Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 43. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						+4A
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986
f
ft-lggO UntvTial PfM jygdlCgg
u r
Hortéu ekki Svona d mig. þetitx
er , þróun'."
Astfer...
...  að  vilja  allt
fyrirhana gera
TM Roo. U.S. Pat. Off.-all rights rtsarvad
•1982 Los Anfloles Tlmes Syndlcato
v»« "07
Reyndu að verja þig, ef þú
þorir?
¦ZZ  -íT'
Hverjum ég er að skrifa?
Nú hverjum öðrum en
skattstjóranum og láta vita
að þeir verða að áætla á
in íjí í ár.
HÖGNI HREKKVlSI
„eeTPj flVAÐ pertA ek."
----------------------«5—~>V~
ii
/,á'£TTU BSTUK.''
Höfnum áfengis-
útsölu í Garðabæ
Á næstunni munu Garðbæingar
og Hafhfirðingar ganga til at-
kvæðagreiðslu um opnun áfengisút-
sölu í byggðarlögum sínum. Opin-
ber umræða um þetta mál hefur
ekki verið mikil síðan viðkomandi
bæjarstjórnir tilkynntu um at-
kvæðagreiðsluna. Umræðu er þó
full þörf. Opnun nýrrar áfengisút-
sölu er stórmál sem varðar alla íbú-
ana. Áfengisneyzla hlýtur að aukast
eftir því sem auðveldara verður að
ná í áfengið. Sérstaklega getur það
átt við um þá sem okkur er annast
um, börnin og unglingana. Ætlunin
með þessum skrifum er að hvetja
kjósendur til að hugsa sig um og
taka ábyrga afstöðu áður en þeir
ganga í kjörklefann. Kjósendur eru
hvattir til að velta því fyrir sér
hvort þeir vilji í raun auka áfengis-
neyzlu sína og stuðla að því að
aðrir geri hið sama, jafnt ungir sem
gamlir.
Prófessor Tómas Helgason, for-
stöðumaður geðdeildar Landspítal-
ans, er einn af þeim mönnum hér
á landi sem fylgst hafa náið með
áfengismálum Islendinga. Ástæða
er til að veita athygli niðurstöðum
þeim, sem hann skýrði frá á fundi
um yímuefnamálin þ. 18. febrúar
sl.: Afengisneyzla fer stöðugt vax-
andi, sérstaklega neyzla áfengs
bjórs og léttra vína. Meðalaldur við
byrjun áfengisneyzlu fer lækkandi,
og nú er svo komið að helmingur,
eða 50%, 14 ára barna hafa neytt
áfengis og helmingur 16 ára ungl-
inga neytir áfengis reglulega,
þ.e.a.s. einu sinni í mánuði eða
oftar.
í fyrsta hefti Heilbrigðismála árið
1985, riti Krabbameinsfélags ís-
lands, er skýrt frá könnun, sem
Guðrún Ragnarsdóttir Briem er að
vinna á vegum landlæknisembætt-
isins, um vímuefnanotkun fram-
haldsskólanema á Islandi. Þar
kemur meðal annars fram að meira
en annar hver nemandi á aldrinum
15 til 19 ára neytir áfengis mánað-
arlega eða oftar. Er þetta það sem
við viljum stefna að með opnun
áfengisútsölu í Garðabæ og Hafnar-
firði?
Prófessor Tómas hefur einnig
gert samanburð á áfengisneyzlu í
byggðarlögum á höfuðborgarsvæð-
inu,  þ.e.a.s.  Reykjavík  er  borin
mmmasmmaamam
„Sjálf sögð þjónusta" eða
ábót á áf engisbölið mikla?
HAFNFIRIUNGAR  ¦*  Gud-
ilrnI.^iaiur I héTJunum.
Alnwnningur ikiptid [ þtjir
fyl k i ntrir 1 þfuu míli, þnr mii
*ru riu-.l. |- ir ktffl tru á mðtt
«1» hvort iferuri verði i boðatðl-
um I twjunum. MorgunblMM
rvddi v:-i »Um>rs> *M. I H»fn-
¦rfir* og Girðnbir. flHtir tfildu
ðþarfi. uð tji lig um miliö I
¦iu mkr ntrt »1 tgi tif opin-
berkga, «i þcu má gcta, *ð
iltoðuiir og vvJhort þcim lem
hrUur m tí opna nfjw.
1>»* Irvcður im við unan tðn
t.j't þcim xm rrv tfengwlUðl-
uni hlynntir. f Guðab* rr Ulið
um að IfrnguútuU I hinn nýji
miðl«pj»ri(j«rn» ntyndi uika
\<'i nl' k' umftrð um miðbcinn
og MuðU þinnig »ð uppbjrgjt-
íngn b*j»nra og hruA» ur h»n-
um ivefnbajiidrORiann. Þi rr
vinwh l| Ult uni huu _*i*J f-
»c_ðu þjðnuitu" tem felat i »d
h*f* ludwkúui fcíiíin. að
ifcnRwlUIMu. I ll*fn»rfirði trlj*
.nwð-nwnn* rkki *ð rfki imini
ttuðU  i£ bMÍnferwt.  btJ JL
saman við Seltjarnarnes, Kópavog,
Garðabæ, Hafnarfjörð og Mosfells-
sveit. I ljós kom meðal annars, að
stórdrykkjumenn voru fleiri í
Reykjavík, en í nágrannabyggðar-
lögunum voru fleiri íbúar með ein-
kenni um misnotkun, sérstaklega
konur, og einnig voru fleiri, bæði
konur og karlar, sem neyttu áfengis
oft í viku eða daglega. Er þetta það
sem við viljum stefna að með opnun
áfengisútsölu í Garðabæ og Hafnar-
firði?
Undirritaður er einn af þeim, sem
eru eindregið á móti opnun áfengis-
útsölu í Garðabæ (og reyndar Hafn-
arfírði líka!) og vill því skora á íbú-
ana að velta fyrir sér eftirfarandi
spurnirigum:
1. Er opnun áfengisútsölu í byggð-
arlaginu nauðsynleg?
2. Mun opnun áfengisútsölu
minnka áfengisnotkun?
3.  Mun   opnun   áfengisútsölu
minnka hættuna á því að við sjálf,
börnin okkar og aðrir vinir okkar,
verði ofheyzlunni að bráð?
Það er trúa mín að svarið við
öllum þessum spurningum sé NEI.
Sameinumst um að greiða atkvæði
í samræmi við það.
Jóhann Heiðar Jóhannsson
læknir, formaður heíl-
brigðisnefndar í Garðabæ
og Bessastaðahreppi.
Veivakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 10 og 11.30,
mánudaga til föstudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa.
Meðal efnis, sem vel er þegið,
eru ábendingar og orðaskipti,
fyrirspurnir og frasagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þáttar-
ins, þó að höfundar óski nafn-
leyndar.
Góður lestur
Herdísar
J.J. skrifar:
Það er gaman að hlusta á lestur
Passíusálmanna. Herdír Þorvalds-
dóttir les mjög vel. Hún er túlkandi
listamaður sem orkar sterkt á hlust-
anda. Margir tala um þetta og
ástæðulaust að láta það liggja í
láginni.
Gleraugu
fundust
Síðastliðinn sunnudag fundust
gleraugu í Tryggvagötunni. Þau eru
stór með gylltum og svörtum
umgjörðum, líklega karlmannsgler-
augu. Upplýsingar eru veittar í síma
23778.
Víkverji skrifar
Dæmalaust rætinn greinarstúf-
ur, þar sem veist er að íslensk-
um foreldrum erlendra kjörbarna,
birtist fyrir skemmstu í einu dag-
blaðanna. Tilefnið var viðtal í Nýju
lífi við nokkra landa okkar sem
hafa unnið sér það til óhelgi að
ættleiða börn frá Suður-Ameríku.
Órökstudd aðdróttun höfundar á
heldur svona böslulegri íslensku
hljóðar svo: „Gæludýr hafa ekki
nægt til félagsskapar. Til þess hafa
verið keypt börn;" og bregður hann
sér þá í líki hins guðrækna þegar
hann eggjar menn lögeggjan með
svofelldri áskorun: „Kristin kirkja
ætti að rísa úr dvala sínum og beita
sér gegn þessari niðurlægingu og
fyrirlitningu sem vestrænt efnafólk
sýnir bræðrum sínum."
Pistillinn er að sjálfsögðu nafn-
laus: svona skrifborðsriddarar eru
sjaldnast menn til þess að viðra
skoðanir sínar í ljósinu. Brigslyrði
þeirra koma utanúr myrkrinu. Á
hinn bóginn er höfundurinn ekki
af slorlegum stofni og er ekkert að
fara leynt með það. „íslendingur"
hvorki meira né minna, eða svo er
dulnefnið.
Þjóðarrembingur af þessum
toga — því að þar liggur auð-
vitað hundurinn grafinn — er til
allrar guðslukku sjaldséður í blöð-
unum okkar. Raunar er líka til
annað nafn yfir þetta, nefnilega
kynþáttafordómar. Samt dormar
þessi óhugnanlega fylgja í ólíkustu
sálum'. Hæglátustu manneskjur
með göfugmannlegt upplit sjá ekk-
ert athugavert við það að „lituðu"
fólki sé úthýst á þeirri sjálfbirgings-
legu forsendu að okkur beri að
halda „stofninum" hreinum; mælir
enda heldur með því á sinn kyrrláta
hátt.
— En þetta fólk er komið á vergang.
Það er allslaust, hrakið og örvænt-
ingarfullt.
— Það er ekki okkur að kenna.
— Og þessi blessaði stofn sem þú
ert að tala um: Áttu kannski við
„aríana", þessa fölleitu og kinn-
fískasognu með hörlita hárið eða
hvað?
— Æi, láttu ekki svona. Þú veist
fullvel hvað ég á við. Hæglátt fólk,
óáreitið, notalegt í viðmóti. Og
hjartahlýtt með fyrirvara.
Má búast við óspektum við
hjónavígslur hérlendis? Er það
kannski allteins algengt að menn
séu pöddufullir, mölvi húsgðgnin,
kássist uppá prestinn? Næsta
óvæntar upplýsingar í lok textans
sem fylgdi flennistórri brúðkaups-
mynd sem birtist í einu dagblaðanna
um daginn er tilefni þessara spurn-
inga.
Hér er hann: „Páll Ólafsson
handboltakappi notaði helgina til
að ganga í það heilaga. Það voru
margir félagar Páls viðstaddir at-
höfnina, sem fór vel fram."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48