Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um Morgunblašiš B 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986
ELÍSABET II
BRETA-
DROTTNING
SEXTUG
„Palladium" í London heldur en á
sýningu í „Royal Opera".
A fáki fráum
Það fer ólíkt meira af tómstund-
um drottningar í að sinna hrossum
heldur en að gefa gaum að fögrum
listum og Shakespeare hefur alltaf
átt erfiðara með að rata á vit núver-
andi hirðar heldur en fræðibækur
um hrossarækt. Hitt er svo vitað
mál, að meðal sérfræðinga í ræktun
veðhlaupahesta er Elísabet II álitin
einn snjallasti og reyndasti hrossa-
ræktandi í heimi. Drottningin
dregur heldur enga dul á það, hvert
sé helzta áhugamál hennar í tóm-
stundum. Hún byrjar daginn ekki
með því að líta í „Times" heldur
grípur hún strax til hestasport-
blaðsins „Sporting Life". Meðal
þeirra, sem eiga vís boð til hádegis-
verðar í Buckinghamhöll, eru ekki
einungis aðalritstjórar dagblað-
anna, biskupar og verkalýðsforingj-
ar heldur einnig þekktir tamninga-
menn. Hestamennska hefur um
langan aldur verið konungsfjöl-
skyldunni mikið hjartans mál. Tvö
bama konungshjónanna fundu sér
maka meðal þeirra, sem hafa hesta-
mennsku að aðaláhugamáli og
stunda iþróttir á hestbaki. Dóttirin,
Anne, fann ekki endilega fullkomna
hjónabandssælu en samt Kfsfyllingu
við hlið Marks Phillips, sem reyndar
hefur lítið annað afrekað um ævina
en að sitja framúrskarandi vel sér-
þjálfaða hesta í hindrunarstökki og
Andrew prins fann loks hina einu
réttu brúði hjá hreinræktaðri póló-
fjölskyldu.
Það er því augljóst, að Windsor-
fjölskyldan hagar ekki lífi sínu og
ástamálum svo mjög að hætti hinna
glæsilegustu og tignustu háaðals-
ætta álfunnar heldur öllu fremur
sem mjög dæmigerð sveitaaðals-
fjölskylda. Þetta er konungsfjöl-
skylda í tvídfötum. Helzt af öllu
vildi hún fá að lifa lífi sínu í friði
og út af fyrir sig.
Virðuleiki
veldissprotans
Brezka konungsfjölskyldan er lítt
kunn að alþýðlegheitum og blátt
áfram framkomu gagnvart þegnum
sínum, enda vænta þegnarnir sjálfir
ekki slfkrár framkomu af hálfu
hátignanna. Bretar kæra sig ekki
um neinn „reiðhjóla-konungdóm"
að hætti Norðurlandabúa. Leyndar-
dómurinn við velgengni brezka
konungdómsins felst m.a. í þeim
hæfileikum konungsfjölskyldunnar
að sveipa sig vissri dulúð í augum
þegnanna. Þess vegna bregðast
fjölskyldumeðlimirnir svo hart við,
þegar ljóstrað er upp um einkalif
þeirra á opinberum vettvangi, og
af þessum sökum hefur Breta-
drottning hingað til aldrei veitt
neinum blaðamanni viðtal.
Það var ekki fyrr en eftir 15 ára
valdatíma að drottningin tók að leit-
ast við að draga eilítið úr þeirri
hátignarlegu fjarlægð, sem hún
temur sér gagnvart hversdagslegu
umhverfi sínu og gagnvart þegnun-
um. Þá rann upp tímabil „labb-
rabb"-funda við alþýðuna, þegar
Windsorarnir áttu það til að stíga
1945;
Við liðskönnun
' að styrjöldinni
lokinni, en ári áður var hún skráð
í landvarnarliðið sem „Nr. 230873
lautinant Elisabeth Alexandra
Mary Windsor; augnlitur blár;
háralitur blár, hæð 160 sm." Hún
lærir að aka bíl, skipta um hjól-
barða, taka sundur vél úr vörubíl.
en framar öllu kynnist hún á þess-
um árum í fyrsta skipti á ævinni
„ósköp venjulegu fólki".
út úr Rolls-Roycebifreiðum sínum
og rabba lítillega við þegnana. Há-
tignin tók þá að ávarpa fólk á
förnum vegi og ræða við menn um
veðrið og hátt benzínverð. Drottn-
ingin hefur aldrei verið lífhrædd,
þegar hún hefur birzt í hópi þegna
sinna, en aftur á móti hefur hún
borið ótta í brjósti um framtfð kon-
ungdómsins. Hún er nægilega
gömul til að muna þá skelfilegu og
skuggalegu daga í nóvember og
desember 1936, þegar konungdóm-
ur föðurbróður hennar, Játvarðar
VIII, endaði mjög svo skyndilega
eftir 326 daga valdaferil, hneyksli
sem fjölmiðlar um víða veröld gerðu
sér óspart mat úr í langan tíma.
Frá því að Elísabet II settist í há-
sætið, hefur hún aðeins haft eitt
takmark í huga: Að endurreisa til
fullnustu virðingu og myndugleika
konungsfjölskyldunnar í augum
þegnanna og í augum alls heimsins
eftir þann hnekki, sem virðuleiki
brezkrar konungstignar beið við
æsilegt valdaafsal Játvarðar VIII.
Vel heima í gangi mála
Konungsfjölskyldan á sér ákafa
og einlæga aðdáendur meðal Breta
af öllum stéttum; það kemur einkar
vel í ljós, þegar haldið er upp á ein-
hverja merkisatburði í konungs-
höllinni. Hvergi var gleðin meiri og
hátíðahöldin háværari en í verka-
mannahverfunum í East End f
Lundúnum, þegar Bretar hylltu
drottningu sína í tilefni af 25 ára
veru hennar í hásætinu, þegar rfkis-
arfinn kvæntist Dfönu eða þegar
haldið er upp á afmælisdaga með-
lima konungsfjölskyldunnar.
Þótt Elfsabet II sé ástsæll þjóð-
höfingi, má segja að einkalíf hennar
sé jafnan mjög rólegt og fremur
einmanalegt. Innan veggja Buck-
inghamhallar, með sínu dálftið
snjáða flúri er hversdagslíf drottn-
ingar fábrotið og án allrar við-
hafnar. Eftir að börnin eru farin
að heima, og Philip prins - sem
heiðursforseti meira en eitt hundrað
stofnana, vfsindafélaga og náttúru-
verndarsamtaka - er oft langdvöl-
um    í   burtu,    heldur   Elfsabet
drottning oftast kyrru fyrir síðdegis
og á kvöldin í einka-vistarverum
sínum í þessari 600-herbergja að-
seturshöll. Hún vill fremur eyða
kvöldinu ein í ró og næði fyrir fram-
an sjónvarpið eða við púsluþraut
heldur en að þiggja boð vina og
tignarfólks um að sitja veglegar og
íburðarmiklar kvöldverðarveizlur. I
Buckinghamhöll er því jafnan látið
í það skína, að slík veizluboð til
drottningar séu óæskileg - enda
er þeim oftast hafnað.
Þótt drottningin hafi að því er
virðist alls engin afskipti af stjórn-
málum - þá er samt langt frá því
að hún sé ópólitísk í skoðunum.
Þegar hún er í opinberum ferðalög-
um utanlands, mætti stundum álíta
að hún sé lítið annað en virðulegur
útsendari brezka utanríkisráðu-
neytisins, sem eitt tekur ákvarðanir
um öll hennar ferðalög erlendis og
leggur henni bókstaflega og skrif-
lega hvert einasta orð í munn á
erlendri grund. Hún leggur þó á
það ríka áherzlu að fá sem fyllstar
upplýsingar um gang allra mikils-
verðra mála, hvort sem þau lúta
að innalandsstjórn, öryggi ríkisins
eða varða utanríkisstefnu Breta; f
því skyni kynnir hún sér stundum
skýrslur sendiherra sinna. Allar þær
stöðugu upplýsingar, sem henni
berast, auk áheyrnar sem hún veit-
ir forsætisráðherra á hverjum
þriðjudegi í Buckinghamhöll, hafa
gert hana að einhverri bezt upp-
fræddu konu í heimi á sviði stjórn-
mála og öryggismála ríkisins.
Ríkisarfinn lengi
enn á biðlista
Það ríkir algjör óvissa um það,
hvenær „öðru elísabetar-tímabil-
inu" kann að ljúka. Hingað til hefur
drottningin ekki gefið neitt í skyn
varðandi fyrirætlanir sínar í þeim
efnum en hefur á hinn bóginn látið
ýmsum áhugasömum spámönnum
um gang mála við brezku hirðina
eftir að velta vöngum yfir mögulegu
valdaafsali hennar. En samt eru til
óbeinar vísbendingar um að Elisa-
bet II hafi enn ekki tekið neina
ákvörðun um valdaafsal sitt á
næstu árum. Greinilegasta vísbend-
ingin voru þau viðbrögð sárrar
gremju og undrunar, sem hún sýndi
við valdaafsal Júlfönu Hollands-
drottningar, sem sté úr hásætinu á
sjötugasta og fyrsta afmælisdegi
sínum og fékk dóttur sinni völdin.
Astæðan fyrir því að brezku kon-
ungsfjölskyldunni skuli renna kalt
vatn milli skinns og hörunds við það
eitt að heyra minnst á valdaafsal,
eru þeir atburðir sem gerðust í
Buckinghamhöll hinn 10. desember
1936.
Það er Elfsabetu II mikið hjart-
ans mál, að ekki hinn minnsti
skuggi falli aftur á þessa valda-
lausu en æðstu stofhun ríkisins -
á brezka konungdóminn - sem
milljónir Breta mæna fullir að-
dáunar upp til og eru svo óþreytandi
í að biðja guðlegrar blessunar. Það
er því allt útlit fyrir, að Karl erfða-
prins megi enn lengi bíða þess að
verða krýndur konungur Brezka
heimsveldisins.
P.K.
I^^yi *TF Elísabet giftist Philip prinsi af Grikklandi og Dan-
W*fr m mörku, en hann er Þjóðverji að ætt og uppruna,
þrátt fyrir titlana. Það olli því brezku konungsfjölskyldunni og þó eink-
um þáverandi krónprínsessu nokkrum kvíða, hvernig Bretar myndu
taka þessum ráðahag aðeins tveimur árum eftir lok heimsstyrjaldarinn-
ar. En 1948 um jólaleytið var Karl prins kominn f heiminn.

					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20
B 21
B 21
B 22
B 22
B 23
B 23
B 24
B 24
B 25
B 25
B 26
B 26
B 27
B 27
B 28
B 28
B 29
B 29
B 30
B 30
B 31
B 31
B 32
B 32