Morgunblaðið - 22.06.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.06.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1986 C 5 sýningunni og skilgreina myndefnið af rökfræðilegri yfírvegun íistsagn- fræðingsins, en minna fer fyrir persónubundnum lýsingum á ein- stökum málverkum. Hér er eigin- lega merkilegur samhljómur í ummælum gagnrýnenda að því leyti, að þeir leggja út af því sama og afgreiða sýninguna á keimlíkan hátt. Peter M. Homung segir í Berlingi undir fyrir sögninni „Lavaen er det bedste akademi" (Hraunið er besti listaháskólinn): „Þetta er ekki málað af Sandro Chia, sagði málar- inn Niels Reumert, þegar hann var að hengja háexpressjóníska port- rettmynd íslenzka málarans Jó- hannesar Kjarval af Þingvallabónd- anum upp á vegg — innan um hin mjög svo ólíku og sveigjanlegu málverk þess mesta náttúrulýsinga- málara íslands. Portrettmyndin gæti svo sem vel verið árituð af hinum fræga og villta nýexpressjónista Sandro Chia. Og það er ef til vill bakgrunnur þess, að Kunstforeningen sýnir, á eftir Erik Hoppe, ennþá einn nem- anda Rostmp Böyesen, sem á ámn- um ’30—’40 sýndi, að landslagsmál- verkið gæti einnig verið andleg reynsla. Báðir leituðu einvemnnar í norrænum fjallahéruðum. Hoppe í norskum sveitum við Guðbrands- dalinn, Kjarval í mosavöxnum hraunklæddum auðnum íslands, en þar fyrir utan vom þeir jafn ólíkir og Suðurhaginn (Söndermarken) og Þingvalladalurinn — hinn heilagi staður íslands." Homung segir ennfremur „að þrátt fyrir að Kjarv- al hafí hrist af sér erlend áhrif sem þroskaður maður og fundið sjálfan sig, hélt hann áfram að sveiflast á milli hinna þungu landslagsáhrifa og hinna ljóðrænu hugsýna um huldufólk, tröll og hafmeyjar. Myndefnin em jarðnesk með ívafí sterkra náttúmhrifa. Eða neðan- og ofanjarðar, svo sem Chagall gæti hafa málað þær, ef hann hefði verið fæddur í Reykjavík, en ekki í Vitebsk. íslendingurinn Jóhannes Kjarval þekkti alltof vel skort þjóðar sinnar á listrænni erfðavenju. Það var ekki mikið að læra af fyrir utan landslag- ið. í Kaupmannahöfn hafði hann sogið í sig allt, sem hann gat. „List allra landa stendur okkur góðfús- lega til boða,“ sagði Kjarval. En sem borgari nýrrar og ungrar þjóðar, sem einmitt hafði losað sig frá Danmörku, var það mikilvægt að sýna sjálfstæði sitt og sanna, að skortur á erfðavenju sé ekki vöntun á möguleikum. Kjarval áleit, að ísland gæti skapað gmndvöll að sjálfstæðu menningarsamfélagi. „Menningarheild með sínu eigin einkenni!" „Listaháskólann höfum við úti í hrauninu," sagði hann við blaðamann, sem rakst á hinn iðna og gáfaða mann á litlu hóteli í Reykjavík. Tveim ámm seinna hafði Kunstforeningen í Kaupmannahöfn fyrstu Kjarvalssýningu sína. (Hér er sennilegast um misskilning að ræða, en hins vegar sýndi hann sem heiðursgestur Bandalags ísl. lista- manna í Reykjavík þetta ár — og þetta mun í fyrsta skipti sem haldin er sýning á verkum Kjarvals í Kunstforeningen). Áhuginn fyrir list hans var þegar orðinn mikill á íjórða áratugnum og allt seldist á sýningum hans. Menn hófu að tala um að byggja Kjarvalssafn og byggðu vinnustofu yfir hann (rangt — það gerðist 30 ámm seinna). En hinn mikli sonur Islands undi sér betur á loftinu í verksmiðju- byggingu (eftir að Kjarvalshús var byggt) — og best úti í landslaginu, þar sem hann gat verið í friði fyrir eyjarskeggjum, er vildu festa sér myndir hans, og þar sem kammer- tónlist var í hrauninu og steinamir gátu skip skapi, eftir því hver gekk framhjá þeim. Þar gat maður verið í vafa um, hvort það væri maður sjálfur, sem rannsakaði steinana eða öfugt. Það var nefnilega ekki svo lítið af náttúmdulúð í Jóhannesi S. Kjarval." Og enn heldur Homung áfram: og ræðir um „Upprunaleik- ans djúpu rödd“: „Þar var meira á milli himins og jarðar en augun gátu séð, fannst Kjarval. En jafnvel hið ósýnilega gat orðið sýnilegt í málverki með aðstoð tilfínninganna. Og hinar draumkenndu og há- stemmdu sýnir Kjarvals em ekki minnsti hlutinn í sjálfgerðu sólkerfí hans. Það er byggt af undarlegum höfuðum og svífandi öndum, sem í bland óma frá íslenzkri hjátrú og í bland frá hugarheimi Kjarvals um algyðislega náttúm. Þessar myndsýnir era undarlegri og lotningarverðari en hinar breiðu, rökkurþungu landslagsskreyti- myndir, sem Niels Reumert hefur fengið að láni frá dönskum heimild- um og söfnun. Það er ekki rými fyrir himininn í þessu yfirþyrmandi norræna eyði- merkurlandslagi, sem er klætt mosa, hraunmassa og þunglyndis- legt yfirbragð. Hér lokar fyrirferð íjallanna fyrir útsýnið, ljósið og vonina um að mæta öðm lífi en myndarinnar sjálfrar. í norrænni list talar Kjarval með uppmnaleikans djúpu myrku rödd um náttúmhugsjón, sem hefur alls ekki rúm fyrir fólk, en þar sem náttúran er þó með mannlega sál. Á stundum virkar hann sem óvænt minning, og skömm fær sá, sem heldur sig vera að skoða minningar- sýningu steindauðs íslendings. Listi Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals mun lifa svo lengi sem til em ljöll, fljót og heitir hverir á ís- landi — og dularfull náttúmöfl, sem enginn fær sig til að útskýra." Þessi listdómur, sem birtist í heild sinni í lauslegri þýðingu, verð- ur að teljast einkennandi fyrir skrif blaðanna í heild. En einnig tengja gagnrýnendur list hans við sagna- hefðina, ævintýrin og yfirleitt allt í íslenzkri þjóðtrú. Tala um um- brotamikla skapgerð og einn segir hann jafnvel hafa verið einan um að gefa íslandi íjölþætta nútíma listasögu (Bent Ivre). Sá hinn sami segir sýninguna takmarkaða og bendir á, að æskilegt hefði verið, að bæði sýningin og sýningarskráin hefðu gefíð heillegri mynd af þess- um fjölþætta listamanni. En hann segir það ef til vill ekki mögulegt, vegna þess hve margbrotinn Kjarv- al var. Gagnrýnandi Politiken, Gunnar Jespersen, skrifar ekki langt mál og erfítt er að átta sig á skrifum hans. Hann er á öndverðum meiði við Peter M. Homung, hvað hug- lægu myndimar áhrærir og virðist ekki skilja þær. Augljós er einnig fáfræði hans á íslandi, því að hann I segir að á íslandi sé svo til allt gtjót, en inn á milli glitti sparlega í gras. Af gijótinu er að vísu nóg, en við eigum einnig grænasta gras- ið í Evrópu að því að sagt er. Jesp- ersen er vissulega ekki ýkja hrifinn af hugarflugsmyndum Kjarvals, en segir að þegar hann lýsi raunvem- leikanum, sé hann íslenzkasti lista- maðurinn, sem hann hafí séð, þá er hann mikill og hreyfanlegur málari, sem gefur okkur sjónrænar lýsingar á landslagi, sem er svó gjörólíkt hinu danska. Hann segir að í myndum sínum af íslenzkri náttúm sé Kjarval á hæð við mynd- efni sitt. Það sé mikill svipur tilfinn- inga í þessum landslagsmyndum, og maður skilur, að hann hefur haft sál og skapgerð til að mála sitt villta og stórbrotna umhverfí. Eiginlega sé það merkilegt, hve oft dæmið hafí gengið upp, því að Kjarval hafí lagt svo mikla áherslu á smáatriðin, þannig að ætla mættij að heildin væri stöðugt í hættu. I lokin segir hann: „í þeim myndum, sem Kjarval lætur frásögnina ekki ráða ferðinni og öllum hennar tákn- rænu merkingum en heldur sig í einu og öllu við íslenzka náttúm, er hann virkilega mikill málari. En sem betur fer em flestar myndimar á sýningunni af þeirri tegund ..." Víst er að hér munu fæstir hér- lendir sammála, en það má vera að ekki hafí hinn skáldlegi hugar- heimur Kjarvals og styrkur hans sem „artista" verið nægilega kynnt- ur á sýningunni. í heild em list- dómamir hvorki langir né ítarlegir og segja mér ekki mikið. Glaðastur verður maður ef til vill yfír lítilli frétt úr Extrablaðinu frá hendi hins þekkta listrýnis Axel Steen. Fyrirsögn hennar er Islands store Kjarval, en undirfyrirsögnin: Framúrskarandi málaralist í Kunst- foreningen. En engan listdóm frá hendi þessa manns hef ég séð. Þegar á heildina er litið er auð- velt að álykta að veikleiki sýningar- innar sé sá að við ýtum of miklum upplýsingum að á kostnað mjmd- efnis. Það ber mjög að varast að hugsa fyrir útlendinga, er við send- um þeim myndlistarsýningar og eigum að leyfa þeim sjálfum að spá í myndimar. Allt annað hefur svip af minnimáttarkennd, sem sæmir ekki stoltri þjóð og kemur okkur sjálfum í koll. — En nú er að bíða og sjá, hvemig sýningunni famast á hinum Norðurlöndun- um... Ertu að flytja? Þegar við flytjum úr hús- næði þurfum við að huga að ýmsu svo að lífið haldi áfram sinn vanagang. Við látum boð út ganga til vina og vanda- manna. Tilkynnum Pósti og síma svo að síminn flytji með okkur og pósturinn komi áfram til okkar og síðast en ekki síst tilkynnum við Raf- magnsveitunni hver mælis- staðan er svo að við borgum ekki rafmagnið fyrir næsta mann sem flytur inn. Ef þú býrð á orkuveitusvæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur afgreiðir þú þetta með einu símtali við okkur, síminn er686222 — og lífið heldur áfram sinn vanagang! RAFMAGNSVEITA REYKIAVlKUR SUÐURLANDSBRAUT34 SÍMI68Ó222

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.