Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 41. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 1986
29
ns-
álum?
markaðurinn sinnt þeim tveimur
hlutverkum, sem hann getur gegnt
miklu betur en nokkur miðstjórn:
að veita réttar upplýsingar um
skortinn á ólíkum lífsgæðum og
færa fjármagn úr greipum þeirra,
sem ekki kunna með það að fara,
í hendur hinna, sem hagsýnni eru.
Tveir meginkostir eru við þetta
fyrirkomulag. Annar er, að ráð-
herra fær ekkert ískyggilegt
skömmtunarvald í sínar hendur.
Kvótarnir skammta sig sjálfir, ef
svo má að orði komast. Þeir dreifast
á menn í frjálsum viðskiptum. Ráð-
herra verður enginn alræðisherra,
hann fær ekki að deila eða drottna
yfir útgerðarmönnum og sjómönn-
um. Hann verður að láta sér nægja
að sinna því hlutverki, sem hann
getur gegnt og á að gegna, en það
er að framfylgja þeim almennu leik-
reglum, sem við komum okkur
saman um að setja um fiskveiðar.
Hinn kosturinn er, að tilkostnaður-
inn við að draga aflann að landi
getur stórlega lækkað, ef menn fá
réttar upplýsingar um skortinn á
fiskistofnunum og ólíka hæfni
manna til að glíma við hann. Offjár-
festing og sóun í sjávarútvegi getur
þvf minnkað mjög og sú arðsköpun,
sem öllum almenningi kemur að
bestum notum, aukist. Hugsið
ykkur, hvað gera hefði mátt við
allt það fé, sem notað hefur verið
til þess að smfða skip og halda
þeim úti að óþörfu! Hugsið ykkur,
hversu margar virkjanir og menn-
ingarhallir hefði mátt reisa fyrir
alltþaðfé!
Ekki er þó fyrir það að synja,
að nokkra annmarka má sjá á þessu
fyrirkomulagi. Margir festa senni-
lega sjónir á því, hvernig kvótum
sé úthlutað í upphafi. Er ekki verið
að færa útgerðarmönnum einum
arð, sem landsmönnum öllum ber?
Er ekki verið að veita þeim eignar-
rétt á fiskistofhum? Því er til að
svara, að með sömu rökum ætti að
taka jarðir af bændum. Hafa lands-
menn allir ekki sama tilkall til jarð-
anna og bændur? Ég er ekki viss
um, að bændaþingmenn Sjálfstæð-
isflokksins og framsóknarmenn séu
tilbúnir til að hugsa þessa hugsun
til enda. Öðrum verður starsýnt á
ýmsa erfiðleika, sem kunna að vera
á þvi að skilgreina skynsamlega
leyfilegan heildarafla hvers árs og
á því að skipta sókn í aflann innan
vertíðar. En þessir erfiðleikar eru
tæknilegir og ekki óyfirstíganlegir.
Það fyrirkomulag, sem ég hef hér
lagt til, er miklu betra en núverandi
fyrirkomulag, þótt ekki sé það full-
komið fremur en önnur mannanna
verk. Sjálfstýring kemur í stað
miðstýringar, svo að útgerðarmenn
og sjómenn glata ekki sjálfstæði
sínu í hendur stjórnarherra, þeir fá
réttar upplýsingar um skortinn á
fiskistofnunum, sérþekking ein-
staklinganna úti í atvinnulífinu nýt-
ist, fiskisf of narnir safnast á hendur
þeirra, sem kunna betur að nýta
þá en aðrir, og þannig lækkar til-
kostnaður í sjvarútvegi stórlega.
Leggjum níður Seðla-
bankann og tökum upp
íslenska mörk
Annað málið, sem ég hyggst
ræða hér um, er skipulag peninga-
mála. Nokkrar umræður urðu um
það f ársbyrjun 1986. Ragnar Hall-
dórsson formaður Verzlunarráðs
íslands, mælti í áramótagrein f
Morgunblaðinu með því að leggja
niður krónuna, en taka f staðinn
upp útlendan gjaldmiðil, einn eða
fleiri. Kvað Ragnar krónuna allt að
því ónothæfa vegna langvarandi
misnotkunar seðlaprentunarvalds-
ins. Menn hefðu misst traustið á
þessum gjaldmiðli. Hann benti á,
að  allar aðrar  smáþjóðir notuðu
Hannes Hóbnsteinn Gissurarson
„Ríkisafskipti, sem áttu
að vera til þess að bæta
úr meinum markaðar-
ins, hafa valdið nýjum
og miklu alvarlegri
meinum. Menn hafa
uppgötvað, sumir sér til
mikillar furðu, að mið-
stýring er ekki lausnin,
heldur sjálfur vand-
inn."
gjaldmiðla fjölmennari þjóða. Lúx-
emborgarmenn, sem væru þó eitt
hundruð þúsund fleiri en íslending-
ar, notuðu til dæmis belgfskan
franka. Spurningin væri, hvort ís-
land væri ekki allt of lftið gjald-
miðilssvæði. Fleiri hafa hreyft svip-
aðri hugmynd, svo sem Milton Fri-
edman f heimsókn sinni til íslands
haustið 1984, Jónas Krístjánsson
ritstjóri og dr. Sigurður B. Stefáns-
son, einn helsti sérfræðingur okkar
í peningamálum. En þessari hug-
mynd mótmæltu ritstjórar Morgun-
blaðsins í forystugrein nokkrum
dögum síðar. Töluðu þeir þar í nafni
þjóðlegs metnaðar, sögðu að við
mættum ekki taka útlendan gjald-
miðil fram yfir hinn fslenska. Ætt-
um við ekki með sömu rökum að
taka tungu einhverrar grannþjóðar-
innar fram yfir fslenskuna? spurðu
þeir.
Ég er þeirrar skoðunar, að áljöf-
urinn og ritstjórarnir hafi haft
margt til sfns máls. Þjóðlegur
metnaður er okkur í blóð borinn og
Morgunblaðið ágætt málgagn hans.
En Ragnar hafði hins vegar rétt
fyrir sér, hygg ég, um það, að krón-
an væri ónothæf og ísland ekki
nægilega stórt gjaldmiðilssvæði.
Lítum á málið f ljósi sjálfstýringar-
hugmyndarinnar. Það er nauðsyn-
legt skilyrði fyrir sjálfstýringu á
markaði, að viðskipti séu frjáls.
Neytendur fái að velja um vörur,
en f þvf felst ekki sfst, að þeir fái
að hafna vöru, ef þeir eru óánægð-
ir. Kostur þeirra á að hafna vöru
tryggir verð og gæði. Munurinn á
samkeppni og einokun er þannig
sá, að í samkeppni höfum við út-
gönguleið. Ef okkur mislíkar, þá
getum við alltaf snúið okkur eitt-
hvert annað. En öðru máli gegnir
um fslensku krónuna. Við, sem
notum krónuna, neyðumst að nota
hana f viðskiptum, hvort sem okkur
líkar betur eða verr.
Þetta er þó ekki meginmunurinn
á fslensku krónunni og öðrum gjald-
miðlum, þvf að segja má, að þeir,
sem þá nota, neyðist til að nota þá
í viðskiptum, hvort sem þeim líkar
betur eða verr. Sá munur á íslensku
krónunni og öðrum gjaldmiðlum,
sem máli skiptir, er, að enginn
markaður er erlendis fyrir krónuna.
Við eigum þess engan kost að hafna
henni. Þessi munur er afdrifaríkari
en margur hyggur. Tökum dæmi.
Ef franskur peningamaður van-
treystir stjórn sinni, þá getur hann
skipt frönkum sínum fyrir aðra
gjaldmiðla. Hann getur fundið
kaupendur að frönkum sfnum á
einhverju verði. Ótti við fall frank-
ans veitir stjórn hans aðhald: ef hún
misnotar seðlaprentunarvaldið, þá
skiptir hann og aðrir borgarar ríkis-
ins seðlum sínum fyrir aðra gjald-
miðla, svo að frankinn fellur í verði.
íslenskur peningamaður er hins
vegar ekki í þessarí aðstöðu. Hvaða
kaupendur gæti hann fengið að
krónum sínum, mætti hann selja
þær, sem hann má þó ekki? Ég er
hræddur um, að hann yrði lengi að
leita að þeim. Það aðhald, sem ótt-
inn við verðfall gjaldmiðilsins á
alþjóðlegum peningamarkaði veitir
þrátt fyrir allt annars staðar, vantar
á íslandi. Þess vegna er hættara
við misnotkun seðlaprentunarvalds-
ins hér en annars staðar. Þetta
kann að einhverju marki að skýra
það, hygg ég, að verðbólga hefur
verið hér miklu meiri og þrálátari
en f nágrannalöndunum: Skorður
við misnotkun seðlaprentunarvalds-
ins eru minni.
Ragnar Halldórsson heggur með
tillögu sinni beint að rót vandans.
Ef við notum gjaldmiðil einhverrar
annarrar þjóðar, þá má segja fyrir
um það með nokkurri vissu, að
verðbólga fellur hér niður í það, sem
hún er með þeirri þjóð. Ef við notum
til dæmis bandarfkjadal f viðskipt-
um innanlands, þá fellur verðbólga
á íslandi lfklega úr um 40% í um
4%. En tillaga Ragnars rekst hins
yegar á þjóðlegan metnað margra
íslendinga. Greining Ragnars er
rétt, en lausn hans óþjóðleg og
því óheppileg. En er ekki til nein
önnur lausn, þar sem þessi ólíku
sjónarmið eru sætt? Getum við ekki
tekið tillit til þjóðlegs metnaðar
okkar án þess að þurfa að fórna
fyrir hann öllu raunsæi? Ég held,
að sem betur fer megi svara þessari
spurningu játandi. Það er deginum
ljósara að við getum ekki gert okkur
vonir um hófsamlega notkun seðla-
prentunarvaldsins nema reistar séu
svipaðar skorður við notkun þess
og annars staðar og að slfkar skorð-
ur verða ekki reistar nema ísland
gerist hluti miklu stærra gjald-
miðilssvæðis. En af því leiðir ekki
sjálfkrafa, að íslendingar verði að
taka upp gjaldmiðil annarrar þjóð-
ar. Við getum notað eigin gjald-
miðil, ef við gerum tvennt: leggjum
í fyrsta lagi niður Seðlabankann og
hættum allri sjálfstæðri seðlaprent-
un, en tökum f öðru lagi upp eigin
gjaldmiðil, sem jafngildiur sé ein-
hverjum öðrum gjaldmiðli, þannig
að prentun gjaldmiðils okkar ráðist
af prentun þess gjaldmiðils.
Ég leyfi mér því að bera fram
þá tillögu í framhaldi af umræðum
þeirra Ragnars og Morgunblaðsrit-
stjóranna, að íslendingar leggi nið-
ur krónuna (og með henni auðvitað
Seðlabankann í núverandi mynd),
en taki upp fornar einingar íslensk-
ar, mörk og eyri, þannig að ein
mörk sé jafngild einum banda-
ríkjadal og einn eyrir jafngildur einu
senti. Sfðan séu jafnmargar fslensk-
ar merkur f umferð og þeir banda-
ríkjadalir, sem liggja í sjóði lands-
manna. Lúxemborgarmenn hafa
ekki ósvipaðan hátt á: þar eru tveir
jafgildir gjaldmiðlar löglegir, lúx-
emborgarfranki og belgískur
franki, og ræðst prentun lúxem-
borgarfranka af prentun blegísks
franka.
Samkvæmt þessari hugmynd séu
bandaríkjadalir að öllu jöfnu ekki í
umferð hérlendis, heldur íslenskar
merkur jafngildar þeim. Hins vegar
megi menn auðvitað, ef þeir kæri
sig um, nota bandaríkjadali fremur
en merkur í viðskiptum sfnum og
bönkum beri að skipta einum
bandarfkjadal fyrir eina fslenska
mörk. Þetta sé gert til þess; ef
valdsmenn freistist til að brjóta
settar reglur og prenta fleiri merkur
en þeir eigi dali fyrir, að fólk eigi
þá útgönguleið úr mörkinni í dalinn.
Þetta fyrirkomulag peningamála
hefur ýmsa kosti, hygg ég. ffyrsta
lagi fellur verðbólga niður í það,
sem hún er f Bandaríkjunum. Ég
get tæplega lýst því fyrir löndum
mínum, hversu miklu þægilegra og
ódýrara það er að búa við stöðugt
verðlag peninga eins og ég gerði á
námsárum mínum í Bretlandi og
Bandaríkjunum heldur en hina þrá-
látu verðbólgu hér á landi. Við
losnum við þann óskaplega beina
og óbeina kostnað, sem hlýst af
verðbólgunni. í öðru lagi leiðum við
íslenska valdsmenn ekki í þá freistni
að misnota seðlaprentunarvaldið,
því að þetta vald hverfur úr höndum
þeirra. Við frelsum þá frá illu, svo
að orð hinnar helgu bókar séu
notuð. I þriðja iagi spörum við
stórfé með því að leggja niður
Seðlabankann. Við getum fengið
einhverjum þjóðþrifafyrirtækjum
eða menningarstofnunum hið
glæsilega hús, sem bankinn hefur
reist við • Arnarhól, og flutt þann
aragrúa fóls, sem í bankanum er,
í eihver arðbærari störf. I fjórða
lagi hljótum við að taka undir það
með Eyjólfi Konráð Jónssyni al-
þingismanni að hin forna eining
mörk er miklu þjóðlegri en króna,
en það orð er ekkert annað en
stytting úr kóróna og táknar því
það konungsvald, sem við höfnuð-
um með lýðveldisstofnuninni hin 17.
júní 1944. Króna er ill danska og
eftir því auðlærð. Er valið um ís-
lenska einingu og danska ekki
auðvelt?
Einhverjir eiga sennilega eftir að
andmæla þessu fyrirkomulagi pen-
ingamála með umhugsunarverðum
rökum. Einkum benda þeir á það,
geri ég ráð fyrir, að seðlaprentunar-
valdið sé með þessu í rauninni flutt
úr landi, svo að svigrúm valds-
manna f peningamálum minnki. En
ég tel það fagnaðarefni, ef svigrúm
valdsmanna minnkar, þvf að við það
eykst svigrúm einstaklinganna.
Fólk verður ekki eins háð duttlung-
um stjórnmálanna og áður og getur
samið áætlanir og skipulagt framtfð
sfna í nokkurri vissu um stöðugt
verðlag peninga. Útsölumenn
hreyfa líklega einnig þeirri mót-
báru, að seðlaprentunarvaldið kunni
að vera misnotað í Bandarfkjunum
ekki sfður en á íslandi, svo að við
getum aldrei verið viss um, að
bandaríkjadalur haldist f fullu gildi.
Eigum við að leyfa Bandarfkja-
mönnum að flytja sína verðbólgu út
til íslands? Sannleikskjarni er auð-
vitað i þessari kenningu. En rök
mín eru ekki, að við þetta fyrir-
komulag hverfi hættan á misnotkun
seðlaprentunarvaldsins, heldur að
hún minnki mjög. Það fyrirkomulag
peningamála, sem ég legg til, er
ekki fullkomið, en það er, held ég,
miklu skynsamlegra en núvérandi
fyrirkomulag.
Eflum sjálfstæðar vel-
farðarstofnanir, en
seljum ríkisfyrirtæki
Þriðja og sfðasta málið, sem ég
hyggst fara nokkrum orðum um,
er fyrirkomulag velferðarmála.
Tvennt er um það að segja. í fyrsta
lagi rennur margvísleg velferðarað-
stoð á íslandi ekki til lftilsmagnans.
Opinberir sjóðir halda ýmsum út-
gerðarfyrirtækjum á floti, þótt þau
eigi í rauninni ekki fyrir skuldum.
Þessir sjóðir greiða einnig fólki fyrir
að búa á ýmsum stöðum á landinu.
Bankar lána fyrirtækjum fé án þess
að hafa neina von um að endur-
heimta það. Með þessum hætti hafa
hundruðir milljóna króna farið í
súginn. Hvaðan fá þessir sjóðir og
bankar fé? Frá venjulegju fólki,
skattgreiðendum f landinu. Ég sé
satt að segja enga ástæðu til þess
að færa fé frá skattgreiðendum til
útgerðarmanna og bænda. Við eig-
um að leggja þetta velferðarkerfi
fyrirtækjanna niður, og svo vill til,
að við getum gert það með einu
pennastriki. Við þurfum ekki annað
en koma á eðlilegum peningamark-
aði í landinu, leyfa vöxtum að
skammta peninga, en taka skömmt-
unarvald af valdsmönnum. Það,
sem við þurfum með öðrum orðum
að gera, er að leggja allt fé ýmissa
opinberra sjóða inn í ríkisbankana
og selja sfðan bankana.
Hitt er það, að tiltekin velferðar-
aðstoð kann að vera óhjákvæmileg.
Við hljótum að hjálpa þeim, sem
geta ekki hjálpað sér sjálfir, þótt
það sé að vísu æskilegra, að frjáls
líknarfélög og fjölskyldur sinni því
heldur en ríkið með öllu sínu mikla
og ómannlega blekiðjubákni. Mér
finnst einnig koma til greina að
veita fólki einhverja aðstoð til skóla-
göngu og heilsugæslu. (fyrir utan
það auðvitað að ríkið sjái um barna-
og unglinganám).  En  ríkið  þarf
ekki að reka velferðarstofnanir,
þótt það hlynni að þeim, sem þjón-
ustu þeirra njóta. Með hvaða hætti
ber að veita fólki aðstoð til fram-
haldsnáms og heilsugæslu? Stöldr-
um um stund við þennan vanda.
Ungir sjálfstæðismenn birtu um
jól nokkrar tillögur um lækkun út- *
gjalda til velferðarmála. Þessar til-
lögur voru flestar studdar sterkum
rökum, þótt ýmsir yrðu til þess að
andmæla þeim, sumir forystumenn
Sjálfstasðisflokksins ekki síður en
aðrir. En því miður geta þeir, sem
bera fram slfkar tillögur, ekki gert
sér miklar vonir um árangur. Þeir
ganga til glímu við þríhöfða þurs,
ef svo má að orði komast. Eitt
höfuðið hafa þeir, sem njóta styrkja
ríkisins og vilja ekki missa þá.
Annað höfuðið hafa embættismenn
og aðrir starfsmenn ríkisins, sem
hafa atvinnu af ríkisafskiptum og
auðvitað engan áhuga á því ^að
verða atvinnulausir. Þriðja höfuðið
hafa síðan þeir stjórnmálamenn,
sem eru önnum kafnir við að gera
góðverk á kostnað annarra og fá
fyrir atkvæði. Ég er hræddur um,
að það sé öllum ofætlun að leggja
þennan þríhöfða þurs að velli, há-
væran og margefldan af almann-
afé. Ungir sjálfstæðismenn geta
stuggað við honum, en þeir geta
ekki fellt hann. Hasla þeir sér ekki
völl, þar sem þeir hljóta að tapa?
Hitt er hyggilegra, held ég, að velja
sér vígvöll, þar sem einhver von er
um sigur. Hvernig finnum við slíkan
völl? Svarið er, tel ég, að við eigum
ekki að einbeita okkur að einstökum
tillögum um bættan ríkisrekstur.
Það svarar ekki kostnaði. Við bæt-
um ekki ríkisrekstur, svo að um
munar, nema með því að breyta
honum í einkarekstur. Við færum
ekki rekstur velferðarstofhana eins
og Lánasjóðs íslenskra námsmanna,
sjúkrahúsa og tryggingarstofhana
í skynsamlegt horf nema með þvf
að breyta þeim — fyrst í sjálfstæð
hlutafélög, síðan í einkafyrirtæki.
En hvernig komum við því í
kring? Ég ætla að leyfa mér að
reifa hér tvær róttækar tillögur.
Hin fyrri er, að tvær velferðarstofn-
anir annist þá aðstoð við fólk f
framhaldsnámi og sjúkling, sem
flestir eru sammála um: Iánasjóður
fyrir námsmenn og sérstakur
sjúkratryggingasjóður. Þessar tvær
velferðarstofnanir séu sjálfseignar-
stofnanir og ekki reknar í gróða
skyni, þótt miðað sé við það, að
endurgreiðslur námslána geti staðið
undir lánasjóðnum og iðgjðld undir
tryggingasjóðnum. Framhaldsskól-
ar og sjúkrahús séu hins vegar
einkafyrirtæki. Námsmenn og
sjúklingar kaupi þjónustu þeirra
fullu verði, svo að þeir og aðrir viti, "*
hvað hún kostar liverju sinni, en
haldi ekki eins og nú, að hún sé
ókeypis, af þvf að aðrir greiða hana
en þeir sjálfir. Hin tillagan er, að
ríkið breyti nokkrum stærstu fyrir-
tækjum sfnum f almenningshlutafé-
lög, selji sfðan hlut abréfin og leggi
andvirði þeirra til þessara tveggja
velferðarstofnana. Rfkið getur einn-
ig selt rfkisbankana þrjá, eins og ég
hef þegar minnst á, Landsbankann,
Búnaðarbankann og Útvegsbank-
ann. Erlendis er það langengast,
að viðskiptabankar séu einkafyrir-
tæki. Ríkið getur einnig selt Lands-
virkjun og leyst upp Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins og selt ein-
stakar útsölur hennar. Ef allt þetta
er gert, þá þurfa þær tvær velferð-
arstofnanir, sem ég legg til, að
reistar séu, ekki að kvfða neinum
stofnfjárskorti, en auðvitað hljóta
þær síðan'að standa á eigin fótum.
Það, sem máli skiptir, er að losa
slíkar velferðarstofnanir úr greipum
fyrirgreiðslumanna og reka þær
skynsamlega til þess að tryggja að
þær nái tilgangi sínum. Þótt ég
fagni þeirri fyrirhyggju, sem náms-
menn sýna með því að kaupa verð-
bréf á háum vöxtum fyrir námslán
sfn, finnst mér ekki réttlátt, að sjó-'
maðurinn í Bolungarvík og sauma-
konan f Breiðholti standi straum
af fjárfestingu apótekaradótturinn-
ar í háskólanámi til að tryggja
sjálfri sér betri framtíð.
Niður sögunnar
Frá því segir í fornum bókum,,
er forfeður okkar tóku sig upp frá
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56