Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 43. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986
ftöm&mibUtoib
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aostoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Askriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö.
Viðskiptin við
Evrópubandalagið
Meira er rætt um átak í
útflutningsmálum okkar
íslendinga nú á síðari tímum
en oft áður. Unnið er að skipu-
lagsbreytingum á þessu sviði til
að nýta betur krafta hins opin-
bera og einstaklinga. Ekki skal
dregið úr mikilvægi þess, að
skynsamlega sé staðið að öllu
innra starfí í þessum málaflokki
sem öðrum. Mestu skiptir þó,
að við eigum sem hindrunalaus-
astan aðgang að góðum mörk-
uðum. Almennt þurfum við ekki
að kvarta í því efni. Við eigum
ekki undir högg að sækja vegna
viðskiptahindrana á Banda-
ríkjamarkaði, þótt þar geti verið
blikur á lofti, ef illa er staðið
að hvalveiðum hér á landi.
Viðskiptin við Sovétríkin eru í
of föstum skorðum að því er
innflutning á olíu þaðan varðar.
Þeir embættismenn, sem fara
með stjórn þessara viðskipta hér
á landi, halda alltof fast í þá
úreltu skoðun, að því aðeins
kaupi Sovétmenn vörur af okk-
ur, ef við kaupum olíu af þeim.
Ef orð Þorsteins Pálssonar, fjár-
málaráðherra, hér í blaðinu í
gær um viðskiptin við Sovétrík-
in mega sín einhvers gagnvart
íhalds- og afturhaldssemi
þeirra, sem með stjórn sovét-
viðskiptina fara, kunna ef til
vill að verða stigin skref í rétta
átt á því sviði. Mikilvægasta
viðskiptasvæði okkar bæði að
því er varðar útflutning og
innflutning er Evrópubandalag-
ið. Mikilvægi þess hefur síður
en svo minnkað eftir að Spán-
verjar og Portúgalir gengu í
bandalagið nú um áramótin,
þessar gömlu og góðu viðskipta-
þjóðir okkar.
Nú í vikunni samþykktu ut-
anríkisráðherrar Evrópubanda-
lagslandanna, að EFTA-ríkin,
en í þeirra hópi er ísland, skuli
njóta sömu kjara gagnvart
Spáni og Portúgal og þau njóta
gagnvart öðrum aðildarríkjum
Evrópubandalagsins (EB). Um
það efni gildir viðskiptasamn-
ingur fslands við bandalagið,
sem gekk í gildi fyrir iðnaðar-
vörur 1973 og vissar sjávaraf-
urðir 1976, með gildistöku hinn-
ar frægu bókunar 6, eftir að
samið var við Breta og Vestur-
Þjóðverja um 200 mílurnar.
Þessi samningur og bókunin
gilda nú gagnvart Spáni og
Portúgal og koma til fram-
kvæmda á nokkrum árum, gildir
í því efhi hið sama um okkur
og önnur EFTA-ríki. Ekki verð-
ur annað sagt en að viðskipta-
samningurinn við Evrópubanda-
lagið hafi reynst okkur vel. Á
hitt hefur ekki verið lögð nægi-
leg áhersla af hálfu íslenskra
stjórnmálamanna að rækta víð-
tækara samband við Evrópu-
bandalagið. Kann það að tefja
fyrir því nú, að við fínnum lausn
á ágreiningi við það um tolla á
saltfísk.
í desember 1984 ákvað Evr-
ópubandalagið að leggja á inn-
flutningstoll á saltfisk, saltfisk-
flök og skreið. 13% á óverkaðan
og þurrkaðan saltfisk og skreið-
ina, en 20% á saltfiskflökin.
Þessi tollur hefur mikil áhrif á
viðskipti okkar einkum við Port-
'úgal. Það er íslenskum útflytj-
endum kappsmál, að hann sé
ekki hindrun í viðskiptum við
ríki Evrópubandalagsins. Þegar
utanríkisráðherrar EB-land-
anna ákváðu þau kjör, sem
EFTA-ríkin njóta gagnvart
Spáni og Portúgal, var því lýst
yfir, að ekki verði um frekari
tollaívilnanir til íslands að ræða
nema þær tengist meiri rétti
skipa frá EB-ríkjum til að veiða
á Islandsmiðum. í þessum orð-
um felst sem sé, að EB geti
hugsanlega hliðrað til með toll-
inn á saltfísknum, ef fleiri skip
en fáeinir belgískir togarar fái
að veiða innan 200 mílna lög-
sögunnar.
Þótt flestum ráðamönnum í
aðildarríkjum Evrópubanda-
lagsins hafí verið það ljóst fyrir
10 árum, að íslendingar vildu
sitja einir að takmörkuðum físki
við land sitt, er ólíkegt, að það
sé ofarlega í huga þeirra, sem
nú fara með sjávarútvegsmál í
Evrópubandalaginu eða höfuð-
borgum aðildarríkja þess. Nú
þarf sem sé að hefja rækilega
kynningu á sjónarmiðum okkar
í þessum málum í höfuðstöðvum
EB og hjá einstökum ríkis-
stjórnum aðildarríkjanna. Ættu
þeir íslenskir ráðherrar, sem
sinna utanríkis- , viðskipta- og
sjávarútvegsmálum að taka
forystu í þessu kynningarstarfí.
Til dæmis er sjálfsagt að nýta
það til hins ítrasta fyrir íslenska
hagsmuni, að viðskiptaráðherra
okkar er formaður ráðherra-
nefndar EFTA og hefur þ ví
betri tækifæri en ella til að
ræða viðskiptamál á evrópskum
grundvelli.
Baráttan fyrir afhámi salt-
físktollsins hjá EB eða svo rúm-
um innflutningskvótum, að
hann skipti litlu í framkvæmd,
er dæmigert verkefni, sem
stjórnvöldum ber að sinna í út-
flutningsmálum. Þau eiga hins
vegar að gefa einstaklingum og
fyrirtækjum þeirra tækifæri til
að reyna kraftana í frjálsri
samkeppni við heilbrigðar að-
stæður.
Verðbólgusamni
aukinn kaupmát
eftír ÓlafBjörnsson
Á hinum langa ferli verðbólgunn-
ar í íslenzku efnahagslífí hefír það
oftar en einu sinni átt sér stað, að
þegar gengið hefur verið frá nýjum
kjarasamningum milli heildarsam-
taka atvinnurekenda og launþega
hafa báðir samningsaðilar en eink-
um þó atvinnurekendur talið, að
gerðir hafí verið svokallaðir „verð-
bólgusamningar". Hvað í þessu
felst er að vísu sjaldnast skilgreint,
en flestir, sem þetta orð taka sér í
munn, munu þó leggja í það þann
skilning, að ein af forsendum samn-
inganna sé áframhaldandi og jafn-
vel vaxandi verðbólga. Nú er það
yfírlýst stefna þeirra aðila, sem þátt
hafa tekið f kjarasamningum þeim
sem nú standa yfír, að forðast beri,
með tilliti til fenginnar reynslu, að
gera „verðbólgusamninga", en
leggja hins vegar áherzlu á það,
að semja um þann mesta kaupmátt
launa er samrýmst geti því, að ekki
komi til atvinnuleysis, og tryggja
það, eftir því sem unnt sé, að sá
kaupmáttur haldist.
Ekki er ástæða til þess að draga
í efa, að það sé skoðun bæði aðila
vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins,
að semja beri þannig að verðbólgu
sé haldið í skefjum. En mikill
ágreiningur er enn um það, þegar
þetta er skrifað, hvaða kaupmátt
launa sé hægt að semja um og
tryggja.
Ekki verður hér reynt að gera
tillögur um það hvernig þennan
ágreining skuli leysa, enda verður
slíkt auðvitað verkefni þeirra, sem
að samningagerðinni vinna og
greiðan aðgang hafa að beztu fáan-
legum upplýsingum um ástand og
horfur í í íslenzkum efnahagsmál-
um.
Hér verður að láta það nægja
að drepa á fáein atriði, sem mér
fínnst ekki hafi komið nægilega
skýrt fram í þeim miklu umræðum,
sem síðustu vikurnar hafa farið
fram um kjaramálin.
Hvers vegna
verðbólga?
í hagfræðikennslubókum er al-
gengast að telja halla á fjárlögum
meginorsök verðbólgu. Ef útgjöld
ríkisins vaxa svo af einhverjum
ástæðum að stjórnvöld telja sér
ekki lengur fært að leggja á svo
háa skatta, að nægi fyrir útgjöldum,
er gjarnan gripið til þess ráðs, að
taka lán í Seðlabankanum og þeir
peningar svo notaðir til kaupa á
vöru og þjónustu, sem ríkið þarf á
að halda, t.d. vegna styrjaldar-
ástands. Þar sem ekki er um auka-
framleiðslu að ræða hlýtur verðlag-
ið að hækka vegna hinnar auknu
eftirspurnar af hálfu ríkisvaldsins.
Kaupmáttur ráðstöfunartekna al-
mennings hlýtur því að minnka,
hvort sem um er að ræða launatekj-
ur eða aðrar tekjur. Launþegar
geta mætt slíku með því að knýja
fram kröfu um hærra kaup, en þá
tekur ríkið aðeins meiri lán í Seðla-
bankanum og hindrar það þannig,
að kauphækkanir komi fram f
auknum kaupmætti og þannig
gengur það koll af kolli. Verðbólgan
er þannig dulbúin skattlagning, sem
gerir ríkisvaldinu kleift að sölsa
undir sig stærri skerf af þjóðar-
framleiðslunni en áður.
Verðbólga síðustu áratuga hér á
landi hefir verið af nokkuð öðrum
toga spunnin en þeim, sem hér hefír
verið lýst, þó að stundum hafí verið
um nokkurn fjárlagahalla að ræða
á þvf tfmabili, þá hefír hann að
jafnaði ekki verið verulegur þáttur
í þróun verðbólgunnar.
Það hafa því ekki verið greiðslu-
vandræði ríkissjóðs, sem verðbólg-
an hefír verið notuð sem tæki til
þess að leysa, svo sem í ofangreind-
um skóladæmum.
En þar hafa komið til sögunnar
önnur greiðsluvandræði, sem telja
má að öðru fremur hafí legið til
grundvallar fslenzku verðbólgunni,
en það eru hin margumtöluðu
greiðsluvandræði atvinnuveganna,
sem svo mjög eru jaftian til umræðu
er kjaradeilur standa yfír, svo sem
nú á sér stað. Þó að enginn geti
neitað því, að þörf atvinnuveganna
fyrir aukið rekstrarfé þegar samið
hefír verið um hærra kaup sé
vandamál, sem krefst úrlausnar,
þá mun það nú vera svo í okkar
verðbólguþjóðfélagi, að forystu-
menn launþegasamtakanna brosa
góðlátlega að áminningum viðsemj-
enda sinna um það, að ekki megi
ofbjóða greiðslugetunni. Benda
launþegarnir þá gjarnan á það, að
þetta hafí þeir nú hlustað á árum
eða jafnvel áratugum saman. En
þegar samningar hafí verið gerðir,
þá hafí þess aldrei í teljandi mæli
orðið vart að atvinnurekendur ættu
í vandræðum með að greiða hærra
kaup, jafnvel þótt um mikla hækk-
un á því hafí verið að ræða.
Tvímælalaust er þetta rétt. En
hvernig hefir atvinnurekendum
tekizt að leysa þessi greiðsluvand-
ræði, sem þeir láta í veðri vaka,
að þeir hafi svo þungar áhyggjur
af meðan samningar standa yfir?
í fyrstu umferð eru það að jafhaði
bankarnir, sem fjármagna þær
kauphækkanir, sem um hefir verið
samið. Ef viðskiptabankarnir telja
sig að öðru óbreyttu ekki hafa
bolmagn til þess að leggja fram
nægilegt fé í þessu skyni, er leitað
á náðir Seðlabankans, stundum með
milligöngu ríkisstjórnarinnar.
En bankalán þarf að endurgreiða
og hvert eru þeir peningar sóttir?
í verðbólguþjóðfélaginu, eins og
því fslenzka, eru þeir fyrst og fremst
sóttir í vasa neytendanna með því
að velta kauphækkunum yfír í verð-
lagið. En telja má að 95% neytenda
eða jafnvel meira séu launþegar eða
aðilar, sem mjög svipaða þjóðfé-
lagslega aðstöðu hafa, svo sem
bótaþegar almannatrygginga, eftir-
launafólk, bændur og aðrir smáat-
vinnurekendur.
Verðbólguna má þannig í raun
skoða sem hagstjórnartæki, sem
notað er til þess að láta launþegana
sjálfa greiða sér þær kauphækkan-
ir, sem þeim með góðu eða illu
hefír tekizt að knýja fram, en
óraunhæfar eru að mati stjórn-
valda. Þannig er það hindrað að
raunlaun vaxi, hversu mikið sem
kaupið kann að hækka að krónutali
og að verulegu leyti fengin skýring
á þvf leiða fyrirbrigði, að hagtölur
sýna að þrátt fyrir það að kaup
hafí síðustu 12—14 árin hækkað í
krónum reiknað margfalt á við það,
sem gerzt hefír í þeim löndum er
við helzt berum okkur saman við,
þá höfum við dregizt aftur úr reikn-
að f kaupmætti launa eða á föstu
verðlagi.
Athyglisvert er, að á því tímabili,
sem hér um ræðir, hafa allir 4
„gömlu" stjórnmálaflokkarnir, sem
yfir lengri tíma hefir tekizt að ná
fótfestu f þjóðfélaginu, verið við
völd um skemmri eða lengri tfma án
þess að séð verði að það hafi neinu
teljandi breytt í þessum málum.
Ekki er það þó mín skoðun að hér
sé um að ræða eitthvert náttúrulög-
mál, sem af leiði, að allar kaup-
hækkanir hljóti á skömmum tfma
að veltast yfir í verðlagið og verða
þannig greiddar af launþegunum
sjálfum sem neytendum.
Sem betur fer er sú skoðun ekki
rétt og má f því sambandi benda á
það, að fyrir seinni heimsstyrjöld-
ina, sérstaklega þó á gullfótartíma-
bilinu, sem hélzt í flestum iðnríkjum
fram á 4. tug aldarinnar, var fylgt
stefnu í peninga- og gengismálum,
sem gerði atvinnurekendum ókleift
að velta kauphækkunum, sem um
var samið, yfir f verðlagið. Þó að
ísland hafi að vísu ekki verið á
gullfæti síðan í byrjun fyrri heims-
styrjaldar átti það sama við hér á
landi fram að síðari heimsstyrjöld.
Þá var aðvörun atvinnurekenda til
formælenda launþega um það, að
gera ekki kröfíir, sem ofbyðu
greiðslugetu atvinnuveganna tekn-
in alvarlega, því að þeir vissu að
jafnvel þótt það tækizt að knýja
fram óraunhæfar kauphækkanir,
þá yrði afleiðing þess atvinnuleysi.
Nú eru þeir að vísu fáir, sem í
alvöru dettur í hug að endurreisa
gullfótinn, en í þeim löndum, þar
sem verðbólga er hófleg, segjum
innan við 10% á ári, eru kjarasamn-
ingar jafnan á þeim grundvelli, að
atvinnurekendur greiði kauphækk-
anir þær, sem um semst, af ágóða
sínum, en velti þeim ekki yfír í
verðlagið. Af þessu leiðir, að kröfu-
gerð launþegasamtaka í þeim lönd-
um þar sem slíkri stefnu er fylgt,
er jafnan, reiknað í hundraðstölum,
aðeins brot af því, sem gerist í
verðbólgulöndunum, svo sem ís-
landi, Tyrklandi og flestum ef ekki
öllum Suður-Ameríkuríkjum. Þetta
þarf ekki að koma á óvart, því að
ef atvinnurekendur geta jafhharðan
sótt þær kauphækkanir, sem þeir
semja um, í vasa launþeganna
sjálfra gætu þeir sinna hagsmuna
vegna greitt næstum hvaða kaup
sem er í krónum reiknað. Ef verð-
bólgan er ekki orðin óviðráðanleg
með öllu fylgir henni gjarnan sá
kostur að hún dregur úr atvinnu-
leysi, eins og við íslendingar höfum
gjarnan hælt okkur af, þegar við
höfum borið okkur saman við ná-
granna okkar. Hins vegar fer kaup-
máttur launa gjarnan lönd og leið
og óarðbær fjárfesting leggur al-
menningi gjarnan þungar byrðar á
herðar, því að verðbólgan kippir að
meira eða minna leyti fótum undan
allri skynsmlegri áætlanagerð, bæði
á vegum einkaaðila og opinberra
aðila. En hér er að finna skýringuna
á þvf, sem minnst var á hér að
framan, að verðlag og kaupmáttur
launa á því tfmabili, sem hér hefir
verið rætt um, virðist í storum
dráttum hafa þróast óháð því hverj-
ir farið hafa með völd í landinu.
Þetta er ekki vegna þess, að stjórn-
málaleiðtogar okkar séu allir sam-
an, óháð því hvar þeir eru í flokki,
loddarar og hræsnarar, sem lofí
launþegum gulli og grænum skóg-
um, þegar þeir eru í stjórnarand-
stöðu, en fylgja svo stefnu meira
eða minna andstæðri hagsmunum
launafólks, þegar þeir eru seztir f
valdastóla, heldur er skýringin sú,
að þeir telja hættu á atvinnuleysi
ef atvinnurekendur séu neyddir til
þess að taka á sig einhvern umtals-
verðan hluta þeirra kauphækkana
sem um hefir verið samið. Þetta
mat getur auðvitað verið rétt, og
flestir munu sammála um það að
næg atvinna sé mikilvægt markmið
í efnahagsmálum. En spurningin
er sú, hvort slíku markmiði sé ekki
hægt að ná eftir einhverjum betri
leiðum en verðbólguleiðinni.
Hve mikið getur kaup-
mátturinn aukizt?
Eins og getið var í upphafi grein-
ar þessarar er um þetta verulegur
ágreiningur milli aðila vinnumark-
aðarins f launadeilum þeim, sem
nú standa yfír og kemur það í sjálfu
sér ekki á óvart því að forsendur
þær, sem hægt væri að byggja
skynsamlega niðurstöðu á, verða
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48