Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986 21 Israelar gera árás Tyre, Libanon, 20. febrúar. AP. FINNSKT friðargæslulið á vegum Sameinuðu þjóðana hefur yfir- gefið stöðvar sínar í þorpinu Srifa, sem er eitt af þorpum múhameðs- trúarmanna í Suður—Líbanon, að sögn heimildarmanna á staðnum. Friðargæsluliðið yfirgaf þorpið er skriðdrekar ísraelshers hófu sprengjuárás á það eftir að öfgamenn úr röðum shíta höfðu tilkynnt að þeir hefðu drepið ísraela sem þeir höfðu tekið höndum. Arás ísraelshers kom í kjölfar líbanska ríkisins sagði að 20 her- árásar skæruliða shíta á stöðvar Israela sunnan Srifa, þar sem skæruliðar beittu handsprengjum og vélbyssum. Árás þessi var gerð á fjórða degi eftir að ísraelsher fór inn yfír landamærí Líbanons í leit að tveimur ísraelskum hermönnum sem skæruliðasamtök shíta hafa á valdi sínu. Fréttamenn gátu ekki upplýst hvort ísraelar urðu fyrir mannfalli í árásinni en útvarpsstöð menn ísraelsmanna hefðu særst. Tilræðismaður á mótorhjóli varð líbönskum kommúnistaleiðtoga að bana í borgarhluta múhameðstrúar- manna í Beirút á fimmtudag. Stór- skotaliðsbardagar geisuðu í suður- hluta Líbanons og hafa sex borgar- ar þar látið lífið. Stjómmálamaður- inn sem myrtur var hét Khalil Naouss og var í miðstjóm komm- únistaflokks Líbanons. „Páfi“ mafíunnar á Sikiley handtekinn Palermo, 20. febrúar. AP. MICHELE Greco, sem talinn er höfuðpaur mafíunnar á Sikiley, var handtekinn í dag, skammt fyrir utan Palermó, aðalborg Sikileyjar. Tommaso Buscetta, sem var háttsettur innan mafíunnar áður en hann gaf sig fram við yfirvöld, hefur tjáð lögreglunni að Greco sé „páfi“ mafíunnar og sé óumdeildur foringi allrar glæpastarfsemi maf- íunnar á Sikiley. Lögreglan er í sjöunda himni yfir handtöku Grecos og var Bettino Craxi, forsætisráðherra, vakinn á Veður Laagst Hssst Akureyri +5 úrk. ígr. Amsterdam +10 +2 helðskirt Aþena 11 17 heiðskfrt Barcelona 111 léttskýjað Berlin +10 +7 snjókoma Briissel +1? 0 skýjað Chicago 1 5 skýjað Dublin +1 S helðsklrt Feneyjar 6 skýjað Frankfurt +7 +2 snjókoma Genf 0 2 rigning Helsinki +22 +11 heiðskirt Hong Kong 13 1S skýjað Jerúsalem 11 19 heiðskfrt Kaupmannah. Las Palmas +8 +4 skýjað vantar Lissabon 9 12 rigning London +3 2 skýjað Los Angeles 16 20 skýjað Lúxemborg 7 léttskýjað Malaga 18 skýjað Mallorca 13 skýjað Miami 19 27 heiðskirt Montreal +4 0 skýjað Moskva +23 +14 heiðskirt NewYork 3 S rigning Osló +22 +10 skýjað París +3 1 snjókoma Peking +6 6 heiðskírt Reykjavík +2 skýjað Ríóde Janeiro 22 36 skýjað Rómaborg 10 17 rlgning Stokkhólmur +9 +17 heiðskírt Sydney 17 27 heiðskírt Tókýó 0 7 skýjað Vinarborg +2 1 skýjað Þórshöfn +3 snjóél hóteli sínu í Bonn aðeins nokkmm mínútum eftir handtökuna og hon- um færðar fregnimar. Hundruð lögregluþjóna tóku þátt í aðgerðinni í nótt og voru hendur hafðar í hári 24 annarra mafíumanna. Greco var handtekinn klukkan 7 að staðartíma í morgun, klukkan 6 að íslenzkum tíma, á sveitasetri miili Caccamo og Termini Imerese, um 40 km austur af Palermo. Er lögreglan bankaði uppá hjá Greco sýndu þau hjónin persónuskilríki, sem vom á allt önnur nöfn en þeirra. Vom skilríkin úrskurðuð fölsuð á staðnum og Greco-hjónin færð til fangelsis. Greco er 62 ára og hefur verið eftirlýstur ásamt 58 ára bróður sín- um, Salvatore, frá 1982. Salvatore, sem enn leikur lausum hala, hefur viðumefnið „öldungaráðsmaður- inn“ innan mafíunnar. Réttarhöld vom haldin yfir bræðmnum að þeim fjarstöddum og þeir dæmdir til ævilangrar fangelsisvistar í júlí 1984 fyrir að hafa skipulagt morðið á dómaranum Rocco Chinnici árið 1983. Chinnici barðist gegn maf- íunni. Bræðumir em einnig sagðir hafa á samvizkunni morðið á Carlo Al- berto Dalla Chiesa hershöfðingja, sem stjómaði baráttu yfírvalda gegn mafíunni. Dalla Chiesa og kona hans vom myrt árið 1982. Greco-bræðurnir em synir Gius- eppe Greco, sem stjómaði undir- heimum Sikileyjar fram á sjötta áratuginn. Greco-fjölskyldan er einna auðugust að jörðum og fast- eignum á Sikiley, en yfírvöld hafa lagt hald á flestar eigur hennar í aðförinni að mafíunni. Sonur Mic- hele Greco, Giuseppe, er í hópi 474 glæpamanna, sem nú sitja fyrir rétti í umfangsmestu mafíuréttar- höldum í sögu Italíu. AP/Símamynd Lögreglumenn draga fólk sem stóð að mótmælum við þinghúsið í Nýju Delhí af vettvangi. Um 20 þúsund manns söfnuðust saman við þinghúsið til að mótmæla verðhækkunum á nauðsynjavörum. Indland: 10 þúsund handtekn- ir vegna mótmæla- aðgerða Nýju Delhí, 20. febrúar. AP. UM 10 þúsund manns, sem söfn- uðust saman til að mótmæla verðhækkunum úti fyrir þing- húsinu í Nýju Delhí, voru hand- teknir á fimmtudag en meðal þeirra voru um 100 fulltrúar stjóraarandstöðunar, að sögn lögreglu. Um 20 þúsund manns söfnuðust saman útifyrir þing- húsinu til að mótmæla verð- hækkunum sem stjórain hefur ákveðið. Fólkið var handtekið á þeim forsendum að fjöldafundir hafa verið bannaðir í borginni. Hluta mótmælandanna tókst að bijótast gegnum raðir lögreglumanna og voru rúður brotnar í nokkrum lög- reglubflum. Fólkið hrópaði „Niður með Rajiv Gandhi og stjómina." Formaður mannréttindanefndar í bandarísku fulltrúadeildinni: Ásakar ríkisstjórnina um tvö- feldni í mannréttindamálum Washington, 20. febrúar. AP. FORMAÐUR undiraefndar í bandarísku fulltrúadeildinni sem fjallar um mannréttindamál, hefur ásakað ríkisstjóra Ronalds Reagan um tviskinnung í mann- réttindamálum, hvað snertir við- horf hennar til annarra ríkis- stjórna. „Ríkisstjómin virðist notfæra sér staðreyndir að geðþótta til þess að réttlæta sum stefnumál sín,“ sagði Gus Yatron, fulltrúadeildarþing- maður við yfírheyrslur hjá nefnd- inni. Hann nefndi sem dæmi að rík- isstjómin tæki fullgildar skýrslur sjálfstæðra mannréttindasamtaka hvað varðaði framgang Sovét- manna í Afganistan, en hafnaði skýrslu þessara sömu samtaka hvað varðaði mannréttindamál í ríkjum vinveittum Bandaríkjunum. Nefndi hann sem dæmi Guatemala og sagði ennfremur að í skýrslu ríkisstjóm- arinnar um ástand mannréttinda- mála í heiminum væri svo til ekkert minnst á mannréttindabrot Contra-skæruliða, sem beijast gegn ríkisstjórninni í Nicaraqua. Yatron, sem er demókrati, krafði ríkisstjóm repúblíkana um svar við því hvemig hún gæti réttlætt hem- aðaraðstoð við Filippseyjar, Suður- Kóreu, Guatemala og Pakistan, þegar skýrt væri kveðið á um það í bandarískum lögum að bannað væri að veita ríkjum aðstoð sem ber væm að mannréttindabrotum. Richard Shifter, aðstoðamtan- ríkisráðherra, svaraði Yatron og sagði að það væri matsatriði hve- nær brot á mannréttindum næðu því stigi að þar væri um samfelld og stöðug brot að ræða miðað við alþjóðlega viðurkennda mælikvarða á mannréttindi. Holland: Rietkerk lézt í skrifstofu sinni Groningen, 20. febrúar. Frá Eggert f DAG, fimmtudag, klukkan 16 að hollenzkum tíma, eða tvö að íslenzkum tíma fannst Jacobus Rietkerk, innanríkis- ráðherra Hollands, látinn á skrifstofu sinni í Haag. Þegar þessar línur em ritaðar er dánarorsök ókunnug en flest Kjartanssyni fréttaritara Morgunblaðsins. bendir tii þess að hann hafi látizt úr hjartaslagi. Rietkerk, sem var einn af minna áberandi ráðhermm í stjóm Lubbers, á að baki langan starfsferil fyrir Fijálslynda flokk- inna (WD). Hann var m.a. for- maður þingflokks WD. Rietkerk var 59 ára að aldri. 11 VIVIIM 1V1 Vll eru í tísku ui allan heim Aukinn kaupmáttur í ferðalögum Sparið upp í farið í Frí-klúbbsferð. Verðlækkun í mörgum ferðum frá fyrra ári. Fyrir sömu upphæð kemstu lengra og býrð betur í Útsýnarferð. Takið ekki ákvörðun um ___ sumarleyfið án þess að hafa okkur með í ráðum. Kynnið ykkur fjölbreytn- ina í 48 bls. sumaráætlun Útsýnar. FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN HF. AUSTURSTRÆTI17. SÍMI26611. Beint leiguflug á eftir- sótta sólarstaði. Ódýrt áætlunarflug með sér- samningum við flugfélög- in. Spánn - Costa del Sol. Portúgal - Algarve. Ítalía - Lignano - Btbione. Gardavatn - Abano Terme. Enska Rivieran + London. Þýskaland - Mosel- Bayern. Franska Rlvieran - Corsica. Grikkland - Krít - Korfu. Mallorca — Ibtza. Flug + bill um alla Evrópu. Siglingar. Heimsreisur. ■ Útsýn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.