Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 ALDARMINNING Júlíus Havsteen sýslumaður eftir Sigmjón Jóhannesson Árið 1920 urðu sýslumannaskipti í Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjar- sýslu. Steingrímur Jónsson, sem verið hafði sýslumaður Þingeyinga um árabil, var skipaður sýslumaður í Eyjafjarðarsýsiu 16. júlí 1920 en Júlíus Havsteen, settur sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu, var skipaður sýslumaður í Þingeyjarsýslu 27. september 1920. Tók við embætti þar 1. apríl 1921 og gegndi því til 1. júní 1956. Var bæjarfógeti á Húsavík jafn- framt frá 30. desember 1949. Júlíus Havsteen fæddist á Akureyri 13. júlí 1886. Foreldrar hans voru hjón- in Jakob Havsteen, kaupmaður, og kona hans, Thora, dóttir Jóhannes- ar Schwenns, stórkaupmanns í Kaupmannahöfn. Júlíus lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1905 og embættisprófi í lögfræði við Kaupmannahafnar- háskóla 1912. Þótt Júlíus væri af auðugu for- eldri og nánustu frændur hans valdamestu menn landsins um skeið, föðurbróðir hans amtmaður og Hannes frændi hans fyrsti inn- lendi ráðherrann, mátti Júlíus kenna á því að víst væri auðurinn vaitastur vina er faðir hans varð öreigi vegna hruns á síldarverði 1919 eftir mikinn gróða fyrristríðs- árarina. Árið 1912, 12. júlí, kvæntist Jú- líus frændkonu sinni, Þórunni, dóttur Jóns Þórarinssonar, fræðslu- málastjóra, og fyrri konu hans, Láru, systur Hannesar Hafstein, ráðherra, en hjá honum ólst Þórunn upp að mestu eftir lát móður sinnar sem dó ung. Til Húsavíkur fluttu Júlíus og Þórunn ásamt 6 bömum og aldur- hniginni móður Júlíusar 1921. Húsakynni voru takmörkuð í upp- hafi og þröngt í búi í byijun þar sem eignir þeirra hjóna munu hafa verið veðsettar vegna gjaldþrots föður Júlíusar. Um þetta leyti voru íbúar Húsa- víkur um 630. Lítið sjávarþorp þar sem íbúar höfðu viðurværi sitt af því sem sjórinn gaf. Margir áttu nokkrar kindur og eina kú sumir. Bátar voru litlir, árabátar, nokkr- ar trillur og fáeinir vélbátar, flestir innan við 10 tn. Atvinnulíf var fá- breytt, sjórinn sóttur á sumrin, bátum lagt á haustin en settir fram á vorin. Höfnin opin og óvarin. Tvær smábryggjur. Rafveita er nýtekin til starfa. Vatnsveita engin. Vatn tekið úr lækjum og brunnum. Taugaveiki kemur upp og rakin til vatnsból- anna. Það eru því næg verkefni við að glíma fyrir ungan mann í áhrifa- stöðu vilji hann láta að sér kveða. Árið 1925 varð Júlíus formaður vatnsveitunefndar, þeirrar fyrstu er sveitarstjómin kaus. Með sam- stöðu góðra manna tók veitan til starfa 1925 og vágesti um leið bol- að burt. Formaður hafnamefndar varð Júlíus frá 1933 og allt til þess er hann lét af störfum sem sýslumaður 1956. í sambandi við hafnarfram- kvæmdir var hann í fararbroddi og vann ótrauður að þeim málum, fyrst við gerð hafskipabryggju er hófst 1934 og síðar við byggingu hafnar- garðs. Þá vann hann og ötullega að því að sfldarverksmiðja var reist á Húsavík 1937-1938. Þá var Július áhugamaður um öflugri landhelgisgæslu og stækkun landhelgi íslands. Mun þar að rekja rætur til viðureignar hans við er- lenda yfirgangsmenn er hann var lögreglustjóri á Siglufirði 1914— 1919. Hann skrifaði fjölda greina um landhelgismálið og hélt fyrirlestra í útvarp og sótti Genfarráðstefnu er haldin var um þau mál 1960. Sat ráðstefnuna í boði ríkisstjómar Islands. Árið 1950 gaf Landssamband íslenskra útvegsmanna út ritið Landhelgin með greinum og fyrir- lestrum Júlíusar um það mál. Hann var einn af foiystumönnum í slysavamamálum, vann mjög að því að Norðlendingar eignuðust björgunarskipið Albert. Lét mjög að sér kveða á þingum Slysavama- félags íslands. Á Húsavík eignaðist Qölskylda Júlíusar brátt kunningja og vini er þangað kom. Næsti nágranni var Maríus Benediktsson, útvegsbóndi á Hlöðum, og kona hans Helga Þorgrímsdóttir, svo og synir þeirra hjóna. Milli þessara tveggja heimila tókst órofavinátta. Hjá Maríusi fékk sýslumaður sjó- meti. Uppgjör fór fram einu sinni á ári, á Þorláksmessu. Þann dag kom Maríus ávallt heim af fundi sýsiumanns glaður og reifur, aðeins hreifur af víni með vindil í munnin- um. Báðir virtust þeir sýslumaður og Maríus ánægðir með viðskiptin. Með bömum sýslumanns tókust góð kynni við önnur á Húsavík. Synir hans voru stofnendur og aðal- hvatamenn ásamt nokkrum öðrum ungum Húsvíkingum að stofnun Íþróttafélagsins Völsungs. Varð Júlíus öflugur stuðningsmaður fé- lagsins og hljóp stundum undir bagga er óvænlega horfði um ýmsa hlu'ti hjá félaginu. Oft var mikið líf og fyör í sýslu- mannslautinni svokallaðri fyrir framan sýslumannshúsið, núver- andi Ásgarðsveg 2, er ungir Húsvíkingar iðkuðu þar knatt- spymu en kjallaradyr sýslumanns notaðar sem mark. Kom fyrir að boltinn rataði ekki alltaf rétta leið en lenti í skrifstofuglugga sýslu- manns með slæmum afleiðingum. Átti sýslumaður þá að hafa sagt einu sinni:. „Þið megið ekki vera svona feilnir á markið strákar, þið verðið aldrei góðir knattspymu- menn með því móti.“ Júlíus varð vinsæll meðal Húsvík- inga og héraðsbúa. Þeir kunnu vel að meta margþætt eðli hans. Hann var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom, léttur f lund, gæddur skopskyni og átti auðvelt með að lífga upp á umhverfið. Sögufróður mjög. Ættrækinn og trygglyndur. Bamgóður var hann og minnti stundum sjálfur á bam vegna græskulausrar gleði, hrekkleysis og bjartsýni. Þau hjón Þómnn og Júlíus höfðu þann sið á hveijum bolludegi að liggja í rúminu fram að hádegi svo að bömum á Húsavík gæfist kostur á að koma með skrautlega vendi sína og flengja sýslumannshjónin. En fyrir framan svefnherbergið stóðu böm sýslumanns og fengu hvetjum gesti eina bollu. Hefir þetta orðið minnisstætt þeim sem heim- sóttu sýslumannshjónin þennan dag enda nutu þau ástsældar barnanna í þorpinu. Hjálpsamur var sýslumaður þeg- ar á bjátaði einhvers staðar. Eitt sinn að vetrarlagi brann hús á Húsavík. Fjós var áfast og kafnaði kýr sem.þar var inni af reyk. Þegar Júlíus frétti þetta gerði hann sér ferð á hendur til húsráðanda, sem var öldruð kona og hafði haft nokkrar tekjur af mjólkursölu. Bað hann konuna hafa ekki áhyggjur af þessu. Hann ætti kvígu sem ætti að bera með vorinu. Gaf hann konunni kvíguna og átti hún hana uns hún hætti búskap. Ýmsar sögur hafa gengið um dómara íslenska fyrr og síðar. Ekki fór Júlíus varhluta af þeim. I flest- um sögum um hann speglast mildi dómarans og bera þær vitni um góðvild og hjartagæsku. í áttræðisafmæli Maríusar Bene- diktssonar, vinar Júlíusar, hélt sýslumaður ræðu þar sem hann m.a. ræddi um líf sitt og starf. Lýsti því yfir að sennilega yrði hann ekki talinn mikið yfirvald eða dóm- ari er stundir liðu. Þó fyndist sér að þar kynni hann að hafa reynst þeim vel sem minna máttu sín og nefndi sérstaklega í bamsfaðemis- málum þar sem hann hefði oft þegið þakkir frá ungum stúlkum fyrir hve ötullega hann gekk fram í að bams- feður greiddu gjöld sín. Eitt sinn kvað Júlíus upp dóm í slíku máli sem mun nokkuð sér- stæður, þó ekki einstæður, er hann dæmdi tvo menn til að greiða með- lag með sama bami. Létu báðir sér úrskurð sýslumanns vel líka. Stundum var Júlíus kallaður dómari hjartans. Eitt sinn komu brúðhjón úr Reykjadal til Húsavíkur til að láta sýslumann vígja sig saman. Vom orðin vel fullorðin. Á leiðinni sat brúðurin inni hjá bílstjóra en brúð- guminn sat uppi á vömpalli. Norðansteytingur var og svalt. Þegar til Húsavíkur kom gengu brúðhjónin á fund Júiíusar sem hafði orð á hve brúðguminn liti kuldalega út. En hann kvaðst hafa hírst uppi á bflpalli þar sem bannað Júlíus Havsteen væri samkvæmt lögum að hafa nema einn farþega inni hjá bflstjóra. Er hjónavígslunni lauk og brúð- hjónin höfðu dmkkið kaffi hjá sýslumannshjónunum spurði Júlíus brúðgumann hvernig hann ætlaði að hafa það á leiðinni heim. „O, ætli maður verði ekki að hírast aftur á pallinum," sagði hann. „Nei, Kristján minn, nú hefi ég fundið vöm í málinu," kvað sýslu- maður, „ég er búinn að gefa ykkur saman og þið emð orðin eitt fyrir guði og mönnum. Nú situr þú und- ir brúði þinni inni hjá bílstjóra á leiðinni heim.“ Unglingspilti á Húsavík, 15 ára gömlum, var gefin byssa og fylgdu skot með. Fór strákur á ijúpnaveið- ar um haustið með byssuna þótt ekki hefði hann byssuleyfi. Vildi svo til að strákur skaut tófu, hvíta að lit. Vissi hann að greitt var fyrir hveija skotna tófu hjá sýslumanni. Áræddi hann að ganga á fund yfir- valdsins og fá tófuna greidda þótt byssuleyfið skorti. Var þó mjög kvíðinn er hann stundi upp erind- inu. Tók Júlíus honum ljúfmannlega -en sagði honum að votta yrði að rétt væri. Útvegaði strákur vottorð tveggja manna og sneri á ný á fund sýslumanns og fékk féð greitt eins og lög mæltu fyrir um. En þegar hann er að ganga út kallar Júlíus: „Heyrðu góði.“ Brá pilti en sneri við í dyrunum og hugði að nú væri allt komið upp. Horfði sýslumaður kankvís á strák og pírði augun um leið og hann sagði: „Var hún sofandi?" rak síðan upp skellihlátur og skríkti en strákur þaut út erindi feginn. Júlíus Havsteen var mikill unn- andi leiklistar. Lék sjálfur og leikstýrði. Þótti þar skemmtilegur sem víðar. Hafði þann hátt á er hann leikstýrði að hann lék gjaman fyrir þann sem hann leiðbeindi og sagði stundum: „Hermdu eftir hon- um,“ og nefndi þá ákveðnar persón- ur á Húsavík. Sjálfur samdi Júlíus leikrit sem birt var á sjötugsafmæli hans og nefndist Magnús Heinason, útg. 1956. Þá þýddi hann söguna Moby Dick, útg. 1970. Gott var jafnan að koma í sýslu- mannshús. Það fundu þeir sem þangað leituðu. Sá er þessar línur ritar var þar heimagangur um nokkurra ára skeið og naut vináttu yngsta sonarins, Hannesar. Á það- an margar og góðar minningar um fjölskylduna. Glæsileg hjón og gestrisin voru þau Þórunn og Júlíus og minnisstæð þeim sem kynntust. Þómnn andaðist 28. mars 1939 fyrir aldur fram og var héraðsbúum harmdauði. Hún hafði ásamt nokkr- um kvenfélagskonum verið að skreyta kirkjuna vegna jarðarfarar. Stakk sig í fingur á þymi. Fékk blóðeitrun sem leiddi til dauða. Þór- unn var glæsileg kona, tíguleg í fasi, skömngur, stjómsöm en við- mótsþýð í umgengni. Manni sínum mikil hjálparhella í starfí. Konumissirinn varð Júlíusi mikið áfall og líf hans breyttist um margt. En fyrir margt var að lifa og ótrauð- ur vann hann að áhugamálum sínum. Þau hjón eignuðust 8 böm, en þau vom: Ragnheiður Lára, Jakob, framkvæmdastjóri, Jóhann, síðar forsætisráðherra, Jón Kristinn, tannlæknir, Þóra, Soffía Guðrún, Þómnn og Hannes, framkvæmda- stjóri Slysavamafélags íslands. Tveir dóttursynir Júlíusar ólust upp hjá honum. Hann ættleiddi báða. Þeir vom Jakob Jóhann, lögfræð- ingur, og Júlíus, stýrimaður. Er Júlíus lét af starfi sem sýslu- maður Þingeyinga 1956 sökum aldurs fluttist hann til Reykjavíkur og vann hjá Fiskimálasjóði. Hann lést 31. júlí 1960. Það fylgir dómarastarfi að kveða upp dóma. Margur hlýtur dóm af samtíð sinni, jafnt dómarar sem aðrir. Sú mynd sem Júlíus Havsteen skildi eftir sig á Húsavík og héraði er af manni í dómarasæti sem gæddur er föðurlegri hlýju og finn- ur til með þeim sem í raunir ratar, trúir í lengstu lög að harkan ein bæti fæsta menn heldur miskunn og mildi hvað sem bókstafnum líður. Sú mynd vitnar og um mann gæddan tryggð, bamslegri ein- lægni, gamansemi og glettni sem kryddar tilveruna og gerir hana bærilegri en ella. Júlíus Havsteen var persónuleiki sem ekki gleymist þeim er honum kynntust. Þegar Húsvíkingar eignuðust sinn eigin togara þótti sjálfsagt að hann héti Júlíus Havsteen. Með því vildu þeir minnast ástsæls yfirvalds og sýna að þeir kunnu að meta mörg og margvísleg störf Júlíusar í þágu héraðsins og ekki síst þátt hans að hafnarmálum á Húsavík. Við lát Júlíusar varð Karli Krist- jánssyni alþingismanni að orði: Stjömuhrap um himin fer. Hnattaskaði orðinn þar. Sakna ég þess sem einstætt er. Engum líkur Havsteen var. Höfundur er skólastjóri á Húsavík. Júlíus Havsteen sýslumaður, Benedíkt Jónsson verkstjóri og Sveinn Björnsson forseti á vinnupöUum við hafnargarð á Húsavik í forseta- heimsókn Sveins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.