Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 65. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987
39
Astandið verður ekki
verst fyrstu dagana,"
sagði Páll Gíslason
yfírlæknir á handlækn-
ingadeild 1. „Við þurfum að geta
sinnt bráðavöktum og þeim sjúkl-
ingum sem verða lagðir inn næstu
daga. Fram að mánaðamótum er
hægt að kalla inn fólk í bráðatilvik-
um en hvað þá tekur við veit enginn.
Vandræðin munu því vaxa dag frá
degi."
Aðgerðir liggja niðri og bið-
listar lengjast
Páll sagði að hætt hefði verið við
allar meiriháttar skurðaðgerðir í
síðustu viku. Á meðan é. verkfallinu
stæði lægju allar erfiðar aðgerðir,
svo sem hjartaskurðlækningar,
niðri og biðlistar héldu áfram að
lengjast. Þó mætti veita undanþágu
til þess að gera aðgerðir þar sem
líf sjúklings væri í hættu.
„Það sem við berum mestan
kvíðboga fyrir er að uppsagnirnar
gangi í gildi. Maður spyr sig hvort
þetta fólk komi aftur," sagði Páll.
Hann sagði að læknar hlytu að
styðja kröfur hjúkrunarfólks um
betri laun og bindu vonir við að
deilan hlyti farsælan endi.
Níutíu sjúkrarúm þurfti að rýma
á Landsspítalanum í gær. Tvær
deildir standa auðar eftir og hluti
af þeirri þriðju. Einnig voru sjúkl-
ingar sendir heim af Barnaspítala
Hringsins. „Á öllum deildum eru
sjúklingar sem geta ekki farið
heim," sagði Anna Stefánsdóttir
hjúkrunarforstjóri. „Við höfum því
þurft að færa fólk til með tilheyr-
andi raski og óþægindum.
Þær deildir sem standa opnar
verða mannaðar hjúkrunarfræðing-
um sem ekki eru með háskólapróf,
auk þeirra háskólamenntuðu hjúk-
runarfræðinga sem koma til með
að vinna á undanþágu. Við getum
aðeins sinnt lágmarks þjónustu og
vandræðin hefjast strax klukkan
átta á fimmtudagsmorgun þegar
Landsspítalinn á bráðavakt sjúkra-
húsanna í Reykjavík."
Byrjað að gera áætlun um
viðbrögð í janúar
Anna sagði að byrjað hefði verið
að gera áætlun um viðbrögð í verk-
falli í janúar þegar uppsagnarfrest-
ur hjúkrunarstétta var framlengd-
ur. I síðustu viku var hætt að gera
skurðaðgerðir og ekki tekið inn af
biðlistum til þess að færra yrði á
deildunum þegar verkfallið hæfist.
Hún sagði að þessar áætlanir mið-
uðu að því að hægt yrði að sinna
allri nauðsynlegustu þjónustu fram
að mánaðamótum. „Ef ekki verður
búið að semja og uppsagnir taka
gildi er hjúkrunarfólkið ekki lengur
í starfi hér á spitalanum og hefur
engum skyldum að gegna. Spítalinn
yrði í raun lamaður og við það skap-
ast að sjálfsögðu hættulegt ástand.
Við getum bara ekki hugsað svo
langt," sagði hún.
Ekkert frumkvæði af hálfu
ríkisins í hálft ár
„Við förum örugglega í verkfall
f kvöld. Ríkið hefur ekki haft neitt
frumkvæði að viðræðum við hjúk-
runarfræðinga á því hálfa árisem
liðið er síðan við sögðum upp,"
sögðu Oddfríður Jónsdóttir og Elín
Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðing-
ar á handlækningadeild 1. Þær
sögðu að hjúkrunarfræðingar vikhr
fyrst og fremst grunnkaupshækkun
og að gengið yrði að sérkröfum um
áhættuþóknun, styrki til endur-
menntunar og fleira.
„Okkar starf krefst háskóla-
menntunar og það þarf að meta í
samræmi við það. Við miðum okkur
að sjálfsögðu við hinn almenna
markað og sjáum að við höfum
dregist stóriega afturúr í launum
undanfarin ár," sagði Oddfríður.
Þær sögðu að hjúkrunarfræðing-
ar væru farnir að leita að annarri
vinnu vegna uppsagnanna. Þeim
biðust til dæmis hátt launuð störf
hjá lyfjafyrirtækjum, eða úti á landi
þar sem betra kaup og ókeypis
húsnæði væri í boði. Ljóst væri að
ef uppsagnir tækju gildi kæmu
margir ekki aftur til starfa. „Það
ríkir gífurleg samstaða í okkar hópi.
Við erum hörð á því að hvika ekki
fyrr en við erum búin að fá okkar
LANDSPITALINNUNDIRBYR VERKFALLIÐ
„Ástandið versn-
ar dag frá degi"
- sagði Páll Gíslason yfirlæknir á handlækningadeild
UNNIÐ VAR að því að rýma sjúkradeildir
og útskrifa þá sjúklinga sem voru nógu
frískir til að fara heim þegar Morgun-
blaðsmenn komu á Landsspítalann í
gærdag. Hvarvetna blöstu við auðar sjúkra-
stofur, táknrænar fyrir það ástand sem er
á rikisspítölunum vegna yfirvofandi verk-
falls háskólamenntaðra hjukrunarfræð-
inga og sjúkraþjálfa. Viðmælendur
blaðamanns sögðu útlitið svart. Komi verk-
fallið til framkvæmda gæti það aðeins orðið
byrjunin, þvi hópuppsagnir heilbrigðis-
stétta taka gildi um næstu mánaðamót verði
ekki samið fyrir þann tíma.
„Við förum ömgglega í verkfall í kvöld," sögðu
EIín Guðmundsdóttir og Oddfriður Jónsdóttir sem
eru báðar háskólamenntaðir hjúkrunarf ræðingar.
„Vandræðin hefjast strax á fimmtudagsmorgun-
inn þegar við eigum bráðavakt," sagði Anna
Stefánsdóttir hjúkrunarforstióri.
„Ég styð kröfur hjúkruuarfólks í einu og öllu,"
sagði Einar Baldvin Bessason.
Þuríður Sæmundsdóttir sem er
á 84 aldursári sagðist hafa feng-
ið hjartaáfall fyrir 10 dögum.
Hún var send heim i gær.
Sigriður Þórarinsdóttír, Sigriður Kristiusdóttir og
Kristin Guðmundsdóttír sem sátu á f undi með öðrum
trúnaðarmönnum sjukraliða á spitalanum sýna lista
með nöfnum þeirra rumlega 200 sjúkraliða sem sagt
haf a upp störf um um næstu mánaðamót.
Morgunblaðið/Þorkell
Hinum ungu skjólstæðingum Olgu Guð-
mundsdóttur og Ásdisar Steingrfmsdóttur
þóttu blossarnú' frá leifturljósi ljósmyndara
blaðsins heldur óþægilegir.
„Það sem við berum mestan kviðboga fyrir er að uppsagn-
irnar taki gildi," sagði PáU Gislason yfirlæknir handlækn-
ingadeildar 1. Deildin var ÖU rýmd i gær vegna
verkfallsins.
í gegn," sögðu þær Oddfríður og
Elín.
Fékk hjartáfall fyrir 10 dög-
um en er send heim
Á setustofu beið Þuríður Sæ-
mundsdóttir þess að sjúkrabíll flytti
sig af spftalanum. Hún sagðist hafa
fengið hjartaáfall að heimili sínu
fyrir 10 dögum. „Maður er auðvitað
hvorki í standi til þess að tala við
blaðamenn eða fara heim," sagði
Þuríður sem er á 84 aldursári. „En
hér sit ég - þaðgerir kæruleysið,"
bætti hún við og brosti.
Þuríður sagðist búa með dóttur
sinni sem ynni í verslun allan dag-
inn. Því gæti hún ekki farið heim
til   sín   en   myndi   dveljast   hjá
tengdadóttur sinni, sem er hjúk-
runarfræðingur, fram í miðjan
næsta mánuð. Hún mun þarfnast
lyfjagjafar og umönnunar nokkra
hríð eftir áfallið.
„Mér finnst þetta algjör hneisa
að hjúkrunarfóík fái ekki mann-
sæmandi kaup. Þetta er krefjandi
starf og þárfnast mikillar menn-
tunnar. Mér finnst þau vel eiga
skilið þau laun sem farið er fram
á," sagði Þuríður.
Styð kröfur hjúkrunarfólks
i einu og öllu
Einar Baldvin Bessason beið þess
einnig að halda heim á leið. Hann
tók undir orð Þuríðar. „Ég bara
skil þetta ekki," sagði Einar. „Ég
styð kröfur hjúkrunarfólksins í einu
og öllu og vona svo sannarlega að
ríkisvaldið sjái að sér og gangi að
kröfum þeirra."
Einar sagðist hafa verið. viðloð-
andi Landsspítalann undanfarna
þrjá áratugi. Hann er blæðari og
verður því að fá svonefndan storku-
þátt í blóðið þrisvar í viku. Hann
hefur einnig oft dvalið á spítalanum
vikum og mánuðum saman vegna
sjúkdóms síns. „Ég er háður spítal-
anum í einu og öllu. Án þessarar
þjónustu er ég mjög hætt kominn
því fái ég ekki storkuþáttinn á rétt-
um tíma getur mér byrjað að blæða
með afdrifaríkum afleiðingum. Ég
fékk mína lyfjagjöf í dag og get
komið aftur á föstudaginn," sagði
Einar. „Hvað þá tekur við veit ég
ekki," sagði hann.
Nu stefnir allt í að um mánað-
mótin taki uppsagnir rúmlega
fimmhundruð sjúkraliða ríkisspítal-
anna gildi. Olgu Guðmundsdóttur
og Asdísi Steingrímsdóttur sem
starfa á Barnaspítala Hringsins
þótti fátt um viðbrögð ríkisvaldsins
fram að þessu. „Málefni sjúkraliða
hafa hlotið litla umfjöllun f fjölmiðl-
um þótt það vofi yfir að við gögnum
út um næstu mánaðamót," sagði
Ásdfs. „Það er hálft ár liðið síðan
við sögðum upp og ekkert hefur enn
gerst."
Sjukraliðar hafa sífellt verið
að dragast af turúr
Þær sögðu að álag á sjúkraliða
hefði sffellt verið að aukast. Vegna
lágra launa fengist fólk ekki til
starfa og deildirnar væru því undir-
mannaðar.„Óánægja okkar er meiri
vegna þess að við höfum sffellt ve-
rið að dragast aftur úr hjúkrunar-
fræðingum f launum undanfarin tfu
ár," sagði Olga. „Ofan á það bætist
að launin eru langlægst hér f
Reykjavík. Úti á landi geta yfir-
borganir og hlunnindi hækkað
launin um allt að helming."
Trúnaðarmenn sjúkraliða á
spftalanum sátu á fundi þegar
Morgunblaðsmenn bar að garði og
var þar farið yfir stöðu mála f kjara-
deilunni. Þær sögðust hafa verið
að skoða samninga Starfsmannafé-
lags Reykjavfkurborgar, en þar
virtist fátt hafa verið bætt nema
launin. Sjúkraliðar hefðu hinsvegar
farið fram á að hafa jafhan rétt til
dagvistarrýmis og hjúkrunarfræð-
ingar, auk þess sem að þeim verði
greiddir þrír tfmar aukalega fyrir
útköll eins og þeim. Þetta væru
einföld réttindi sem þyrftu að nást
f gegn.
Yf ir 200 sjúkraliðar tílbúnir
að ganga út
„Lágmarkslaun okkar eru nú þau
lægstu í landinu eða 27.000 krón-
ur, en hæstu laun eftir 18 ára starf
34.000 krónur. Okkar kröfur eru í
raun ákaflega hógværar, við förum
fram á 35.000 krónu grunnlaun,"
sagði Sigríður Kristinsdóttir.
Trúnaðarmennirnir lýstu yfir
furðu sinni á því að ríkisvaldið hefði
ekki sýnt neinn samningsvilja þótt
hálft ár væri liðið frá hópuppsögn-
um sjúkraliða. „Hér á spftalanum
eru yfir 200 sjúkraliðar sem sagt
hafa upp störfum. Við könnuðum
hug fólks til uppsagnanna f dag og
það var engin uppgjöf í liðinu. Okk-
ur er ekki að sjálfsögðu ekki ljúft
að ganga úr störfum okkar og vitum
mjög vel að það mun koma harðast
niður á sjúklingum. En önnur leið
virðist ekki fær," sögðu talsmenn
beirra.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72