Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 41. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVJKUDAGUB19. FEBRÚAR1986
27
„Guð minn góður,
Tolya er frjáls"
— sagði móðir Shcharanskys er
henni bárust gleðitíðindin
„Tolya er frjáls, Guð minn góður, Tolya er frjáls!" sagði Ida
P. MUgrom, móðir andófsmannsins Anatolis B. Shcharansky,
og grét af gleði, er henni bárust þau tíðindi i sl. viku, að sonur
hennar hefði verið látinn laus.
Ida P. Milgrom, sem er 77 ára
að aldri, hefur nú f níu ár sam-
fleytt barist fyrir frelsi sonar síns
og m.a. gengið á milli stjórnar-
skrifstofa af öllum stigum sovéska
kerfisins. Hún hefur staðið úti í
kuldanum fyrir utan Chistopol-
fangelsið í Tatar-lýðveldinu og
krafist þess að fá að ræða við
fangelsisstjórann. Hún hefur ferð-
ast þúsundir mflna til þess að ná
fundi sonar sfns og þjáðst mánuð-
um saman, er hún frétti ekkert
af honum.
Hún hafnaði tilboðum um að
flytjast af landi brott; kvaðst ekki
fara, meðan Anatoli væri enn í
fangelsi. Eldri sonur hennar,
Leonid, hefur staðið við hlið henn-
ar, leitast við að komast að hinu
sanna um liðan Anatolis, krafist
samfunda við hann, kvartað yfir
meðferðinni á honum og marg-
ítrekað reynt að fá hann leystan
úr haldi. Þá hafa þau mæðginin
unnið að því í sameiningu, að
heimurinn fengi að fylgjast með
líðan fangans.
Sá orðrómur hefur gengið oftar
en einu sinni á þessum níu árum,
að til stæði að láta Anatoli
Shcharansky lausan, en móðir
hans hefur ævinlega varast að
gera sér of miklar vonir. Á þriðju-
daginn í sfðustu viku reyndi hún
einnig að halda ró sinni, meðan
hún beið frétta af syni sínum.
Mæðginin Ida og Leonid voru
heima hjá fjölskylduvini í Moskvu.
Vestrænn blaðamaður hringdi og
talaði við Leonid. Hann kallaði til
móður sinnar, sem sat inni í stofu.
Hún var búin að halda aftur af
sér í níu ár, en nú gat hún ekki
meir og brast í ekkagrát. Og hún
hefur átt erfitt, þegar hún hefur
talað við fréttamenn eða tekið við
fagnaðaróskum vina og velunnara
í síma.
„Er þetta ekki ótrúlegt?" sagði
hún. „Er þetta ekki ótrúlegt?
Tolya er frjáls. Hann getur andað,
hann er frjáls. Getur þetta verið
satt?"
Hún hefur reynt að koma orð-
um að því, hvernig henni er innan-
brjósts: „Ég trúði því alltaf, að
hann yrði látinn laus, en ég óttað-
ist, að ég fengi ekki að lifa það,"
sagði hún. „Þetta var hræðileg
martröð. Égbarðist af öllu afli. Ég
trúði þessu ekki, fyrr en ég heyrði,
að hann væri komin út á brúna.
Ég var hrædd við að trúa því, ég
var hrædd við, að eitthvað gerðist,
sem kæmi í veg fyrir þetta."
Að sögn Leonids sendi hún
Reagan og Gorbachev þakkar-
skeyti seinna um kvöldið: „Kærar
þakkir fyrir góðviljann og fyrir-
höfnina.við að fá son minn, Ana-
toli Shcharansky, leystan úr
haldi."
Þau mæðginin kváðust ekkert
vita um, hverjar horfur væru á
þvf, að þau fengju brottfararleyfi.
Vestur-þýskt tímarit hefur sagt
frá því, að hún fái að flytjast til
sonar síns í Israel, en hún segist
hvergi fara, nema Leonid fái að
koma með ásamt konu og tveimur
sonum.
Leonid sagði, að þau mundu
leggja inn beiðni þar að lútandi á
miðvikudag í sfðustu viku. „Nú
er ég róleg," sagði Ida P. Milgrom,
„Anatoli er á leið heim, hann er
með eiginkonu sinni, og nú vona
ég aðeins, að hann nái fullri
heilsu."
(Byggt á New York Timea)
Jda P. Milgrom, móðir Shcharanskys, ræðir við fréttamenn i
Moskvu ísíðustu viku.
Flotaæfingará Miðjarðarhafi
Þessi mynd er tekin, er Bandarikjamenn stoðu fyrir umfangsmiklum flotaæfingum á Miðjarðarhafi.
Flugvélar þeirra mættu nokkrum sinnum líbýskum herþotum á æfingaflugi sínu, en ekkert bar til tíð-
inda. Hér lendir F-14 Tomcat-herþota á flugbraut flugmóðurskipsins Saratoga.
BODY FORMING
Ný snyrtilína fyrir líkamann frá
_______TBiodroga
BodyFormingbyggirupp, styrkir.mýkirogveitirafslöppun.
Bm/v Fornuhjrsnyrtilínan samanstendur af:
1) Nuddkrem
fyrir appelsínuhúð og þurra
bletti.
) Skrúbbkrem
til að mýkja stíflaða fitukirtla,
ftlapensla og hreinsa upp dauö-
ar húðfrumur.
3} Styrkingarkúr
fyrir bringu, brjóst og háls.
4) Sápa
fljótandi í sturtu eða í afslapp-
andi karbað.
Dekraðu við sjálfa þig og veittu þér Body   |  Vinsamlegast sendið mór í póstkröfu Biodroga Body Forming sett á til-
Formrng-tilboðssettið frá Biodroga strax       boðsverði kr. 760.00.....stk.
ídag.                               |
C^/
I
Nafn:
fella
Bankastræti 3,
sími 13635.
Póstsendum.
Heimili:
Póstnr:
Staður:
Tilboðið gildir til 15. marz 1986

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56