Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 41. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						52
MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR19. FEBRÚAR1986
mgmmmamgmma
Tveir síðhaarðustu knattspyrnumenn á Spáni. Pétur Pétureson og Mario Kempes
Mario Kempes íeinkaviðtali við Morgunblaðið
• I síöasta leiknum meö Hercules var Kempes skipt útaf og hér
gengur hann til varamannaskýlisins hjá liöinu f síðasta sinn.
..Sigurinn er oft sætari þegar
hann kemur öllum á óvart"
EINS OG FRAM hefur komið á síðum Morgunblaðsins hefur argent-
íski knattspyrnusnillingurinn, Mario Alberto Kempes, nú sagt skilið
við hina stjörnum stráðu braut sem spœnska 1. deildarkeppnin er
og heldur nú á vit nýrra átaka í nýju landi, Austurríki. Kempes lék
sinn sfðasta leik með Pótri Péturssyni og fólögum hjá Hercules Alic-
ante á Spáni þann 26. janúar 1986. Hann mun að öllum líkindum Ijúka
knattspyrnuferii sfnum með liði frá Vín, Wienner Sport Club. Fólaga-
skiptin munu fœra Mario Kempes, sem er 31 árs, 250 þúsund dollara
í aðra hönd fyrir tveggja ára samning og eins og hann segir sjálfur:
„Á mínum aldri hafna menn ekki sliTcu tilboði fyrir að leika knatt-
spyrnu."
Flestir muna eftir Mario Kempes
úr heimsmeistarakeppninni í Arg-
entínu 1978. Þar var hann aðal-
stjarna heimsmeistaranna, marka-
kóngur keppninnar og auk þess
kjörinn besti leikmaðurinn. En
Kempes lagði ekki aldeilis skóna á
hilluna eftir að hafa notað þá svo
vel þar. Síðan HM 1978 hefur hann
leikið 144 leiki í 1. deildinni á Spáni,
tvívegis orðið markahæsti leik-
maðurinn og skorað samtals 116
mörk. Sum af þessum mörkum eru
hreinustu glæsimörk, hann á það
til að skora beint úr aukaspymum
allt frá eigin vallarhelmingi og beint
úr hornspyrnum svo eitthvað sé
nefnt.
Fréttaritari Morgunblaðsins hitti
þennan fræga íþróttasnilling á
kaffihúsi í Alicante á Spáni eitt
sunnudagskvöld í janúar og mælist
til að fá að leggja nokkrar spurn-
ingarfyrir kappann.
„Hvað? Viðtal við mig? Um
hvað viltu tala? Markið sem ég
gerði í gœrkvöldi? Jaeja alveg
sjálfsagt, komdu bara á œfingu
hjá Hercules í fyrramálið og við
spjóllum saman á eftir. Hasta
manana!"
Fótboltabrandarar
ómuðu umtóma
3 áhorfendapalla
Æfingin gekk létt fyrír sig, menn
voru mest í því að ná úr sér strengj-
unum eftir leik helgarinnar með
teygjum og skokki. Greinilega góð-
ur andi hjá strákunum og spænskir
fótboltabrandarar fengu að óma
um tóma áhorfendapalla. Menn
voru dreifðir í litlum hópum um
allan völl og í einu horninu var
Skagamaðurinn, Pétur Pétursson,
að æfa hornspyrnur. Fyrir markinu
voru tveir varnarmenn og tveir
sóknarmenn, annar þeirra Mario
Kempes.
„Sjáðu, mór Ifst vel á stöngina
þarna," kallaði Mario Kempes um
leið og boltinn datt fyrir fætur
hans. I stöngina small knötturinn
og þeyttist síðan langleiðina að
hinu markinu, rétt eins og hjá Jóa
útherja forðum á siðustu mínútu í
vítaspyrnunni.
Eftir æfinguna brugðu leikmenn
sér í sturtu en einn af þeim fyrstu
út úr búningsklefanum var Mario.
„Fáum okkur kaffi," tilkynnti
knattspyrnumaðurinn og við löbb-
uðum yfir götuna, settumst á
næsta kaffihús og fengum okkur
kaffi — bleksterkt á spænska vísu.
Lék fyrst með skólaliði
íCordoba
Ég byrjaði á að spyrja Kempes
um þessa goðsögn um suðuram-
erísku guttana sem æfðu knatt-
spyrnu á ströndinni og bjuggu til
knettina sjálfir úr sokkunum sín-
um.. Varstu einn af þessum
strandadrengjum?
„Nei, óg hafði alveg sæmiiegar
aðstæður til að spila fótbolta
þegar óg var strákur, við spiluð-
um mest á litlum völlum með 5
til 6 í liði, svona svipað og er í
innanhússknattspyrnunni. Fyrsta
liðið mitt var skólalið í Cordoba
en síðan byrjaði ég af alvöru með
Roserio Centrai. Eg lék á Spáni
1977 og 1978 með Valencia en
eftir HM 1978 lék ég eitt keppnis-
tímabil með River Plate í Argent-

Kempes er „þekktur fyrir sfn þrumuskot" og hér skorar hann af 40 metra færi gegn Osasuna.
ínu. Svo fór óg aftur til Valencia
og var þar til haustsins 1984, að
ég byrjaði hjá Hercules."
„Toppurinn að verða
heimsmeistari"
-  Hvernig var að leika í heims-
meistarakeppninni 1978?
„Ég held að það hafi verið
toppurinn á ferli mfnum sem
íþróttamanns, að vera í heims-
meistaraliðinu. Einnig er mér
minnistætt að hafa tvívegís verið
markahæsti leikmaðurinn á Spáni
— bæði skiptin með Valencia."
-  Er það nokkuð spennandi fyrir
mann sem hefur farið í gegnurr,
allt þetta að spila með liði eins og
Hercules, sem berst fyrir veru
sinni í 1. deild?
„Ég neita því ekki að ég er
vanari þvf að vera í toppbarátt-
unni. En stundum verður sigurinn
enn sætari þegar hann kemur
öllum á óvart og maður leikur
með „hógværu" liði eins og
Hercules. Mór er mjög minnis-
stætt að í tveimur síðustu leikjun-
um í deildinni í fyrra sigruðum
við Barcelona hér á heimavelli
og síðan Real Madrid á Berna-
beau í Madrid í síðasta leiknum.
Við urðum að vinna báða þessa
leiki til að hanga í deildinni og
það tókst, þó margir höfðu verið
búnir að spá liðinu falli."
Ekki til nein
töf rabrögð til að
skora mörk
-  Þér tókst að skora í þessum
mikilvægu leikjum?
„Þó ég hafi skorað í þessum
leikjum er það ekki fyrir nein
„trix", það eru ekki til nein töf ra-
brögð til að skora mörk. Það sem
skiptir máli er að vera með í leik-
flétturm sem heppnast vel hjá
liðinu."
-  Hvað er besta markið sem þú
hefur gert?
„Mér þykir nú yfirleitt vænst
um nýjasta markið — segjum
markið sem ég gerði í gær (gegn
Osasuna skorað beint úr auka-
spyrnu af löngu færi). En það
mikilvægasta hlýtur að hafa verið
seinna markið f úrslitaleiknum í
HM 1978 gegn Hollendingum
(Argentína sigraði 2-1 og Kempes
skoraði bæði mörkin)."
Mexíkanar     næstu
heimsmeistarar
-  Hverjir eru sigurstranglegastir
að þínu mati í heimsmeistara-
keppninni sem fram fer í Mexíké
íár?
„Það gæti vel orðið Mexíkó,
þeir hafa mjög gott lið og hafa
fólkið með sér. Önnur lið sem
hafa góða möguleika eru Argent-
fna, Brasilía og ítalfa."
-  Þekkir þú eitthvað til íslenskr-
ar knattspyrnu?
„Já, ég sá seinni landsleikinn
við Spánverja sem fór fram i
Sevilla. Það var vel staðið að
markinu sem íslendingar gerðu.
Ég man nú ekki eftír einstökum
leikmðnnum nema þá helst mark-
verðinum Bjarna Sigurðssyni. En
ég sá „Miss Mundo" (ungfrú ís-
land), í sjónvarpinu. Það er frekar
að maður muni eftir henni..."
Pétur á eftir að sýna
hvað í honum býr
-  Hvernig finnst þér Pétri Pét-
urssyni hafa gengið hér hjá Hercu-
les?
„Pétur var mjög virkur í fyrstu
leikjunum en síðan hægði hann
verulega á sór og var tekinn út úr
byrjunarliðinu. Að undanförnu
hefur hann æft af krafti og náð
sæti sfnu aftur í liðinu og á
næstunni spói ég þvf að hann
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56