Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 34
f 34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2L FEBRUAR1986 Gunnlaugur Halldórs- son arkitekt—Minning um og lét þau mikið til sín taka. Hann sat árum saman sem fulltrúi Bessastaðahrepps í samvinnunefnd um skipulag höfuðborgarsvæðisins. Hann var jafnframt mikill áhrifa- maður um skipulag og byggingar- mái síns sveitarfélags. Gunnlaugur mun hafa átt fyrstu hugmyndina að miðbæjarkjama í Kringlumýr- inni og hafði dijúg áhrif á mótun aðalskipulags Reykjavíkur 1962- 1983. Hann bar um árabil hitann og þungann af skipulagsvinnu við nýja miðbæinn. Einnig skipulagði Gunnlaugur ásamt þeim Guðmundi Kr. Kristinssyni og Manfreð Vil- hjálmssyni fyrstu byggðina í norð- urhlíðum Fossvogsdals. Árum saman vann Gunnlaugur að tveim verkefnum, sem voru full- búin til framkvæmda, en var hætt við. Það voru byggingar fyrir Tób- aks- og áfengisverzlunina á homi Suðurlandsbrautar og Grensásveg- ar og Borgarbókasafn Reykjavíkur, sem hann vann að í samstarfi við Guðmund Kr. Kristinsson. Fyrir margháttað starf fyrir arkitektafélagið og framlag sitt til íslenzkrar byggingarlistar var Gunnlaugur gerður heiðursfélagi Arkitektafélags fslands. Hann hlaut einnig aðrar opinberar viðurkenn- ingar fyrir störf sín. Eins og áður er sagt er bráð þörf á að fjalla faglega og fræðilega um framlag frumheijanna úr hópi langmenntaðra arkitekta. Það verð- ur ekki gert hér þó að vert væri. Þessum kveðjuorðum skal því lokið og Gunnlaugi þakkað það sem hann gerði vel og lét eftir sig til handa komandi kynslóðum, hluta af menningararfi okkar. Guðnýju og bömum þeirra og þeirra nánustu sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Skúli H. Nordahl ark. FAI Lærimeistari minn, starfsfélagi og vinur, Gunnlaugur Halldórsson, arkitekt, lézt í Borgarspítalanum að kvöldi dags hinn 13. þ.m. á sjötugasta og sjöunda aldursári, en hann fæddist í Vestmannaeyjum 6. ágúst 1909, sonur hjónanna Halldórs Gunnlaugssonar, héraðs- læknis, og Onnu Gunnlaugsson, f. Therp. Þó að lát hans hafi ekki komið mér á óvart, eftir að hafa fylgzt með líðan hans síðustu vikumar, setti mig samt hljóðan og söknuður fyllti hugann þegar ég gerði mér ljóst að hann var ekki lengur til samfylgdar í þessu lífí. Leiðir okkar Gunnlaugs lágu fyrst saman skömmu eftir að ég lauk námi í arkitektúr, en þá réð ég mig til hans á teiknistofuna, sem hann hafði rekið við mjög góðan orðstír í Reykjavík um tuttugu ára skeið. Stofa hans var þá til húsa á Laufásvegi 24, í íbúðarhúsi Hall- dórs Hansen, læknis, en það hús var eitt af mörgum góðum íbúðar- húsum, sem Gunnlaugur hafði teiknað. Það varð mér, ungum og lítt reyndum, ómetanleg skólun og veganesti að lenda undir hand- leiðslu manns sem bjó yfir jafn mikilli og haldgóðri starfsreynslu og hann. Fyrsta verkefni mitt hjá Gunn- laugi var að vinna með honum úr frumdrögum, sem hann hafði þá þegar gert, að byggingum fyrir Áfengis- og lyQaverzlun ríkisins á homi Suðurlandsbrautar og Grens- ásvegar. Teikningar af byggingun- um fullunnum við til útboðs á verk- inu, en vegna haftastefnu, sem þá ríkti og fjárskorts, dróst að verkið yrði boðið út, unz hætt var við alit saman að lokum. Því miður varð þetta ekki eina verk Gunnlaugs, sem hiaut þau örlög að hafna ofan í skúffu og verða „aðeins skúffu- projekt" eins og einn félaginn komst að orði, og er það mikil synd. Þannig fór t.d. einnig fyrir teikn- ingum, sem hann gerði af Náttúru- gripasafni íslands og þetta ætla að verða örlög eins af síðustu stærri verkum hans, teikninga af Borgar- bókasafni fyrir Reykjavíkurborg, og veit ég að hann tók sér það nærri. Nokkru eftir að við höfðum lokið verkefninu fyrir Áfengis- og lyfja- verzlun ríkisins bauð Gunnlaugur mér að gerast féiagi sinn að stof- unni við hönnun ýmissa mannvirkja. AGNES og ALVÍS urðu fyrir valinu Þegar viö mótuöum heildarlausn á tölvuvæöingu fyrir ÚTGERÐ OG FISKVINNSLU í rúman áratug höfum viðeinbeitt okkur að rekstrarþjón - ustuvið útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki um landallt. Áþessumárumhefur safnast saman hjáokkurómæld þekkingá þörfum þessara fyrirtækja. Viðhöfum lagaðokkar eigintölvuhugbúnaðað þessum þörfum og fylgst með nýjungum sem hafa komið á hugbúnaðar- markaðinn. Nú höfum við mótað heildarlausn á tölvuvæðingu í sjávarútvegsfyrirtækjum með fjölbreyttu RT kerf- unum okkarásamt bókhaldskerfinu ALVÍS frá Kerfihf. og skipverja- launakerfinu AGNES frá Hugtaki hf. Hafið samband við Pál Haraldsson eða Gísla Erlendsson. Þeir veita allar nánari upplýsingar. Vifi ___________ . ] rekstrartækni hf. Tækniþekking og tölvuþjónusta. Siöumúli 37. 108 fíeykjavik. simi 685311 Sjálfur sinnti hann þó einn nokkrum eidri verkefna sinna, eins og mann- virkjum fyrir SÍBS á Reykjalundi, sem hann lagði alltaf mikla rækt við._ Ég held að það hafí verið vand- fundinn þægilegri eða betri félagi innan stéttar arkitekta, en Gunn- laugur var, eða vandvirkari. Við áttum mjög vel skap saman og höfðum yfirleitt sömu fagur- fræðilegu afstöðu til verkefnanna. Þetta er í sjálfu sér ekki undar- legt, ef að er gætt. Á námsárum sínum hafði Gunnlaugur greinilega hrifizt af nýjustu stefnu þess tíma í byggingarlist, Bauhaus-stefnunni, og teiknað sín fyrstu hús undir áhrifum frá henni. Á sama hátt höfðu verk fremstu brautryðjenda þeirrar stefnu helzt höfðað til mín þegar ég var við nám næstum tutt- ugu árum seinna. Við áttum því mjög gott samstarf í mörg ár, er við unnum ýmis verk- efni í félagi, svo sem Háskólabíó og teikningar af Búrfellsvirkjun svo eitthvað sé nefnt. Ýmsar aðstæður urðu þess vald- andi, að síðustu ár samstarfsins unnum við að sameiginlegum verk- efnum, hvor á sínum stað. Um tíma vann Gunnlaugur t.d. að skipulagi nýs miðbæjar fyrir Reylq' avíkurborg og var þá staðsettur í Höfða við Borgartún. Þótt leiðir hafí skilið að lokum og hvor unnið á sinni stofu síðustu árin, rofnuðu ekki vináttutengslin, hvorki við Gunnlaug né hans indælu eiginkonu, Guðnýju Klemensdóttur, og þeirra böm. Fyrir þessa tryggð þeirra allra og vináttu í gegnum árin, í minn garð og fjölskyldu minnar, vil ég fyrir okkar hönd þakka á þessari stundu. Guðnýju, bömum þeirra Gunnlaugs, bamabömum og öðrum aðstandendum vottum við okkar innilegustu hluttekningu. Guðm. Kr. Kristinsson og fjölskylda Tómas Ólafs- son — Kveðjuorð Fæddur 24. nóvember 1949 Dáinn 19. janúar 1986 Það munu orðin nokkur misseri síðan ég hitti síðast vin minn Tómas Ólafsson. Þá sat ég ásamt föður hans og fleira venslafólki lítið og notalegt kvöldkaffiboð Tómasar og konu hans á fallegu heimili þeirra. Þetta kvöld verður mér nú í fersku minni, þegar ég svo óvænt fregna aldurtila þessa ágæta drengs. Sjálf- sagt hefðu eldmóður og bjartsýni húsbóndans, gestgjafa okkar, ekki þurft til, en mikið var sorg og dauði fjarlægt andrúmsloftinu á þessari huggulegu kvöldstund. Vegna skyldleika og tengsla höfum við, ég og fjölskylda mín, þekkt Tómas heitinn frá blautu bamsbeini. Við kynntumst frá öndverðu þessum bjarta og gáfaða sveini og fylgdumst eftir föngum með þroskabraut hans, sem ekki var einlægt blómum stráð, en stefndi í þátt átt sem manndómur hans og atgervi fengu viðfangsefni við hæfi. Nú er Tómas fallinn á hátindi manndómsáranna. Æ, hve það verður oft, þegar vonir og óskir okkar sýnast um það bil að rætast, að örlaganomimar taka taumana í sínar hendur án allrar miskunnar. Manni verður hugsað til Gunnars á Hlíðarenda eða Kjartans Ólafsson- ar. Ævi Tómasar varð ekki löng í ámm talin, en lífinu lifði hann í þá veru sem ég ætla að Jónas eigi við, þegar hann kveður eftir látinn vin sinn: „Hvaðerlanglífi? lífsnautnin fijóva aleflingandans og athöfn þörf.“ Ástvinum Tómasar. sendum við Svava okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Hilmar Pálsson Fráleitt að hægt sé að nýta húsið öllu meira Blaðinu hefur borist eftirfar- andi frá blaðafulltrúa Pósts og síma: í fréttatíma útvarpsins var ný- lega frá því skýrt að Sverrir Her- mannsson, menntamálaráðherra, væri staðráðinn í að beita sér fyrir að fijálsir leikhópar fengju aðstöðu fyrir starfsemi sína í gamla Sjálf- stæðishúsinu við Austurvöll, mötu- neyti Pósts og síma. í dagblöðum hafa lík ummæli verið höfð eftir ráðherranum og forráðamenn leikhópa, nú síðast Alþýðuleikhússins, hafa í blaðavið- tölum látið eins og þeir væru að búa sig undir að flytja inn í húsið. Það er á misskiíningi byggt að húsið sé einungis notað sem mötu- neyti í hádegi. Starfsmenn Pósts og síma neyta þar margskonar starfsemi á vegum stofnunarinnar og starfsmanna. Starfsemi er í hús- inu langt fram eftir degi og einnig á kvöldin. Meðal annars eru fundir haldnir í húsinu á vegum Starfs- mannaráðs Pósts og síma, starfs- mannafélögin og eftirlaunadeild þinga þar oft, skemmtanir eru haldnar og einnig er efnt til sýn- inga, m.a. eru þar oft frímerkjasýn- ingar svo og ýmiskonar kynningar á starfsemi Pósts og síma. Til þess að unnt sé að halda leik- sýningar opnar almenningi í húsinu þarf gagngerar breytingar á hús- næðinu og yrðu þær vægast sagt mjög kostnaðarsamar. Húsið er gamalt timburhús og er ekki undir það búið að þola aukna starfsemi með öllum þeim kröfum sem gera verður til húsakynna þar sem leik- sýningar fara fram, m.a. með tilliti til brunavama. Stofnunin telur fráleitt að hægt sé að nýta húsið öllu meira en nú er gert. Benda má einnig á það að starfsmannafélög Pósts og síma hafa tekið i sama streng og eindreg- ið lagst gegn ráðagerðum um aðra starfsemi í húsinu við núverandi aðstæður. Það verður einnig að segja að óeðlilegt hlýtur það að teljast að ráðherra menntamála skuli beita sér fyrir að ráðskast með hús sem heyrir undir annað ráðuneyti, sam- göngumálaráðuneytið, og lýsa því yfir að hann hyggist þrengja kost jafn fjölmenns hóps og starfsmanna Pósts og síma, eins og skilja mátti af ummælum ráðherrans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.