Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 65. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14

MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987

Nýtum fjármagnið, sem ligg-

ur í Reykjavíkurflugvelli

eftirBergG. Gíslason

Það hefur verið ánægjulegt að

vinna að og fylgjast með uppbygg-

ingu á vélmenningunni, sem flestir

á þessu landi hafa nýtt sér. Nú

hugsa ég til ársins 2000. Þá verð

ég líklegast ekki sjáandi. Það hlýtur

að verða stórkostlegt eða hitt þó

heldur, ef marka má margt af því

sem sagt er um þessar mundir.

Útgerðinni og öllu sem henni til-

heyrir verður að ýta til hliðar vegna

þess að hún lyktar og máski gæti

fiskur og slor fallið á veginn í flutn-

ingi! Smákaupmaðurinn á horninu

er horfinn. Allir sem hafa vald á

að kaupa rándýrar bifreiðir og aka

á rándýru benzíni og hjólbörðum

geta farið út í stórverzlanir í útjöðr-

um bæjarins — og glerþak komið

yfir stóran hluta miðbæjarins.

Áburðarverksmiðjan flutt langt í

burtu þar sem hún getur sprungið,

án þess að Reykvíkinga varði. Ál-

verksmiðjan horfin vegna þess, að

það er svolítil mengun frá henni!

Flugvöllurinn í Reykjavík horfínn,

því það var ekki hægt að bíða eftir

því að sjá hvernig nýjustu flugvél-

ar, sem Boeing hefur nú byrjað að

framleiða, reyndust. Máski hljóðlát-

ari en brezku fjögurra hreyfla

þoturnar, sem voru hér á æfinga-

flugi í fyrra og engir eða sárafáir

urðu varir við.

Umferð hægari, því fjöldi af fólki

væri horfinn á brott. Bærinn upp-

fullur af öldruðu fólki og þeim sem

líta eftir því. Skrifstofur í öðru

hverju húsi fyrir félagsmál, allt nið-

ur í kjallara eins og sjá má í

Moskvu. Ameríski herinn líklegast

horfinn og íslendingar þurfa ekki

að hugsa um annað en að slá lán

til þess að halda flugvellinum í

Keflavík forsvaranlega við, því það

kostar meira en búskapurinn hér á

landi þolir. Megnið af starfsfólki

flugsins, þá kannski um 2000

manns, allt komið í svefnbæi í

næsta nágrenni við flugvöllinn

þarna suðurfrá. Ferðamálaiðnaðín-

um haldið í skefjum með háum

gjöldum á útlendinga jafnt sem inn-

lenda, sem sé öfugt við það sem

nú er að gerast í Java og í Mal-

asýu, þar sem aðeins þeir innfæddu

eru stórtollaðir við brottför frá

landinu. Og vesalings fólkið, sem

byggir Singapore, er að fara á haus-

inn, því ferðamennina vantar. Ekki

má gleyma öllum ríkisstarfsmönn-

unum og bæjarstarfsmönnum, sem

sitja eftir, því það verður ábyggi-

iega arðbærasti atvinnuvegurinn,

ekki síður en nú.

Já, það verður víst gaman að lifa,

þegar búið verður að koma flestum

þeim, sem að atvinnuvegunum

standa, á brott. Annars!: Ef allt

fólkið, sem býr í þessum bæ vildi

verða samhent um að halda iðnaði

og samgöngum í nágrenninu, þá

vildi ég leyfa mér að benda á, hvað

t

N

0      200

i__i______i   , i

500

1000m

FOSSVOGUR

MorguntlaSid/ GÓI

Þetta kort sýnir hugmyndir greinarhöfundar um breytingar og lengingu á einni flugbraut Reykjavíkur-

flugvallar og nokkra lengingu á annarri.

Reykjavíkurflugvelli væri fyrir

beztu, þ.e. að austur-vestur-brautin

verði færð til í austurendanum,

þannig að stefnan frá Skerjafjarð-

arbrautarenda stefndi meira til

suðurs. Þetta myndi hafa í för með

sér, að yfir 70% af umferð flugvall-

ar Reykjavíkur myndu beinast á þá

braut. Flugvélar þyrftu ekki að

fljúga yfir Borgarspítalann, hvorki

í flugtaki né lendingu, brautina

mætti lengja mjög mikið og ef ein-

hvern tíma þyrfti að fara yfír þá

lengd, sem ég hef í huga, þá er

fyrst kominn tími til að tala um

lengingu út í Skerjafjörðinn. I

mínum huga er sú framlenging

ekki til umræðu og geri ég ráð fyr-

ir, að ekki verði farið út í slíkt,

fyrr en þau börn sem nú eru í barna-

skóla komast til vits og ára.

Mitt álit er, að strax og hinar

nýju flugvélar með gjörbreyttum

hreyflum koma til sögunnar sé jafn

sjálfsagt að reka innalandsflug sem

Evrópuflug héðan frá þessum

gamla, góða Reykjavíkurvelli og

nýta það gífurlega fjármagn, sem

liggur nú þegar í þessu mannvirki.

Það mundi líka koma sér vel fyrir

farþega, sem þyrftu ekki að fara

jafn langt til og frá flugvelli og nú.

Reisa þarf stærra flugskýli á heppi-

legum stað. En þá er fyrst hægt

að endurheimta allar viðgerðir jafnt

á innanlands- sem Evrópuflugför-

um.

Einu ánægjufréttirnar í fiuginu

hafa verið þær ágætu byggingar,

sem reistar hafa verið á flugvöllum

úti á landi, og því skyldi ekki fara

vel um farþegana? Það er fólkið sem

greiðir rekstrarkostnaðinn. Næstu

góðu fréttirnar þurfa að birtast sem

fyrst í því, að fast og hart lag verði

lagt a.m.k. 50-70 metrana á hverri

braut, sem notuð er úti á landi.

Þetta mundi auka stórlega allt ör-

yggi við flugreksturinn, því það

má ekki gleyma hve bagalegt það

er að aka flugvélum út á brautar-

enda með talsverðu vélarafli og

þyrla upp sandi og moldryki, þegar

verið er að snúa þeim við, sem fer

í fínni hluta vélarinnar og því miður

hefur alltof oft nær valdið sly sum.

Ég ætal ekki að voga mér út á

þann hála ís að ræða um slys,

hvorki á flugvélum né samgöngu-

tækjum. Þetta er stórmál, sem

mikillar athugunar þarfnast, en við

megum ekki gleyma því í þessu

sambandi, að mesta slysahættan

er líklega ennþá á heimilunum og

ekki sízt í eldhúsinu. Auðvitað eig-

um við að gera allt sem í okkar

valdi stendur til þess að forðast slys,

en það veltur alltaf á einhverju. Það

fylgir vélmenningunni. Engum datt

„Ef allt fólkið, sem býr

í þessum bæ vildi verða

samhent um að halda

iðnaði og samgöngum í

nágrenninu, þá vildi ég

leyfa mér að benda á,

hvað Reykjavíkurflug-

velli væri fyrir beztu,

þ.e. að austur-vestur-

brautin verði færð til í

austurendanum, þannig-

að stef nan f rá Skerja-

fjarðarbrautarenda

stefndi meira til suð-

urs."

í hug um aldamótin að sprengja upp

klettinn í Viðeyjarsundinu eftir að

seglskipið rak parna upp í vonsku-

veðri og Reykvíkingar máttu horfa

á al!a mennina týnast í sjónum og

farast.

Að endingu: Hver einasti fer-

metri, sem verður byggður í breyttri

austur-vestur-brautinni, verður til

góðs. Við höfum nægilegt afl, sem

nú liggur í dvala, sem sé þessi stór-

virku vinnutæki, sem eru í biðstöðu,

eftir hinar miklu framkvæmdir í

raforkumálum uppi á hálendinu. I

þessu sambandi langar mig til að

rifja upp þegar hinn ágæti verk-

stjóri Flugmálastjórnarinnar, Guðni

Jónsson, sem nú býr í Kópavogi

háaldraður, nýtti hverja stund með

sínum mönnum og skrapaði á flug-

vallarsvæðinu allt nothæft efni og

byggði með sínum mönnum smátt

og smátt undirstöðuna undir fram-

lengingu aðalbrautarinnar, sem nú

liggur út í sjóinn. Þetta var stór-

átak, sem aldrei hefur verið haft

hátt um, unnið í kyrrþey, og fjár-

magh fyrst fengið til þess, þegar

að því kom að leggja slitlagið ofan

á hina ágætu undirstöðu, sem þess-

ir starfsmenn Flugmálastjórnarinn-

ar skildu eftir sig. Ekki dettur mér

í hug, að þessir menn hafi fengið

greitt fyrir alla sína vinnu eins og

þeir áttu skilið. Ég vona að enn

megi framlengja þessa lengingu

100 metra út í sjóinn, þó dýptin sé

farin að segja til sín. Hverjir 50-100

metrar hafa geysilega mikið að

segja, hvað snertir hávaða og ör-

yggi, því að flugvélarnar verða þá

komnar svo miklu hærra yfir bæinn

og búnar að ná eðlilegu skriði, og

flugmaðurinn hefur dregið úr afl-

inu, sem minnkar hávaðann.

Til gamans má geta þess, að ég

hitti okkar ágæta hafnarstjóra, sem

nú er fallinn, Valgeir Björnsson,

um það leyti sem leyti sem lenging-

in var komin út í sjóinn. Valgeir

orðaði við mig, að þetta hefði nú

verið mál, sem hafnarstjórnina

varðaði um. Mér varð nú orðfátt,

en hugsaði til sýslumannsins á

Húsavík, sem lét þau orð falla, þeg-

ar allt var komið í óefni með fjármál

hafnarinnar í því góða plassi: „Þeir

taka þó ekki höfnina."!

Vetrarferðin

eftirBaldur

Símonarson

Flutningur Kristins Sigmunds-1

sonar og Jónasar Ingimundarsonar

á Vetrarferðinni laugardaginn 14.

marz er án efa með eftirminnileg-

ustu tónlistarviðburðum vetrarins.

Því miður er það svo að margir

áheyrendur njóta fegurstu sönglaga

tónmenntanna ekki sem skyldi

vegna þess að kvæðin við lögin eru

á erlendum málum, einkum þýzku.

Á undanförnum árum hefur Tónlist-

arfélagið sýnt það lofsverða fram-

tak að prenta þýðingu í óbundnu

máli með söngskránni þegar ljóða-

tónleikar hafa verið haldnir. Þetta

hefur aukið skilning og ánægju

áheyrenda. Þorsteinn Gylfason hef-

ur verið einkar ötull við slíkar

þýðingar.

Einnig er æskilegt að kvæðaþýð-

ingar við erlend sönglög séu til í

sönghæfum þýðingum í bundnu

máli. í fórum mínum er yfirlætis-

lítið kver. Þetta er Vetrarferðin eftir

Wilhelm Miiller sem Þórður Krist-

leifsson hefur íslenzkað. Þórður

kenndi lengi á Laugarvatni,

íslenzku, þýzku og söng. Hann hef-

ur snúið kvæðum við mörg þekkt

sönglög á íslenzku, t.d. „Eg beið

þín heima um helgi" (Det var en

terdag aften). Einnig hefur hann

frumsamið kvæði sem oft eru sung-

in, t.d. „Er haustið ýfir sævar svið"

við lag Páls ísólfssonar. Vetrarferð-

in kom fyrst út 1956, en 2. útgáfa

„Á undanf örnum árum

hefur Tónlistarf élagið

sýnt það lof sverða

framtak að prenta þýð-

ingu í óbundnu máli

með söngskránni þegar

ljóðatónleikar hafa ver-

ið haldnir. Þetta hefur

aukið skilning og

ánægju áheyrenda."

endurskoðuð kom út hjá Leiftri

1982. Hefur Þórður vikið ýmsu til

betri vegar og sniðið nokkra hnökra

af fyrri gerð ljóðaflokksins. Guð-

mundur Jónsson söng Vetrarferðina

I íslenzkum búningi Þórðar í

Ríkisútvarpið fyrir mörgum árum.

Nokkur þeirra laga eru til á hljóm-

plötu með söng Guðmundar og er

það lofsvert framtak. Linditréð er

sennilega það þeirra kvæða Vetrar-

ferðarinnar í íslenzkri gerð Þórðar

sem oftast er sungið.

En fleiri en Þorsteinn og Þórður

hafa lagt sitt af mörkum. Daníel

Á. Daníelsson, fyrrv. héraðslæknir

á Dalvík, hefur þýtt marga Ijóða-

flokka úr þýzku. Mér vitanlega

hafa þeir ekki birzt á prenti, en

e.t.v. væri fengur í því. Nokkrir

þessara ljóðaflokka hafa heyrzt í

útvarpi. Þannig hefur Ólafur Þ.

Jónsson sungið Mylnustúlkuna

fögru (Die schöne Mullerin) og

Sigríður Ella Magnúsdóttir hefur

sungíð Konuljóð (Frauenliebe und

-leben). Eiður Á. Gunnarsson hefur

sungið Ástir skáldsins (Diehter-

liebe) í þýðingu Daníels og einnig

nokkur lög úr Svanasöng (Schwan-

engesang).

Nýlega söng ung og efnileg söng-

kona, Elísabet Waage, Ijóðaflokkinn

Haugtussa eftir Grieg í útvarpi. Öll

ljóð Arnes Garborg í þessum flokki

eru til í íslenzkri gerð Bjarna Jóns-

sonar frá Vogi og í fljótu bragði

sýnist mér að sú þýðing sé vel söng-

hæf. Fengur væri að því að heyra

þessa ljóðaflokka, sem ég nefndi

að ofan, oftar í útvarpi, sungna á

íslenzku. Mörg kvæði sem kunn

sönglög eru til við, eru til í íslenzkri

gerð góðra skálda. Notagildi slíkra

þýðinga getur einkum verið við

söngkennslu og æfingar, en margir

söngvarar og söngelskt fólk hafa

ekki nægilega kunnáttu í erlendum

tungumálum til þess að geta komið

hinum réttu hughrifum ljóðs og lags

til skila.

Höfundur er dósent í lífefnafræði

við læknadeild Háskólans og

áhugamaðurum tónlist.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72