Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987
Sjálfstæðisflokkurm^malSKÍKKS^^n^
bluta ainn i borgaratjóm ReyEjavíkur 1982
tngfékk 12 fulltrúa kjöma, þarafSkonur
É&ðalaæti. Hér eru á fyrata fundi nýkjörinn-
mrþorgarstjómaT 27. maí taliðfrá vinstri
Tsjálfstœðiakonumar Hulda Valtýadóttir, i
Ingibjörg Rafnar, Jóna Gróa Sigurðardóttir
(kom inn aem varamaður) ogiaftari röð
til bægri Katrín Fjeldsted.
- Á HALFRAR ALDAR AFMÆIJ
„íslenskar konur er vilja heill þjóðar sinnar, styrkja ættland sitt
í úrslitabaráttu frelsis og sjálfsforráða og stuðla að því að vanda-
mál þess verði leidd farsællega til lykta, fylkja sér undir merki
SjáJfstæðisflokksins og fjölmenna í Sjálfstæðiskvenfélagið Hvöt!“
Með þessum orðum lýkur fregn af stofnun Hvatar í Morgunblaðinu
fyrir 50 árum.
Jarðvegurinn
Sjálfstæðisflokkurinn var sem
kunnugt er stofnaður 25. maí 1929
við samruna Ihaldsflokksins og
Frjálslynda flokksins. Annað meg-
ininntakið í stefnu flokksins var þá
markað svo: „Að vinna að því og
undirbúa það, að Island taki að
fullu öll sín mál í sínar eigin hend-
ur og gæði landsins til afnota fyrir
landsmenn eina jafnskjótt og 25 ára
samningstímabil sambandslaganna
er á enda.“
A fjórða tug þessarar aldar var
mönnum ofarlega í huga nauðsynin
að búa þjóðina undir samstillt átak
í lokaáfanganum að fullu sjálfs-
forræði eftir að fullveldið var fengið
1918. í röðum sjálfstæðismanna
biitist sá slagkraftur meðal annars
í málflutningi á borð við eftirfar-
andi: „Fólk sem kýs frelsið fylkir
sér í Sjálfstæðisflokkinn." Eða:
„Öllum hugsandi mönnum, konum
i >g körlum, er ljóst að barátta Sjálf-
tæðisflokksins er freisisbarátta
•lensku þjóðarinnar.“
í landsmálum var staðan sú að
i'ramsóknarmenn höfðu verið við
. öld frá 1927 og kommúnistar
seildust æ meira til valdanna. Sjálf-
stæðismenn hófu mikla sókn til
framdráttar sjálfstæðisstefnunni
um miðjan áratuginn, endurskipu-
lögðu starfsemi Sjálfstæðisflokks-
ins og efldu allt félagsstarf á hans
vegum. A febrúardöguin 1937
minntist Heimdallur, félag ungra
sjálfstæðismanna, tíu ára afmælis
síns með glæsilegum hætti. I sam-
kvæmi og fundum af því tilefni
voru málin reifuð: Sjálfstæðismálið,
konungssambandið, væntanleg
sambandsslit við Dani, landhelgis-
málin, þingræði og lýðræði.
Stemmningin var mikil og á einu
bretti gengu eitt hundrað nýir fé-
lagar í Heimdall. í sömu vikunni
komu á flórða hundrað reykvískar
konur saman til fundar og stofnuðu
Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í
Reykjavík.
Aðdragandi
Tildrög þessara fyrstu samtaka
kvenna í röðum sjálfstæðismanna
voru í stórum dráttum á þessa leið.
Nokkrar áhugasamar sjálfstæðis-
konur tóku að ræða um það sín á
milli að konur ættu að láta meira
að sér kveða á opinberum vett-
vangi. Niðurstaðan af þeim
umræðum varð að heppilegast
mundi að virkja konur til átaks fyr-
ir þann málstað og að framgangi
sjálfstæðisstefnunnar éf þær hefðu
með sér félagsskap í því skyni.
Kannaðar voru undirtektir og á
örskömmum tíma höfðu yfir eitt
hundrað konur skrifað sig á lista
og tjáð sig fylgjandi stofnun slíks
félags. Forgöngukonurnar auglýstu
þá undirbúningsfund mánudaginn
15. febrúar 1937 klukkan 8.30
síðdegis í Oddfellow-húsinu í
Reykjavík. Á þriðja hundrað konur
sóttu fundinn.
Guðrún Jónasson, kaupmaður og
bæjarfulltrúi, setti fundinn og flutti
í upphafi hans ávarp þar sem hún
Y~-
\
Guðrún Jónasson (1876—1958)
var fyrsti formaður Hvatar. Hún
satí bæjarstjóm Reykjavíkur
fyrir Sjálfstæðisflokkinn
1928—1945. Hérerhún íræðu-
stóláfundi20.janúar 1946
vegna bæjarstjómarkosning-
anna 27. sama mánaðar.
hvatti til einingar og samstarfs um
málefni Sjálfstæðisflokksins og
ættjarðarinnar. Síðan skipaði hún
Maríu Maack, hjúkrunarkonu,
fundarstjóra og Kristínu L. Sigurð-
ardóttur, síðar alþingismann,
fundarritara. Þá flutti Guðrún Guð-
laugsdóttir, síðar bæjarfulltrúi,
framsöguræðu þar sem hún lýsti
tilefni fundarins og mælti eindregið
með því að konumar stofnuðu til
samtaka með sér. Guðrún Jónasson
talaði enn og lagði áherslu á að
konur gætu, þrátt fyrir eigin félags-
skap, eftir sem áður verið félags-
menn í öðrum samtökum á vegum
Sjálfstæðisflokksins. Ýmsar- þeirra
voru þá þegar bæði í Landsmálafé-
laginu Verði og Heimdalli.
Miklar umræður voru á þessum
fundi og kemur skýrt fram í heim-
ildum að hér var á ferðinni stjóm-
málahreyfíng kvenna sem eingöngu
ætlaði að starfa að markmiðum
Sjálfstæðisflokksins. Á grundvelli
þeirra ætluðu þær síðan að sækja
fram á opinberum vettvangi og í
félagsstörfum. Tillaga um stofnun
félags var borin undir atkvæði og
samþykkt með öllum greiddum at-
’ kvæðum gegn einu. Kallað var eftir
uppástungum að nafni á félagið og
bámst þegar margar. Bráðabirgða-
stjóm var kosin og henni falið að
boða til framhaldsfundar þar sem
gengið skyldi frá öllum formsatrið-
um vegna hins nýstofnaða félags.
Stofnfundur —
stefnumið
Á sama stað og tíma, föstudaginn
19. febrúar, var síðan stofnfundur-
inn haldinn og hafði hann verið
auglýstur rækilega í blöðum. Fund-
inn sátu á ijórða hundrað konur.
Lesið var fmmvarp til félagslaga,
það síðan borið upp og samþykkt.
Fram kom að hlutkesti hafði verið
látið ráða nafni félagsins og kom
upp nafnið Hvöt. Til gamans má
geta þess að sú uppástunga kom
frá Ágústu Thors. Síðan fór fram
stjómarkjör og var Guðrún Jónas-
son einróma valin formaður. Aðrar
í stjómina völdust þær Ágústa
Thors, Kristín L. Sigurðardóttir,
María Maack, Guðrún Guðlaugs-
dóttir, Helga Marteinsdóttir og
Sesselja Hansdóttir. I varastjóm
hlutu kosningu þær María Thor-
oddsen, Ásta Eggertsdóttir, Svana
Jónsdóttir, Dýrleif Tómasdóttir og
Sigríður Bjamadóttir og sem endur-
skoðendur Soffía Jacobsen og
Guðrún Þorleifsdóttir.
Nýkjörinn formaður tók síðan við
stjóminni og kemur fram af fundar-
gerð að hún var hyllt með húrra-
hrópum og henni þökkuð mikil störf
í þágu sjálfstæðisstefnunnar. Fer-
falt húrra var hrópað fyrir hinu
nýstofnaða félagi og ættjarðarljóð
sungin, ríkti mikil hrifning á fundin-
um sem stóð lengi kvölds. Guðrún
Jónasson var á þessum tíma líklega
ein þekktasta konan í pólitísku lífí
höfuðstaðarins. Eins og fram er
komið rak hún eigin verslun og hún
hafði setið í bæjarstjóminni frá ár-
inu 1928. Hún var sögð ákveðin
og hispurslaus í afskiptum sínum
af bæjarmálum. Fylgjandi fijálsu
framtaki og lagði áherslu á að það
fengi notið sín í atvinnulífínu, sögð
íhuga „hvert mál vandlega sem hún
hefur afskipti af, áður en hún lætur
uppi skoðun sína“.
Markmiðsgreinar félagslaganna eru
eftirfarandi: 2. gr. Markmið félags-
ins er að beijast fyrir þjóðlegri og
víðsýnni framfarastefnu í þjóðmál-
um með hagsmuni allra stétta og
Afmælisritið Auðarbók Auðuns tilheiðurs Auðisjötugri 11.
febrúar 1981 kom út 19.júníþaðár. Hér afhendir Ragnhildur
Helgadóttir, formaður ritnefndar, Auði fyrsta eintak bókarinn-
ar. Til hliðar við Ragnhildi er Elín Pálmadóttir og Hannes
Gissurarson sem einnig vom íritnefnd. Lengst til hægri er
AgnarKI. Jónsson, einn höfunda.
Útgáfustarfsemi á vegum Hvatar:
Fréttabréf hóf göngu sína í ársbyijun 1979 og kemur reglulega
út að vetrinum. Það flytur fregnir af félagsstarfínu, ýmsar tilkynn-
ingar og annað efni eftir ástæðum. Þar birtast flest erindi sem
flutt eru á félagsfundum Hvatar.
Fjölskyldan í fijálsu samfélagi. Kilja gefín út í samvinnu við
Landssamband sjálfstæðiskvenna 24. október 1980.
Auðarbók Auðuns. Afmælisrit í tilefni 70 ára afmælis Auðar
Auðuns, fyrrum ráðherra, hinn 18. febrúar 1981. Útgefíð í sam-
vinnu við Landssambandið og kom út 19. júní sama ár.
Fijáls hugsun — frelsi þjóðar. Hvöt 45 ára 1937—1982. Af-
mælisútgáfa hinn 24. október 1982, kilja.
Framtíðin í okkar höndum. Hvöt og Landssambandið í tilefni
loka kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna 1985.
Þessar fjórar bækur eru allar greinasöfn um flesta þætti þjóð-
mála sem fjöldi kvenna og einnig nokkrir karlar hafa ritað að
frumkvæði samtaka Sjálfstæðiskvenna.
öfluga sameiningu þjóðarinnar fyrir
augum. — Grundvöllur stefnu þess
er frelsi og sjálfstæði þjóðar og ein-
staklinga, séreignarskipulag og
jafnrétti allra þjóðfélagsþegna. 3.
gr. Markmiði þessu hyggst félagið
ná með því að fylgja eindregið Sjálf-
stæðisflokknum að málum, styðja
hann við kosningar og vinna að
hugsjónum hans. Félagið fylgir
skipulagsreglum flokksins eins og
þær eru hveiju sinni. 4. gr. Mark-
mið félagsins er ennfremur að
stuðla að aukinni þátttöku kvenna
í stjómmálum, sérstaklega sem full-
trúar á Alþingi og í bæjarstjórn.
Félagið vill ennfremur vinna að því
að styrkja hag heimilanna sem best,
einkum á sviði uppeldis- og heil-
brigðismála.
Lög Hvatar hafa efnislega verið
óbreytt frá stofnun. í tímans rás
hafa lögin að sjálfsögðu verið yfír-
farin og endurskoðuð og breytingar
gerðar ef nauðsyn þótti til eða
breyttar aðstæður buðu svo. En
árið 1968 var að forgöngu Auðar
Auðuns gerð sú breyting á upp-
byggingu félagsins að árlega var
kjörið trúnaðarmannaráð 32
kvenna sem starfaði með stjórninni
og sem tengiliður hennar við félags-
menn. Ennfremur voru þá tekin í
gildi ákvæði sem takmarka þann
tíma sem hver má sitja í stjórn og
trúnaðarráði, eða lengst fjögur ár
samfleytt. Hefur þetta atriði tryggt
endumýjun í forystusveit félagsins
og jafnframt orðið til þess að yngri
konur hafa laðast þar til starfa.
Formenn
Formenn Hvatar frá upphafí hafa
verið: Guðrún Jónasson, María
Maack, Auður Auðuns, Geirþrúður
Hildur Bemhöft, Ólöf Benedikts-
dóttir, Jónína Þorfinnsdóttir, Björg
Einarsdóttir, Bessí Jóhannsdóttir,
Ema Hauksdóttir og María E.
Ingvadóttir.
Lokaorð
Hér hefur ekki verið gerð tilraun
til að segja sögu Hvatar, félags
sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Að-
eins var leitast við að opna sýn á
aðdraganda stofnunar félagsins og
koma inn á hvað vakti fyrir þeim
konum sem gerðust brautryðjendur
að þessu leyti innan Sjálfstæðis-
flokksins. Um margt má fræðast
úr fimmtíu ára sögu félagsins í
þeim ritum sem komið hafa út hjá
félaginu og talin em á öðrum stað
á þessari síðu. En saga þessa æru-
verðuga félags er margþætt, og
sem hluti af stærsta stjómmála-
flokki landsins einnig hluti af
þjóðarsögunni. Þá sögu væri vissu-
lega vert að skrá.
Megi Hvöt lifa og lifa vel!
HVÖT 50 ÁRA
GLUGGAÐ í SPJÖLD
SÖGUNNAR