Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um Morgunblašiš C - Menning og listir 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6    C
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986
öggmynda-
sýning
Helga ísex
fit
EFTIR
ÁRNA
JOHNSEN
rgum
V-Þýskalands
Viðamikil höggmyndasýn-
ing Helga Gíslasonar mynd-
höggvara verður sýnd í 6
borgum í Vestur-Þýskalandi
á þessu ári, en fyrstu sýning-
unni er lokið í Vestur-Þýska-
landi. Umsagnir um sýningu
Helga í vestur-þýskum blöð-
um eru mjög lofsamlegar, en
alls er um að ræða 30 verk
og þar af eru fjórar teikning-
ar. Helgi hefur unnið að
undirbúningi þessarar sýn-
ingar um langt skeið, en
upphaflega stóð til að um
eina sýningu yrði að ræða. í
umsögnunum um sýningu
Helga eru menn sammála um
að maðurinn sé það sem
myndir Helga snúast um,
menn sjá sérkenni íslendings-
ins og náttúruna í verkum
hans og þeir finna titring sem
veldur umhugsun.
Frá höggmyndasýningu
Helga í Berlín
„Þessi sýning byrjaði í Vestur-
Berlín," sagði Helgi þegar Morgun-
blaðið spurði hann um sýninguna,
„í Galleri Kunstlicht í nóvember sl.
Undirbúningur hófst fyrir löngu. Á
árinu 1983 gerði ég handbók um
verkin og einnig myndband, bæði
með íslenskum og enskum texta og
þetta myndband gengur með sýn-
ingunni. A myndbandinu eru verkin
sýnd, steypuaðferðin og fleira. Þeir
bræður, Stefán og Wolfgang Edel-
stein hafa verið mér mjög hjálplegir
og það var Wolfgang sem kynnti
verk mín fyrir Galleri Kunstlicht,
sem vildi taka þau til sýningar og
hefur opnað leiðina, en Stefán hefur
meira og minna skipulagt hinar
sýningarnar í samvinnu við þýsk-
íslensku félögin úti. Til þess að
koma þessu af stað úti fékk ég
nokkurn styrk frá menntamála-
ráðuneytinu og einnig hef ég fengið
góða aðstoð frá Eimskipafélaginu
og Flugleiðum, þeir hafa verið mér
innan handar eins og þeirra var von
og vísa og það er gott að eiga þá
að. Önnur sýningin var f andyri
ráðhússins í Köln, sú þriðja var
Frankfurt í júnf, þá fer sýningin til
Freiburgar .Hamborgar og að lok-
um til Dusseldorf á norræna viku
sem hefst 22. október og þangað
fer ég á vegum menntamálaráðu-
neytisins. Sýningin í Dusseldorf
verður í Galleri Vömel sem er við
aðalgötu þar í borg. Ég verð að
segja það að það hefur verið ákaf-
lega gott að komast aðeins út og
fá svona góð viðbrögð sem raun
ber vitni og þó ekki hafi verið ann-
að en að fá gagnrýni um verkin
hjá milljónaþjóð, þá er það mjög
ánægjulegt."
í blaðinu Moabit Times segir
gagnrýnandinn: Viðfangefni mynd-
verka Helga Gíslasonar eru form
lfkamans: Höfuð, háls eða bolur.
Eitt grundvallaratriði er einkenn-
andi: Rýmið sem bronsið umlykur
er opnað og virkar eins og skorið
hafi verið í það. Helgi vill á þennan
hátt vinna á móti þyngdaraflinu
sem felst í efninu. Island, eyjan
rnilli gamla og nýja heimsins langt
norður í hafi, kemur allt í einu upp
í meðvitundinni vegna sýningarinn-
Helgi Gíslason í vinnustofu
sinni við nýjasta verkið
sem mun fara á Reykjaví-
kursýninguna í Kjarvals-
stöðum á nœstunni.
Hægra megin fjær stendur
brjóstmynd af Agnari
Kofoed-Hansen flugmála-
stjóra, og höggmynd ítré,
en stóri flekinn í bakgrunni
er mót af hliði sem Helgi
er að vinna fyrir Seðlaban-
kann
ar í Galleri Kunstlicht hér í Moabit.
Mér hefur alltaf fundist þetta nafn
meira framandi en nöfh annarra
Evrópulanda. Nafnið tengist í huga
mér við Atlantis, einhverjum frum-
heimi úr grárri forneskju sem hvarf
ofan í djúp hafsins í hrikalegum
átökum náttúruaflanna. Eða mér
er hugsað til hinna fornu og hug-
uðu víkinga sem gengu á land þar
á klettóttum og hrikalegum fjörðum
íslands. ímyndunarafl mitt varð
ekki fyrir vonbrigðum. Listamaður-
inn sjálfur, Helgi Gíslason, virðist
vera hress og náttúrulegur maður
með lifandi augnaráð. Höggmyndir
Helga Gíslasonar sýna á hve sterk-
an hátt listamaðurinn á rætur sínar
í klettóttu landslagi íslands og
hrjúfu veðurfari þess, bæði hvað
varðar mótíf myndanna og efni.
Samt kemur mjög ljóst fram hve
næmur listamaðurinn er fyrir krafti
formsins sem gerir myndirnar lif-
andi. Þetta kemur sérstaklega fram
í fíngerðu byggingarlagi verkanna.
Flest mótífin eru höfuð og líkamar
sem oftast virðast aðeins vera til
staðar, en geisla út sterka tjáningu
með hermi sínu og stellingum án
þess þó að rígbinda áhorfandann
tilfinningalega. Mér sýnist að lista-
manninum hafi tekist á meistara-
legan hátt að útfæra teikningarnar
sem héngu á veggnum yfír í hið
plastíska form.
í blaðinu Kölner Stadtanzeiger
segir gagnrýnandinn að það sé ekki
einfalt verk að fjalla um verk Helga
Gíslasonar, því þarna sé listamaður
sem hafi mikinn sköpunarkraft og
tilhneigingu til stórbrotinna átaka.
„Maður verður að viðurkenna færni
listamannsins til að umgangast efni
sitt," segir gagnrýnandinn, „einnig
tekst honum að breyta þyngdarlög-
máli bronsins með því að lyfta því
frá undirstöðunni, gera það léttara.
Helgi Gíslason er ekki þægilegur
listamaður, en einmitt þess vegna
er það þess virði að takast á við
þessa sýningu."
I Kölnarblaðinu Köln Rundschau
segir gagnrýnandinn m.a.: Úr verk-
um Helga Gíslasonar geislar kyrrð
og einfaldleiki, eins og titlarnir gefa
oft til kynna: „Kona", „Rót",
„Hreyfing", eða „Torso". Myndirn-
ar eru oft þéttar,form sem hvílir í
sjálfu sér, en er samt þrungið
spennu. Enda segir listamaðurinn:
„Eg lít á brons sem skref hinnar
eilífu leitar að..." Gagnrýnandinn
segir að það veki strax athygli
áhorfandans að nærri öll verkiri
fjalli um manninn, líkama hans,
hreyfingu og hæfíleika og í lok
umsagnarinnar segir gagnrýn,and-
inn að það sé ljóst að Helgi vilji
hafa stöðuga endurskoðun á skoð-
unum á gildismati varðandi verk
mannlegrar sköpunar og miðað við
það að það sé bæði listrænn og
heimspekilegur skoðanamáti sem
vert sé að íhuga, þá sé það jafn
víst að verk listamannsins hafi
tryggt sér sess um langan tíma.
í samkeppninni um list-
skreytingu við nýju flug-
stöðina á Keflavíkurflugvelli
var hugmynd Helga keypt
af dómnefnd, en hún var
hugsuð all stór eins og sjá
má af viðmiðun við manninn
fremst á myndinni. Hug-
myndin er að útfæra þessa
höggmynd minni innan húss
íflugstöðinni
					
Fela smįmyndir
C 1
C 1
C 2
C 2
C 3
C 3
C 4
C 4
C 5
C 5
C 6
C 6
C 7
C 7
C 8
C 8