Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 65. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987

31

Fjallvegir víða ófærir

Erf iðlega gekk með f lug

FÆRÐ á vegum spilltíst verulega

í gær þegar gekk á með éljum,

skafrenningi og hvassviðri.

Veðrið hafði einnig áhrif á inn-

anlandsflug Flugleiða og gekk

brösulega fram eftir degi að

halda áætlun. Fyrir hádegi hafði

einungis verið flogið tíl tveggja

áfangastaða, á Patreksfjörð og

ísafjörð.

Hjá vegaeftirlitinu fengust þær

upplýsingar að fært væri um vegi

á Suður- og Vesturiandi, frá Vík í

Mýrdal að Holtavörðuheiði.

Skyggni var þó víða slæmt á þess-

um leiðum vegna éljagangs og

skafrennings og lokaðist vegurinn

um Hvalfjörð á tímabili í gærmorg-

un. Þar voru hvassir strengir í

vindhviðunum við fjörðinn norðan-

verðan. Fært var um Borgarfjörð,

Snæfellsnes og Dali en þungfært

fyrir vestan Búðardal. Á sunnan-

verðum Vestfjörðum var skapleg

færð. Þungfært var um norðan-

Austurland:

verða  Vestfirði  og  ófært  um

Steingrímsfjarðarheiði.

Á fjallvegum eins og Holtavörðu-

heiði og á vestanverðu Norðurlandi

var tæpast ferðaveður að sögn

vegaeftirlitsmanna. Sæmileg færð

var á vegum á Norð- vesturlandi

en austar, milli Skagafjarðar og

Siglufjarðar og milli Skagafjarðar

og Eyjafjarðar var illfært vegna

veðurs. Sama máli gegndi um Aust-

urland og Austfírði en þar gekk á

með hvössum éljum og skafrenn-

ingi.

Kennsla

féll niður

vegna veðurs

KENNSLA féll niður í skólum á

Austfjörðum í gær vegna illviðris,

sem þá gekk yfir landið austanvert.

Að sögn Guðmundar Magnússon-

mlisar fræðslustjóra á Austurlandi,

féll kennsla niður í grunnskólunum á

Reyðarfirði, Eskifirði og Fáskrúðs-

fírði. Á Vopnarfirði var kennsla felld

niður fram að hádegi. Kennt var í

grunnskólanum á Egilsstöðum en

vegna veðurs var sundkennsla felld

niður.

Guðmundur sagði að þetta væri

vesta verður sem komið hefði í vetur

á Reyðarfirði. „Það er ekki stætt úti

og við sjáum ekki á milli húsa," sagði

hann.

Kalárunnum

og toppum

Smáf uglar þola

stutt áhlaup

„ÞETTA er hrikalegt ástand á

runnum og toppum í þessari tið,"

sagði Vilhjálmur Sigtryggsson

framkvæmdastíóri Skógræktar-

félgas Reykjavíkur þegar hann

var spurður um áhrif kuldans á

gróður. Á Náttúrufræðistofnun

f engust þær upplýsingar að smá-

fuglum væri engin hætta búin

vegna áhlaupsins enn sem komið

er.

Að sögn Vilhjálms er erfitt að

segja til um hversu mikill skaði

verður á runnagróðri og toppum en

brum var aðeins farið að opnast

áður en kólna tók í veðri. „Runnar

voru næstum algrænir undir hús-

veggjum og toppar og sýrenur langt

komnar. Ég er hræddur um að lítið

blómgist í sumar og má búast við

kali á endasprotum," sagði hann.

„Því miður er lítið hægt að gera

til varnar, en þó bætir nokkuð úr

skák að snjór er yfir öllu. Helst er

að breiða yfir blómplöntur í görðum

en fyrir tré og runna er ekkert

hægt að gera." Skógarplöntur eru

síður í hættu vegna kuldans því

víðast hvar var frost enn í jörðu

og brum ekki farið að hreyfa sig.

Að sögn Kristins H. Skarphéðins-

sonar hjá Náttúrufræðistofnun er

smáfuglum engin hætta búin í kuld-

akasti sem þessu. „Þeir eru ýmsu

vanir enda er veðrið ekki óeðlilegt

miðað við árstíma," sagði hann.

Langir frosta og harðindakaflar

geta hinsvegar haft áhrif á fuglalíf-

ið.

WHM^^^^^HHH^^HHHHHHmH^^a^^HHHHHBH____  _______......._______.         WBF

Lægð yfir Norðursjó og hœð yfir Grænlandi dæla heimskautaloftinu yfir ísland eins og kortið sýnir.

Kalt £ram á sunnudag

en dregur úr vindi

KULDAKASTIÐ sem gengur

yfir landið þessa daganna má

rekja til mjög djúprar lægðar

yfir Norðursjó samfara sterkri

hæð yfir Grænlandi að sögn

veðurfræðinga á Veðurstof-

iiniii. Þessu fylgir hörð norðan-

átt með köldu lofti beint norðan

úr heimskautslöndum suður

yfir svæðið milli Jan Mayen og

Grænlands.

Frost er á bilinu 6 til 10 stig

nema á Suð- austurlandi þar er

2ja til 5 stiga frost.

Víðast hvar hefur vindur mælst

7 til 9 vindstig en 9 vindstig með

9 stiga frosti jafngilda 33 til 35

stiga frosti í hægviðri. Búist er

við að veður gangi niður í dag,

fyrst vestanlands en vonsku veður

var langt fram eftir degi í gær

um norðan og austanvert landið,

verst eftír því sem austar dró.

Spá veðurstofunnar fram til

sunnudags gerir ráð fyrir áfram-

haldandi kulda en nokkuð mun

draga úr vindi fram til laugar-

dags. Þá má búast við að hvessi

af norðan á ný, þó ekki eins mikið

og í gær.

Létta mun til um sunnan og

vestanvert landið en él verða á

Norðurlandi.

Tilefnislaust upphlaup

þingmanna Alþýðuflokksins

eftir Gunnar G. Schram

Þingmenn Alþýðuflokksins gerðu

mikið veður út af því í umræðum

um þingsköp í fyrradag að fjórir

þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa

flutt þingsályktunartillögu um und-

irbúning lífeyrissjóðsréttinda þeirra,

sem sinna heimilis- og umönnunar-

störfum, þar sem tillaga frá þeim

sjálfum um málið lægi fyrir þinginu.

Héldu þeir því fram að þetta væru

undarleg vinnubrögð og með þessu

væri brotið gegn góðum þingsiðum.

Þessar fullyrðingar þingmanna

Alþýðuflokksins eru ekki á neinum

rökum reistar og raunar hin mesta

fjarstæða, eins og ég benti á í um-

ræðum um málið. Hefðu þeir fremur

átt að fagna því að með tillögu sinni

lýstu þingmenn Sjálfstæðisflokksins

yfir fylgi sínu við það réttlætismál

að heimavinnandi fólk fái mann-

sæmandi lífeyrisréttindi heldur en

skattyrðast út af þeim stuðningi.

Með tillögu okkar sjálfstæðis-

manna er skapaður breiðari og

víðtækari grundvöllur í málinu en

áður var og því líklegra að það nái

fram að ganga á næsta þingi en

ella. Það er vitanlega kjarni málsins

og því með ólíkindum að fyrir slíkan

„Full ástæða er til þess

að undirstrika að það

er ekkert nýtt að flutt

séu fleiri en eitt mál um

sama efni á Alþingi.

Nærtækasta dæmið er

einmitt það að í þing-

byrjun fluttu þingmenn

Kvennalistans frum-

varp um þetta sama mál

— áður en þingmenn

Alþýðuf lokksins lögðu

fram sína tíllögu. Var

það frumvarp til laga

um líf eyrisréttindi

heimavinnandi hús-

mæðra, þingskjal nr.

27."

stuðning og liðsinni við málið skuli

ráðist með brigslyrðum að þeim fjór-

um þingmönnum Sjálfstæðisflokks-

ins sem tillöguna fluttu.

Full ástæða er til þess að undir-

strika að það er ekkert nýtt að flutt

séu fleiri en eitt mál um sama efni

á Alþingi. Nærtækasta dæmið er

einmitt það að í þingbyrjun fluttu

þingmenn Kvennalistans frumvarp

um þetta sama mál — áður en þing-

menn Alþýðuflokksins lögðu fram

sína tillögu. Var það frumvarp til

laga um lífeyrisréttindi heimavinn-

andi húsmæðra, þingskjal nr. 27.

I kjölfar þess kom tillaga Al-

þýðuflokksmanna um sama efni og

er sérstök ástæða til þess að geta

þess að í greinargerð hennar var

ekki minnst einu orði á þetta fram-

tak Kvennalistans. Með því gerðu

alþýðuflokksmenn nákvæmlega það

sama sem þeir deila nú á þingmenn

Sjálfstæðisflokksins fyrir að hafa

gert!

Fleiri dæmi um þetta er auðvelt

að rekja. Snemma á þessu þingi

fluttu nokkrir þingmenn Sjálfstæðis-

flokksins frumvarp um umboðsmann

Alþingis. Nokkru síðar lagði forsæt-

isráðherra fram stjórnarfrumvarp

sem var í flestum atriðum samhljðða

hinu fyrra frumvarpi. Við það gerði

enginn athugasemd. Þvert á móti

var það málinu tvímælalaust til

framdráttar og hefur það nú verið

samþykkt sem lög frá Alþingi.

Þriðja dæmið má hér einnig nefna.

Snemma á þingi í vetur fluttum við,

nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks-

ins, þingsályktunartillögu um

stefnumótun í umhverfismálum.

Allnokkru síðar fluttu þingmenn

Framsóknarflokks tillögu um um-

hverfismál sem var mjög á sömu

lund. Að engum hefur hvarflað að

sá tillöguflutningur hafi strítt gegn

góðum þingsiðum. Þvert á móti töld-

um við það mikilsverðan stuðning

við heildarstefnumótun Alþingis á

þessu sviði, sem nauðsynlegt er að

sem víðtækust samstaða náist um.

Þessi dæmi sýna að upphlaup

Alþýðuflokksins vegna stuðnings

þingmanna Sjálfstæðisflokksins við

mál, sem á fyrri þingum hefur verið

flutt af Framsóknarflokknum og nú

af Kvennalistanum og Alþýðu-

flokknum, var fullkomlega ástæðu-

laust og ber vott um alvarlegan

kosningaskjálfta. Sætir furðu hve

langt er hér seilst til að koma höggi

á andstæðinga flokksins og ber

málstaðnum ekki fagurt vitni.

Það sem hér skiptir vitanlega

máli er að á þessu þingi náist sem

víðtækust samstaða allra flokka um

að tryggð verði lífeyrisréttindi

heimavinnandi  fólks.  IUdeilur um

Gunnar G. Schram

„eignarrétt" þess máls verða einung-

is til þess að spilla fyrir að svo megi

verða.

Ég vil að iokum geta þess að á

fundi félagsmálanefndar sameinaðs

þings í dag beitti ég mér fyrir því,

sem formaður nefndarinnar, að fullt

samkomulag náist um nýjan og

breyttan texta að tillögu um réttindi

heimavinnandi fólks, með hliðsjón

af þeim 3 tillögum sem fluttar hafa

verið um málið. Verður það vonandi

til að tryggja framgang þess.

Höíuadur er einn afþingmönnum

Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes-

kjördæmi.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72