Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 41. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						40
MOBGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUB19. FEBBÚ AB198?
+
Langspilið og sýn-
ing í Norræna húsinu
eftir Önnu
Þórhallsdóttw
í Norræna húsinu í Reykjavík,
stendur yfír mjög merk sýning er
nefnist „Tónlist á íslandi". Þetta
er yfirlitssýning á tónlist í landinu
fra fyrri öldum til vorra daga. Þar
má sjá gömlu íslensku tveggja
strengja fiðluna og langspil, sum
-,em fornleg ðnnur nýlegri. Þessi
merka fiðla liggur enn í dvala og
bíður þess að vera lífguð við.
Um æfintýrið mikla, hvernig mér
tókst að endurvekja langspilið
hefi ég sífellt þurft að endurtaka
vegna fyrirspurna. I þessu blaði
hefir áður birst grein um svipað
efni sem ég er þakklát fyrir. Ljóst
er að enn er þörf á að rifja þetta
upp. Að gefnu tilefni tók ég mér
nú penna í hönd, skýringin sést í
lokin.
Það er liðinn aldarfjórðungur síð-
an ég kom til íslands frá Ðanmörku
með vandaðasta langspil sem til er.
Svend Jensen frægur fiðlusmiður í
Kaupmannahöfh, smíðaði það að
- - minni ósk. Þetta var árið 1961. Fáir
höfðu séð svona hljóðfæri áður
nema á mynd og engir heyrt í því
hljóðin. Það var stórkostlegt að
geta flutt svona varning heim á
flaggskipinu „Gullfoss" daginn 19.
júlí 1961. Mér fannst ég hefði
sigrað heiminn.
Ég kostaði mig sjálf án styrks í
hálft ár í Kaupmannahðfn við að
grafast fyrir um þetta íslenska
hljóðfæri sem menn þekktu einnig
af bókum og af orðspori. Fullvíst
•þykir mér að meðan ég var að ráða
þessa gátu voru að verki huldir
kraftar, mín innsýn og góðir hjálp-
armenn. Nefni ég fyrst hinn nýlátna
fræðimann, Jón Helgason, prófess-
or. Hann beindi mér á rétta braut.
Þökk sé þessum stórbrotna for-
stjóra Árnasafns. Það var mín
heppni að ég hitti hann á sínum
stað og spurði hann hvort hér væru
nokkur langspil að sjá. Hann svar-
aði: „Hér eru aðeins bækur." Þá
spurði ég. Get ég fengið að sjá
gömul íslensk þjóðlög? Hann hafði
gleraugun uppi á höfðinu sem hann
færði nú niður á nefið, siðan leit
hann rannsakandi á mig og fannst
ég ekkert grunsamleg. Eftir það
opnaði hann vel varin geymsluhólf
og bauð mér inn. Þarna sá ég mörg
þjóðlög sem mig fýsti að sjá, þar á
meðal bók feðganna séra Ólafs á
Söndum í Dýrafirði og Jóns sonar
hans, „Melódíu", pappírshandrit
með tvö hundruð gömlum lögum
frá 1650. Hún er í handritasafni
Rask og úr því safni kemur ekkert
til íslands af þeim dýrmætu bókum.
Um þessa gömlu bók skrifaði ég
eftir heimkomuna í þetta dagblað.
Eftir að hafa kynnst mörgu fróð-
legu í þessu vel varða gamla bóka-
safni, kvaddi ég Jón prófessor með
virktum. Þar sem ég gekk til dyra,
heyrði ég að hann kom á eftir mér
og sagði: „Ég fylgi þér til dyra."
Hann opnaði dyrnar og sagði: „Þú
varst að spyrja um langspil, ég get
sagt þér hvar þú getur séð það og
i kveri Ara Sæmundsen eru leið-
beiningar um hvernig á að leika á
það. Sá bæklingur er í Konungsbók-
hlöðunni og þú getur séð þrjú lang-
spil í hljóðfærasafni í Breiðgötu."
Ef þessi hjálp hefði ekki borist er
óvíst að langspilið væri lifandi í dag
og hefði kannske legið í dvala til
eilifðarnóns.
Á þessari sögu má sjá að ég er
ákafur talsmaður langspilsins. Eftir
að ég hafði fengið leyfi til að smíðað
væri eftir langspili úr hljóðfæra-
safninu sem varðveist hefir í dönsk-
um söfnum frá árinu 1770, byrjaði
óttinn og kvíðinn að segja til sín.
Gat það verið að mér tækist ekki
að endurvekja hljóðfærið? Ég varð
sjálf að kosta smíðina og finna út
eftir bók, hvernig átti að leika á
það. Bókin hans Ara var mér hjálp-
leg en ekki fullnægjandi kennslu-
bók. í hana vantar veigamikið at-
riði. Fyrir jólin 1960 kom upphring-
ing frá „Hjortbræðrum", það var
verslun sem seldi fiðlur eingöngu.
Hinn áðurnefndi hjálparmaður
minn, Sven Jensen, fiðlusmiður,
sagði að nú lægi langspilið á búðar-
borðinu, og að þetta væri fallegt
hljóðfæri. Eftir stuttan tíma var ég
komin á staðinn, þar var ég í yfir-
heyrslu. Ég var spurð um eftirfar-
andi: Hvernig á að halda á þessu
hljóðfæri? Úr hverju eru strengirn-
ir? Er notað fingraspil á þá eða
beinflís? Hvernig er það stillt? Öllum
spurningunum svaraði ég og þegar
mér var sýndur nokkuð hár reikn-
ingur, sagði þessi góðlegi maður:
„Þér fáið hljóðfærið fyrir hálfvirði
af því við vissum ekki hvernig átti
aðfullgeraþað."
Eftir að hafa æft mig að leika á
það í fimm mánuði, fékk ég tilboð
frá norska útvarpinu í Osló að
syngja íslensk þjóðlög með lang-
spilsundirleik.
Hinn 4. júlí 1961 söng égþar inn
á segulband sem útvarpað var síðar
og 15. nóvember sama ár flutti
Utvarp Reykjavfk fyrstu útsend-
inguna með langspilsleik. Guð-
mundur G. Hagalín skáld var þá
gagnrýnandi á útvarpið fyrir dag-
blaðið „Vísir". Þann 16. nóvember
ritar hann langa grein um þann
sögulega atburð þegar landsmenn
heyrðu í langspilinu sem legið hafði
í dvala i meira en hálfa öld. Ég
söng mörg fslensk þjóðlög og lék
með á langspilið.
Grein hans byrjar þannig:
„Kvðldvakan í gærkvöldi var
skemmtileg, hún var meira, hún var
kvöldvaka í þjóðlegri og menningar-
legri merkingu þess orðs." Síðar í
greininni segir hann: „Anna Þór-
hallsdóttir á djúpan og hreinan
persónulegan tón og syngur auð-
heyrilega og leikur á langspilið af
innilega nærfellt klökkum skilningi
á anda lags og Ijóðs og af ást sem
hún gælir við hið gamla hljóðfæri."
Fyrir þessi ummæli hins alþýðlega
stórskálds er ég ákaflega þakídát.
Því næst gríp ég niður í bók séra
Bjarna Þorsteinssonar, „Þjóðlegt
sönglíf á íslandi". Sá höfundur er
sem kunnugt er einn þekktasti þjóð-
lagasafnari landsins. Hér tek ég
útdrátt sem vert er að minnast.
„Langspil eru nefnd f mörgum
sóknarlýsingum hjer hjá oss nálægt
1840, og voru þá víða til og þeir
margir er spiluðu á þau." Á öðrum
stað: „Fyrir aldamót mun svo gott
sem allstaðar hafa verið hætt að
nota þau og úr því má telja fiðlu
og langspil meðal forngripa vorra.
En merkilegir eru þeir forngripir
vorir eigi síður en aðrir."
^^^iSln^iP!^"^"^1^
SUMARLISTINN
NY SEPiDINQ AF LISTUM
nÚ KR. 190 + BURÐARQJALD '
YFIR ÍOOO SÍÐUR AF
nÝJUSTu sumartískunni    n\
(QULUR OQ FERSKJULITIRniR)^
MQ QAUJm
búsAhöld
leikföng
verkfæri
O.FL.
JE.
O.FL.
O.FL.
Anna Þórhallsdóttir
„Hinn sefandi tónn sem
í hljóðfærinu býr er
róandi.hanndregur
hugann inn í fortíðina
og til æðri máttarvalda.
Þetta skynjuðu forfeð-
ur vorir í einangrun og
rósemi fyrri alda."
RM B.MAGNUSSON HF. X
skmmúla • ¦ sImi mro ¦ p.h. 410 - reykjavík       -.y
Um það hvaða forngripir eru
merkilegastir má deila en ég tel
langspilið bera með sér mesta
f egurðina. Kunnáttumenn í tónlist
geta dregið úr því lifsanda, andblæ
sem ætla má að komi frá miðöld-
um. Það er þýðingarmikið að geta
sungið með þessari fiðlu. Nútíma-
fiðlur hafa ekki í sér undirleiksóm-
inn, því þær hafa ekki undirleiks-
strengi. Kona nokkur háöldruð
sagði eftir að ég lék fyrir hana:
„Þarna heyri ég langspilsóminn
sem amma min talaði oft um. Gömlu
lögin okkar eru sem sköpuð við
þetta alþýðuhljóðfæri, það þarf ekki
mikla söngmenn til að syngja með
því, aðeins að sungið sé ófalskt.
Slfkan sönggalla má í mörgum til-
fellum laga með söngæfingum, sé
hljóðfærið alveg í lagi. Fegursti
þjóðararfur íslendinga, langspilið,
hefir víða í bókum og manna á
meðal mætt andúð vegna þess að
það sé falskt. Er það þessvegna
að menn kæra sig ekki um að læra
að leika á það? Eða vantar nýja
kennslubók, nýjan leiðarvísi að læra
að leika á langspil? í landinu er nú
til mörg hljóðfæri sem smíðuð hafa
verið eftir að ég hóf áróður fyrir
því. Það þýðir lítið að smíða hljóð-
færi ef ekki er áhugi fyrir að læra
að leika á það. Ekki veit ég til að
neinn fagmaður í þessari tónlistar-
grein hafi gefið sig fram, þrátt fyrir
mína hvatningu og ábendingar.
Þangað til að sú persóna, maður
eða kona, sýnir sig, held ég mínum
titli sem heimsmeistari í lang-
spilsleik. Gullverðlaun verða ekki
sýnileg þar sem enga dómara er
að finna.
Það er nokkur sárabót að hljóm-
plata mín „34 íslensk þjóðlög" með
langspilsundirleik sést víða um
heiminn. Hún ber alþjóða hljóm-
plötumerkið „Albatros" og er gefin
út af frægum þjóðlagasafhara,
Roberto Leydi, í Mílanó, Italíu. Það
er vegna langspilsins að ég fékk
þetta tækifæri.
Á svona heimskringluferð eru
ekki send fölsk hljóðfæri hjá þessu
fyrirtæki. Það sendir gamla tónlist
með þjóðlögum frá ýmsum löndum
ásamt þeim tiiheyrandi gömul
hljóðfæri. Góðir íslendingar, hætt-
ið þið að meiða langspilið og lífgjafa
þess.
. Gætið að því að það eru mann-
anna verk þegar hljóðfæri eru
fiilsk. Hljóðfærasmiðir þurfa að
hafa eftirfarandi í huga: 1) Að gerð
sé nákvæm teikning eftir fyrirsögn
hugvitsmannsins. 2) Að smiðurinn
sé vandvirkur. 3) Að tónborðið, tón-
stiginn og stillingin sé hárnákvæmt.
4) Að hljóðfæraleikarinn þekki
hljóðfærið og kunni að leika á það.
Á langspilinu er nótnastokkur sem
samsvarar nútfma hljómborðum. Sé
hann skakkur, er hljóðfærið falskt.
Á þennan stokk er leikið eftir nót-
um. Langspilið er afkomandi
tveggja strengja fiðlunnar en hinn
ónafngreindi hugvitsmaður hefir
endurbætt hana. Frumsmíði lang-
spilsins hefir gerst á miðöldum.
Sú fjarstæða hefir heyrst að árið
1840, hafi tónmenning á Islandi
byrjað, að hinn frægi orgelleikari
Dómkirkjunnar í Reykjavík, Pétur
Guðjohnsen, hafi átt heiðurinn af
byrjuninni. Hann ruddi brautina
fyrir nútímatónlist um þetta leyti.
Hvað segir okkar fróðasti sér-
fræðingur í gamalli íslenskri tónlist
dr. Hallgrimur Helgason um þessa
speki? Nú á tfmum er gömul tónlist
og gömul hljóðfæri í tísku víða um
heiminn. Sjónyarpið okkar hefir
sannað það. Ég hefi að minnsta
kosti boðið fram fjórum sinnum
söngskrá með langspilsundirleik
sfðan stofnunin byrjaði. Þessu boði
hefir að vísu ekki verið hafnað en
mér sagt að mikið efni lægi fyrir
og ég beðin að bíða. Þetta segi ég
til að fólk viti að ég hefi reynt að
útbreiða hljóðfærið eins og frekast
hefir verið kostur. í seinni tíð hefi
ég hægt á mér en ef þessi grein
verður til þess að auk skilning á
þessu tuttugu og fimm ára starfi
þá er takmarkinu náð. Hver tekur
við af mér að vera talsmaður þessa
viðkvæma miðaldahljóðfæris sem
notað var af alþýðu manna, í heima-
húsum og í torfkirkjunum í aldarað-
ir. Mörg Passíusálmalögin hljóma
afar vel við það. Hún er fögur gamla
munnmælasagan um að þar sem
leikið er á langspil, komi englar
himinsins aðvífandi. Hinn sefandi
tónn sem í hljóðfærinu býr er ró-
andi, hann dregur hugann inn f
fortfðina, og til æðri máttarvalda.
Þetta skynjuðu forfeður vorir í
einangrun og rósemi fyrra alda.
Sunnudaginn 12. janúar sl. fór ég
á sýninguna „Tónlist á íslandi", sem
áður er nefnd. Forráðamenn Nor-
ræna hússins hafa boðið til fyrir-
lestra og skemmtanahalds í tengsl-
um við sýninguna. Mikill mannfjöldi
var í hinum stóra samkomusal húss-
ins. Hæstvirtur forseti íslands var
viðstaddur og margir fyrirmenn úr
Háskóla íslands og Árnasafni. Við
vorum komin til að hlýða á tvo
þingeyska heiðursmenn leika á
heimasmíðaðar gamlar fiðlur og
fræðast um þróun tónlistar í Þing-
eyjarsýslu sfðastliðin áttatíu ár.
Þetta er fróðleg og ánægjuleg
skemmtun og menn klðppuðu lof í
lófa.
Fyrri ræðumaður flutti nokkrar
setningar sem stungu mig f hjarta-
stað. Engin andmæli komu gegn
staðhæfingum hans hvorki frá forr-
áðamönnum hússins né frá fyrirlið-
um tónlistarinnar. Engir leiðréttu
misskilninginn. Þeir sem viðstadd-
ir voru og vissu ekki betur gengu
úr salnum með eftirfarandi fróðleik:
„Langspil eru týnd, fiðlurnar
útrýmdu þeim, enda voru þau fölsk
og þar af leiðandi lítil eftirsjá að
þeim." Ennfremur sagði hann að
Grallarinn væri týndur og af
orðum hans mátti heyra að gott
hefði verið að hann fór sömu leið.
Þarna nefndi hann fyrstu sálma-
söngbók íslendinga sem notuð var
við messugerð og við biblíulestur í
heimahúsum í 207 ár. Bókin er til
og mörg falleg sálmalög lifa enn á
vörum þjóðarinnar t.d. þau sem
sungin eru við Passiusálmana.
Engin skýring var gefin á þessu
tapi. Þó ummæli þessi séu kuldaleg
og hafi runnið mér til rifja, þá ber
ég ekki kala til þessa góðlega Þing-
eyings heldur vil ég skella skuldinni
á sjónvarpið sem er áhrifamesti
fjölmiðillinn. Sú stofnun flytur ekki
nóg af þjóðlegum fróðleik og menn-
ingu, þrátt fyrir loforð yfirmanna í
áramótaræðum. Ríkisútvarpið sem
mér finnst vænt um sökum þess
að þar hefi ég komið fram árlega
í 57 ár eða frá því ég söng í tilrauna-
stöð þess árið 1929, ætti vinsam-
lega að huga að útbreiðslu lang-
spilsins, þar liggja segulbönd með
þvf og þjóðlagaplatan mín víðförula.
Reykjavfk, 6. febrúar 1986.
Höfundur er aSngkona og lang-
spilsleikari.
+
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56