Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 65. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						40

MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987

Verkf all kennara - uppsagnir í heilbrigðisstéttum:

Ríkið bauð 18-19%

hækkun heildarlauna

og 22-24% hækkun fastakaups, sagði fjármálaráðherra

Samninganefnd ríkisins lagði

fram tílboð í viðræðum við kenn-

ara 11. marz sl., miðað við

samninga tíl ársloka 1988. Boðin

var var 18-19% hækkun heildar-

launa og 22-24% hækkun fastra

mánaðarlauna, vegna breytinga á

vinnutíma, er í tílboðinu fólst.

Þannig komst Þorsteinn Pálsson,

fjármálaráðherra, efnislega að

orði, í umræðu utan dagskrár um

verkf all kennara og röskun skóla-

starfs.

Hjörleifur Guttormsson (Abl.-

Al.), sem hóf umræðuna, sagði laun

kennara langtum lægri en laun fólks

með sambærilega menntun á al-

mennum vinnumarkaði. Krafa

kennara væri 45.000 króna byrjun-

arlaun. Hér væri mál, sem varðaði

þjóðina alla, nemendur og foreldra,

ekkert síður en kennara. Krafa ríkis-

ins um meiri viðveru kennara í

skólum bitnaði einkum á konum,

sem væru mikill meirihluti stéttar-

innar. Krafðist frummælandi

jákvæðari viðbragða ríkisstjórnar-

innar í þessari vinnudeilu.

Þorsteinn Pálsson, fjármála-

ráðherra, tók undir það með

Hjðrleifi að hér væri mikill vandi á

ferð, sem bitnaði fyrst og síðast á

nemum. Hafa yrði í huga að ríkið

hafi átt veigamikinn þátt í kjarasátt

á almennum vinnumarkaði, með

ákveðin efnahagsmarkmið í huga,

sem taka yrði tillit til í samnings-

gerð við ríkisstarfsmenn.

Ráðherra vitnaði til tilboðs samn-

ingsnefndar ríkisins, sem hér að

framan er rakið, og ennfremur til

umsagnar Kristjáns Thorlacíus,

formanns HÍK, sl. mánudag: „Það

þokaðist áleiðs, við náðum ár-

angri.... það þarf hinsvegar að ganga

svolítið betur í kvöld til þess að við

Ijúkum þessu og talsvert mikið betur

til þess að við ljúkum því".

HÍK hafi síðan komið á óvart með

því að hækka kröfur sínar, er hér

var komið, svo mjög, að þær hafi

þýtt 50-60% útgjaldaauka fyrir ríkis-

sjóð.

Ráðherra lagði áherzlu á að kjara-

samningar þyrftu að taka mið að

þeirri meginstefnu, sem fylgt væri,

að ná fram kjarabótum án nýrrar

verðbólguskriðu.

Sverrir Hermannsson, mennta-

málaráðherra, sagði, að gera

þyrfti kennarastarfið eftirsókn-

arvert á ný, einnig launalega, en

virða þurfi þær forsendur, sem

lagðar væru tíl grundvallar í al-

mennri launaþróun í landinu.

Staðreynd væri að opinberir

starf smenn, einnig kennarar, haf i

f engið heldur meiri launahækkun

1986 en aðrir. Sú staðreynd, að

enn hallaði á opinbera starf smenn

sýndi fyrst og fremst, hvern veg

fyrri ríkisstjórnir hafi leikið ríkis-

starfsmenn launalega.

Kristín Halldórsdóttir (KI.-

Rvk.), Steingrímur Sigfússon

(Abl.-Ne.) og Ingvar Gíslason (F.-

Ne.) tóku og til máls og lögðu

áherzlu á nauðsyn skjótra samn-

inga. Steingrímur. minntí og á

flótta úr ýmsuni heilbriðgisstétt-

um, vegna bágra launa, og að

þessa dagana væri verið að flytja

sjúklinga úr Landspítala, vegna

uppsagna og fyrirhugaðs verk-

falls. I þessu efni væri að skapast

óviðunandi ástand, sem leysa

þyrftí skjótlega.

Hjörleifur Guttormsson ræðir kennaradeiluna á Alþingi.

20 með, 6 móti, 8 sátu hjá:

Prestskosningar afnumdar

- nema 25% atkvæðisbærra sóknarbarna óski þeirra

í fyrrinótt samþykkti Alþingi

lög um veitingu prestakalla, sem

kveða á um afnám prestskosn-

inga. Þess í stað skuli sóknar-

nefndir ráða presta til starfa.

Þó er skylt að viðhafa prests-

kosningar ef fjórðungur atkvæð-

isbærra sóknarbarna ber fram

skriflega beiðni þar að lútandi

innan viku frá því að safnaðar-

nefnd valdi prest á sérstökum

kjörfundi.

Hin nýju lög gera ráð fyrir því

að sóknarnefnd, aðalmenn og vara-

menn, kjósi prest í sóknina. Þau

leysa af hólmi lög frá 1915, sem

kváðu á um það, að söfnuðir kjósi

prest í almennum kosningum sókn-

arbarna. Nú þarf skriflega ósk 25%

sóknarbarna til að prestskosning

fari fram með sama hætti og við-

gengist hefur um langt árabil.

Sverrir Hermannsson, mennta-

málaráðherra, og meðflutnings-

menn úr fjórum flokkum fluttu

breytingartillögu þessefnis, að

beiðni 500 sóknarbarna eða 10%

þeirra (í stað 25%) nægði til þess

að skylt væri að viðhafa prestskosn-

ingu með gamla laginu. Tillaga

menntamálaráðherra var felld með

eins atkvæðis mun.

Frumvarpið var síðan samþykkt

með 20 atkvæðum (af 40 í þing-

deildinni), sex þingmenn greiddu

mótatkvæði, 8 sátu hjá. Mótat-

kvæði greiddu: Sverrir Hermanns-

son,    menntamálaráðherra,    Páll

Pétursson (F.-Nv.), Eggert Haukdal

(S.-Sl.), Guðmundur Einarsson

(A-Rn.), Guðmundur J. Guðmunds-

son (Abl.-Rvk.) og Karvel Pálmason

(A.-Vf.).

Lög um Utvegsbanka Isiands:

Hlutafé verði einn milljarður

Hefur danskur banki áhuga á eignaraðild?

200 m.kr. boðnar út á almennu markaði

Lög um stofnun hlutafélags

um Utvegsbanka íslands vóru

samþykkt á næsturfundi Alþingis

(eftír klukkan eitt í fyrrinótt).

Svavar Gestsson, formaður Al-

þýðubandalags, sagði í lokaum-

ræðu um málið, að danskur banki

hefði sýnt áhuga á eignaraðild

að bankanum, en eignaraðild

erlendra banka, allt að fjórðungi

hlutafjár, er heimil, samkvæmt

hinum nýju lögum. Gagnrýndi

Svavar þetta heimildarákvæði

laganna harðlega.

Samkvæmt lögunum er stefnt

að því að hlutafé bankans verði

allt að 1000 m.kr. Þar af leggur

ríkissjóður, eða Seðlabanki fyrir

hans hönd, fram allt að 800 m.kr.

en Fiskveiðasjóður allt að 200 m.kr.

200 m.kr. verða boðnar út á frjáls-

um markaði.

Núverandi bankaráð Útvegs-

bankans heldur umboði sínu þar til

hlutafélagsbanki hefur yfirtekið

starfsemi bankans, en fellur þá nið-

ur.

Ríkisstjórninni er heimilt að veita

ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum

hins nýja hlutafélagsbanka gagn-

vart erlendum aðilum.

Samkvæmt lögunum tekur hinn

nýi hlutafélagsbanki til starfa 1.

maí n.k.

Samkomulag í félagsmálanef nd:

Lífeyrisréttindi

heimavinnandi

„Alþingi ályktar að fela ríkis-

stjórninni að undirbúa tíllðgur

um lífeyrisréttíndi þeirra, sem

eingöngu sinna heimilis- og

umönnunarstörfum og leggja

þær fyrir Alþingi eigi síðar en

1. nóvember 1987".

Þannig hljóðar samkomulags-

tillaga, sem félagsmálanefnd

Sameinaðs þings hefur komið sér

saman um, að frumkvæði form-

anns  nefndarinnar  Gunnars  G.

Schram.

Eins og fram kom í frásögn á

þingsíðu Morgunblaðsins í

gær(frásögn af urmæðum) lágu

þrjú þingmál fyrir um þetta efni:

frumvarp frá þingmönnum

Kvennalista, tillaga til þingsálykt-

unar frá Jóhönnu Sigurðardóttur

o.fl. og þingsályktunartillaga frá

Gunnar G. Schram o.fl.

Félagsmálanefnd hefur nú

komið sér saman um samræmda

tillögu, sem nefndarmenn flytja

allir, en þeir eru: Gunnar G.

Schram, Árni Johnsenn, Jóhanna

Sigurðardóttir, Guðrún Helga-

dóttir, Jón Kristjánsson og Stefán

Valgeirsson.

Tillagan kemur til afgreiðslu á

Alþingi í dag.

Ályktun Alþingis:

Starf Þjóðhagsstofn-

unar verði endurskoðað

- Metið verði hvort hagkvæmt sé að

leggja hana niður

í gær lét Stefán þá skoðun í ljós,

að rétt væri að ákveðinn hluti af

starfsemi Þjóðhagsstofnunar yrði

fluttur til Hagstofunnar. Ríkis-

stjórnin yrði að gera upp við sig,

hvernig hún vildi haga efnahagsr-

áðgjöfinni. Loks taldi hann rétt, að

einhvers konar spástofnun yrði

komið á fót, sem annaðist þann

þátt af núverandi starfsemi Þjóð-

hagsstofnunar.

Stefán Benediktsson sagði, að í

greinargerð tillögunnar væri

strákslega komist að orði. Hann

lagði áherslu á, að ekki mætti kenna

ráðgjöfum og embættismönnum um

það sem miður færi í stjórn lands-

ins. Þar væri ábyrgðin öll á herðum

stjórnmálamanna.

Eiður Guðnason (A.-Vl. taldi,

að tillagan sem samstaða tókst um

í allsherjarnefnd væri allt annars

eðlis en upphafleg tillaga Eyjólfs

Konráðs Jónssonar o.fl. Hann kvað

það sjálfsagt mál, að endurskoða

starfsemi Þjóðhagsstofnunar og

sama gilti um aðrar ríkisstofnanir.

Þess vegna sagðist hann ætla að

greiða atkvæði með tillögunni.

Eyjólfur Konráð Jónsson (S.-

Nv.) sagði, að tillaga allsherjar-

nefndar væri smellin. Hann kvaðst

styðja hana eindregið. Einhverjir

þingmenn hefðu talið ókurteisi að

tala um að leggja stofnunina niður,

en orðalagið „að fela öðrum verk-

efni hennar" merkti hið sama og

þess vegna væri hann mjög ánægð-

ur með þessa niðurstöðu.

Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.)

sagði, að leggja bæri Þjóðhags-

stofnun niður og fela öðrum

verkefni hennar. Hann sagði, að

stofnunin hefði ekki haft dug til

að veita ríkisstjórnum ráðgjöf og

heldur ekki Alþingi. Þá lýsti hann

þeirri skoðun sinni, að setja bæri á

stofn sérstakt efnahagsmálaráðu-

neyti.

ALYKTUN um að fela ríkis-

stjórninni, að endurskoða starf-

semi Þjóðhagsstofnunar og meta

hvort ekki sé hagkvæmt að fela

öðrum verkefni hennar var sam-

þykkt á Alþingi í gær. Nafnakall

var haft um tillöguna og hlaut

hún 45 atkvæði en einn þingmað-

ur var á móti. Það var Ingvar

Gíslason (F.-Ne.).

Sex þingmenn sátu hjá við at-

kvæðagreiðsluna og átta voru

fjarverandi. Þeir sem hjá sátu voru:

Friðjón Þórðarson (S.-Vl.), Halld-

ór Asgrímsson, sjvarútvegsráð-

herra, Skúli Alexandersson

(Abl.-Vl.), Stefán Valgeirsson

(F.-Ne.), Steingrímur Hermanns-

son, forsætisráðherra, og Sverrir

Hermannsson, menntamálaráð-

herra.

Upphaflega var hér um að ræða

tillögu Eyjólf s Konráðs Jónssonar

(S.-Nv.) og fleiri þingmanna Sjálf-

stæðisflokksins, þar sem Alþingi fól

ríkisstjórninni, að láta þegar hefja

undirbúning þess að Þjóðhagsstofn-

un yrði lögð niður. Þegar tillagan

kom til fyrri umræðu í sameinuðu

þingi fyrir skömmu kom í ljós að

þingmenn Alþýðuflokksins voru

henni andsnúnir. í meðförum alls-

herjarnefndar sameinaðs þings

tókst samkomulag um breytt orða-

lag og meðal þeirra sem skrifuðu

undir það var Stefán Benediktsson

(A.-Rvk.).

Við seinni umræðu um tillöguna

MMnfil

*fo

És&^s :„ -tZ^_^.i^^ -Iú

Eg£»JS*3s&díb:. fcÖÉ ^&*4 ^á^te^^J^bA^t

L^iki'

1

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72