Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 43. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						^46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚ AR1986
Það þarf að fækka mótum"
— segir Franz Klammer um minni áhuga á heimsbikarnum
FRANZ Klammer austurríski I arsins. Hann vill að risastórsvig
brunkóngurinn vill fella niður verði aukagrein og telji ekki til
keppni í risastórsvigi heimsbik- I stiga  í keppninni.  Þessi  grein
Leikur Grobbelaar
ekki með á morgun?
Frá Bob Honnessy, fróttaritara Morgun-
^  blaosins í Englandi.
BRUCE Grobbelaar markvörður-
inn snjalli hjá Liverpool spitar
sennilega ekki með Liverpool
gegn Everton á laugardaginn.
Hann meiddist á hendi í bikar-
leiknum gegn York City á þriðju-
dagskvöld.
Grobbelaar hefur ekki misst út
einn einasta leik með Liverpool
síðan hann kom til liðsins fyrirfjóru
og hálfu ári er hann tók við mark-
mannsstöðunni af Ray Clemence.
Hann meiddist á vinstri olnboga
er hann rakst harkalega utan í
Gary Gillespie félaga sinn í Liv-
erpool. Hann meiddist er 20 mínút-
ur voru eftir af venjulegum leiktíma
og notaði því aðeins aðra höndina
þann tíma og í framlengingunni
gegn York.
Grobbelaar fer í læknisskoðun
i dag og verður þá úr því skorið
hvort það sé ráðlegt að láta hann
leika á morgun. Ef hann leikur ekki
verður það markvörðurinn Mike
Hooper sem leikur sinn fyrsta leik
fyrir Liverpool. Hann var keyptur
frá Wrexham t upphafi keppnis-
tímabilsins fyrir 40.000 pund.
Það er einnig óvíst hvort lan
Rush geti leikið á morgun. Hann
lék síðustu 45 mínúturnar gegn
York á dögunum og var ekki alveg
búinn að ná sér eftir þau meiðsli
sem hann hefur átt við að stríða
að undanförnu.
Talið er líklegt að Kenny Dalgl-
ish, framkvæmdastjóri Liverpool,
hafi áhuga á að kaupa Peter Da-
venport frá Nottingham Forest.
Davenport er nú á sölulista og vilja
þeir hjá Nottingham fá 500.000
pund fyrir þennan snjalla fram-
herja.
höfðar ekki til áhorfenda og mót-
in eru orðin það mörg að fólk fer
að missa áhugann á heimsbikar-
keppninni ef heldur fram sem
horfir.
Franz Klammer, sem nú er 32
ára og hætti að keppa í heims-
bikamum á síðasta ári, er nú hótel-
eigandi í Austurríki. Hann er einn
frægasti brunmaður sem uppi
hefur verið og var til skamms tíma
kallaður „Brunkóngurinn". Hann
hefur unnið 25 sigra í brunkeppn-
um heimsbikarsins á 11 ára ferli
sínum. Fimm sinnum hefur hann
unnið heimsbikarinn.
„Það þarf að fækka mótum og
auðvelda stigagjöfina þannig að
fólk eigi auðveldara með að fylgj-
ast með. Það er alveg fullkomlega
nóg að keppa í bruni, stórsvigi og
svigi," sagði Klammer.
Italski skíðamaðurinn, Gustavo
Thoeni, sem var í fremstu röð
skíðamanna á áratugnum eftir
1970, var á sama máli og keppi-
nautur hans frá þeim árum. Hann
vildi meina að það væri áhyggju-
efni að skíðaíþróttin væri ekki eins
vinsæl og áður og hefur áhorfend-
um og umfjöllun um skíði farið
hnignandi á síðustu tveimur árum.
Fjölmennt unglinga-
mótíbadminton
Ungiingameistaramót TBR í
badminton var haldið helgina
15.—16. febrúar í húsi félagsins
í Gnoðarvogi 1. Keppendur voru
fjölmargir frá sjö félögum og voru
spilaðir 105 leikir samtals. Und-
anrásir voru spilaðar á laugar-
deginum en einungis úrslit á
sunnudeginum. Meðan á keppn-
s.inni stóð efndi TBR til happ-
drættis og voru Yonex-vörur f
vinning, fatnaður og spaðar.
i hnokkaflokki hefur Gunnar
Már Petersen TBR sýnt mikið
öryggi og sigraði hann Kristján
Daníelsson TBR með yfirburðum
11—1 og 11—1. Gunnar er sonur
gömlu kempunnar Steinars Pet-
ersen. í tvíliðaleik í sama flokki
sigruðu þeir Gunnar og Kristján
hina efnilegu tvíbura Ómar og Ott-
ar Guðnasyni TBR 15—6 ogh
15—3. í einliöaleik tátna hafa þær
Anna G. Steinsen TBR og Áslaug
Jónsdóttir TBR skipst á um að
sigra í vetur en i þetta sinn hafði
Áslaug betur í spennandi leik eins
..pg tölurnar gefa til kynna, 12—10,
9—12 og 11—4. í tvíliðaleiknum
sigruðu stöllurnar Aðalheiður Páls-
dóttir TBR og Áslaug Jónsdóttir
TBR systurnar Önnu og Brynju
Steinsen TBR 15—12 og 18—16.
Þess má geta að Brynja er aðeins
á tíunda aldursári. í tvenndarleik í
hnokka- og tátuflokki sigruðu
Gunnar og Áslaug þau Guðlaugu
Júlíusdóttur og Kristján Daníelsson
TBR tiltölulega auðveldlega 15—1
og 15—1.
í einliðaleik í sveinaflokki sigr-
aði hinn stórskemmtilegi leikmað-
ur Óli B. Zimsen TBR Skagamann-
inn Arnar Gunnlaugsson IA 11—2
og 11—4. Arnar náði fram hefnd-
um í tvíliðaleiknum en þar sigraði
hann ásamt félaga sínum Einari
Pálssyni ÍA þá Ola og Sigurjón
Þórhallsson TBR 15—8 og 15—10.
Sigurbjörg      Skarphéðinsdóttir
UFHÖ sigraði Jóhönnu Snorradótt-
• Guðrún Júlíusdóttir, TBR, og Ásta Pálsdóttir, ÍA, stóðu sig mjög
vel á unglingameistaramóti TBR.
ur úr sama félagi i oddaleik 11—1,
8—11 og 11—2. Aðeins tvö lið
voru skráð í tvíliðaleik meyja en
þar sigruðu þær Jóhanna og Sigur-
björg þær Sigrúnu Erlendsdóttur
TBR og Margréti Gísladóttur nokk-
uð örugglega 15—4 og 15—5.
Vegna skorts á meyjum voru einn-
ig mjög fá lið mætt til leiks í
tvenndarleiknum en þar sigruðu
Óli B. Zimsen með Önnu Steinsen
sem spilaði einum aldursflokki ofar
en venjulega þau Sigurjón Þór-
hallsson og Sigrúnu Erlendsdóttur
í drengjaflokki kom einna helst
á óvart árangur Jóns P. Zimsen
TBR á móti Njáli Eysteinssyni TBR
sem er taplaus í mótum vetrarins.
Njáll sigraði að lokum eftir langan
leik 12—15, 15—11 og 15—4. Þeir
kapparnir unnu svo tvíliðaleikinn á
móti Skúla Þórðarsyni og Garðari
Adolfssyni TBR, sem er bróðir
Guðmundar Adolfssonar Islands-
meistara í meistaraflokki, 15—1
og 15—4. Birna Petersen TBR
sigraði í einliðaleik telpna Ágústu
Andrésdóttur ÍA 11—5 og 11—6.
Birna og Ásdís Dan Þórsdóttir
sigruðu síðan þær Laufeyju Guð-
munsdóttur Selfossi og Hrafnhildi
Garðarsdóttur Víkingi örugglega
15—4 og 15—0. Njáll og Birna
fullkomnuðu síðan þrennu sína í
tvenndarleiknum með sigri yfir Jóni
og Ásdísi 15—5 og 15—3.
í elsta flokknum, piltaflokki,
vann Árni Þór Hallgrímsson TBR
sannfærandi sigur yfir Ármanni
Þorvaldssyni TBR 15—9 og 15—5.
Þeir unnu síðan tvíliðaleik í sama
flokki þá Hauk P. Finnsson og
Guðmund Bjarnason TBR 15—4
og 15—2. Guðrún Júlíusdóttir TBR
vann í stúlknaflokki Ásu Pálsdóttur
ÍA 11—8 og 11-0. í tvíliðaleik
sigruðu Ása og Guðrún Gísladóttir
ÍA þær Guðrúnu Júlíusdóttur og
Helgu Þórisdóttur TBR öruggt
15—5 og 15—6. I tvenndarleiknum
bætti Arni þriðja sigrinum við
ásamt Ásu með því að vinna sann-
færandi sigur á Ármanni og Guð-
rúnu Júlíusdóttur 15—5 og 15—1.
•Tveir keppendur sem mikið létu að sór kveða á Febrúarmótinu um
síðustu helgi. Jón G. Hafsteinsson er til vinstrí. Hann sigraði í 50 og
350 metra hlaupum. Til hægri er Sigurður Pétursson sem sigraði í
hástökki. Báðir keppa þeir fyrir íþróttafélagið Ösp.
íþróttirfatlaðra:
Mikil gróska í
frjálsíþróttum
- 70 keppendur í Febrúarmótinu
Um síðustu helgi fór fram í
Baldurshaga og íþróttahúsi Selja-
skóla febrúarmót íþróttasam-
bands Fatlaðra f frjálsum íþrótt-
um. Þátttakendur á mótinu voru
um 70 frá 6 félögum.
Keppt var í flokkum þroska-
heftra, hreyfihamlaðra og blindra
og sjónskertra. í flokki hreyfihaml-
aðra var keppendum skipt í sitjandi
og standandi flokk, en í flokki
þroskaheftra var keppendum skipt
í þrjá flokka, þannig að í fyrsta
flokki voru þeir keppendur sem
bestan árangur áttu en í þriðja
flokki þeir sem lakastan árangur
áttu. Blindir og sjónskertir kepptu
allirísamafl.
Bestum  árangri  í  einstökum
greinum náðu eftirtaldir:
Þroskaheftir:
Karlar.
50 m hlaup: Jón Grétar Hafsteinss.
Ösp6,7sek.
350  m  hlaup:  Jón  Grétar  Haf-
steinss. Ösp 59,01 sek.
Langstökk: Aðalsteinn Friðjónss.
Eik4,66m.
Langstökk  án  atrennu:  Kristján
Guðbrandsson Ösp 2,53 m.
Hástökk: Sigurður Pétursson Ösp
1,30m.
Konur.
50 m hlaup: Sonja Ágústsdóttir
Ösp 8,2 sek.
350 m hlaup: Guðrún Ólafsdóttir
Ösp 1:18,85 mín.
Langstökk: Bára B. Erlingsdóttir
Ösp3,58m.
Langstökk án atr. Lilja Pétursdóttir
Ösp2,20m.
Hástökk: Bára B. Erlingsdóttir Ösp
1,20m.
Hreyfihamlaðir:
Sitjandi flokkur:
50  m  hjólastólaakstur:  Reynir
Kristófersson Í.F.R. 13,25 sek.
Kúluvarp:  Reynir  Kristófersson
Í.F.R. 7.63 m.
Standandi flokkur:
50 m hlaup: Haukur Gunnarsson
Í.F.R.7,3sek.
Kúluvarp:  Haukur  Gunnarsson
Í.F.R. 10.08 m.
Konur standandi flokkur:
Kúluvarp: Helga Bergmann Í.F.R.
6,20 m.
Blindir og sjónskertir:
50 m hlaup: Rúnar Guðsteinsson
Í.F.R.7.6sek.
Langstökk  án  atrennu:  Rúnar
Guðsteinsson Í.F.R. 2,25 m.
350 m hlaup: Rúnar Guðsteinsson
Í.F.R. 1:11,85 mín.
Islandsmótið í
innanhússknatt-
spyrnu hefst ídag
ÍSLANDSMÓTIÐ í innanhúss-
knattspyrnu hefst í Laugardals-
höll f dag kl. 16.00 og lýkur á
sunnudag.
Leikið verður í 1. og 4. deild
karla og kvennadeild. Mótið hefst
í dag 21. febrúar kl. 16.06 með
leikjum í kvennadeild og kl. 19.24
í 1. deild, og verður leikið til kl.
11.00. Laugardaginn 22. febrúar
hefst svo mótið aftur kl. 09.00,
með leikjum í 4, deild, kl. 16.20
hefjast svo leíkir í kvennadeild, og
kl. 18.44 í 1. deild til kl. 22.30.
Sunnudaginn 23. febrúar hefst
svo síðasti dagur mótsins kl. 09.00
með leikjum í 4. deild, kl. 13.24 í
kvennadeild og kl. 17.32 hefjast
svo leikir í 1. deild.
Úrslitaleikir byrja kl. 20.28 með
verðlaunaafhendingu kl. 22.28.
+
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48