Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 41. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR19. FEBRUAR1986
Líbanon:
ísraelar fylkja liði
í leit að tveim-
ur hermönnum
Biranit, ísrael, 18. februar. AP.
ÍSRAELSKIR hermenn og skríð-
drekar streymdu inn í Líbanon í
dag ofr hefur leitin að tveúnur
israelskum hermönnum, sem sít-
ar námu á brott, verið efld. Til
átaka hefur komið milli ísraels-
manna og líbanskra skæruliða.
ísraelskur sjómaður, sem var á
eftirlitsferð skammt imdan
strönd Líbanons, var skotinn til
bana.
Hermannanna hefur nú verið
leitað tvo daga og eru þetta mestu
aðgerðir ísraela í Líbanon frá því
að þeir kvöddu herlið sitt að mestu
brott í júní á síðasta ári.
Yfirstjórn ísraelska hersins segir
að tveir sitanna, sem rændu her-
mönnunum í umsátri á mánudag
hafi verið handteknir.
Shimon Peres, forsætisráðherra
ísraels, segir að leitinni verði haldið
áfram þar til í ljós komi hvað orðið
hefur af hermönnunum.
Daniel Amar, nítján ára riðils-
stjóri í ísraelska hernum, var skot-
inn til bana er hann var á eftirlits-
ferð um tuttugu kílómetra frá
landamærum ísraels. Skotin komu
frá borginni Tyre í Líbanon.
Uppreisnar-
menn segja frá
landvinningum
Parfs, I7.febrúar.AP.
FRAKKAR fluttu hersveitir til
Chad í dag og juku við flugflota
sinn í landinu. Uppreisnarmenn
halda því fram að þeir hafi á sínu
valdi iandssvæði, sem Frakkar
höfðu heitið sljórnvöldum að
verja. Þessi landssvæði eru sunn-
an við „rauðu línuna" svonefndu.
Vestrænir fréttamenn segja hins
vegar að þetta sé ekki rétt.
Um það bil 500 franskir hermenn
voru sendir til Chad í dag, til þess
að sjá um og fljúga 12 frönskum
Jagúar orustuþotum, sem staðsett-
ar eru í N'djamena, höfuðborg
Chad. Þá er 1.500 manna fót-
göngulið tilbúið í nágrannaríkinu
Mið-Afríku lýðveldinu, ef á þarf að
halda, en það var fiutt þangað eftir
að samkomulag tókst um „rauðu
linuna seint á árinu 1984.
Skæruliðar í Chad njóta aðstoðar
Líbýumanna. Þar voru og eru 4.500
líbýskir hermenn að sögn franskra
og bandarískra heimilda, þrátt fyrir
samkomulagið um að erlent herlið
skyldi hverfa frá landinu. Líbýu-
menn hafa ásakað Bandaríkjamenn
um að standa á bak við „íhlutun"
FrakkaíChad.
Timur Goksel, talsmaður friðar-
sveita Sameinuðu þjóðanna í Líban-
on, segir að ísraelskir hermenn
hafi leitað hermannanna í hverju
húsi í sjö þorpum og yfírheyrt íbúa
þeirra. 27 menn hafi verið hand-
teknir í leitinni.
Bæði ísraelski herinn og friðar-
gæslusveitirnar segja að ekkert sé
hæft í fréttum líbanskra fjölmiðla
þess efnis að miklir bardagar eigi
sér nú stað milli ísraelsmanna og
líbanskra skæruliða. Komið hafi til
minniháttar skæra.
Útvarpið í Beirút sagði að ísrael-
ar hefðu hafið nýja innrás og Líban-
ar myndu mótmæla í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna.
Bifreið í gegnum húsvegginn
AP/Simamynd
Wendy Wickham, háskólastúdent í Ednionton í Kanada, átti fótum fjör að launa, er bifreið, sem
rann til á hálli götu, lenti á húsveggnum hjá henni og langleiðina inn til hennar.
,    ,   -            ... .                AP/Sfmamynd
Þrir hrapa til bana
ÞRÍR menn biðu bana er þeir reyndu að bjarga sér úr eldsvoða í
skrifstofubyggingu i miðborg Rio de Janeiro í Brasiliu með því að
stökkva út um glugga á tíundu hæð. Tuttugu og einn maður kafnaði
í eldinum. Byggingin uppfyllti ekki ákvæði um eldvarnir að sögn
yfirvalda. Á myndinni má sjá hvar maður hrapar til bana eftir að
hann henti sér út.
Er Krists-myndin á lík-
klæðinu frá Torino ætt-
uð úr pensli listmálara?
Elizabethtown, Pennsylvaniu, 18. febrúar.
RANNSOKNIR sýna, að mynd-
in á hinu leyndardómsfulla lik-
klæði frá Torino stafar ekki
frá líkama Jesú Krists eða
anda, heldur er hún ættuð úr
pensli listmálara, að sögn
bandarísks visindamanns.
„Eg held, að málaðar hafi verið
tvær umferðir á klæðið, hin fyrri
með járnríkum jarðlit og hin síðari
með rauðu litarefni, þar sem lista-
maðurinn vildi herða frekar á litn-
um," sagði Walter C. McCrone,
forstöðumaður Mccrone-rann-
sóknarstofnunarinnar í Chicago.
McCrone sagði þetta i ræðu,
AP.
sem hann hélt á tveggja daga
ráðstefnu um Torino-klæðið í
Elizabethtown-háskólanum í
Pennsylvaniu. Hann sagðist
byggja þessa ályktun sína á ýtar-
legri rannsókn á trefjum úr lita-
flötum klæðisins.
Klæðið, sem varðveitt er í
klaustri í Torino, ber mynd af
krossfestum manni. Sumir kristn-
ir menn trúa því, að hér sé um
að ræða líkklæði Krists og svipur-
inn hafi þrykkst í dúkinn - í bak
og fyrir - vegna orkuútgeislunar
við upprisuna.
McCrone sýndi á litskyggnum,
að svipaður dúkur varð brúnleitur,
þar sem blóð hafði þornað á
honum. „Blóðblettirnir" á klæðinu
voru hins vegar rauðir.
McCrone sagði, að við rann-
sóknina hefði hann fundið járnox-
íð og rautt litarefni á rauðu trefj-
unum og augljós merki eftir
hlaupkennt málningarbindiefni.
Árið 1978 tók McCrone ásamt
hópi vísindamanna þátt í rann-
sókn á klæðinu, og fara niðurstöð-
ur hans í bága við álit hinna í
hópnum. Þeir telja, að engin sönn-
un hafi fengist fyrir því, að
myndin hafí verið máluð á klæðið.
Sovésk stjómvöld:
Biðja Grikki að
leita flóttamanna
Aþenu, 18. febrúar. AP.
SOVÉTMENN hafa farið fram á
það við grisk stjórnvöld, að þau
hafi uppi á þrcmur sovéskum
borgurum, sem flýðu i Aþenu i
fyrri viku. Skýrði talsmaður
stjór narinnar svo frá í dag.
Antonis Koutis, talsmaður grísku
stjórnarinnar, sagði á fréttamanna-
fundi í dag, að sovéska sendiráðið
í Aþenu hefði formlega beðið um,
að Ieitað yrði þriggja Sovétmanna,
sem hurfu í síðustu viku. Er þar
um að ræða fimmtugan siglinga--
málasérfræðing og sjö ára gamlan
son hans og konu, kennara við
sovéska sendiráðsskólann í borg-
inni.
Victor Gudarev, sem hafði með
sigiingamál að gera í sovésku versl-
unarsendinefndinni í Aþenu, hvarf
sl. föstudag eftir að hafa sótt son
sinn, Maxim, í skólann og um sama
leyti hvarf Galina Gumarova, þrítug
kennslukona, sem m.a. gætti Max-
ims. Eftir heimildum innan grísku
lögreglunnar er haft, að Gudarev
hafi unnið fyrir GRU, leyniþjónustu
sovéska hersins, og að ekki sé ólík-
legt, að öll þrjú séu nú komin til
Bandaríkjanna.
Þetta er í annað sinn á stuttum
tíma, að háttsettur sovéskur emb-
ættismaður lætur sig hverfa í
Aþenu. í maí í fyrra flýði Sergei
Bokhane, ráðgjafi sovéska sendi-
ráðsins, til Bandaríkjanna og var
Þjóðaratkvæðagreiðsl-
an í Danmörku:
Gæti haft áhrif
á aðild
Dana að NATO
Kaupmannahðfn, 18. februar. AP.
DANSKI varnarmálaráðherr-
aiin, Hans Engell, sagði í útvarp-
sviðtali í dag, að ef Danir felldu
breytingar á stofnsáttmála Evr-
ópubandalagsins í þjóðarat-
kvæðagreiðslu síðar í þessum
mánuði, myndi það vekja upp
spurningar um aðild Daua að
Atlaiitshafsbandalaginii.
Engell sagði að ríki sem væru
aðilar að alþjóðasamtökum ásamt
Dönum, hlytu að taka mið af úrslit-
um atkvæðagreiðslunnar, hvað
snerti afstöðu Dana almennt til
alþjóðasamvinnu. Ef breytingum á
stofnsáttmála EB yrði hafnað hlytu
bandamenn Dana að líta á það sem
vott um almennan vilja til hlutleysis
hjá Dönum.
seinna upplýst, að hann hefði verið
næstæðsti maður GRU í Aþenu.
AP/Sfmamynd
James E. Burke, formaður
Johnson og Johnson, tilkynnir
á blaðamannaf undi í gær að
framleiðslu tylenols verði
hætt.
Bandaríkin:
Framleiðslu
Tylenols hætt
New  Brunswick,  New  Jersey,  18.
februar. AP.
JAMES E. Burke, formaður
fyrirtækisins Johnson og
Johnson, lýsti þvi yfir í dag
að framleiðslu lyfja í hylkja-
formi, sem afgreidd eru án
lyfseðils, verði hætt. Hann
lagði samt áherslu á það að
sá sem var valdur að þvi að
kona lést af því að taka inn
kvallasi illandi lyf hafi ekki
knésett f y rirtækið.
Níu dagar eru liðnir frá því
að kona lést af því að neyta
tylenol-hylkja, sem eitruð voru
með blásýru og þrjú og hálft ár
síðan sjö manns létust af sömu
sökum í Chicago.
„ Við náðum okkur eftir harm-
leikinn í Chicago og er það dóm-
greind hins bandaríska neyt-
anda að þakka. Við munum
einnig jafna okkur eftir þetta
áfall," sagði Burke á blaða-
mannafundi.
Tvö glðs hafa fundist með
eitruðum hylkjum og eru rann-
sóknarmenn enn að reyna að
komast að því hvort eitrið hafi
verið sett saman við í verksmiðj-
unni eða í verslunum í Bronx-
ville í New York. Glösin voru
ekki framleidd á sama stað, en
þau voru geymd í sama vöruhúsi
í Pennsylvaníufylki um tveggja
vikna skeið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56