Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986 Dóms- og kirkjumálaráðherra: Ekkí ástæða til að vefengja áritun endurskoðandans MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi bréf Jóns Helgason- ar dóms- og kirkjumálaráðherra, til Hjálparstofnunar kirkjunnar: „Kirkjumálaráðherra hefur borist. bréf yðar dags. 27. september sl., þar sem þess er farið á leit við kirkjumálaráðherra að hann hlutist til um að Ríkisendurskoðun rann- saki bókhald og reikningsskil Hjálparstofnunar kirkjunnar fyrir árin 1984 og 1985, „ef ástæður þykja til vefengingar áritunar lög- gilds endurskoðanda stofnunarinn- ar“. Með bréfi dags. 29. september sl. óskaði ráðuneytið umsagnar ríkisendurskoðanda um þetta er- indi. Umsögn rfkisendurskoðanda barst ráðuneytinu nú ( dag, 30. september. í umsögn sinni segir ríkisendurskoðandi eftirfarandi: „Áritun hins löggilta endurskoð- anda stofnunarinnar er án nokkurs fyrirvara. Auk þess hefur endur- skoðandinn gefið yfirlýsingu dags. 25. þ.m., sem fylgdi bréfi yðar, þar sem fram er tekið að þeim athuga- semdum og ábendingum, sem hann hafi komið á fi-amfæri, hafi verið sinnt á fullnægjandi hátt.“ í fram- haldi af þessu segir rfkisendurskoð- andi að hann telji því ekki ástæðu til að vefengja áritunina. Kirkjumálaráðherra fellst að sjálfsögðu á álit rfkisendurskoðanda varðandi þetta atriði, og eru því ekki efni til frekari aðgerða vegna erindis í bréfi stofnunarinnar 27. september sl. Kirlq'umálaráðherra lýsir sig hins vegar reiðubúinn til að aðstoða Hjálparstofnun kirkjunnar, eins og kostur er, við að upplýsa staðreynd- ir um starfsemi stofnunarinnar, þannig að það trúnaðartraust sem almenningur í landinu hefur borið til hjálparstarfs kirkjunnar bíði ekki varanlegan hnekki af.“ Hjálparstofnun kirkjunnar: Biður ráðherra um rannsóknarnefnd — opnar gíróreikning sinn fyr- ir söfnunina „Flóttamenn ’86 STJÓRN Hjálparstofnunar kirkj- unnar ákvað í gær að taka þátt í sameiginlegri söfnun Norður- landanna, Flóttamenn ’86, með þvi að opna gíróreikning stofn- unarinnar. Þá hefur stjómin óskað eftir þvi að dóms- og kirkjumálaráðherra skipi nefnd til að yfirfara gjafir til verkefna stofnunarinnar og ráðstöfun stofnunarinnar á þeim. Hér fer á eftir bréf stjómar Hjálparstofnunar kirkjunnar til Jóns Helgasonar, dóms- og kirkju- málaráðherra, en bréfið er undirrit- * að af Erling Aspelund, stjómar- formanni og Guðmundi Einarssyni, framkvæmdastjóra. „Um leið og stjóm Hjálparstofn- unar kirkjunnar þakkar viðbrögð ráðherra við bréfi okkar hinn 27. þ.m., þar sem þess er óskað að Ríkisendurskoðun rannsaki bókhald og reikningsskil stofnunarinnar fyr-1 ir árin 1984 og 1985, fagnar; stjómin framkomnu áliti Ríkisend-1 urskoðanda, að ekki sé ástæða til að vefengja áritun löggilts endur- skoðanda Hjálparstofnunar kirkj- unnar. Stjómin fagnar ennfremur að kirkjumálaráðherra er sammála niðurstöðu Rfkisendurskoðanda og sjái því ekki efni til frekari aðgerða vegna umrædds bréfs okkar. Stjómin þakkar kirkjumálaráð- herra framkomið boð hans um að aðstoða Hjálparstofnun kirkjunnar eins og kostur er við að upplýsa staðreyndir um starfsemi stoftiun- arinnar, þannig að það trúnaðar- traust, sem almenningur f landinu hefur borið til hjálparstarfs kirkj- unnar bíði ekki varanlegan hnekki af framkomnum blaðaskrifum, þess efnis stofnunin misfari með gjafafé almennings. Til þess að engum vafa sé undir- orpið, hvemig Hjálparstofnun kirkjunnar ráðstafar Qármunum almennings til stofnunarinnar, för- um við þess hér með einlæglega á leit við yður, herra ráðherra, að þér skipið nú þegar neftid, sem yfirfari gjafir til verkefna stofnunarinnar og ráðstöfun stofnunarinnar á þeim. Þá hefur stjóm Hjálparstofnunar kirkjunnar tekið þá ákvörðun á fundi sfnum f dag að taka þátt f fyrirhugaðri sameiginlegri söfnun Norðurlandanna, Flóttamenn ’86, með því að opna gíróreikning stofn- unarinnar nr. 20005-0 fyrir fram- lögurn." Rauði krossinn tekur við framlög- um til flóttafólks MORGUNBLAÐINU hefur boríst eftirfarandi fréttatilkynning frá Rauða krossi íslands: „Sameiginlegri fjársöfnun Rauða kross íslands og Hjálparstofnunar kirkjunnar sem vera átti nk. sunnu- dag, hefur verið frestað að ósk Hjálparstofnunarinnar. Þriggja klukkustunda dagskrá sem vera átti í sjónvarpinu á sunnudagskvöld fellur því niður. Rauði kross íslands mun hins vegar taka við framlögum þeirra sem leggja vilja fram fé til styrktar bágstöddu flóttafólki og því verða öll framlög sem berast f Hjálparsjóð félagsins næstu tvær vikur látin renna óskert til Flóttamannastofn- unar Sameinuðu þjóðanna. Gfróseðlar Hjálparsjóðs Rauða krossins liggja frammi f flestum bönkum og sparisjóðum landsins. Gírónúmerið er 90000-1, nítíu þúsund, strik, einn.“ Sögulegar sættir. Forystumenn Alþýðuflokksins og hins nýstofnaða Félags fijálslyndra jafnaðarmanna á fundi með fréttamönnum i gær. Flokksstjómarfundur Alþýðuflokksins: Samþykkti inntökubeiðn- ina einróma með lófataki „Sögulegar sættir“, segir Jón Baldvm Hanmbalsson Á flokksstjómarfundi Alþýðu- flokksins, sem haldinn var síðdegis í gær, lagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, fram formlega beiðni hins nýstofnaða Félags fijáls- lyndra jafnaðarmanna um inn- töku í Alþýðuflokkinn. Var inntökubeiðnin samþykkt ein- róma með lófataki. „Það var ljóst á fundinum að menn toldu þetta vera stóra stund í sögu Alþýðuflokksins. Þetta voru sögulegar sættir", sagði Jón Bald- vin f samtali við Morgunblaðið að loknum flokksstjómarfundinum. „Með þessu hefur þróuninni verið snúið við. Alþýðuflokkurinn hefur klofnað oftar en aðrir flokkar, en nú er stigið fyrsta skrefið í átt til sátta og sameiningar. Ég lít á þetta sem áfanga að því markmiði að Alþýðuflokkurinn verði forystu- flokkur vinstra megin við' miðju íslenskra stjómmála og flöldahreyf- ing jafnaðarmanna með atfylgi þjóðarinnar í líkingu við það sem tíðkast annars staðar á Norðurlönd- um“, sagði formaður Alþýðuflokks- ins. Foiystumenn Alþýðuflokksins og hins nýstofnaða Félags fijálslyndra jafnaðrmanna efndu til fundar með fréttamönnum í gær þar sem gerð var grein fyrir sameiningunni og aðdraganda hennar. Stefán Bened- iktsson, alþingismaður, greindi m.a. frá atburðum á fundi Bandalags jafnaðarmanna f fyrrakvöld þar sem ákveðið var að ganga til liðs við Alþýðuflokksinn. Sagði Stefán að ástæða þess að ákveðið hefði verið að stíga þetta skref núna væri sú, að Alþýðuflokkurinn hefði verið að breytast að undanfömu og gmn- dvöllur hefði nú skapast fyrir samræmingu pólitískra stefnumiða Bandalags jafnaðramanna og Al- þýðuflokksins. Það starfsfólk sjónvarpsins sem hefur unnið þar frá umihafl var heiðrað með gjöfum f afmælis- boðinu. Talið frá vinstrí: Sigurður Einarsson, Auðbjörg Ogmundsdóttir, Tage Ammendrup, Sverrir Kr. Bjarnason, Ingvi Hjörleifsson, Pétur Guðfinnsson og Auður Óskarsdótdr. Fjarstaddir voru þeir Orn Sveinsson, Friðgeir Alfreðsson og Þórður Kristjánsson. Sjónvarpið 20 ára SJÓNVARPH) héh f gær upp á tvitugsafmæli sitt f húsakynn- um sínum að Laugavegi 174. Var þar gömlu og nýju starfs- fólki boðið upp á afmælistertu og aðrar veitingar. Markús Öm Antonsson, útvarps- stjóri, Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, Pétur Guð- finnsson, framkvæmdasfjóri sjónvarpsins og Ragnheiður Valdimarsdóttir, formaður starfs- mannafélags sjónvarpsins fluttu ávörp í tileftii dagsins. í ræðu sinni minntist útvarps- stjóri m.a. upphafs og aðdraganda sjónvarpsreksturs á íslandi og þeirrar tortryggni sem gætti í garð sjónvarpsins á fyrstu ámm þess. Taldi hann sjónvarpið hafa sýnt að þessar úrtöluraddir hefðu haft rangt fyrir sér og sjónvarpið nú betur í stakk búið en nokkum tfmann áður til að gegna hlut- verki sínu. Opinber gestur sjónvarpsins á afmæli þess var Sverrir Her- Morgunblaðið/Þorkell Sverrír Hermannsson, menntamálaráðherra, fær sér fyrsta bitann af afmælistertu sjónvarpsins. Markús örn Antonsson, útvarps- stjórí, og Pétur Guðfinnsson, framkvæmdastjórí sjónvarpsins, bfða átekta. mannsson, menntamálaráðherra, Um kvöldið hélt síðan mennta- og vom honum sýnd húsakynni málaráðherra hóf fyrir starfs- sjónvarpsins og tækniútbúnaður. menn sjónvarpsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.