Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 272. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986
tffgtmlrlftfeifc
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstrætt 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Askriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö.
„Eyðni er ógnun"
yðni (alnæmi) er alvar-
leg ógnun við heilbrigði
áúsunda Islendinga. Fyrir tæp-
um tveimur árum var þessi
sjúkdómur óþekktur hér á landi.
Nú er vitað um 29 manns, sem
eru smitaðir af eyðni, en talið
er að 200—300 aðrir séu smitað-
ir. Fræðilega séð getur hver sem
er smitast af eyðni en þeir, sem
lifa einlífí eða með einum
lífsförunaut, eiga ekki að öllu
jöfnu að vera í hættu."
Þannig hefst grein Ólafs 01-
afssonar, landlæknis, í blaðauka
Morgunblaðsins um síðustu
helgi, sem er upphaf kynning-
arátaks heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytisins „til að verjast
útbreiðslu alnæmissjúkdómsins
á íslandi. Blaðaukinn er framlag
Morgunblaðsins til þessarar
kynningar. í kjölfarið verður
kynning í öðrum fjölmiðlum,
auglýsingar, útgáfa bæklinga,
kynning í skólum og á vinnu-
stöðum," eins og segir í hvatn-
ingarorðum        Ragnhildar
Helgadóttur,    heilbrigðisráð-
herra, í blaðaukanum.
Ekki þarf að eyða mörgum
orðum að þessari nýlega til-
komnu drepsótt (alnæmi, eyðni,
ónæmistæringu), sem er veiru-
sýking á lokastigi og leggur
ónæmiskerfi líkamans í rúst,
svo mikla fréttaumfjöllun sem
hún hefur þegar fengið. Drep-
sóttin hefur víða breiðst hratt
út. Tugþúsundir sjúklinga eru
þegar skráðir, en sýkingin er
margfalt útbreiddari en þær
tölur gefa til kynna. Sjúk-
dómurinn hefur þegar greinst í
rúmlega 70 löndum í öllum
heimsálfum; fer víða eins og
eldur í sinu, t.d. í Mið-Afríku.
Yfírgnæfandi meirihluti skráðra
sjúklinga er hinsvegar í Banda-
rflgunum.
I októbermánuði síðastliðnum
höfðu 29 einstaklingar fundist
með smit af völdum veirunnar
hér á landi. Flestir vóru úr svo-
kölluðum áhættuhópum, þ.e. úr
hópum homma eða eiturlyfja-
sjúklinga, en fræðilega séð
getur hver sem er smitast —
og 7% sýktra einstaklinga hér
vóru utan þessara hópa.
Þegar hafður er í huga ferill
(aukning) ónæmistæringar með
öðrum þjóðum er ástæða til að
óttast verulegan vöxt drepsótt-
arinnar hér á landi, ef ekki
koma til skipulegar varnir og
almenn varúðarvakning. Þess
vegna ber að fagna því að heil-
brigðis- og tryggingaráðuneytið
hefur hafið víðtækt kynningar-
átak til að hamla gegn út-
breiðslu alnæmis hér á landi.
f blaðauka Morgunblaðsins,
sem hér er vitnað til, er lögð
megináherzla á þrennt:
*  1) Að engin lækning er til,
enn sem komið er, við ónæmis-
tæringu.
*  2) Að helzta vörn fólks gegn
sýkingu felst í lífsmáta þess,
þ.e. að forðast lauslæti og
skyndikynni, þar eð helzta smit-
leið alnæmis eru kynmök við
sjúkan einstakling.
*  3) Aðgerðir gegn fíkniefnum
eru og taldar til varna gegn
eyðni, en „sameiginleg notkun
sprautunálar" telst mikill
áhættuþáttur.
Landlæknir segir í í grein
sinni, „Eyðni er ógnun", að heil-
brigðisyfirvöld hafi haldið uppi
mikilli fræðslu um þennan sjúk-
dóm, en hún verði nú stóraukin.
Fræðslu verði haldið uppi í efstu
bekkjum grunnskóla, fram-
haldsskólum og á vinnustöðum,
sérstaklega þar sem yngra fólk
starfar. Auk þess verði sendir
fræðslubæklingar til allra á
aldrinum 15—24 ára, auk fólks
í svonefndum áhættuhópum.
Aðalinntak fræðslunnar verður
um áhættuhegðun og vamir
gegn sýkingu. Morgunblaðið
hvetur almenning til að Ijá þessu
fræðsluátaki lið, ekki sízt ungt
fólk, sem horfir fram á viðsjála
tíma, hvað þessa lífshættulegu
sótt varðar.
Kynningarátakið, sem er fyr-
irbyggjandi aðgerð, skiptir að
sjálfsögðu miklu máli. En fleira
kemur til. Sjúkrastofnanir hafa
þegar þurft og verða fyrirsjáan-
lega enn frekar að búa sig undir
að mæta því aukna álagi á heil-
brigðiskerfið, sem ónæmistær-
ing hefur óhjákvæmilega í för
með sér, bæði að því er varðar
meðferð sýktra einstaklinga og
sóttvarnir. Sá viðbúnaður hefur
þegar krafizt og á enn eftir
krefjast mikils kostnaðar í hús-
næði, búnaði, tækjum og starfs-
fólki. Þar kemur til kasta
fjárveitingavaldsins, því fjár-
munir eru afl þeirra hluta, sem
gera skal, hér sem annars stað-
ar.
Meginmálið er þó fyrirbyggj-
andi aðgerðir. Þær hefur hver
og einn að hluta til í hendi sér.
Fræðsluherferð ráðuneytisins er
nauðsynlegt átak til að gera
fólki grein fyrir alvöru málsins
og persónulegri ábyrgð hvers
og eins í fyrirbyggjandi vörnum.
Ráðstef na Arkitektaf élags íslands:
Umhverfið mótar maj
BIFREIÐASTÆÐI og aðkoma að
míðborginni voru meðal helstu
umræðuefna á ráðstefnu Arki-
tektafélagsins um „Miðborgir,
mannlíf og mannvirki", sem
haldin var í Norræna húsinu um
helgina. Meðal annars kom fram
sú hugmynd að byggð yrði brú
yfir hafnarmynnið milli Ingólfs-
garðs og Norðurgarðs, sem
tengdi Skúlagötu við Granda-
garð. í framsöguerindunum var
fjallað um þróun miðborga og
hlutverk þeirra. Höfundar Kvos-
arskipulagsins kynntu hugmynd-
ir sína og svöruðu fyrirspurnum.
Morabondi
Sveinn Einarsson leikstjóri
ávarpaði ráðstefnuna í upphafi og
lýsti viðhorfi sínu til þeirra skipu-
lagshugmynda sem unnið hefur
verið eftir í Reykjavík á undanförn-
um áratugum. Hann benti á að
umhverfið er það sem mótar fólk
og því ætti það helst að vera í sam-
hljómi við náttúruna. í borginni
Morabondi, sem hann sagði vera á
sömu breiddargráðu og Reykjavík,
hefðu íbúarnir lítinn áhuga á úti-
samkomum og því væru þar fá torg.
Samkomustaðir og stofnanir væru
dreifðir um alla borgina en flugvöll-
ur í henni miðri til að skapa spennu.
Á nesjum og við sjó þar sem útsýni
er frá borginni eru byggðar verk-
smiðjur sem byrgja mönnum sýn
svo að þeir glepjist ekki á að leggj-
ast í gón. „Sömuleiðis er hægt að
leggja þar hraðbrautir. Líka inn í
gömul gróin sögufræg hverfi, það
er til dæmis hægt að gera með því
að taka af gróðri eða vötnum og
tjörnum ef svo óheppilega vill til,
að eitt slíkt hefur slæðst inn í lands-
lagið þrátt fyrir skipulagið," sagði
Sveinn meðal annars.
Viðkvæm svæði rúma
ekki tilraunir
í erindi sínu um „Borgarskipulag
í sögulegu samhengi", rakti Stefán
Thors skipulagsstjóri ríkisins þróun
skipulagshugmynda frá iðnbylting-
unni til okkar daga. Hann benti á
að í skipulagsvinnu þyrfti að taka
tillit  til  hagrænna,  félagslegra,
Skipulag Kvosarinnar var til umræðu á ráðstefnu Arkitektafélags íslands u
sögulegra og listrænna þátta. „Það
er því augljóst að hér er um gríða-
lega flókið verkefni að ræða sem
krefst opinnar umræðu og rök-
studdrar stefnumörkunar stjórn-
málamanna áður en endanleg
ákvörðun er tekin. Á viðkvæmum
svæðum er ekki rúm fyrir tilraunir
því eftir að framkvæmd áætlunar
er hafin er ekki auðveldlega aftur
snúið," sagði Stefán. Hann sagði
að því yrði að vera ljóst að hverju
ætti að stefna með skipulagi mið-
borga. Stundum vildi gleymast
hversu langt er frá samþykktri
skipulagsáætlun að fullbyggðum
raunveruleika. Semja þurfi við lóð-
areigendur og lóðarhafa og
samkomulag að nást milli þeirra
innbyrðis. Þá þarf ákveðna eftir-
spurn svo að fjármagnseigendur
sjái sér hag í uppbyggingun og vilja
yfirvalda rikis og sveitarfélaga til
að  taka  þátt  í  framkvæmdum.
„Þetta vekur upp spurningar um
stjórntæki, hvort hægt sé að stjórna
þróun í uppbyggingu miðborga eða
hvort þar ráði önnur lögmál," sagði
Stefán.
Kenningar um myndun
miðborga
Bjarni Reynarsson landfræðing-
ur og deildarstjóri hjá Borgarskipu-
lagi Reykjavíkur talaði um
miðborgir og borgarskipulag. Hann
rakti þætti úr skipulagssögu
Reykjavíkur, gerði grein fyrir land-
notkun og þróun verslunar. Einnig
fjallaði hann um nýtt aðalskipulag
fyrir Reykjavík sem nú er verið að
kynna.
Haukur Viktorsson arkitekt flutti
framsögu um miðbæjarhverfi og
skýrði Dynapoliskenningu Doxiades
um þróun miðborga og rakti sögu
Reykjavíkur í ljósi þessarar kenn-
ingar. í lokin varpaði hann fram
hugmynd um framtíðarskipulag
verslunar á höfuðborgarsvæðinu
þar sem leiðin Grjótaþorp - Hlemm-
ur mynda einn þéttan verslunarás.
Við gatnamót Kringlumýrarbraut-
ar,  Laugavegar  og  Suðurlands-
Kaldrananeshreppur:
Stefnt er að fækkun
skóla í hreppnum
Akveðið að reikna dráttarvexti af vanskilum þinggjalda
Laugarhóli, Strandasýslu
Hreppsnefndarfundur í hinni
nýju hreppsnefnd Kaldrananes-
hrepps var haldinn á fimmtu-
dagskvöldið og var það þriðji
fundur kjðrtímabilsins og um
marga hluti sögulegur. Var hann
haldinn í félagsheimilinu Daldri
að Drangsnesi.
Þetta er í fyrsta sinni sem hald-
inn er hreppsnefndarfundur hér
fyrir opnum dyrum. Hann var þó
tæpast í heyranda hljóði, því
hreppsnefnd sat við borð inn við
svið hússins en tveimur stólaröðum
fyrir áhorfendur var komið fyrir
frammi við dyr. Nægði það hvergi
nærri fyrir áhorfendur en þeir voru
yfir 20 og ur'u því sumir að standa.
Gerðu áhorfendur stax í upphafi
athugasemdir við að ekkert heyrðist
til hreppsnefndarmanna en þá frá-
bað oddvitinn sér sérhverja truflun
á fundinum. Flutti sig þá kona ein
fram á gólfið áreitnilaust.
Þriðja mál á dagskrá var bréf frá
23 íbúum hreppsins þar sem farið
var fram á að hreppsnefndarfundir
yrðu auglýstir og haldnir fyrir opn-
um dyrum, og var vísað um það til
sveitarstjórnarlaga. Var því erindi
vel tekið og ákveðið að svo skyldi
vera framvegis og fundir auglýstir
með dagskrá.
Fjórða mál fjallaði um að setja
upp varmadælur til kyndingar skól-
ans og félagsheimilsins á Laugahóli
en þar er nú kynt með rafmagni
þó jarðhiti sé á staðnum. Með þessu
væri hægt að spara 156.000 kflo-
vattstundir á ári en svona hefur
verið kynt þar frá árinu 1972. Var
oddvita falið að athuga það mál,
samanber ennfremur tillögur um
sparnað  við  skólarekstur  síðar.
Lánsfé til framkvæmdanna er fyrir
hendi.
Nú fluttu tvær konur sig nær
fundarmönnum til að heyra betur
mál þeirra. Varð þá einum hrepps-
nefhdarmanni að orði: „Viltu ekki
bara fá þér sæti hérna við borðið
hjá okkur?"
Fimmta mál var erindi skóla-
nefndar Drangsnesskóla varðandi
viðbyggingu við skólann. Er form-
aður skólanefhdar hafði reifað
málið urðu nú í fyrsta sinn umræð-
ur á fundinum. Taldi hún ekki rétt
að notað hefði verið fé af fjárveit-
ingu til Drangsnesskóla til sund-
skýlabygginar við Klúkuskóla.
Svaraði oddviti því að þetta hefði
verið gert sökum þess að á Drangs-
nesi hefðu menn ekki verið í stakk
búnir að nota þá fjárveitingu sem
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72