Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 43. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						íH«JHAlJHH&1                  ;: MaMUOíU'N'
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986
13
aðstoða sig við að ljúka við að teikna
nýja hjartaþjálfunardeild á Reykja-
lundi, sem hann var byrjaður á, en
Reykjalundur var eitt af hans hug-
leiknustu verkefnum, sem hann
hafði unnið að frá upphafi starfsem-
innar þar eða í rúm 40 ár.
í samstarfinu skynjuðum við
fljótt hve Gunnlaugur, með sinni
yfirveguðu framkomu, sem ein-
kennir oft afburðamenn, bjó yfir
djúpum og hreinum listamanns-
hæfíleikum.
Öll hljóð eru ekki tónlist, þetta
vita allir. Sama gildir um bygginga-
list. Allt það, sem er byggt, er því
miður ekki byggingalist. Sum hljóð
eru bara hávaði, sumt eru dægur-
lög, annað þjóðlög og hið þriðja er
klassísk tónlist og henni verður
ekki fyrir komið, þó svo hún sé
ekki flutt er hún til og deyr aldrei.
Þannig er það með verk Gunnlaugs,
þau sjálf eða áhrif þeirra verða
alltaf til staðar. Dægurbygginga-
listamenn ættu að taka Gunnlaug
sér til fyrirmyndar og einbeita sér
að varanlegum hugmyndum, því
þannig er það, að byggingum er
ekki stungið upp í hillu eins og
bókum og hljómplötum, annaðhvort
þjóna þær hlutverki sínu eða verða
að víkja fyrir fullt og allt.
Seinast hitti ég Gunnlaug heima
að Hofi á Álftanesi, þar sem hann
átti heima, og naut gestrisni konu
hans, Guðnýjar Klemensdóttur.
Sýndi hann mér þá bækur og blöð
um nýjan og gamlán arkitektúr.
Frásagnir hans einkenndust af sér-
stöku innsæi og tilfinningu, og
verða ógleymanlegar þeim, sem á
hlýddu. Þegar þannig lá á honum
var hann óstöðvandi og ótæmandi.
Hann gæddi frásagnir sínar lífi og
glettni, sem gerði alla hluti sjálf-
sagða, einfalda og auðskiljanlega.
Hann hafði ótrúlegan áhuga á
byggingalist, enda starfaði hann
að henni í 52 ár samfleytt.
Gunnlaugur Halldórsson var í
hópi merkustu manna sem ég hef
kynnst. Umhverfis hann var ávallt
það andrúmsloft^ sem einkennir
mikla gáfumenn. í návist hans var
gott að vera.
Ég vil fyrir mína hönd og félaga
míns, Finns Björgvinssonar, votta
konu Gunnlaugs, Guðnýju Klem-
ensdóttur, börnum þeirra og vanda-
mönnum okkar dýpstu samúð.
Hilmar Þór Björnsson
Nokkur kveðjuorð f rá
barnabörnunum
Afi á Hofi lést að kvöldi 13. febrúar
sl. Við barnabörn afa og ömmu á
Hofi höfum alist upp í túngarðinum
hjá þeim. Foreldrar okkar byggðu
öll sín hús í hálfhring í kringum
„Afahús". Ekkert kynslóðabil
þekktist þar, alltaf hefur verið hægt
að hlaupa til afa og ömmu með
vandamálin eða til að fá bita í
svanginn.
Marga skemmtilega söguna
sagði afi okkur af ferðum sínum
til útlanda, því hann var fróður
maður með afbrigðum og unnandi
lista og fegurðar. Minnisstæð er
sagan um ferð hans á reiðhjóli um
Danmörku og niður til Þýskalands,
þegar hann og ferðafélagi hans
urðu að binda við sig hjólin á nótt-
unni svo þau væru ekki horfin að
morgni. Þessi saga er aðeins ein
af mörgum skemmtilegum.
Að lokum þökkum við elsku afa
fyrir allt á liðnum árum, alla hans
gæsku og hreinskilni, sem óskandi
væri að við gætum tamið okkur.
Hafi hann þökk fyrir allt og allt.
Barnabörnin
Á Borgarspítalanum lést þann 13.
þessa mánaðar vinur minn og
samstarfsmaður um áratugaskeið,
Gunnlaugur Halldórsson á Hofi,
Álftanesi.
Gunnlaugur fæddist í Vest-
mannaeyjum þann 6. ágúst 1909
næst elstur fjögurra barna hjón-
anna Halldórs Gunnlaugssonar hér-
aðslæknis þar og Önnu Gunnlaugs-
son f. Therp.
Að Gunnlaugi stóðu sterkir stofn-
ar í báðar ættir, Halldór faðir hans
Amtbókasafnið á Akureyri, teiknað af Gunnlaugi Halldórssyni.
Líkan af Borgarbókasafni i Reykjavik, sem Gunnlaugur Halldórsson teiknaði.
var sonarsonur hins þekkta prófasts
og alþingismanns, Halldórs á Hofi
í Vopnafirði, og að móður hans stóð
margt merkra manna í Danmörku.
Þegar Gunnlaugur var aðeins 15
ára gamall drukknaði faðir hans
við Vestmannaeyjar.
Sá hörmulegi atburður hafði að
sjálfsögðu margháttuð áhrif á
framtíð fjölskyldunnar, enda þótt
dugnaður og forsjálni ekkjunnar
drægi þar nokkuð úr.
12 ára gamall fór Gunnlaugur
norður til Akureyrar til náms í
gagnfræðaskólanum þar. Þaðan
lauk hann prófi, en hélt síðan til
móðurfólks sfns í Danmörku, þar
settist hann á skólabekk og þeim
námsferli lauk með fullnaðarprófi í
húsagerðarlist (arkitektur) frá Det
Kongelige Akademi for de Skönne
Kunster í Kaupmannahöfn árið
1933.
Það sama ár kom hann heim til
íslands og setti upp eigin teikni-
stofu aðeins 24 ára gamall. Þá stofu
hefir hann rekið æ síðan.
Gunnlaugur gat sér fljótt orð
fyrir frumleik, festu og vandvirkni
á sínu starfssviði og þess vegna
voru honum falin mörg vandasöm
verkefhi bæði á vegum hins opin-
bera og einkaaðila.      <
— Leiðir okkar Gunnlaugs lágu
saman á fyrsta fjórðungi ársins
1944. Samband ísl. berklasjúklinga
hafði þá keypt land á Reykjum í
Mosfellssveit og þar skyldi væntan-
legt vinnuheimili sambandsins rísa.
Stjórnin hafði hugmyndir um stærð
og fyrirkomulag heimilisins, en
vantaði nú hæfan arkitekt til þess
að teikna og skipuleggja draumsýn-
ina. Hér var um mikið vandaverk
að ræða. Staðurinn átti ekki aðeins
að vera skammtíma eða varanlegt
heimili sjúkra og öryrkja heldur
einnig sjúkrastofnun og vinnustað-
Það var ekki auðvelt að kynna
sér fyrirmyndir, enda varð að hafa
hraðann á, því aðstæður í landinu
þörfnuðust þess að heimilið kæmist
semjfyrst í gagnið.
SÍBS leitaði nú til Gunnlaugs,
kynnti honum málavexti, meðal
annars um það hvenær tillögur og
uppdrættir þyrftu að liggja fyrir og
hvenær nauðsynlegt væri að fyrsti
áfangi heimilisins yrði tekinn í
notkun. Að nokkrum umpóttunar-
tíma liðnum samþykkti Gunnlaugur
að taka verkefnið að sér og fékk
til liðs við sig Bárð ísleifsson arki-
tekt. 6 vikum eftir að Gunnlaugur
samþykkti að teikna Vinnuheimilið
að Reykjalundi lagði hann ásamt
Bárði fram fullmótaðar tillögur að
byggingum og skipulagi Reykja-
lundar og skýrði þær fyrir 4. þingi
SÍBS, sem haldið var á Vífilsstöðum
dagana 6.-7. maí 1944. Tillögurnar
voru samþykktar einróma og við
mikinn fögnuð þingfulltrúa.
Því get ég þessa hér, að þetta
var upphafið að meira en 40 ára
starfi Gunnlaugs hjá SÍBS og þegar
litið er á Reykjalund í dag má sjá
að furðu litlar breytingar hafa orðið
frá upphaflega uppdrættinum.
Það voru mikii gæfuspor þegar
SÍBS-menn stigu inn fyrir þröskuld-
inn hjá Gunnlaugi í fyrsta sinn,
þeir tryggðu sér þá traustan og
hæfan starfsmann, sem skildi þarflr
þeirra og óskir og hafði getu til
þess að uppfylla þær. Tæplega níu
mánuðum eftir að skipulag Reykja-
lundar var samþykkt á Vífilsstöðum
fluttu fyrstu vistmennirnir inn. Það
hafði tekist að ljúka vandasömu
verki á áætluðum tíma. Svo sem
áður segir hefir Gunnlaugur æ síðan
unnið að gerð Reykjalundar og þótt
hann hafi að sjálfsögðu unnið að
fjölda annarra verkefna, þá er það
ljóst að arkitektur Reykjalundar var
snar þáttur í ævistarfi hans, það
starf leysti hann af hendi af eldleg-
um áhuga og hæfni og alþjóð hefir
fyrir löngu viðurkennt ágæti þess
starfs.
Nú þegar hann er allur þá er
okkur samstarfsmönnum hans hér
í Mosfellssveitinni efst í huga þakk-
læti og virðing, þakklæti fyrir elju
og farsælar lausnir ásamt einlægri
vináttu, sem var mikils virði þeim,
sem hennar nutu. Við hjónin sökn-
um vinar í stað. Þær eru orðnar
margar samverustundirnar á fyrir-
myndarheimili Gunnlaugs og
Guðnýjar á Hofi. Dvöl hjá þeim
hjónum var jafhan ánægjuleg og
fræðandi og umræðuefhin óþrjót-
andi.
Við vottum ekkjunni og fjölskyld-
unni allri innilega samúð. Missir
þeirra er mikill og þjóðin hefur
misst afreksmann, sem vann henni
heillaríkt starf.
Oddur Ólafsson
Hópur íslenzkra arkitekta er ekki
stór og munar um hvern einn.
Síðastliðinn fimmtudag lézt einn
hinna eldri úr hópnum og er nú
skarð fyrir skildi.
Gunnlaugur Halldórsson fæddist
í Vestmannaeyjum 6. ágúst 1909,
sonur hjónanna Halldórs Gunn-
laugssonar héraðslæknis og konu
hans Önnu, af dönsku bergi brotin,
fæddTherp.
Gunnlaugur útskrifaðist úr
Gagnfræðaskóla Akureyrar 1925,
dvaldist í Menntaskóla Reykjavíkur
árin 1925-1926. Hann fór til náms
í byggingarlist í Kaupmannahöfn
og útskrifaðist sem arkitekt frá
Hinni konunglegu akademSu 10.
maí 1933.
Að námi loknu kom hann heim,
hóf störf við fag sitt og rak sjálf-
stæða teiknistofu alla tíð síðan.
Gunnlaugur kvæntist Guðnýju,
dóttur Klemesar kennara og bónda
að Vestri Skógtjörn á Álftanesi. Á
Álftanesi reistu þau Guðný og
Gunnlaugur hús er þau nefndu
Hof. Þar ólu þau upp fjögur börn
sín. Eitt þeirra, Halldór, dó á ungl-
ingsárum en Guðný lifir mann sinn
ásamt þrem börnum þeirra.
Um störf Gunnlaugs má rita
langt mál. Hann kom heim til starfa
frá byltingasömu umhverfí. Stokk-
hólmssýningin 1930 var nýgengin
um garð og það öldurót sem hún
skóp var að breiðast um norðurálf-
una stutt af áhrifum Bauhallshreyf-
ingarinnar frá Weimar-lýðveldinu.
Líkt og þeir félagar okkar, sem
komu heim til starfa á þessum
árum, var Gunnlaugur ákafur
brautryðjandi þeirra viðhorfa til
byggingarlistar og hýbýlahátta sem
einkenna þessar hreyfingar. Hin
síðari ár hafa menn haft tilhneig-
ingu til að tala um funksjónalis-
mann, sem stílfyrirbæri og kenna
við það sem kallað var funkisstíll.
Það stílfræðilega fyrirbæri átti
rætur að rekja til kubisma málara-
listarinnar og var teflt fram sem
formalistisk andstæðu stílruglings
og eftirsköpunar eldri stfltegunda.
Verk Gunnlaugs bera ekki merki
þessa formalisma heldur þeirrar
yfirveguðu hógværðar og látleysis
sem einkennir fágaðan funksjónal-
isma. Þar sem saman fer vandlega
unnin planmynd er byggist á nota-
gildi húsrýmis og hagkvæmri notk-
un byggingarefnis og útliti, sem
sýnir án alls prjáls not og eðli
byggingarinnar. Um þetta framlag
Gunnlaugs og samtímamanna hans
þarf að rita sögu til skilnings á
þýðingu starfs íslenzkra arkitekta
á einu þýðingarmesta skeiði bygg-
ingarlistasögu okkar, þegar
Reykjavík er að breytast í borg og
þéttbýlisstaðir eru að verða að
kaupstöðum um land allt.
Það verður ekki gert hér en
minnst á þá skuld sem við eigum
að gjalda Gunnlaugi og þeim hinum
úr hópnum sem látnir eru. Spor
Gunnlaugs Iiggja yfða og skulu hér
ðrfá nefhd.
Gunnlaugur gegndi formanns-
starfi í arkitektafélögunum þ.e.
Akademiska arkitektafélaginu og
Arkitektafélagi íslands árin 1938-
1941, 1947-1950, 1958-1961. Þá
var hann formaður stjórnar Bygg-
ingarþjónustu Arkitektafélags Is-
lands frá stofnun 1959 til 1971.
Hann gegndi aftur formennsku í
stjórn Byggingarþjónustunnar eftir
að hún var gerð að sjálfseignar-
stofnun. Af einstökum verkum
Gunnlaugs skulu hér aðeins nefnd
nokkur, sem ég held að hann hafi
helzt borið fyrir brjósti.
Fyrst er að nefna byggingar
SÍBS að Reykjalundi, sem hann
vann við allt frá upphafi til dauða-
dags. Fyrst í samstarfi við Bárð
ísleifsson, síðar einn, en um tíma
með Guðmund Kr. Kristinsson sem
samstarfsmann. Viðbyggingin við
Bessastaði, lagfæringar og breyt-
ingar því samfara, ber gott vitni
nærfærni funksjónalistans og virð-
ingu hans fyrir eiginleikum eldri
byggingarlistar.
Þá má nefna hús Búnaðarbank-
ans í Austurstræti, Amtsbókasafnið
á Akureyri. Stöðvarhús Búrfells-
virkjunar og Háskólabíó teiknaði
Gunnlaugur i samstarfi við Guð-
mund Kr. Kristinsson. Ekki má
gleyma einu umdeildasta verki
Gunnlaugs, þ.e. fyrstu viðbyggingu
við Landsbankann. Sú lausn var f
samræmi við þá tillitssemi, sem
funksjónalistar sýndu eldri stflfyrir-
bærum að apa ekki eftir heldur
brjóta í blað og aðlaga nútímahug-
myndir og formtákn hinu gamla.
Þá er vert að minnast á eitt af
fyrstu verkum Gunnlaugs, verka-
mannabústaðina austan Hofsvalla-
götu. Það verk ungs arkitekts á
skilið sérstakt umtal svo rækilega
sem það sver sig í ætt funksjónal-
ismans og grundvöll hugsjónaheims
funksjónalistanna. Gunnlaugur
hafði mikinn áhuga á skipulagsmál-
Sjá nánar bls. 34.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48