Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 43. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986
15
fullan á almannafæri. f dag eyðir
þorri ungs fólks sínum vasapening-
um í heilsurækt og fín föt. Það er
„stællinn". Og þessi breyting hefur
einmitt átt sér stað á sama tíma
og veitingastöðum með vínveitingar
hefur fjölgað um helming f landinu.
Það verður með öðrum orðum
minna eftirsóknarvert að sjást undir
áhrifum áfengis þegar framboðið
hefur aukist verulega.
Einmitt þetta atriði er allrar
athygli vert. Eða ætti ekki áfengis-
neysla í landinu að hafa stóraukist
með fjölgun vínveitingahúsa? Það
segja okkur rannsóknir sem Arni
Gunnlaugsson vitnar sífellt f. Stað-
reyndin er þó sú, að fremur hefur
verið um samdrátt að ræða og
glæný frétt frá Áfengisvarnarráði
staðfestir einmitt að svo hafi verið.
Skýtur það ekki skökku við niður-
stöður rannsóknanna?
Hugarfarsbreyting
gagnvart áfengi
Hugarfarsbreyting gagnvart
áfengi er að eiga sér stað f landinu.
Sú sælkeraöld sem við erum að
gahga inn í hefur átt ríkan þátt f
þvf. Fjölgun milliklassa veitinga-
staða þar sem léttvín er haft um
hönd hefur smátt og smátt leitt til
hóflegri drykkju. Menn neyta minna
áfengismagns, en velja vínið af
meiri kostgæfni og gefa því meiri
gaum, hvað f glasinu er. Það, að
fara á matsölustað og fá sér glas
af léttu víni með góðum mat er
mikið að koma í stað þess að kaupa
flösku af sterku áfengi til neyslu í
heimahúsum áður en haldið er á
dansleik.
Vissulega er ofneysla áfengis
viðurstyggð og geri ég enga tilraun
til að mæla henni bót. En hóflega
drukkið vín gleður mannsins hjarta,
eins og þar stendur. Áfengi er einn
af þessum hlutum, sem umgangast
ber af varúð, rétt eins og það getur
verið hættulegt að aka fjölskyldu-
bílnum of hratt, temja sér ofát eða
fara yfir götu án þess að líta fyrst
til beggja handa. Meira að segja
hefur landlæknir varað landslýð við
því að elskast ógætilega. Slíkt geti
leitt til alnæmissmitunar. Varúðar
ervíðastþörf.
Bæjarbúum blöskrar
Skynsamlega rekin bindindis-
fræðsla er af hinu góða, en öfgafull-
ur áróður og aðgerðir bindindis-
manna geta líka snúið vopnunum f
höndum þeirra. Þannig hefur fram-
ganga þeirra í málum veitingarekst-
urs í Hafnarfirði á síðustu mánuð-
um leitt til þess, að bæjarbúum
hefur blöskrað. Það sýnir hin mikla
þátttaka í undirskriftasöfnuninni
og sýnir sig væntanlega einnig f
kjörklefanum næstkomandi laugar-
dag.
llöfuudur erritsijórí og útgefandi
tímaritaaaa Lúxua og Húa & hí-
býli.
iHefgmH
í Kaupmannahöf n
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖOINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
Atkvæðagreiðsla
um áf engisútsölu
eftirPál V.
Daníelsson
Á morgun, laugardaginn 22.
febrúar, fer fram atkvæðagreiðsla
um heimild fyrir Áfengis- og tób-
aksverslun ríkisins til þess að opna
áfengisútsölu f H afnarfirði.
Hér er um alvarlegt mál að ræða.
Atkvæðagreiðslan er eingöngu um
þann þátt áfengismálanna að gera
fólki auðveldara að kaupa áfengi
en snertir ekki aðalvandamálið, sem
er afleiðingar áfengisneyslunnar,
en að öðru jöfnu eykur fjölgun út-
sölustaða neysluna og þar með það
böl, sem af henni leiðir. Við þurfum
því að íhuga þessi mál vel, látum
þau ekki fram hjá okkur fara heldur
tökum afstöðu með tilliti til málsins
í heild og gera það eitt, sem varnar
þvi að ástandið í áfengis- og öðrum
vfmuefnamálum versni og helst að
bæta nokkuð úr.
Áfengisútsalan hefur hvergi bætt
úr slæmu ástandi f áfengismálum
en hún hefur víða gert það verra.
Það er því rökrétt að segja nei.
Ef við viljum almennt vinna gegn
„Áf engisútsalan hefur
hvergi bætt úr slæmu
ástandi í áfengismálum
en hún hefur víða gert
það verra. Það er því
rökrétt að segja nei."
vímuefnaneyslu, en byrjun hennar
er áfengisneysla, þá segjum við nei.
Ef við viljum forða fólki, yngra
sem eldra, frá vaxandi böli vímu-
efnaneyslunnar, þá hljótum við að
segja nei.
Ef við viljum ekki að við sjálf
eða okkar nánustu lendi í því að
þurfa að greiða þann toll, sem
áfengisneyslan tekur af svo allt of
mörgum, þá skulum við segja nei.
Ef við viljum draga úr slysatíðni
vegna ölvunaraksturs hljótum við
að segja nei.
Ef við viljum ekki taka þá áhættu
ATKVÆÐASEÐILL
Ert þú samþykk(ur) opnun
áfengisútsölu í Hafnarfirði?
?  JÁ
?  NEI
að áfengisútsalan verði staðsett f
nágrenni við íbúðarhverfi okkar þá
er rétt að segja nei.
Ef við viljum vernda bæinn okkar
fyrir auknu böli vímuefnaneyslunn-
ar verðum við að segja nei.
Margt fleira sem miður fer f
sambandi við áfengisneyslu mætti
telja eins og aukin lögbrot, ofbeldis-
verk, lausung og hverskonar spill-
ingu. Við þurfum því að vera vel á
verði, gera okkur grein fyrir málum
og mæta á kjörstað til þess að taka
virka afstöðu. Og sú afstaða hlýtur
að miðast við það að hugsa um
velferð þessá byggðarlags í heild
en ekki einhvern fmyndaðan stund-
arhag tiltölulega fárra.
Höfundur er ktmniir baráttumað-
urgega víaaeyslu.
o
0
o
o
GÓV HUGMYNV
í HELGARMATINN!
ísf ugl
Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit
Sími: 666103
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48