Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1986 Guðrún Sveins- dóttir - Minning Fædd 27. maí 1901 Dáin 21. ágúst 1986 Eg var svo lánsöm, er ég var í Kennaraháskóla íslands, að kynn- ast lítillega Guðrúnu Sveinsdóttur, sem þá var kennari þar. Þótt ekki væri ég nemandi hennar komst ég í snertingu við þá fáguðu listrænu upphafningu og fórnfysi er ein- kenndi kennslu hennar og hug til nemenda. Sem gestur hennar kynntist ég ólíkum en óþrjótandi áhugaefnum hennar, sem henni var þó orðið um megn að sinna og fann hún til þess sárt. — Ég dáðist að þeirri fegurð heimilis hennar, sem aldrei máðist þótt hendinni forlaðist viðhald þess með aldrinum. Er mér þar minnis- stæðust óvenjuleg, djörf og fogur samsetning lita. Með Guðrúnu Sveinsdóttur hverfur enn einn fulltrúi þeirrar menningar, er fegurð og listir fá skapað. Ásgerður Jónsdóttir Hún Gunna frænka er dáin. Guðrún Sveinsdóttir hét hún og var búin að vera lasburða við rúm- ið síðustu árin sem hún lifði. En ég sé hana nú í anda, unga stúlku fulla af lífsgleði og yndisþokka, eins og ég þekkti hana fyrst á heimili afa og ömmu í Sigurhæðum. Guðrún var elsta barnabam séra Matthíasar Jochumssonar. Hún var dóttir Mattheu Matthíasdóttur og Sveins Hallgrímssonar. Þau hjón slitu samvistir og flutti Matthea þá til foreldra sinna með tvö böm sín ung, Guðrúnu og Matthías. Síðar fluttist móðir mín, þegar hún varð ekkja, einnig til foreldrahúsa með okkur þijár dætur sínar. Guðrún var nokkru eldri en við. Hún fór snemma að heiman til Reykjavíkur til móðursystur sinnar Herdísar og manns hennar, Vigfúsar Einarsson- ar skrifstofustjóra í stjómarráði íslands. Guðrún var á heimili þeirra þegar Herdís dó úr spönsku veik- inni. Næsta ár fór Guðrún til Kaupmannahafnar til náms við tón- listarskólann þar í borg og lagði stund á söngnám og píanóleik. Síðar fór hún til frekara tónlistarnáms til Þýskalands. Fyrir okkur systrum var hún frænkan í framandi borg, vafin töfraljóma. Hún kom heim á sumr- in í fríum. Við fómm niður á bryggju til að taka á móti henni. Þar stóð þá á þilfari skipsins fallega búin Kaupmannahafnardama með geislandi bros og persónutöfra, sem entust henni allt lífið. Með henni kom jafnan móðursystir okkar, Halldóra kennslukona frá Reykjavík, einnig í sumarfrí. Þessar konur vom fádæma skemmtilegar. Þær fylltu húsið kátínu og gleði og ekki dró blessuð mamma úr skemmtilegheitunum. Afi og amma vom sæl. Afi var þó alltaf, að mér fannst, að hálfu leyti í sínum innra heimi, sem ekkert fékk raskað. Matthea, sem var létt á fæti, dans- aði um húsið með okkur stelpunum. Það var masað og hlegið fram á nótt og við systumar hlökkuðum til að vakna næsta morgun og heyra Gunnu frænku spila og syngja. Guðrún frænka var á heimili okkar veturinn áður en hún giftist. Þá var afi dáinn fyrir þremur ámm en amma dó í nóvember þann vet- ur. Guðrún hjúkraði ömmu sinni í banalegunni af stakri umhyggju. Gunna frænka var okkur systmm ómetanleg þennan vetur. Hún fræddi okkur og hjálpaði okkur með skólalærdóminn. Hún þýddi og las fyrir okkur skemmtilegar bækur, spilaði og söng. Já, sannarlega átt- um við töfrandi frænku, sem engri var lík. Vorið 1924 giftist Guðrún Vig- fúsi Einarssyni. Þau reistu heimili á Fjólugötu 5 í Reykjavík og þar bjó Guðrún til dauðadags en Vigfús lést árið 1949. Guðrún og Vigfús eignuðust tvö börn, Herdísi kennara í Reykjavík, hún er gift Valtý Pét- urssyni listmálara, og Einar cello- leikara, sem er látinn. Eftirlifandi kona hans er Líney Pálsdóttir. Heimilið á Fjólugötu 5 var merk- isheimili margra hluta vegna. Það var griðastaður margra ættingja. Okkur systrunum stóð það ávallt opið. Þar vom dyggðimar menning, mannúð og heiðarleiki í hávegum hafðar. Það var gestkvæmt á heim- ilinu á Fjólugötu 5. Margir merkir listamenn þjóðarinnar vom þar tíðir gestir, svo og erlendir. Guðrún var mikil tungumálakona. Var hún jafnvíg á dönsku, ensku og þýsku. Talaði einnig og las frönsku. Hún glæddi gestaboð sín með fjöri og hlýju viðmóti, miðlaði af gáfum sínum og viðsýni. Hún var einstök þegar hún tók á móti gestum. Orð- in lágu henni létt á tungu, hún var skemmtin og fáguð í senn. Guðrún og Vigfús vom bæði áhugasöm um garðrækt, enda held ég að sum fegurstu trén í Reykjavík séu í garðinum þeirra. Þau létu byggja blómaskála við húsið og höfðu mikið yndi af blómaræktinni. Guðrún sagðist hafa lært garð- og blómarækt af ömmu sinni á Akur- eyri, þegar hún var unglingur og hjálpaði henni við garðvinnu. Það var alltaf krökkt af fuglum í Fjólugötugarðinum. Vigfús var mikill fuglavinur. Hann fylgdist með háttum þeirra, gaf þeim, blístraði og flautaði til þeirra og talaði þannig við þá. Umhyggjan var ríkur þáttur í fari Vigfúsar. Hann sýndi ekki aðeins fjölskyldu sinni, eiginkonu og börnum um- hyggju heldur öllum sem honum vom tengdir á einhvem hátt. Guð- rún tók upp þá fögm iðju eigin- mannsins að annast smáfuglana. Því hélt hún áfram meðan heilsan entist og hún hafði fótavist. Eigin- lega var fuglamaturinn, undir það síðasta, orðinn mikill hluti af hús- haldinu hjá henni. Það var orðið nokkurs konar ritual eða helgisiður að gefa fuglunum og sjá um að þeir hefðu eitthvað þegar hart var í ári hjá þeim. Næstsíðasta árið sem Vigfús lifði fóm þau hjónin til Suður-Frakk- lands og dvöldust árlangt í Nizza. Þau áttu þar dásamlegan tíma, sem var þeim báðum mikils virði. Guðrún hafði góðar tónlistargáf- ur svo og söngrödd. Hún kom þó ekki oft opinberlega fram á því sviði. Henni lét sérlega vel að túíka þjóðlög og lék þá oft undir á gítar. Eftir að Vigfús dó fór hún að kenna söng við Tónlistarskólann og Kenn- araskóla Islands. Kennslan lét henni einkar vel. Hún var vel menntuð í tónlist og gat miðlað nemendum fróðleik, sem þeim var mikils virði. t Móðir okkar, VALFRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR, andaðist í Landspítalanum 23. ágúst. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju.föstudaginn 29. ágúst kl. 10.30. Blóm vinsamleg- ast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Börnin. t Eiginmaöur minn og faðir minn, ÓLAFUR SVEINSSON frá Stóru-Mörk, andaðist í Borgarspítalanum 27. ágúst. Guðrún Auðunsdóttir, Áslaug Ólafsdóttir. t Utför GUÐRÚNAR SVEINSDÓTTUR, Fjólugötu 5, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. þ.m. kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Herdís Vigfúsdóttir, Valtýr Pétursson, Líney Pálsdóttir, Jóhanna Þórarinsdóttir, Magnús H. Gíslason. t Útför, SIGURBJARGAR B. STEPHENSEN, Ljósheimum 6, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 29. ágúst kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Sigriður M. Stephensen, Steinunn M. Stephensen, Guðrún Magnúsdóttir, Haraldur Bergþórsson, Magnús Þorleifsson, ída S. Daníelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Litla dóttir mín, ELSA KRISTÍN, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 28. ágúst kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Barnaspítala Hringsins eða Árbæjarkirkju. Auður Ósk Aradóttir. t GUÐMUNDUR J. LUDVIGSSON forstjóri, Tjarnarstíg 7, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 29. ágúst kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Rauöa Kross íslands. Guðbjörg K. Guðjónsdóttir, Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, Bergur Felixson, Rósa Guðmundsdóttir, Ludvig Guðmundsson, Maria S. Guðmundsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Gunnar Þór Guðmundsson, Jóna Borg Jónsdóttir, Einar Benediktsson, Heiða Eli'n Jóhannsdóttir, Anna Nielsen og barnabörn. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HALLDÓRS GÍSLASONAR frá Kambshól, Brekkugötu 14, Hvammstanga, ferfram frá Hvammstangakirkju laugardaginn 30. ágúst kl. 14.00. Elínborg Halldórsdóttir, Jón Halldórsson, Jóhanna Þórarinsdóttir, Elísabet Halldórsdóttir, Sigfús ívarsson og barnabörn. t Maöurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, JES FRIÐRIK JESSEN, Borg, Mosfellssveit, er lóst 22. ágúst, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju fimmtu- daginn 28. ágúst kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á vinnuheimiliö að Reykjalundi. Kristianna Jessen, Flemming Jessen, Örlygur Jessen, Kristin I. Baldursdóttir, Astrid Bárdesen, og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför JÓNS BJÖRNSSONAR, Hjarðarhlíð 5, Egilsstöðum. Anna Grímsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ragnar Björnsson, Guðrfður Jónsdóttir, Höskuldur Jónsson, Auður Jónsdóttir, Helgi Árnason, Guðný Jónsdóttir, Völundur Jóhannesson, Sigrfður Jonsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson, Ásdfs Jónsdóttir, Hallbjörn Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför GUÐMUNDU KRISTJÁNSDÓTTUR, (safirði. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Hermannsson, Herborg Júnfusdóttir, Ása Hermannsdóttir, Ingibjörg Hermannsdóttir, Guðmundur Halldórsson, og aðrir vandamenn. t Þökkum innilega hlýhug og hjálp sem okkur var sýnd við andlát og útför sonar okkar og bróður, GILBERTS JÚLÍ ÞRÁINSSONAR, Þórsgötu 1, Patreksfirði. Guð blessi ykkur öll. Erla Hermansen, Þráinn Hjartarson, Hervör Þráinsdóttir, Hjörtur Þráinsson, Jóhann Daníelsson. Lokað Skrifstofur Flugmálastjórnar verða lokaðar í dag frá kl. 14.00, fimmtudaginn 28. ágúst, vegna jarðarfarar SIGURÐAR JÓNSSONAR flugmanns. Flugmálastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.