Morgunblaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, VJDSHPn/JOVINNUIÍF FTMM'fUDAGUR 18. DESEMBER 1986 B 5 Nýsköpun Tæknigarðar á Islandi orðnir tímabærir - segir í áliti starfshóps á vegum Rannsóknarráðs HUGMYNDIR hafa vaknað um að setja á lag-girnar hér á landi í tengslum við Háskóla íslands og rannsóknarstofnanir svo- nefnda tæknigarða. Fjallað hefur verið um þessa hugmynd I starfshópi á vegum Rannsókn- arráðs ríksins, sem komist hefur að þeirri niðurstöðu að stofnun tæknigarða sé tímabær og jafn- framt hafa borgaryfirvöld sýnt málinu áhuga. Tæknigarður er húsnæði í nábýli við rannsóknarstofnun, og er það leigt undir nýsköpunarfyrirtæki á vegum rannsóknarstofnunarinnar. Hér hefur ýmist verið um að ræða ný fyrirtæki, sem sprottin eru beint úr stofnun starfseminnar eða utan- aðkomandi fyrirtæki, er vilja njóta samvista við rannsóknimar, eða þróunardeildir gróinna fyrirtækja sem starfa vilja í sama andrúms- lofti. Með slíkum tæknigörðum er þess vænst að árangur rannsókna skili sér einna fljótast í nýrri at- vinnustarfsemi. Þá er markmiðið að mynda stóra einingu á viðkom- andi fræðasviði sem staðið geti undir sameiginlegum þörfum tækja, bóka, þekkingar og þjónustu. Ekki er gert ráð fyrir að nein atvinnu- starfsemi sé til langframa í tækni- garðshúsnæði. Um leið og verkefni eru komin jrfir þróunarstig og hefur leitt til reglubundinnar framleiðslu, á það að víkja. Góð reynsla hefur yfírleitt verið erlendis af tæknigörð- um sem þessum, að því er fram kom í umræðum innan starfshópsins á ársfundi Rannsóknarráðsins. Fram kom innan starfshópsins að uppi eru hugmyndir í Háskólan- um um tæknigarð á sviði rafeinda- tækni, tölvutækni og hugbúnaðar- gerðar í tengslum við Raunvísinda- stofnun og Reiknistofnun HÍ. Fullyrt var að þar yrði strax í upp- hafí not fyrir húsnæði upp á nokkur hundruð fermetra. Kæmu þar eink- um til verkefni og fyrirtæki sem eiga rætur sínar að rekja til starf- semi Háskólans á umræddum sviðum. Sumpart er slík starfsemi þegar til eða kæmist á laggimar um leið og hentugt húsnæði feng- ist. Janframt var talið að nokkur hugbúnaðarfyrirtæki utan skólans mjmdu vilja flytja í slíkt sambýli. Þá var talið líklegt að gagn væri að slíkri fyrirtækjafóstrun í tengsl- um við Rannsóknarstofnun fískiðn- aðarins og nefnd ákveðin matavælafyrirtæki sem mjmdu vilja nýta sér hana. Ennfremur var bent á ýmis svið líftækniframleiðslu sem bersýnilega hefðu gagn af nábýlinu við við viðkomandi rannsóknastofn- anir. Þá kom fram hjá þátttakanda úr atvinnulífínu að starfandi fyrir- tæki kjmnu að sjá sér hag í því að geta látið nýmælaþróun fara fram í í tæknigarðsumhverfí, ekki aðeins til að nýta samvistir við rannsóknar- stofnun heldur væri oft æskilegt fyrir fyrirtæki að nýmælaþfounin færi fram í öðm umhverfi en hin hefðbundna starfsemi. All miklar umræður spunnust um það hversu brýnt væri að tækni- garður væri í nábýli við viðkomandi rannsóknarstofnun og hvað nálægð merkti í því tilfelli. Háskólamenn í hópnum lögðu mikla áherslu á ná- lægðina. Töldu þeir æskilegast að tæknigarðsbúar og rannsóknar- menn hefðu t.d. sameiginlega kaffístofu. Varðandi tæknigarð á sviði tölvutækni höfðu þeir í huga að háskólastarfsemin væri í sama húsi ogtæknigarðsstarfsemin. Rök- in voru helst þau að einingar hér væru það smáar að ekki veitti af að slá mönnum saman og skapa þannig örvandi andrúmsloft. Ýmsir aðrir töldu of mikið gert úr nauðsyn nálægðarinnar. Hins vegar voru menn sammála um að í tæknigarði þyrfti að vera sameiginleg þjónusta, svo sem sameiginleg skrifstofa, matstofa og verkstæði og boðið upp á sameiginlega bókhaldsþjónustu. Var bent á fyrirkomulag í Sunda- borg sem fyrirmynd í þessu sambandi. Rætt var um hvemig staðið skyldi að fjármögnun á byggingu tæknigarða. Þar sem gengið er út frá að fyrirtæki í tæknigarði greiði eðlilega húsaleigu og standi undir : SHANNON: : datastor : Allt á sínum staö meö :shannon: :datastor: skjalaskáp Ef einhver sérstök vörzluvandamál þarf aö leysa biöjum viö viökomandi góöfúslega aö hafa samband viö okkur sem allra fyrst og munum viö fúslega sýna fram á hvernig íkdHHOH skjalaskápur hefur „allt á sínum staö". : Útsölustaðir: ; Reykjavík; ólalur Gíslason & co. h/f, Kopavogur; Gísli J. Johnsen. Keflavík; Bókabúö Kellavikur. Akranes; Ðókaversl. Andrés Nielsson h/l ísafjörður; Bókaverslun Jónasar Tómassonar Akureyri; Bókval. bóka- og ritfangaverslun. Husavík; Bókaverslun Þórarins Stefanssonar Eskifjöröur; Elias Guðnason, verslun Egilsstaðir; Bókabúóin Hlöðum OlASftíS OÍ-Sl.ASOM 4 CO. ilf. SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 sameiginlegum kostnaði og því bent á að eins og hlutfall er hér milli markaðsvaxta og markaðsleigu, þá sé hér ekki unnt að reisa hús fyrir lánsfé sem húsaleiga standi undir. Því þjrfti að koma til eitthvert það framlag sem ekki væri krafíst mik- illar ávöxtunar að. Hvað varðaði tölvutæknigarð virtist hins vegar einsýnt að atvinnulífíð væri fúst til að leggja fram nokkurt fé til að tryggja tilvist hússins. Janframt væri athugað með þáttöku borgar- innar í því að örva nýsköpun í atvinnulífínu með einhverri aðstöð og eins og áður er getið hafa borg- aryfírvöld sýnt málinu áhuga. Niðurstaða starfshópsins er því að tímabært sé að koma hér á lagg- imar tæknigarði. Einkum var bent á tvö svið í þessum sambandi. Ann- ars vegar tæknigarð undir tölvu- og rafeindatækni í tengslum við Háskólann og hins vegar aðstöðu fyrir vöruþróun í fiskiðnaði og öðr- um matvælaiðnaði í sambandi við Rannsóknarstofnun fískiðnaðarins. Yfírleitt töldu menn nauðsynlegt að ná- eða sambýli væri með tækni- garðsstarfseminni og viðkomandi rannsóknarstarfsemi, amk. varð- andi tölvutæknihúsið. Þá var talið að eitt húsnæði væri ekki nóg. Bjóða þjrfti upp á nokkra sameigin- lega þjónustu. Ekki var talið útilok- að að reisa mætti tæknigarð alfarið fyrir lánsfé en þó talið æskilegra að stilla húsaleigu i hóf með ein- hveijum framlögum til stofnkostan- aðar. Kaupskip Eimskip selur Irafoss EIMSKIPAFÉLAG íslands hef- ur selt írafoss til Grikklands og var skipið afhent fulltrúa kaupandans í Danmörku nú fyrr í vikunni. Kaupverð skips- ins var um 20 milfjónir króna. írafoss er eitt fjögurra skipa sem Eimskip eignaðist við gald- þrot Hafskips. Þijú skipanna, þau sem áður hétu Selá, Skaftá og Rangá og voru öll systurskip, hafa nú öll verið seld. Fjórða skip- ið sem nú heitir Laxfoss, er hins vegar enn í flutningum fyrir Eim- skip. Irafoss var í sumar aðallega í bílaflutningum til landsins. Það er byggt 1971 og var með alls um 2800 tonna burðargetu. HLUIABREF Kaupum og seljum hlutabréf Hlutafélag Kaupgengi* Sölugengi* Eimskipafélag íslands hf 2,18 2,30 Flugleiðirhf 2,18 2,30 Iðnaðarbankinn hf 1,25 1,32 Verslunarbankinn hf 1,10 1,15 Hlutabréfasjóðurinn hf — 1,0125 SKfiTTRFSLflTTUR Kaupendum hlutabréfa skal bent á, að samkvæmt stjómarfrumvarpí verður heímill frádráttur vegna hlutabréfakaupa í ár kr. 44.540 hjá einstaklingum og kr. 89.080 hjá hjónum. * Að lokinni ákvörðun um útgáfu jöfnunarhlutabréfa FJARFESTINGARFEIAGIÐ UERÐBRÉFAMARKAÐURINN Hafnarstræti 7 101 Reykjavík (91) 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.