-
inga. Fundurinn telur óréttlátt
og ekki í verkahring bænda,
haldur þjóðarinnar allrar að
viðhalda byggð í landinu. Því
skorar fundurinn á stjórn Stétt-
arsambands bænda og Fram-
leiðsluráð að leiðrétta þessa
ranglátu skiptingu þannig að
Sunnlendingar haldi sínum hlut
í heildarmjólkurframleiðslunni.
2. Fundurinn átelur harðlega þann
seinagang sem var við ákvarð-
anatöku á fullvirðisrétti mjólkur-
framleiðenda á yfírstandandi
verðlagsári, sem barst bændum
ekki fyrr en fímm mánuðir voru
liðnir af verðlagsárinu.
Fundurinn minnir á samþykkt
3.
framkvæmdastjórnar Félags
kúabænda á Suðurlandi frá 5.
des. 1985 til hæstvirts land-
búnaðarráðherra, þar sem lýst
er áhyggjum vegna óvissu
bænda um fullvirðisrétt sinn.
Af þessum sökum lýsir fund-
urinn ábyrgð á hendur land-
búnaðarráðherra vegna þess
ástands sem skapast hefur og
krefst fjárhagsaðstoðar til að
milda áhrif skerðingarinnar.
Fundurinn skorar á ríkisstjórn
íslands að auka nú þegar niður-
greiðslur á mjólkurvörum og
öðrum  nautgripaafurðum  og
með þvi freista þess að auka
neyslu þessara vara sem leysti
vanda mjólkurframleiðenda að
hluta en jafnframt stórbæta hag
neytenda og hugsanlega greiða
fyrir samningum á vinnumark-
aði sem nú standa yfir."
Á fundinum ríkti mikill einhugur
og einn fundarmanna sagði þetta
vera stærsta bændafund sem hann
hefði setið. Hann benti á að menn
yrðu að vera samtaka við að taka
á vandanum og það hefðu Sunn-
lendingar áður verið.
Sig. Jóns.
Maria Hauksdóttir
í Geirakoti:
Eitt mjólk-
urglasá
dag eyðir
offram-
leiðslunni
Lagt til að bændakonur
stormi til höfuðborgar-
innar til að vekja athygli
á hollustu mjólkurinnar
Si'lfossi, 18. febrúar.
„AUKIN mjólkurneysla
um eitt mjólkurglas '¦¦ á
dag, xl\ lítra á hvern Is-
lending, mundi duga til
að eyða allri umfram-
framleiðslu sl. árs," sagði
María Hauksdóttir frá
Geirakoti í Sandvíkur-
hreppi á fundi Félags
kúabænda á Suðurlandi í
Njálsbúð í gær.
María færði Félagi kúa-
bænda að gjöf teikningar
eftir Ruth Magnúsdóttur frá
Sólvangi í Flóa. Teikningar
þessar eru í möppu og hafa
verið notaðar á leikskólum á
Selfossi en þar tóku fóstrur
það upp að gefa börnum
mjólk að drekka og auka
hollustu fæðis þeirra. Teikn-
ingarnar eru vel til þess falln-
ar að börn liti þær og vinni
með, í tengslum við fræðslu
um hollustu mjólkur.
María lagði til að bænda-
konur tækju sig til og storm-
uðu til höfuðborgarinnar og
vektu athygli á hollustu
mjólkurinnar umfram aðra
drykki og gæfu börnum á
dagvistarstofnunum mjólk að
drekka. Mjólkin þyrfti að
koma í stað sykurvatns og
svaladrykkja sem mikið væri
að börn drykkju með
á  þessum
um
bitanum  sínum
stofnunum.
Margrét Guðmundsdóttir
sagði að pakka þyrfti mjólk
í litlar fernur svo hún yrði
aðgengileg á sama hátt og
svaladrykkir. Hún sagði allt
of mikið um að börn drykkju
svala og safagutl í stað
mjólkur. Hún sagði þetta
alvarlegt mál því sumir þessir
drykkir væru blandaðir
vökva sem pressaður væri úr
appelsínuberki, sem spraut-
aður hefði verið erlendis með
eiturefnum.
Aðrir fundarmenn tóku
undir tillögur kvennanna um
að auka mjólkurneyslu með
öllum ráðum og fögnðu frum-
kvæði því sem fram kom á
dagvistarstofhunum á Sel-
fossi, slíkt mætti verða víðar.
Sig. Jóns.
Jón Helgason landbúnaðarráðherra:
Viðhorf sbreyting ef
leyfa á verslun með kvóta
„ÞAÐ HEFÐI í för með sér tölu-
verða viðhorfsbreytingu frá því
sem var í tillögum Stéttarsam-
bandsins og reglugerðinni þar
sem gert er ráð fyrir milligöngu
Framleiðnisjóðs við búháttabreyt-
ingar," sagði Jón Helgason land-
búnaðarráðherra þegar leitað var
álits hans á hugmyndum Jóhann-
esar  Torfasonar  um  að  veita
bændum takmarkað leyfi til að
versla með úthlutaðan fram-
leiðslurétt.
Egill Jónsson alþingismaður sagð-
ist hinsvegar vera sammála þessari
hugmynd Jóhannesar. Hann sagði
að grundvallarhugsunin á bak við
héraðabúmarkið væri sú að menn
gætu  skipulagt framleiðsluna  og
ekki væri æskilegt að njörva fram-
leiðslurétt einstakra jarða of mikið
niður. Möguleikar ættu að vera á
að færa framleiðslurétt á milli
manna innan svæðanna og gæti það
gerst á ýmsan hátt, til dæmis með
því að menn skiptu á framleiðslurétti
í kindakjöti og mjólk, eða versluðu
með hann á annað hátt.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56