Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 181. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986
4
Teikning af Grundarfirði eins og hann hefur litið út fyrir sr. Sæmundi Hólm, presti á Helgafelli, en hann gerði þessa teikningu af staðnum
árið 1792, jafnframt því sem hann gerði skipulagsuppdrátt af firðinum.
Frá Kirkjufirði
til Grundarfjarðar
- Stiklað á stóru í sögu staðarins í samtali við Asgeir
Guðmundsson sagnfræðing, sem er að skrifa sögu hans
GRUNDARFJÖRÐUR er í hópi þeirra sex staða á landinu sem 18.
ágúst árið 1786 fengu kaupstaðarréttindi þegar verslun var gefin
frjáls í byrjun ársins á eftir. íbúar í Grundarfirði eru um 800 tals-
ins og hefur íbúatalan nokkurn vegin staðið í stað undanfarin ár.
Atvinna er að mestu bundin við útgerð og fiskvinnslu, og með vax-
andi útgerð hefur fjölgun átt sér stad í sveitarfélagúiu. Nokkur
afturkippur hefur nú komið í útgerð vegna þess að Grundfirðingar
misstu eigi alls fyrir löngu togarann Sigurfara. Samt er uunið að
uppbyggingu á ýmsum sviðum; verið er að reisa íþróttahús við grunn-
skólann, og hafist hefur verið handa við byggingu dvalarheimilis
aldraðra rétt ofan við kirkjuna, sem á 20 ára vígsluafmæli á þessu
ári. Að undanförnu hefur verið unnið að endurbótum á kirkjunni
og nýtt pípuorgel hefur verið sett í hana. í tilefni afmælisins, sem
haldið verður hátíðlegt 18. ágúst, verður haldin byggðasýning í
Grunnskóla Eyrarsveitar, íslandsmótið í skák verður haldið þar í
september og haldið verður upp á 20 ára vígsluafmæli kirkjunnar
í tengslum við örinur hátíðarhöld.
Kirkjufjörður
En hver er saga þessa staðar? í
Landnámu er hvergi að finna nafn
fjarðarins sem kauptúnið stendur
við en hinsvegar er þar að finna
nafnið Kirkjufjörður, sem talið er
svara til Grundarfjarðar. Ekki er
þetta þó með öllu víst, þó margt
bendi til að svo sé.
í Landnámu segir frá miklurn
kappa, Sigurði svinhöfða að nafni.
Sá bjó að Kvernvogaströnd í Nor-
egi. Átti hann son sem Herjólfur
hét og virðist greinilega hafa verið
orðinn vaskur sveinn ungur að árum
því átta vetra gamall drap hann
skógarbjörn er hafði bitið fyrir hon-
um geit. Tólf vetra hefhdi hann
föður síns og þótti hinn mesti af-
reksmaður. I elli sinni fór hann til
íslands og segir Landnáma hann
hafa numið land rnilli Búlandshöfða
og Kirkjufjarðar, sem eins og fyrr
greinir, er talinn vera Grundarfjörð-
ur.
Alls urðu landnámsmenn þrír
innan þeirra marka þar sem nú
heitir einu nafni Eyrarsveit. Annar
þeirra var Vestarr, sonur Þórólfs
blöðruskalla, og fór hann með föður
sinn afgamlan til íslands og er
sagður hafa numið Eyrarlönd og
Kirkjufjörð. Hann bjó á Öndurðri-
Eyri, sem seinna var nefnd Önd-
verðareyri og síðar stytt' í Eyri, og
dregur Eyrarssveit nafn sitt af
þeirri nafnstyttingu. Ásgeirr sonur
Vestarrs var afi Steinþórs Þorláks-
sonar, þess er mikið kemur við sögu
Eyrbyggju og átti í illdeilum við
Snorra goða á Helgafelli.
Sá þriðji er land nam á þessum
slóðum var Kolur, og nam hann
land utan frá Fjarðarhorni til
Tröllaháls, og út um Berserkseyri
til Hraunsfjarðar. Bjó hann í Kol-
gröfum.
Saga Grundarfjarðar
Grundfirðingar hafa fengið Ás-
geir Guðmundsson, sagnfræðing,
til að skrásetja sögu Grundarfjarðar
frá landnámi og fram á vora daga.
Ásgeir hefur áður fengist við verk-
efni þessu líkt, því hann skrifaði
kaupstaðarsögu Hafnarfjarðar frá
1908 til 1983, og kom hún út í
þremur bindum fyrir fáeinum árum.
Ásgeir tók þeirri málaleitan vel
að stikla á stóru í sögu Grundar-
fjarðar fyrir blaðamann Morgun-
blaðsins.
Ásgeir hóf mál sitt á að segja
frá fjallinu sem óneitanlega prýðir
fjörðinn, Kirkjufellinu, og sagði
hann líkur benda til að það hefði
upphaflega heitið Firðafjall, og ver-
ið kennt við menn úr Firðafylki í
Noregi, en þaðan var til dæmis
Herjólfur landnámsmaður. Kirkju-
fellið hefur að vísu aldrei verið
þekkt undir því nafni, heldur að
menn hafi munað á því annað nafh,
sem er Sykurtoppurinn, en þegar
franskir voru á veiðum við íslands-
strendur á 19. öld nefndu þeir fjallið
því nafni vegna lögunar þess.
„En það eru fleiri fjöll hér í Eyr-
arsveit en Kirkjufellið," bendir
Ásgeir á og nefnir fjallið Stöð.
„Stöðin hét upphaflega Brimlár-
höfði og er getið þannig í Eyr-
byggju. I Eyrbyggju er einnig sagt
frá svonefndum Urthvalafirði, en
það var ytri hluti Kolgrafarfjarðar
nefndur í fyrndinni. Við Vestan-
verðan Kolgrafarfjörð bjó svo
Steinþór Þoriáksson á þeim stað
sem í daglegu tali var nefndur Eyri
og hefur bærinn staðið þar frammi
á bakkanum, þar sem eyraroddinn
beygir til austurs. Steinþór var
sagður mikill atgerfismaður, sterk-
ur og sagður þriðji vopnfimasti
maður á Islandi. Á Eyri er í dag
að finna miklar rústir bæjarins.
Seinna var bærinn ásamt kirkjunni,
fluttur upp að Eyrarfjalli og var
síðar farið að kalla bæinn Hall-
bjarnareyri. Kirkjan á Hallbjarnar-
eyri var síðan lögð niður árið 1563
og eftir það var einungis ein kirkja
hér í sveitinni, Setbergskirkja. Á
Asgeir Guðmundsson
Hallbjarnareyri var stofnaður
holdsveikraspítali árið 1652 og
starfaði hann til ársins 1848."
Verslun erlendra kaup-
manna á 16. öld
„Á 13. öld bjó svo Sturla Þórðar-
son, sagnaritari, sem meðal annars
ritaði íslendingasögu. Hann tók við
búi á Öndverðareyri 1237, þegar
faðir hans, Þórður Sturluson, lést,"
segir Asgeir og heldur síðan áfram
með söguna.
„Árið 1496 var Páll Jónsson á
Skarði veginn þama á Ondverðar-
eyri og vegandinn var Eiríkur
Halldórsson og deiluefni þeirra var
Vatnsfjarðarauðurinn, sem svo er
nefndur; auðævi þau er Björn Þor-
leifsson og kona hans, Ólöf Lofts-
dóttir létu eftir sig. En varla er
hægt að segja að þessi sveit komi
fram á spjöld sögunnar að öðru leyti
fyrr en í byrjun 16. aldar og þá í
tengslum við verslunarsöguna, en
um það leyti fara kaupmenn frá
Hamborg að stunda hér kaup-
mennsku. Til eru heimildir um það
á ríkisskjalasafninu í Hamborg og
er elsta heimildin um það frá árinu
1516, þegar segir frá því að sjö
skipstjórar þaðan kærðu er sam-
landi þeirra hafði hindrað þá í að
setja upp búðir sínar og hafa þar
kaupstað, þrátt fyrir að einn sjö-
menninganna hefði í kirkjugarðin-
um á Setbergi sýnt honum
siglingarleyfi á Grundarfjörð frá
Danakonungi sér til handa. Þegar
þeir félagar ætluðu síðan að ganga
á land með vörur sínar gekk þessi
maður vopnaður ásamt fleirum á
móti þeim og hótaði þeim lemstrum.
Urðu þeir því frá að hverfa.
Sá sem þarna var hafður fyrir
sökum hét Hans Tappe og sagðist
hann aðeins hafa farið eftir gömlum
landsins vana; að sá kaupmaður er
fyrri væri í höfn mætti meina þeim
sem síðar kæmu að hafast þar við."
Brennivin og bjór
fyrir skreið
„Samkvæmt þessum skjölum
sem í Hamborg er að finna versluðu
kaupmenn þaðan í Grundarfirði á
fyrri hluta 16. aldar. Á seinni hluta
aldarinnar eru það síðan aðrir sem
hafa verslunarleyfið í höndunum. í
ríkisskjalasafninu í Bremen og
landsskjalasafninu í Oldenburg er
að frnna skjöl um þetta. Kemur þar
meðal annars fram að árið 1584 fær
erkibiskupinn í Bremen leyfi til að
versla hér í Grundarfirði og var
útflutningsvara hérlendra aðallega
skreið. Hafði erkibiskupinn rökstutt
umsókn sína um verslunarleyfið
með því að barma sér yfir því að
dýrt væri að kaupa skreið handa
hirð sinni af milliliðunum og því
nauðsynlegt að gera út skip hing-
að, þar sem fiskurinn væri veiddur
og kaupa hann milliliðalaust. Erki-
biskupnum varð hins vegar ekki
langra lífdaga auðið og árið eftir
fékk greifinn af Oldenburg leyfið
hér í Grundarfírði og einnig í Nes-
vogi og Kumbaravogi.
I bæjarskjalasafninu í Oldenburg
er að fínna verslunarbók frá árinu
1585 og er það hin merkilegasta
heimild því þar má sjá hvaða vörur
hérlendir menn tóku út hjá kaup-
mönnunum sem hingað komu.
Kennir þar ýmissa grasa og sjá
má að fataefni hverskyns, hattar,
skyrtur og skór hefur verið keypt
í talsverðum mæli. Einnig voru
búsáhöld keypt, tjara og smíðajárn,
og munaðarvarningur á borð við
bjór og vín, og brennivín, og var
þetta allt greitt með skreið. Þessi
greifi virðist hafa verslað hér til
ársins 1596, en frá þeim tíma og
næstu sex árin virðist sem nýr erki-
biskup í Bremen hafi haft þetta
með höndum."
Ekki grundvöllur
þéttbýlismyndunar
„Á þeim tíma sem einokunar-
verslunin ríkti hér, til ársins 1787,
var verslun hér í Grundarfirði allan
tímann, og undir lok þess tímabils,
18. ágúst 1786, fær staðurinn
kaupstaðarréttindi. Nokkrum árum
seinna, 1807, glatast þessi réttindi
en fást síðan aftur árið 1816 og
haldast þá í tuttugu ár, fram til
ársins 1836, en þa'þótti ekki vera
grundvöllur fyrir þéttbýlismyndun
hérna í firðinum, en slíkt var náttúr-
lega undirstaða þess að hér væri
hægt að hafa kaupstað," segir Ás-
geir. „Reyndar má geta þess að
allir þeir staðir sem fengu kaupstað-
arréttindi árið 1786 misstu þau
aftur nema Reykjavík.
Vorið eftir að Grundarfjörður
fékk kaupstaðarréttindin verslaði
her um skeið fyrirtæki frá borginni
Altona í Þýskalandi. Stóð sú verslun
fram til ársins 1795, en næstu ára-
tugina eftir það voru innlendir
kaupmenn með verslunina, en hún
var mjög smá í sniðum og um 1860
virðist hún með öllu úr sögunni.
Árið 1897 gerist það að löggiltur
er verslunarstaður í Grafarnesi, og
eftir það er verslun hér með ein-
hverjum hætti, þó ekki væri um að
ræða meira en útibú frá versluninni
í Stykkishólmi eða öðrum stöðum.
Verslunarstaðurinn fyrstu ára-
tugina hér á Grundarfirði var á
Grundarkampi, sem svo var kallað-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48