Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 65. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987
25
greinar og nýsköpun til þess að
fjölga framleiðslustörfuiiL Þessi
hugmyndafræði er úrelt á íslandi í
dag.
Hinn nýi veruleiki í þessum efn-
um hljóðar svo: Fólki í framleiðslu-
iðnaði mun fækka jafnframt
aukinni framleiðslu. Hlutverk fram-
leiðslunnar nú er aukin framleiðni
til að standa undir nýjum störfum
í öðrum greinum.
íslenskir framleiðsluatvinnuvegir
fá ekki nóg fólk til starfa og er
þess ekki að vænta að á því verði
nein breyting til batnaðar, frekar
skulum við gera ráð fyrir því að
ástandið versni.
Unga fólkið í dag sækir ekki í
hefðbundin störf í framleiðslufyrir-
tækjunum.
Nútímaíslendingurinn sækir í
langskólanám og krefst starfs-
frama í samræmi við menntun sína.
Þessari þróun verður ekki breytt.
En hún kallar á ný og breytt vinnu-
brögð í fyrirtækjunum og hún
krefst gjörbreyttrar atvinnustefnu
af stjórnmálamönnum.
Krafan til framleiðsiuatvinnu-
veganna í dag hljóðar svo: Þið
verðið að framleiða meira með
færra fólki til þess að standa undir
framfærslukröfum þjónustuþjóð-
félagsins.
Staðreyndih er sú, að þessi þróun
er hafin og hún heldur áfram með
vaxandi hraða hvort sem okkur
líkar betur eða verr.
Breytt atvinnuskipting
Ég ætla hér að taka nokkur
dæmi um mannaflaskiptinguna í
atvinnulífinu máli mínu til stuðn-
ings.
Arið 1966 störfuðu 32 þúsund
manns við vöruframleiðslu en 24
þúsund í opinberri þjónustu og ann-
arri þjónustu eða voru lífeyrisþegar.
í þessar tölur vantar greinar eins
og samgöngur og byggingastarf-
semi enda er mannafli þar nánast
óbreyttur og greinarnar hlutlausar
í þeim samanburði sem hér um
ræðir.
1971 störfuðu 34 þúsund í fram-
leiðslunni og jafnmargir í þjónustu-
greinum, eða voru lífeyrisþegar.
1976 störfuðu 36 þúsund í fram-
leiðslunni en 43 þúsund í þjónustu-
greinum.
1981 var hlutfalliið 38 þúsund á
móti 55 þúsundum og 1986 var það
orðið 39 þúsund í framleiðslunni en
þá voru lífeyrisþegar og starfsmenn
í þjónustunni 59 þúsund.
1990 gæti þetta orðið 35-39
þúsund í framleiðslugreinum en
yfir 60 þúsund í þjónustugreinum.
Eins og þessar tölur sýna er þró-
unin yfir í þjónustuþjóðfélagið
löngu liafin hér á landi, en það sem
tölurnar sýna einnig er að hraði
breytinganna eykst jafnt og þétt.
Það er þessi aukni hraði sem
krefst nýrrar hugsunar og breyttrar
atvinnustefnu svo fyrirtækin geti
aukið sjálfvirkni og þar með afköst
með færra fólki en áður.
Aðgerðaleysi og gömlu hugsan-
irnar munu leiða til þeirrar þróunar
að íslensk framleiðslufyrirtæki fái
ekki í náinni framtíð risið undir
sívaxandi framfærslukröfum þjón-
ustuþjóðfélagsins jafnframt því að
við yrðum undir í þeirri friverslun-
arsamkeppni sem við verðum að
búa við.
Ný stefna, nýjar aðferðr í at-
vinnumálum munu leiða til tækni-
byltingar og sjálfvirkni í íslenskum
framleiðslugreinum og tryggja
framfærslu þjónustuþjóðfélagsins
og bætt lífskjör í framtíðinni.
Ný stefna í
atvinnumálum
Hin nýja stefna í atvinnumálum
verður að taka mið af því að aukn-
ar framfærslukröfur þjónustuþjóð-
félagsins heimta miklar fjárfesting-
ar af framleiðsluatvinnuvegum.
Til þess að ná nauðsynlegum
árangri verðum við því að gera
margvíslegar ráðstafanir til að örva
og jafnvel þvinga fram nýsköpun
og fjárfestingu í framleiðslunni.
1. Það þarf að búa þannig um
hnútana að áhættufjármagn fái
betri kjör skattalega en annað
sparifé. í þeirri umræðu skiptir
ekki máli hvort menn skattleggja
eða láta vera að skattleggja arð af
sparifé, aðeins hitt að áhættufjár-
magnið fái mun betri skattkjör en
annað sparifé.
2. Það þarf að gjörbreyta skatt-
lagningu atvinnufyrirtækjanna
þannig að skattar fyrirtækjanna
verði greiddir af gróða þeirra og
látið verði af þeim hætti að skatt-
leggja rekstrarkostnaðinn eins og
nú er gert í alltof ríkum mæli. Ríkið
og sveitarfélögin verða að sæta því
að fá skattana af hagnaði fyrirtækj-
anna og lúta afkomusveiflum í
atvinnulífinu í stað þess að seilast
fram fyrir og skattleggja fram-
leiðslukostnaðinn eins og nú er gert
og halda þannig fyrirtækjunum
niðri með ofsköttun.
í nýlegri athugun Félags
íslenskra iðnrekenda á sköttum fyr-
irtækja á íslandi og í Danmörku
kom í ljós að á íslandi eru */b af
fyrirtækjasköttunum lagðir á fram-
leiðslukostnaðinn en aðeins
V6 kemur af hagnaði. í Danmörku
koma aftur á móti 8A af fyrirtækja-
sköttum af hagnaði en 2h eru
kostnaðarbundnir skattar.
Ef til viðbótar eru tekin með
uppsöfnunaráhrif núverandi sölu-
skattskerfis svo og uppsöfhunar-
áhrif núverandi tolla- og vöru-
gjaldakerfa erum við í raun að tala
um að Vio hlutar fyrirtækjaskatt-
anna hér á landi eru kostnaðar-
tengdir en aðeins Vio hluti kemur
af hagnaði. Þetta er nema von því
að græðgi hins opinbera í kostnað-
arsköttuninni hindrar hreinlega
hagnaðarmyndun í fyrirtækjunum.
I þessu sambandi er rétt að hafa
í huga að þegar stjórnmálamenn
ræða um skattgreiðslur fyrirtækja
er aðeins talað um þau 10% sem
koma af hagnaði en hinum 90% sem
tekin eru með því að skattleggja
framleiðslukostnaðinn er sleppt.
Eða með öðrum orðum; stjórn-
málamenn gangast við 1300 millj-
ónum króna sem skattgreiðslu
atvinnulífsins en afneita rúmlega
9000 milljónum sem teknar eru með
skattlagningu framleiðslukostnað-
arins.
3. Breyta þarf afskriftareglum
fastafjármuna og heimila hraðari
afskriftir til þess að örva nauðsyn-
lega nýfjárfestingu.
Grundvöllur kaup-
máttaraukningar
Með slíkum breytingum á skatta-
kjörum fyrirtækanna yrði lagður
grundvöllur að þeirri tæknivæðingu
og framleiðniaukningu sem óhjá-
kvæmileg er í íslenskum fram-
leiðslugreinum til þess að standa
undir framtíðarkröfum þjónustu-
þjóðfélagsins. Jafnframt gætu
fyrirtækin lækkað núverandi launa-
kostnað til þess að standast
síðharðnandi alþjóðlega samkeppni.
Með lækkun launakostnaðar er
ekki átt við lækkun raunlauna
starfsmanna í framleiðslugreinum.
Þessi nýja stefna og sú tæknivæð-
ing sem henni myndi fylgja leggur
þvert á móti grunn að raunlauna-
hækkunum starfsfólksins.
Ef verkalýðshreyfingin er reiðu-
búin til samstarfs við atvinnulífið
um þessar heildarbreytingar í
skattamálum framleiðslugreinanna
og þær næðu fram að ganga, væri
hér lagður grundvöllur að því að
hægt væri að gera kjarasamning
til iangs tíma sem kvæði á um
umtalsverðar hækkanir lágmarks-
launa í framleiðslunni á næstu 6—8
árum. Þannig yrði verulegur þrýst-
ingur lagður á framleiðslugreinarn-
ar að hrinda fram mikilli
tæknivæðingu á skömmum tíma.
í þessu sambandi á ég ekki við
raunhækkun lágmarkslauna sem
nemur einhverjum örfáum prósent-
um heldur breytingar sem mældar
yrðu í tugum prósenta á umræddu
tímabili án þess að hér verði gerð
tilraun til þess að skilgreina þær
stærðir frekar.
Það skal tekið skýrt fram að þær
raunlaunahækkanir    sem    fylgja
myndu slíkri tæknivæðingu, kæmu
í fyrstu lotu aðeins til starfsfólks í
framleiðslugreinum og launþegar í
þjónustugreinum yrðu einfaldlega
að bíða eftir því að aukin fram-
leiðni framleiðslufyrirtækjanna
gæti staðið undir raunlaunahækkun
til þeirra.
Við íslendingar verðum að átta
okkur á því að í þessum efnum er
ekki lengur um neitt val að ræða.
Þróunin frá framleiðsluþjóðfélaginu
yfir í þjónustuþjóðfélagið verður
ekki stöðvuð.
Við verðum því strax að gera
nauðsynlegar ráðstafanir til þess
að gera framleiðslunni kleift að
standa undir siaukinni framfærslu
vegna þjónustunnar.
Að vísu getum við keypt okkur
nokkurra ára fest með því að flytja
inn ódýrt vinnuafl frá þriðja heimin-
um líkt og aðrar vestrænar þjóðir
hafa gert á undanförnum árum, en
þar yrði aðeins um gálgafrest að
ræða jafnframt því sem slík þróun
myndi leiða af sér ófyrirsjáanleg
vandamál í þjóðfélaginu.
Besta leiðin er sú að gera nú
þegar þær breytingar sem nauðsyn-
legar eru til þess að tryggja stór-
aukna tæknivæðingu framleiðsl-
unnar, það er raunár eina leiðin sem
tryggir til frambúðar hærri laun og
þau lífsþægindi sem við viljum hafa
hér á landi.
Þróunin síðustu áratugina sýnir
okkur svo ekki verður um villst að
íslendingar gera kröfur til þess að
tekjur og lífskjör hér á landi séu
jafngóð og það sem best gerist
annars staðar.
Til þess að það geti tekist verðum
við að leysa atvinnumálaumræðuna
undan þrætum og flokkspólitísku
þvargi og sameinast um það að búa
framleiðsíuatvinnufyrirtækjunum
bestu starfsskilyrði sem hugsanleg
eru.
Á þann hátt munu framleiðslu-
fyrirtækin áfram mala þjóðinni gull
og standa kröftuglega undir vax-
andi framfærslukröfum þjónustu-
þjóðfélagsins.
ER SAMSTILLT LIÐSHEILD
vortiibod
Allir hlutar hvers Volvobíls ganga í gegnum strangaskoöun og þolraunir áöur en þeir eru metnir hæfir til aö taka
sæti í liðsheild volvobilsins. Árangur heildarinnar ræöst af frammistöðu hvers einstaklings. Einn skussi gæti því
haft afdrifarík áhrif.
Kertí B-19, B-20, B-230	441,-
Platína B-19, B-21, B-230	165,-
Membra í blöndung	286,-
Framdempari 240	2.982,-
Afturdempari 240	1.373,-
Olíusía    Allar bensínvélar	354,-
Pústkerfi 240	7.222,-
Tímareim B-19, B-21, B-230	548,-
Spindilkúla 240	1.232,-
Framhjólalegusett 240	f rá 968,-
SUÐURIANDSBRAUT 16 -. SlMI 35200

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72