Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 37 Bjöm Ólafsson, viðskipta- og menntamálaráðherra og íformaður allsheijamefndar, frá því, að nefnd- in hefði leitað umsagnar heimspeki- deildar Háskólans, Verzlunarráðs, Sambands íslenzkra samvinnufé- laga, iðnrekenda og Sambands veitingahúsa- og gistihúsaeigenda. FVá heimspekideild hefði komið breytingartillaga þess efnis, að í stað orðanna „enda beri fyrirtækið íslenzkt nafn“ komi: „enda beri fyr- irtækið nafn, sem samiýmist íslenzku málkerfí að dómi skrásetj- ara.“ Hinir aðiljamir, sem leitað var til, hefðu allir mælt með því, að frumvarpið yrði samþykkt með umræddri breytingu orðalags. Enn fremur sagði Bjöm Ólafsson: „Margir telja, að nú beri fullmikið á því, að menn velji fyrirtækjum sínum erlend nöfn, sem að engu leyti samrýmast íslenzku máli eða málkerfí. Það væri illa farið, ef það færðist mjög í vöxt, að íslenzk fyrir- tæki bæm erlend nöfn. Þess vegna voru yfírleitt þeir, sem við var tal- að, á einu máli um það, að æskilegt væri að stöðva þessa þróun, eftir því sem hægt væri.“ Lagabreyting- in var samþykkt samhljóða í neðri deild og gegn aðeins einu mótat- kvæði í efri deild. Framkvæmd laganna Framkvæmd þessara laga- ákvæða hefur verið slæleg, en þó hygg ég þau hafa haft nokkur áhrif. Alloft leita þeir, sem hafa með höndum skráningu fyrirtækja (fírmaskráningu) á vegum embætta borgar- og bæjarfógeta, til Ör- nefnanefndar og óska eftir umsögn um það, hvort tiltekið nafn samiým- ist íslenzku málkerfí. Sú umsögn verður síðan stundum til þess, að annað nafn er valið en til stóð. Upp á síðkastið hafa skrásetjarar fyrir- tækja alloft bent umsækjendum á að ræða beint við formann Ömefna- nefndar, og hafa slík samtöl stundum leitt til nýrra nafngifta. Hins vegar fer því fjarri, að laga- ákvæðin hafi orðið til þess að koma í veg fyrir enskar eða aðrar erlend- ar nafngiftir. Stofnendur fyrirtækja fundu skjótlega það ráð að láta skrásetja gott og gilt íslenzkt nafn, en nota síðan allt annað nafn — og það yfirleitt enskt — sem heiti verzlunar eða annarrar starfsemi fyrirtækisins. Þannig lét einn aðili skrásetja heitið Veitingahúsið Álfa- bakki 8, en nefndi skemmtistaðinn Broadway. Annar lét skrá nafnið Reisn, en kallaði verzlun sína Top Class. Engu er líkara en íslendingar hafí sérstaka hæfíleika til að snið- ganga lög, en reyndar hafa þeir líka fengið langa og mikla æfingu í að óhlýðnast lögum við alveg einstaka þolinmæði yfírvalda. Lagabreytingin 1982 Árið 1982 reyndi alþingi að setja undir þennan leka, en þá var, að tillögu Vilmundar Gylfasonar, sam- þykkt breyting á áðumefndum lögum um verzlanaskrár o.fl., en þar segir nú: „enda beri fyrirtækið og atvinnustarfsemi þess [skáletrað hér] nöfn, sem samrýmast íslenzku málkerfí." Og á sama hátt var breytt lögum um veitingasölu o.fl., og er þar nú eitt skilyrðanna fyrir leyfínu: „Nafn á fyrirtæki og/eða atvinnustarfsemi [skáletrað hér] fellur að hljóðkerfi og beygingum í íslenzku máli.“ Lagabreyting þessi var samþykkt samhljóða á alþingi. Samkvæmt þessu fer ekki milli mála, að lög- gjafínn ætlast til þess, að íslenzk fyrirtæki og starfsemi þeirra, svo sem verzlanir, veitinga- og gistihús, heiti nöfnum, sem samiýmast fs- lenzku málkerfi. Hins vegar hefur ásóknin í er- lend, og þá að langmestu leyti ensk, fyrirtækjanöfn ekki minnkað, held- ur hefur hún þvert á móti aukizt mjög á síðustu misserum. Þessi þróun hefur gengið fram af mörg- um íslendingum, svo sem sjá má af því, að Ferðamálaráð hefur átal- ið þessar nafngiftir, og Morgun- blaðið hefur tekið í sama streng í leiðurum. Það er heldur ömurleg sjón, sem blasir við vegfarendum um Laugaveg og aðrar verzlunar- götur höfuðborgarinnar: Bonny, High Voltage, Winny’s, Chick King, American Style eru örfá sýnishom. Höfuðborg fslands er á góðri leið að verða að þessu leyti eins og smáborg í miðríkjum Banda- ríkjanna. En þessi ásókn í enskar nafngiftir er engan veginn ein- skorðuð við höfuðborgina, og hún tekur stundum á sig fáránlegar myndir. Þannig fann hafnfírzkur veitingamaður upp á því snjallræði að skrá veitingahús sitt með band- striki Gafl-inn, augljóslega til að tengja nafnið enska orðinu inn: veitingastaður. Þetta hefur ýmsum þótt heillaráð, ég hef séð nöfnin Hver-inn, Hér-inn, og nú síðast sá ég hárgreiðslustofuna Hár-inn í Keflavík. Margt annað í nafngiftum síðari ára er í mínum augum miður smekklegt. Ég vil nefna orðið gall- erí, sem virðist ómissandi framan við heiti sýningarsala, sem mörg ágæt íslenzk orð mætti hafa um, t.d. listasalur, Iistahús. Ekki þykir mér beinlínis smekklegt nafn Gall- erí Langbrók — galli er í langbrók. Það má mikið vera, ef Hallgerður hefur ekki snúið sér við í gröfínni í Laugamesi. Framkvæmd lagaákvæðanna um, að íslenzk fyrirtækjanöfn skuli samrýmast íslenzku málkerfí, er sem sagt enn sem fyrr slæleg. Þó er rétt að geta þess, að á síðustu mánuðum hefur lögreglustjóraemb- ættið í Reykjavík gefíð þessu máli vaxandi gaum, og kann að verða nokkur árangur af þeim afskiptum.1 í viðtölum, er ég sem formaður Ömefnanefndar hef átt við þá, sem óska eftir enskum nöfnum á fyrir- tæki sín, virðist mér koma fram, að um tvenns konar afstöðu sé að ræða. Annars vegar em þeir, sem em svo samgrónir ensk-amerískum eða alþjóðlegum viðskiptaheimi, að ekkert annað en enskt heiti hvarflar að þeim, hins vegar em aðrir, sem velja enskt nafn gegn betri vitund, ef svo má að orði komast, af þeirri einni ástæðu, að þeir telja sig hafa hagnað af því. Þannig auglýsti ung- ur maður nýlega kjúklingastað með herfílegu ensku heiti, þótt hann hefði skráð fyrirtækið undir ágætu íslenzku naftii. I viðtali, sem ég átti við hann, kom fram, að hann taldi nafnið ekki nógu gott og sér- staklega væri amma sín sárleið yfír nafninu, en hins vegar segðu sér allir, að íslendingar væm orðnir svo „ameríkaníseraðir", að engir kæmu að verzla við sig, ef nafnið væri ekki ensk-amerískt. Ég reyndi að svara þessu með því að benda á, að fulit virtist vera út úr dymm á ýmsum stöðum, sem hétu rammís- lenzkum nöfnum, en ekki virtist ég hafa sannfært hann. Hér verð ég að vekja athygli á verzlunarháttum, sem gætir nú í vaxandi mæli og virðast ýta undir ásóknina í erlend fyrirtækjanöfn. Það er, að stofnaðar em verzlanir í tengslum við erlenda verzlunar- hringi og verzlunum gefín erlend nöfn hinna alþjóðlegu hringa (Kentucky Fried Chicken, Mother- care, Etienne Aigner). Nöfn af þessu tagi hvetja keppinautana til að taka upp erlend heiti, og er mér ekki gmnlaust um, að ensk nöfn kjúklingastaðanna eigi rætur að rekja til heitisins Kentucky Fríed Chicken. Hér er eflaust um vanda- mál að ræða, úr því að slíkar verzlanir em á annað borð leyfðar. E.t.v. mætti hugsa sér þá málamiðl- unarlausn, að þessum verzlunum yrði gert skylt að hafa uppi íslenzkt nafn við hlið hins erlenda heitis, sbr. Flugleiðir — Icelandair. ') Dæmi skal hér nefnt um það, hverjum árangri röggsöm yfirvöld geta náð í þessu máli. Eftir að þessi grein var rituð, var frá þvi skýrt í blöðum, að opnaður hefði verið nýr samkomustaður í Keflavik og héti Starlight. Formaður Ömefna- nefndar vakti athygli bæjarfóget- ans í Keflavík á þvi, að með nafngiftinni væru brotin lög um verzlanaskrár og fl. Hann brá við skjótt og setti eiganda samkomu- staðarins fárra daga frest til að breyta nafninu. Eigandinn gaf staðnum nýtt nafn, Glaumberg. Athyglisvert er, að bæjarfógetinn í Keflavik hlaut einróma lof fyrir röggsemina í allmörgum lesenda- bréfum i dagblöðunum. Þ.V. Höfundur er forstöðumaður Ör- nefnastofnunar Þjóðminjasafns. Economist: Þing Vestur-Evrópu eru aðallega karlaklúbbar Erum við ekki duglegar? segir Thatcher við Brundtland. Aðeins einn af hverj- um 10 þing-mönnum er kona. Hvers vegna? Þær geta hvorki keypt getnað- arvamir, skilið við eiginmenn sína né fengið fóstureyðingu. Margir karlmenn eru enn þeirrar skoðun- ar að þeirra staður sé heimilið. Samt sem áður hlutu konur yfír 8% sæta í almennum kosningum fyrir skömniu í hinu strangkaþ- ólska írska lýðveldi, en það er tvisvar sinnum hærra hlutfall en hlutfall kvenfulltrúa í hinu fijáls- lynda og óguðrækna Bretlandi. í Noregi, þar sem þriðjungur þingmanna er konur og þ.m.t. Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra, (sjá töflu), er mest þátttaka kvenna í stjómmálum í Vestur- Evrópu. Þótt kona fari með stjóm lands þarf það ekki endilega að vera öðrum konum til framdrátt- ar. Frú Thatcher hefur aldrei haft konu í ríkisstjóm sinni á sjö ára forsætisráðherraferli sínum. Hún er forsætisráðherra þings sem hefur lægst hlutfall þingkvenna í allri Vestur-Evrópu að undan- skildu Grikklandi. Bmndtland hefur á hinn bóginn veitt konum 8 embætti af 18 í sínu ráðuneyti. Hvað veldur því að konur á írlandi og á Norðurlöndum hafa betri tækifæri í stjómmálum? Hlutfallskosningar em ein ástæð- an. í Bretlandi hafa flokkamir aðeins einn frambjóðanda í hveiju lqordæmi. Konur em sjaldan kosnar af uppstillingamefndum flokkanna. Séu þær valdar er það oftast í sæti með litla vinnings- möguleika. í síðustu þingkosning- um í Bretlandi vom 276 konur í framboði en aðeins 23 náðu kjöri — einni færri en 1945 þegar að- eins 87 konur vom í framboði. í kosningunum 1979 var aðeins ein kona á vegum íhaldsflokksins — sjálf frú Thatcher — í ömggu sæti. Engu að sfður gefa fræðileg- ar kannanir í Bretlandi til kynna að fólk hefur í rauninni ekkert á móti því að kjósa konur. Flokkamir hafa minni afsökun fyrir kynferðislegri mismunun þegar um hlutfallskosningar er að ræða. Ef þeir þurfa að bjóða fram lista eins og t.d. í írlandi þykir það ekki frambærilegt ef a.m.k. 1—2 konur em ekki á list- anum. í kosningunum á íslandi 1983 fékk Kvennalistinn aðeins 5% frambjóðenda sinna inn á þing, en tilvera þessa flokks gerði það óhjákvæmilegt að aðrir stjóm- málaflokkar hefðu fleiri konur á sínum listum. Á einni nóttu jókst fyöldi þingkvenna á Alþingi úr 3% í 15%. Þetta er einnig spuming um pólitískan vilja. Norðmenn hafa sýnt hversu auðvelt það er að aaka hlut kvenna í stjómmálum. Á Stórþinginu em 43% af meðlim- um Verkamannaflokks Bmndt- lands konur, en það er árangur ákvörðunar sem tekin var fyrir þremur ámm á flokksáðstefnu að tryggt skyldi að fjöldi karla- og kvenframbjóðenda færi ekki undir 40% vegna komandi kosninga. Sama skuldbinding var gerð varð- andi opinbera embættismenn til að styrkja stöðu kvenna í ráðu- neytum. Svo virðist sem konur í Evrópu hafí betri tækifæri til að komast á þing liggi lönd þeirra norðarlega og flokkar þeirra til vinstri. Eftir kosningarnar í Vestur-Þýskalandi í janúar tvöfaldaðist næstum því hundraðshluti kvenna á vestur- þýska löggjafarþinginu og fór í yfír 15%, sem er að mestu Græn- friðungum og Sósíaldemókrötum að þakka. Konur em í 24 af 42 þingsætum Grænfriðunga. Utan Þýskalands er Petra Kelly senni- lega þekktasti stjómmálamaður Grænfriðunga en innan Þýska- lands kemur Jutta Ditfurth fast á hæla hennar. Stefna Grænfrið- unga er jákvæð mismunun. Nýlega lögðu þeir fram framboðs- lista sem eingöngu var skipaður konum í kosningunum í Hamborg. Þess vegna eða þrátt fyrir það (eða hvomgt) jókst hlutur þeirra út 6,8% í 10,4%. í heimi karlmanna Fimmtungur þingmanna ítalska kommúnistaflokksins er konur, en aðeins 2,5% þingmanna Kristilegra demókrata em konur. Breski verkamannaflokkurinn hafnar enn kvótakerfínu en stend- ur þó fyrir fræðslunámskeiðum fyrir konur í framboði ásamt ráð- leggingum um hvemig þær skuli láta til sín taka í heimi karl- manna. Á þingi Evrópuráðsins hafa Grænfriðungar og Kommún- istar tekið höndum saman um að á listum beggja skuli 20% vera konur. Þar næst koma Sósíalistar með 17%, Kristilegir demókratar 12% og íhaldsflokkurinn 14%. í löndum þar sem hlutur kvenna er lítill á þingi koma fram sterkir persónuleikar meðal kvenna. í Grikklandi em aðeins 4% þing- manna konur, en flestir í Vestur- Evrópu þekkja Melinu Mercouri, menntamálaráðherra. í Bretlandi er Edwina Currie aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra á skjótri upp- leið. Hún er ekki þekktust fyrir háttvísi, en fullyrðir að það að vera kona sé kostur á þingi þar sem hún fái meiri athygli fyrir bragðið. í þessum löndum er það konum nauðsyn að vera ákveðnar og fastar fyrir til að komast áfram. Komist þær í ráðuneytin em líkur á að þær verði innan um karl- menn og fái kvennastöður svo sem mennta- og heilbrigðismál. Melina Mercouri og Margrét Thatcher em góð dæmi um sterkar konur í minnihluta miðað við karla, en hafa engu að síður brotið af sér hömlumar. Simone Veil fyrrverandi ráð- herra kvennamálefna í Frakklandi tekst að sameina bæði þrautseigju og vinsældir. Síðar var hún kjörin forseti þings Evrópuráðsins. Franski heilbrigðisáðherrann, Michelle Barzach, sem fær orð fyrir að vera „mjög gáfuð“, er ekki eins þekkt en á uppleið. Oft er talað um að evrópskar konur í stjómmálum séu afburða greindar. Vera má að enn þurfi konur að vera betri en karlar til að öðlast velgengni í stjómmálum. (Þýtt úr Economist.) í minnihluta KONUR í STJÓRNMÁLUM Hlurfall (%) kvenna á þingi Fjöldi i ráðuneytum 0 % 5 10 15 20 25 30 35 Noregur íiHHI Finnland in nnmmmmi Svíþjóð 1 a mnmnmn ttttt Danmörk ISíSSÍSÍíSÍ 1 nnmmmnmm Holland mmm mnnnmm' •mmmmmm Sviss nnm Austurríki mmm vmm nmnnmnut Ítalía mmm m nnmnmnnnnnnmnt írland Itpt mmnmmt Belgía mmm 1 mmnm.nn Spánn illill 1 nmmnnnm Frakkland nnnnnmnnmnnt Portúgal mnnnt Bretland iliii nmmmmnnmt Grikkland mmmnnmnnnnt Þessi mynd birtist i timaritinu ECONÖMIST 28. feb. 1987. * Fráfarandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.