Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1986 Sjálfsmark f upphafi tryggði Val sigur • Boltinn í netinu og sigurinn varð KefMkinga á Laugardalsvelli á sunnudaginn. Freyr Sverrisson, lengst til hægri, og Óli Þór fagna ákaft en Framarar eru niðurdregnir. Framarar sterkari en ÍBK skoraði og hlaut sín fýrstu stig KAPLAKRIKI l.deild: FH - Valur0:1 (0:1 Mark Vals: Kristján Gíslason úr FH geröi sjálfsmark á 2. mínútu. GuK spjald: Ólafur Jóhannesson úr FH. Dómari: Þóroddur Hjaltalín og var slakur. Áhorfendur: 820. EINKUNNAGJöFIN: FH: Halldór Halldórsson 3, Viöar Halldórsson 1, Leifur GarÖarsson (vm. á 46. mín.) 2, Krist- ján Gíslason 2, Kristján Hilmarsson (vm. á 67. mín.) 1, Henning Henningsson 3, Pálmi Jóns- son 2, Ólafur Danivalsson 1, Ingi Björn Al- bertsson 3, Ólafur Hafsteinsson 2, Ólafur Jó- hannesson 3, Guömundur Hilmarsson 2, Magnús Pálsson 2. Samtais: 25. Valur: Stefán Arnarson 4, Bergór Magnússon 2, Magnús Magnússon 3, Sigurjón Kristjáns- son 2, Ársæll Kristjánsson 2, Guöni Bergsson 3, Hilmar Sighvatsson 2, Valur Valsson 3, Ingvar Guömundsson 2, GuÖmundur Kjartans- son 2, Óttar Sveinsson 2. Samtals: 27. VALSMENN kræktu sér í þrju stig á Kaplakrikavelli á laugar- daginn þegar þeir unnu FH-inga með einu marki gegn engu og var markið skorað strax í upphafi leiksins — af FH-ingi. Undir lokin gerðu FH-ingar mikla orrahríð að marki Vals en Stefán Arnarson varði þá mjög vel og kom í veg fyrír að þeim tækist að jafna. Á annari mínútu leiksins gáfu Valsmenn inní vítateig FH þar sem Kristján Gíslason FH-ingur fékk knöttinn og hugðist senda aftur á markvörð sinn Halldór Halldórs- son. Ekki vildi betur til en svo að knötturinn fór yfir Halldór og í netið og þar með haföi Valur náð foryst- unni. Þetta var eiginlega það eina merkilega sem gerðist í fyrri hálf- leiknum. Valsmenn voru sterkari aðilinn án þess þeir geröu þó nokkuð sem ógnaöi marki heima- manna. Síðari hálfleikurinn var mun opnari og skemmtilegri en sá fyrri en langt frá því að vera það skemmtilegasta sem hægt er að hugsa sér. Valsmenn fengu tvö ágætis færi en Halldór var á réttum stað í bæði skiptin. Nú var komið aö FH-Valur 0:1 orrahríðinni miklu sem nefnd var hér að framan. Síðustu tíu mínútur leiksins voru flestir leikmenn vall- arins við eða innanvið vítateig Vals. Hvert skotið af fætur öðru en Stefán var vel á verði og kom í veg fyrir að boltinn kæmist inn fyrir línuna. FH-liðið virkaði ekki mjög sann- færandi í þessum leik en sýndi þó í lokin aö þeir geta bitið frá sér ef sá gállinn er á þeim. Hjá Val var Stefán hetjan að þessu sinni. Hann lék eins og hann gerir best. Allt sem hann geröi var gott og undrr lokin var hann frá- bær. Valsliðið er heilsteypt liö sem verður ofarlega í sumar en þó vantar einhvern neista til að leik- menn skori mörk. Þóroddur Hjaltalin dæmdi þenn- an leik og geröi þaö illa. Hann flautaði allt of mikið á smábrot út um allan völl og ef einhverjum leik- manni mislíkaði dómgæsla hans talaði hann við menn og gaf einum gult spjald fyrir það en lét gróf brot Ársæls Kristjánssonar á Inga Birni trekk í trekk óáreitt. Það þarf að taka harðar á grófum brotum þar sem menn hugsa greinilega ekkert um knöttinn — bara mann- inn — en loka frekar eyrunum fyrir smánöldri í leikmönnum í hita leiksins. Þetta á við um mun ffeirí dómara en Þórodd. LAUOARDALSVÖLLUR, 1. DEILD Fram — IÐK 0:1 (0:0) Mark (BK: Freyr Sverrisson á 89. mínútu Ahorfendur: 611 Dómari: Magnús Jónatansson EINKUNNAGJÖFIN: Fram: Friörik Friðriksson 3, Þorsteinn Þor- steinsson 2, Þórður Marelsson 3, Pétur Ormslev 3, Viðar Þorkelsson 3, Kristinn R. Jónsson 2, Jón Sveinsson 2, Guðmundur Steinsson 3, Steinn Guðjónsson 3, Guðmund- ur Torfason 3, Örn Valdimarsson 2, Arntjótur Davíðsson (vm. á 67. mfnútu) 2, Ormarr ör- lygsson (vm. lék of stutt). Samtals: 29. IBK: Þorateinn Bjarnason 3, Sigurður Guðna- son 2, Jóhann Magnússon (vm. á 62. m(nútu) 2. Valþór Sigþórsson 3, Rúnar Georgsson 2, Siguröur Björgvinsson 3, Gunnar Oddsson 2, Einar Á. Ólafsson 3, Freyr Sverrisson 3, Óli Þór Magnússon 3, Sigurjón Sveinsson 2, Skúli Rósantsson 3, Ægir Kárason (vm. lék of stutt). Samtala: 29. Kefivfkingar fengu 3 dýrmæt stig í rígningunni á sunnudaginn, þegar þeir unnu Fram 1:0 f mikl- um baráttuleik, þar sem Fram réð gangi leiksins og spilaði vel úti á vellinum, en ÍBK varðist vel. Bæði liðin fengu nokkur góð marktæki- færí I leiknum en Freyr Sverrís- son skoraði eina mark leiðsins á 89. mínútu. Strax á 5. mínútu kom fyrsta marktækifærið. Pótur Ormslev gaf góða sendingu frá hægri ó Guð- mund Torfason, sem var í opnu færi en skaut í stöng Keflavíkur- marksins. 10 mínútum síðar náði Óli Þór knettinum eftir varnarmis- tök Fram, en hann skaut beint á Friðrik markvörð. Næstu mínútur sóttu Framarar stíft án árangurs. Á 28. mínútu fékk Óli Þór knöttinn inni í vítateig Framara, lók á Friðrik markvörð, en Jón Sveinsson náöi að skalla knöttinn i horn eftir skot Óla Þórs. Skömmu síöar léku Framarar vel í gegnum vörn ÍBK, en skot Guðmundar Torfasonar var varið. Steinn Guðjónsson átti gott skot mínútu síðar, en Þor- steinn varði. Á 36. mínútu skaut Sigurður Björgvinsson yfir Fram- markið af stuttu færi og á 43. mín- útu skallaöi Guðmundur Torfason í hliðarnet (BK eftir hornspyrnu. Framarar héldu áfram að spila vel í síðari hálfleik og sköpuðu sér mörg færi sem ekki nýttust. Á 51. mínútu gaf Guðmundur Steinsson góöa sendingu á Kristinn, sem skallaði til Péturs en hann skaut af markteig. Á 56. mínútu var Viðar með hörkuskot frá vítateig en Þorsteinn varði glæsilega í horn. Guðmundur Steinsson skallaði framhjá á 69. mínútu og skömmu síðar skaut Steinn af löngu færi, sem Þorsteinn bjargaöi i horn. Á 82. mínútu komst Sigurður Björg- vinsson í gott færi við Frammarkið en skotið fór yfir. Framarar héldu áfram að sækja en á 89. mínútu skoruðu Keflvíkingar eina mark Fram — ÍBK 0:1 leiksins. Siguröur Björgvinsson gaf á Frey sem sneri sór hjá Ormarri, skaut að marki, knötturinn fór í Þorstein Þorsteinsson og inn. „Ég er mjög ánægður með að fá okkar fyrstu stig í ár,“ sagði Hólmbert Fríðþjónsson, þjálfari ÍBK eftir leikinn. „Strákarnir börð- ust vel, liðið var samstillt og hélt haus, nokkuð sem ekki hefur gerst í hinum leikjunum." „Þetta var eins og við reiknuðum með," sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram. „Þeir ætluðu að halda stiginu sem þeir höfðu í upphafi leiksins, og treystu á heppnina og ná öllum sem þeim tókst. Við spiluðum þokkalega, fengum mikið af færum en nýttum þau ekki og því fór sem fór.“ 1. deild: Markahæstu leikmenn ÞRÍR leikmenn f 1. deild hafa skorað þrjú mörk. Það eru þeir Ingl Björn Albertsson FH, Jón Þórir Jónsson UBK og Valgeir Barðason ÍA. Markahæstu leikmenn eftir leiki helgarinnar eru þessir: Ingi Björn Albertsson FH 3 JónÞórirJón88onUBK 3 Valgeir Baröason ÍA 3 Bjöm Rafnsson KR 2 Hlynur Birgisson Þór 2 Hilrnar Sighvatsson Val 2 Júlíus Þorfinsson KR 2 Valur Valsson Val 2 • Hár sást þegar boltinn er á leið yfir Halldór Halldórsson marvörð FH á 2. mfnútu leiksins gegn Val. Kristján Gfslason sást lengst tii hægrí og anglstarfullur er hann á svipinn pihurínn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.