Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 34
Frá vigsluathöfninni, frá vinstri: Pálmi Matthíasson, sóknarprestur, hr. Pétur Sigurgeirsson biskup, Sigurður Guðmundsson vígslubiskup og Birgir Snæbjömsson prófastur. Glerárkirkja vígð FYRSTI hluti Glerárkirlgu var vígður á sunnudaginn. Það var biskup- inn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, sem vigði kirkjuna og prédikaði — en hann var sem kunnugt er í áratugi sóknarprestur i Akureyrarprestakalli. Sóknarprestur Glerársóknar, séra Pálmi Matthíasson, þjónaði fyrir altari ásamt biskupi, og við altarisgöngu voru séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup og séra Birgir Snæbjömsson prófastur. Flytjendur tónlistar við þessa athöfn voru: Kirkjukór Lögmanns- hlíðarsóknar og söng Margrét Bóasdóttir, sópran, einsöng, Waclaw Lazars flauta, Atli Guð- laugsson, trompet, Norman H. Dennis, komet og trompet, Gréta Baldursdóttir, fiðla, Lilja Hjalta- dóttir, fíðla, Hulda Garðarsdóttir, selló, auk nemenda úr Tónlistar- skólanum á Akureyri. Stjómendur og organistar vom feðgamir Askell Jónsson ogJón Hlöðver Áskelsson. Við athöfnina á sunnudag voru frumfluttir tveir sálmar. Textinn við þann fyrri er eftir Kristján frá Djúpalæk en lagið eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Textann við síðari sálm- inn gerði Sverrir Pálsson skólastjóri en Áskell Jónsson gerði lagið. Glerárprestakall var formlega stofnað haustið 1981; í því em tvær sóknir, Lögmannshlíðarsókn og Miðgarðssókn í Grímsey. Fyrsta prestskosning fór fram 6. desember 1981 og var séra Pálmi Matthíasson skipaður sóknarprestur 1. janúar 1982. Núverandi byggingamefnd Glerárkirkju var skipuð á fundi sóknamefndar 22. nóvember 1983, en fyrri byggingamefndir höfðu þá unnið undirbúningsstarf. Glerárkirkja á sunnudaginn. Ingi Þór Jóhannsson formaður bygginganefndar kirkjunnar. Marinó Jónsson formaður sókn- arnefndar. Fóðurverksmiðja ístess hf. í Krossanesi gangsett í dag: Utflutningur til Færeyja grundvöllur verksmiðjunnar - segir Guðmundur Stefánsson framkvæmdastjóri „VIÐ EIGUM í harðri samkeppni, en stöndum traustum fótum á markaðnum. Við höfum mikla þekkingu og góða vöru og höfum ekkert að óttast,“ sagði Guðmundur Stefánsson framkvæmdastjóri ístess hf. á Akureyri í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. ístess hf. er að byggja fóðurverksmiðju í Krossanesi og verður verksmiðj- an gangsett í dag. ístess hf. var stofnað 1. júlí 1985 af T. Skretting a/s í Noregi sem á 48% hlutaíjár, Sfldarverksmiðjunni í Krossanesi sem á 26% og Kaup- félagi Eyfirðinga sem á 26%. Pétur Bjamason markaðsstjóri ístess var ráðinn starfsmaður við stofnun fé- lagsins og var lengi eini starfsmað- urinn. Guðmundur var ráðinn framkvæmdastjóri 15. júlí 1986, en hann er landbúnaðarhagfræðingur frá háskóla í Noregi og starfaði áður sem framkvæmdastjóri hag- deildar Stéttarsambands bænda. Pétur Bjamason sagði að viðræð- ur T. Skretting, Krossanesverk- smiðjunnar og KEA hefðu komist á fyrir forgöngu Krossanesverk- smiðjunnar og Iðnþróunarfélags Eyjaflarðar. Fyrir Krossanesverk- smiðjunni hefði vakað að komast inn á markaðinn með gæðaloðnu- mjöl sem þar væri framleitt. Hefðu þessir aðilar leitað fyrir sér hjá nokkrum fóðurframleiðendum og síðan óskað eftir samstarfi við T. Skretting. Var ákveðið að reist yrði verksmiðja á Akureyri og að íslenska fyrirtækið myndi annast markaðsstarf á Tess-vörunum á íslandi og í Færeyjum. Erlendi samstarfsaðilinn, T. Skretting a/s, er gamalt fjölskyldu- fyrirtæki með höfuðstöðvar í Stavanger. Það hefur frá upphafi framleitt ýmsar kjamfóðurblöndur og byijaði með fískfóður þegar fisk- eldið hófst fyrir alvöru í Noregi. Pétur sagði að T. Skretting væri stærsti fískfóðurframleiðandi á Norðurlöndum, með um 50% af markaðnum. ístess hf. tók til starfa í júlí 1985 sem innflutnings- og söluaðili á Tess-vömm, sem er fiskfóður, loð- dýrafóður og búnaður til fiskeldis og loðdýraræktar auk ráðgjafar- þjónustu. Jafnframt var hafinn undirbúningur að byggingu verk- smiðjunnar í Krossanesi. Um mitt síðastliðið sumar var bytjað á grunni verksmiðjuhússins og húsinu sjálfu um haustið. Undanfamar vik- ur hefur verið unnið við uppsetn- ingu tækja og er því verki nú lokið. Auk verksmiðjuhússins sjálfs byggði Istess lítið starfsmannahús við hliðina, en leigir birgðageymslu af Krossanesverksmiðjunni. Nú eru starfandi 7 menn í verk- smiðjunni og þrír á skrifstofunni, auk eins starfsmanns í Færeyjum. Fólkinu fjölgar á næstunni og í náinni framtíð er búist við að 15—20 starfsmenn vinni hjá fyrir- tækinu á Akureyri. Guðmundur sagði að áætlað væri að framleiða 7 þúsund tonn af fóðri á þessu ári. Þriðjungurinn færi á innanlandsmarkað en 2/s hlutar til Færeyja. Sagði hann að þeir hefðu um 60% þessa markaðar. Fram- leiðslugeta verksmiðjunnar er rúmlega 12 þúsund tonn á ári og er búist við að hún verði fullnýtt innan fárra ára. Ef á þarf að halda er síðan hægt að tvöfalda fram- leiðslugetuna á hagkvæman hátt. „Við stöndum á erfiðum tíma- mótum í fiskeldinu, allt er í óvissu með framvinduna. Gífurlegur vöxt- ur hefur hins vegar einkennt þessa grein og er búist við að 5—6 þús- und tonna framleiðsla á matfiski verði hér á landi innan fárra ára. Það myndi þýða 8—9 þúsund tonna markað fyrir þurrfóður. Auk þess getur verið verulegur markaður fyrir loðdýrafóður, þannig að við horfum bjartsýnir fram á veginn," sagði Guðmundur. Samkeppnin Önnur stór fiskfóðurverksmiðja, Ewos hf. í Reykjavík, er í undirbún- ingi auk þess sem Mjólkurféiag Reykjavíkur framleiðir fískfóður undir dönsku vörumerki. Aðspurður um samkeppnisstöðuna sagði Guð- mundur: „Við höfum tryggt starfs- grundvöll okkar með Færeyjamark- aðnum. Hann gerir okkur kleift að byija með svo mikið magn að við náum strax viðunandi nýtingu á Morfwnblaðið/Bjami Framkvæmdastjóri ístess ásamt nokkrum af helstu starfsmönnum fyrirtækisins. Pétur Bjarnason markaðsstjóri situr við skrifborðið. Standandi eru (f.v.): Jón Árnason gæðastjóri, Guðmundur Stefánsson framkvæmdastjóri, Anna Hallgrímsdóttir skrifstofustúlka og Einar Sveinn Ólafsson verksmiðjustjóri. Guðmundur framkvæmdastjórí og Einar verksmiðjustjóri fyrir fram- an verksmiðju ístess í Krossanesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.