Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 65. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987
Ný bandarísk skýrsla:
Aldrei meira smygl-
að inn af eiturlyfjum
- þrátt fyrir andófsaðgerðir stjórnvalda
Washington. Reuter.
MEIRA er nú smyglað af ólögleg-
um eiturlyfjum til Bandaríkjanna
en nokkru sinni fyrr þrátt fyrir
viðleitni stjórnvalda til að
stemma stigu við straumi þeirra
inn í landið, sölu og neyslu, að
þvi er fram kemur í þingskýrslu,
sem birt var í gær.
í skýrslunni segir, að auknar
stjórnvaldsaðgerðir hafi sáralítið
dregið úr framboði eiturlyfja.
„Þrátt fyrir tvöföldun ríkisfjár-
Sovétríkin:
311étlífiðþegar
stíflugarður brast
Moskvu. Reuter.
ÞRJÁTÍU og einn maður lét lffið
og sex særðust alvarlega, þegar
stifla brast í Sovétlýðveldinu
Tadzhikistan í Mið-Asiu á mánu-
dag, að þvf er sagði í Moskvu-
blaðinu      Sotaialiaticheskaya
Industriya í gær. Um 500 manns
misstu heimili sín.
Stíflan gaf sig, þegar aurskriða
féll á hana, og skall flóðbylgja á
þorpinu Sargazan, þar sem um
1600 bjuggu. Fjögurra er enn sakn-
að. Embættismenn í Tadzhikistan
sögðu, að 53 hús hefðu algjörlega
eyðilagst.
í Pravda, málgagni kommúnista-
flokksins, sagði, að gerð nýs
uppistöðulóns í nágrenni Dushanbe,
höfuðborgar Tadzhikistan, hefði
verið ákveðin án nægilegrar opin-
berrar umræðu meðal íbúanna og
mundi ógna byggðinni í kring vegna
mikillar jarðskjálftahættu á þessum
slóðum.
Þorpið Sargazan er um rúmlega
100 km suðaustur af Dushanbe.
veitinga til fyrirbyggjandi aðgerða
á síðastliðnum fimm árum, er eitur-
lyfjainnflutningurinn meiri en
nokkru sinni," segir í skýrslunni.
„ólöglgegur innflutningur kók-
aíns, sem stjórnvöld hafa mestar
áhyggjur af, hefur um það bil tvö-
faldast frá árinu 1981, neytendum
hefur farið sífjölgandi, en verðið
fallið vegna hins aukna framboðs,"
segir enn fremur í skýrslu þingsins.
Höfundar skýrslunnar áætla, að
sala kókaíns og heróíns í Banda-
ríkjunum hafi numið 50 milljörðum
dala á árinu 1985 og ágóði smyglar-
anna um sjö milljörðum dala það ár.
Bandaríkjaþing samþykkti í okt-
óber á síðasta ári lagafrumvarp
gegn misnotkun eiturlyfja. Var þar
lögð áhersla á að koma í veg fyrir
innflutning ólöglegra eiturlyfja er-
lendis frá.
Meginniðurstaða skýrslunnar er,
að fyrrnefnd lög muni ein og sér
„að öllum líkindum aðeins hafa
skammtímaáhrif og sáralítið draga
úr framboði eiturlyfja".
í skýrslunni sagði enn fremur,
að starfsemi ríkisstofnana, sem
vinna ættu fyrirbyggjandi starf á
þessu sviði, væri brotakennd og illa
skipulögð.
Nigel Lawson, fjármálaráðherra Bretlands, kynnti fjárlagafrumvarp
ríkisstjórnarínnar á þriðjudag. Hér otar hann snjáðrí rauðlitaðrí
skjalatösku sinni að ljósmyndara Reuters.
Bretland:
Bankar lækka vexti
London, AP, Reuter.
FJÓRIR helstu bankar á Bret-
landi Iækkuðu útlánsvexti um
hálft prósentustig í gær og eru
þeir nú tíu prósent. Enn er ekki
Ijóst hvort byggingarfélög lækka
vexti vegna íbúðakaupa en búist
Eru Finnar að losa sig und-
an áhrifavaldi Sovétmanna?
Kosningasigur hægrimanna kann að
marka tímamót í finnskum stjórnmálum
HeUinki. AP.
Hægrímenn voru sigurveg
arar kosninganna i Finnlandi
eins og fram hefur komið í
fréttum og telja margir sljórn-
málaskýrendur, að sú niður-
staða bendi tíl, að Finnar séu
nú loksins að draga sig út úr
skugga nágranna síns i austrí,
Sovétríkjaima. Að undanförnu
hefur gætt vaxandi erfiðleika
í viðskiptum þjóðanna og kann
það að verða ein af afleiðingum
kosninganna, að Finnar taki
upp nánarí efnahagssamvinnu
við Norðurlönd og Evrópu-
bandalagsríkin.
Sameiningarflokk      hægri-
manna, Kookomus, sem Sovét-
menn hafa löngum amast við,
vantar nú aðeins þrjú þingsæti til
að vera jafn stór Jafnaðarmanna-
flokknum, fékk 53 þingmenn af
200 eða níu fleiri en í síðustu
kosningum. Ilkka Suominen,
formaður flokksins, sagði þegar
hann hrósaði sigri að kosningun-
um loknum, að „nú mun öðrum
flokkum reynast það erfitt að ýta
okkur til hliðar. Fólkið hefur kraf-
ist þess, að nýir og ferskir vindar
fái að blása í stjórnmálunum og
landsstjórninni".
Kookomus, sem var við völd
árið 1944 þegar Sovétmenn réð-
ust inn í Finnland, hefur lengst
af síðan verið í pólitískri einangr-
un vegna nokkurs konar tilskipun-
ar frá Urho heitnum Kekkonen,
forseta, sem í því efni fór að vilja
Sovétmanna. I Finnlandi er það
forsetinn, sem ber ábyrgð á ut-
anríkisstefnunni og getur haft
mikil áhrif á stjórnarmyndun.
Hægrimenn hafa reynt eftir
fremsta megni, með misjöfhum
árangri að vísu, að fela andúð
sína á Sovétríkjunum og óeðlileg-
um áhrifum þeirra á finnsk
innanríkismál og hafa í því skyni
lýst yfir stuðningi við hlutleysis-
yfirlýsingu Kekkonens. Sú stefna
er enn sem fyrr hornsteinninn í
utanríkisstefnu Finna.
Raunveruleg afstaða hægri-
manna kemur hins vegar betur
fram í efhahagsmálunum. Suom-
inen hefur hvatt til endurskipu-
lagningar í finnsku efhahagslífi,
að vestrænum ríkjum verði auð-
velduð meiri fjárfesting í landinu
og að ýtt verði undir aukinn sam-
keppnisiðnað. Hann hefur einnig
lagt til, að svokallaðir jaðarskatt-
ar verði lækkaðir en með þeim
er finnska velferðarríkið að
nokkru leyti fjármagnað. Jaðar-
skattarnir eru teknir af þeim
tekjum, sem menn hafa af eftir-
vinnu og aukavinnu annars staðar
en á eiginlegum vinnustað. Hafa
margir orðið til að gagnrýna þessa
Mauno Koivisto forseti i kjörklefanum.
skattlagningu og halda því fram,
að hún letji menn og drepi fram-
tak þeirra í dróma.
Hægrimenn stefna að því leynt
og ljóst að segja upp vöruskipta-
samningnum við Sovétmenn en
samkvæmt honum á vera jafn-
ræði með þjóðunum í vöruskiptum
án þess að nokkrir peningar komi
við sögu. Megininnflutningur
Finna hefur verið orka en vegna
verðfallsins á olíu hafa Sovétmenn
ekki getað greitt fyrir allar
finnsku vörurnar með þeirri vöru-
tegund og skulda því Finnum
umtalsvert fé. Vegna þess hefur
útflutningurinn til Sovétríkjanna
minnkað og atvinnuleysið aukist,
stendur nú í 6,4%.
Kalevi Sorsa, forsætisráðherra
jafnaðarmanna í fráfarandi stjórn,
hefur lagt til, að þetta misvægi
verði lagfært með því að ráðast
í ýmis samstarfsverkefni með
Sovétmönnum en jafnvel mið-
flokksmenn,     samstarfsmenn
Sorsa $ stjórn, hafa sakað hann
um að vera með þessu að leita
gervilausna á vandanum. Mið-
flokksmenn eru sammála hægri-
mönnum um, að Finnar verði að
tengjast öðrum Norðurlöndum
nánari böndum og beina útflutn-
ingnum meira til Vestur-Evrópu.
Ýmis önnur teikn eru á lofti
um, að Finnar vilji losa sig við
áhrifavald Sovétmanna. Eftir lát
Kekkonens og raunar strax eftir
að hann dró sig í hlé fóru fínn-
skir fjölmiðlar að fjalla frjálslegar
en áður um sovésk málefni en
áður fyrr var það algengt, að
Kekkonen kallaði fyrir sig og
skammaði þá ritstjóra, sem báru
ábyrgð á andsovéskum skrifum.
Finnar urðu líka fyrstir þjóða til
að kalla heim þegna sína í Kiev
eftir Chernobyl-slysið og áður en
Sovétmenn sjálfír viðurkenndu,
að það hefði átt sér stað. í sovésk-
um fjölmiðlum var þá mikið
kvartað undan þessu „óðagoti" í
Finnunum.
er við almennum vaxtalækkun-
um eftir að Nigel Lawson lagði
fram fjárlagafrumvarp bresku
ríkisstjórnarinnar á þríðjudag.
Englandsbanki tilkynnti fyrstur
Iækkun vaxta og skömmu síðar
voru vextir National Westminster
Bank og Barclays Bank lækkaðir
að sama skapi. Almennt er búist
við að byggingarfélög, sem lána fé
til húsnæðiskaupa, fylgi fordæmi
bankanna verði vextir lækkaðir enn
frekar. Tvær af hverjum þremur
breskum fjölskyldum búa í eigin
húsnæði þannig að lækkun vaxta
snertir allan þorra almennings. Þá
var ekki gripið til þess gamalkunna
ráðs að hækka skatta á áfengi,
bensíni og tóbaki til að auka tekjur
ríkissjóðs. Stjórnmálaskýrendur
hafa bent á að fjárlagafrumvarpið,
og einkum lækkun vaxta, muni
styrkja stöðu stjórnarinnar og hefur
því verið spáð að Margaret Thatc-
her forsætisráðherra boði til kosn-
inga i júnímánuði ári áður en
kjörtímabili hennar lýkur.
Samkvæmt frumvarpinu verður
tekjuskattur lækkaður um tvö pró-
sent og dregið verulega úr lántök-
um ríkissjóðs. Síðarnefhda atriðið
er forsenda vaxtalækkunarinnar og
er búist við að vextir muni lækka
enn frekar, hugsanlega síðar 5 þess-
ari viku.
Stjórnarandstæðingar" segja
frumvarpið kosningabrellu, sem
bæti í engu hag atvinnulausra.
Stjórnarliðar fullyrða hins vegar að
minni lántökur ríkissjóðs og lækkun
vaxta muni styrkja efnahagslífið
og auka atvinnu.
Norska Stórþingið:
Konur hlut-
gengar til
ríkiserfða
Osló, Reuter.
NORSKI Hægrí flokkurinn hefur
lagt til að stjórnarskrá landsins
verði breytt i þá veru að konur
verði hlutgengar til ríkiserfða.
Talið er að frumvarp þetta hljóti
almennan stuðning i þinginu.
Samkvæmt frumvarpinu mun
elsta barn þjóðhöfðingja erfa ríkið
líkt og sænsk lög kveða á um. Ekki
er gert ráð fyrir að lögin verði aftur-
virk þannig að Haraldur krónprins
mun ekki þurfa að sjá á bak krún-
unni í hendur eldri systrum sínum,
þeim Ragnhildi og Astríði. ólafur
Noregskonungur er 83 ára gamall
og er elsti þjóðhöfðingi í Vestur-
Evrðpu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72