Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 157. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1986
Fundur í launamálaráði BHMR:
Aðgerðanefnd
falið að undirbúa
hópuppsagnir
Á FUNDI í launamálaráði Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfs-
manna í gær var aðgerðanefnd BHMR falið að hefja undirbúning
að hópuppsögnum félagsmanna „til að leggja sérstaka áherslu á
mikilvægi leiðréttingar á samningstímanum", eins og segir i ályktun
launamálaráðsins. Þorsteinn A. Jónsson formaður launamáiaráðs
BHMR sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að ætlunin
væri að kanna vilja félagsmanna til að beita hópuppsögnum „til að
knýja fram launahækkun sem ríkisvaldið hefur áður lofað".
I ályktun launamálaráðsins af  ingsréttar fyrir aðildarfélög BHMR
fundinum er krafist tafarlausra við-
ræðna við fjármálaráðherra um
gerð nýs aðalkjarasamnings fyrir
BHMR. Þá er krafíst fulls samn-
Átta rækju-
bátum vís-
að til haf nar
VARÐSKIPIÐ Óðinn visaði í
fyrradag átta rækjubátum, sem
voru á veiðum i Húnaflóa, til
hafnar, þar sem um borð voru
yfirmenn, sem ekki höfðu tilskil-
in réttindi eða undanþágur.
Algengast var að skráðir stýri-
menn væru ekki á bátunum.
Um borð í rækjubátunum voru
nokkrir yfirmenn sem höfðu sótt
um undanþágur, en ekki fengið
svar frá Siglingamálastofnun. Sér-
stök nefnd á vegum Siglingamála-
stofnunar veitir undanþágur og
afgreiðir beiðnir vikulega. Eru und-
anþágurnar veittar til hálfs árs f
senn. Ástvaldur Magnússon skrif-
stofustjóri Siglingamálastofnunar
sagði í samtali við Morgunblaðið
að því miður væri nokkuð algengt
að menn hirtu ekki um að sækja
um undanþágur fyrr en sama dag
og þeir hygðust láta úr höfn. Því
væri von að svona færi.
Ástvaldur sagði að Siglingamála-
stofnun hefði veitt í kringum eitt
þúsund undanþágur á síðasta ári.
Samkvæmt nýju skipstjórnarlögun-
um má aðeins veita þeim mönnum
undanþágur, sem áður hafa fengið
þær, og ber viðkomandi að greiða
2.000 krónur á mánuði fyrir. Það
fé rennur í sameiginlegan menntun-
arsjóð sjómanna og er notað til að
fjármagna skipstjórnarnámskeið.
Astvaldur sagði að þetta fyrirkomu-
lag hefði mælst vel fyrir meðal
sjómanna.
og að gengið verði frá nauðsynlegri
lagasetningu um samningsrétt fé-
laganna á samningstímanum.
Ennfremur er sú krafa sett fram
að fyrir 15. ágúst næstkomandi
liggi fyrir skýr yfírlýsing af hálfu
ríkisstjórnar og fjármálaráðherra
um vilja ríkisstjórnarinnar í þessum
efnum. Loks er þess krafist að fjár-
málaráðherra hefji viðræður við
BHMR um það hvernig jafna megi
á samningstímanum þann mun sem
er á dagvinnulaunum háskóla-
menntaðra ríkisstarfsmanna og
þeirra sem hafa hliðstæða menntun,
sérhæfni og ábyrgð á almennum
vinnumarkaði.
Þorsteinn A. Jónsson sagði að
beðið yrði með aðgerðir fram yfir
15. ágúst, en þá vildu menn vera
í viðbragðsstöðu ef svör ríkisstjórn-
arinnar yrðu félögum í BHMR
óhagstæð.
Allir sem vettlingi gátu valdið drifu sig á dansleikinn hjá Stuðmönnum.
Morgunblaðið/Sveinn Andrí
Stuðmenn gerðu lukku í Grímsey:
fbúar 114, ballgestir 120
STUÐMENN héldu tónleika og spiluðu fyrir dansi síðast-
liðið þriðjudagskvöld i félagsheimilinu Múla i Grímsey.
Grimseyingar fjölmenntu til   að halda tveggja tíma tónleika,
að sjá og heyra í Stuðmönnum
og mættu þar um 120 manns,
en skráðir íbúar í Grímsey eru
114. Nokkrir komu fljúgandi
frá Akureyri.
Upphaflega stóð aðeins til
en Grimseyingar voru ekki á
því að láta Stuðmenn sleppa svo
vel og spiluðu þeir fyrir dansi
til kl. 2 um nóttina. Mjög góð
stemmning var á ballinu og
fengu Stuðmenn ekki að hætta
fyrr en þeir höfðu leikið fjögur
aukalög.
Stuðmenn voru það ánægðir
með undirtektir þeirra Grímsey-
inga, að þeir lofuðu þeim því
að gera þetta að árlegum við-
burði svo lengi sem Stuðmenn
væru við lýði.
36 ker endurgangsett
hjá ÍSAL í Straumsvík
Markaðurinn aftur breyst til hins verra,
segir Ragnar Halldórsson f orstjóri
ÍSLENSKA álfélagið hf. end-
urgangsetti 36 ker í maí og
júnímánuði síðastliðnum, en
þessi ker voru tekin úr sam-
bandi haustið 1984 vegna
slæmra markaðsaðstæðna.
Afkastageta álversins eykst
við þetta um 10-12%, eða úr
tæplega 77 þúsund tonnum á
ári í 86 þúsund tonn.
Ragnar Halldórsson forstjóri
ÍSAL sagði í samtali við Morgun-
blaðið að þessi ákvörðun hefði
verið tekin vegna skyndilegra
markaðsbreytinga í maí og apríl.
„f fyrsta sinn í langan tíma var
staðgreiðsluverð komið upp fyrir
þriggja mánaða verð, sem benti
til að eftirspurn væri orðin meiri
en framboð. Þá var ákveðið að
taka kerin í notkun aftur. Hins
vegar hélst þetta ástand ekki
nema í sex vikur og nú er svo
komið að markaðsaðstæður eru
síst betri en þær voru fyrir þessi
batamerki," sagði Ragnar.
Ragnar sagði að skýringin á
skyndilegri aukningu eftirspurnar
hafi hugsanlega verið yfirvofandi
verkföll í Bandaríkjunum. „Verk-
föll eiga sér langan aðdraganda í
Bandaríkjunum og menn hafa
kannski verið að birgja sig upp
áður en þau skyllu á. Nú eru þess-
ar kjaradeildur vestanhafs leystar
og þriggja mánaða verðið aftur
orðið hærra en staðgreiðsluverð-
ið," sagði hann.
Ragnar sagði að það kæmi til
greina að loka kerjunum aftur
með haustinu ef markaðurinn
breyttist ekki til batnaðar.
Morgunblaðið/J6n Svavarsson
Ók á hús verkalýðsfélagsins
ÞAD ÓHAPP varð á Hafnargötunni í
Keflavík síðdegis í gær, að amerískur
fólksbíll  fór út af veginum  og lenti á
Víkinni, húsi verkalýðsfélagsins. í bílnum
voru tveir menn og sakaði hvorugan. Bíllinn
er hins vegar mikið skemmdur.
Selfoss:
46 sóttu um emb-
ætti landpósts
ALLS hafa 46 manns sótt um
starf landpósts á Selfossi, en
umsóknarfrestur er nýútrunninn
út hjá Pósti og síma. Flestir
umsækjendaeru heímamenn eða
úr sveitum Arnessýslu.
„Landpóstur er einskonar póst-
hús á hjólum," sagði Jóhann
Hjálmarsson, blaðafulltrúi Pósts og
síma, í samtali við Morgunblaðið.
„Hann annast alla póstþjónustu um
sveitir og annað strjálbýli. Auk þess
sér landpóstur um viðtöku á greiðsl-
um á þeim reikningum sem Póstur
og sími sér reglulega um, þannig
að hann er einskonar gjaldkeri
stofnunarinnar í senn," sagði J6-
hann.
Alls eru sex landpóstar á Sel-
fossi, sem allir sjá um sín afmörk-
uðu svæði í Árnessýslu. í starfi eru
þeir með eigin bfl. Þeir aka mismun-
andi vegalengdir — lengst þó 300
km. Þeir fara í póstferðir þrisvar í
viku, allir frá póshúsinu á Selfossi
þegar búið er að lesa þar í sundur
póstinn og fá þeir fyrir snúð sinn
greitt samkvæmt kilómetragjaldi,
19.80 krónur á kílómetrann. í því
eru laun þeirra og allur kostnaður
innifalin.
Búast má við að starfið verði
veitt fyrir 1. ágúst nk.
Unglingakeppni íslands og
Bandarikjanna í skák:
—
Island yf ir
fyrir síðustu
umferðina
í NÓTT lauk í New York árlegri
unglingakeppni f skák milli Is-
lands og Bandarikjanna.
Úrslit fjórðu og síðustu umferð-
arinnar lágu ekki fyrir þegar blaðið
fór f prentun. íslensku unglingarnir
unnu hins vegar þá fyrstu með 9
vinningum gegn 7, en liðin skildu
jöfn í annarri og þriðju lotu. Alls
taka 20 íslenskir unglingar á aldrin-
um 10-17 þátt í mótinu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48