Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 41 Kosið í ráð og stj órnir Á FUNDI sameinaðs þings í gær voru kjöinir fulltrúar ríkisins í stjóm Kísiliðjunnar, Kísilmálmvinnslunnar, Landsvirkjunar, Orkuráð og Viðlagatryggingar íslands. Aðalmenn í stjóm Kísiliðjunn- ar voru kosnir: Bjöm Jósef Amviðarson, Jón Illugason og Pétur Torfason. Varamenn: Ing- var Þórarinsson, Tryggvi Fins- son og Kolbrún Jónsdóttir. Aðalmenn í stjórn Kísilmálm- vinnslunnar vom kosnir: Geir H. Haarde, Axel Gíslason, Thed- ór H. Blöndal, Sveinn Þórarins- son, Hörður Þórhallsson, Sveinn Jónsson og Helgi Hálfdanarson. Varamenn: Asmundur Ás- mundsson, Aðalsteinn Valdim- arsson, Þráinn Jónsson, Guðmundur Auðbjömsson, Þor- steinn Olafsson, Inger Linda Jónsdóttir og Sigfús Guðlaugs- son. Aðalmenn í stjóm Landsvirkj- unar vom kosnir: Árni Grétar Finnsson, Páll Pétursson, Haf- steinn Kristinsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Varamenn: Eiríkur Alexandersson, Þórar- inn Siguijónsson, Vilhjálmur Egilsson og Finnbogi Jónsson. í Orkuráð vora kosnir: Þor- valdur Garðar Kristjánsson, Sverrir Sveinsson, Þóroddur Th. Sigurðsson, Þórður Skúlason og Ingólfur Ámason. Aðalmenn í stjórn Viðlaga- tryggingar vom kosnir: Jóhann- es Amason, Friðjón Guðröðar- son og Álfhildur Ólafsdóttir. Varamenn: Úlfur Thoroddsen, Benedikt Siguijónsson og Sigríður Stefánsdóttir. Þrettán nýj- ar ályktanir samþykktar ALÞINGI samþykkti í gær þrettán ályktanir og vísaði fjórum þingsályktunartillög- um til ríkisstjórnarinnar. Ályktanimar, sem samþykkt- ar vom, vom Vegaáætlun 1987-1990, réttur norrænna ríkisborgara til að nota eigin tungu í öðm norrænu landi, stofnsamningur Evrópustofnun- ar fjarskipta um gervitungl, viðbótarsamningur við Mann- réttindasáttmála Evrópu, ábyrgð vegna galla í húsbygg- ingum, þjóðarátak í umferðarör- yggi, könnun á valdi í íslensku þjóðfélagi, auglýsingjalöggjöf, tryggingarsjóður loðdýrarækt- ar, sjúkra- og iðjuþjálfun, norræni umhverfísvemdar- samningurinn, endurskoðun á starfí Þjóðhagsstofnunar og vamir gegn mengun hafsins við ísland. Tillögurnar fjórar, sem vísað var til ríkisstjómarinnar, vom um eflingu atvinnu og byggðar í sveitum, menntastofnun á sviði matvælaiðnaðar, efling fískeldis og viðskipti með greiðslufresti. Alþingi vill láta rannsaka valdið MEÐAL ályktana sem sam- þykktar voru á Alþingi í gær var ein, sem felur ríkisstjórn- inni að láta fara fram könnun á valdi í íslensku þjóðfélagi. í ályktuninni segir, að könn- unin skuli fólgin í því að rannsaka og greina hvemig háttað er völdum og valdahlut- föllum stofnana og samtaka bæði opinberra og ópinberra. Hvatt er til þess að könnuninni verði hraðað og niðurstöður hennar kynntar á Alþingi. Tillaga þessi kom upphaflega fram á síðasta þingi, en var þá ekki afgreidd. Fyrsti flutnings- maður var þá sem nú Haraldur Ólafsson (F.Rvk.). Skammstafanir í stjórnmálafréttum í stjórnmálafréttum Morgunblaðsins eru þessar skammstafanir notaðar. Fyrir flokka: A.: Alþýðuflokkur Abl.: Alþýðubandalag Bj.: Bandalag j af naðarmanna F.: Framsóknarflokkur Kl.: Kvennalisti Kf.: Kvennaframboð S.: Sjálfstæðisflokkur Fyrir kjördæmi: Rvk.: Reykjavík VI.: Vesturland Vf.: Vestfirðir Nv.: Norðurland vestra Ne.: Norðurland eystra Al.: Austurland Sl.: Suðurland Rn.: Reykjanes Arvid Kro með franskan villimink í minkaskála á Lómatjörn. Morgunblaðið/Helgi Bjamason Margir ætla út í minkarækt: Ófædd lífdýr frátek- in fyrir næsta haust MARGIR loðdýrabændur ætla að hefja minkarækt næsta haust, enda er talin mjög góð afkoma í greininni, mun betri en í blá- refaræktinni tíl dæmis. Nú eru öll hugsanleg lífdýr hjá minka- bændum pöntuð, þó svo að pörunartíminn sé ekki liðinn og dýrin fæðist ekki fyrr en í vor. Þetta kom fram í samtali við Arvid Kro, loðdýrabónda á Lómatjörn í Höfðahverfi, fyrr- verandi formann Loðdýrarækt- arfélags Eyjafjarðar. A Lómatjöm búa félagsbúi, með kindur, loðdýr og kartöflur, þijár dætur Sverris Guðmundssonar og eiginmenn þeirra. Arvid Kro sagði að áherslur í loðdýraræktinni væru að breytast. Menn væru hættir að fjölga refnum en öll aukningin væri í minkaræktinni. Sjónvarp Akureyri FIMMTUDAGUR 19. mars § 18.00 Knattspyrna. Umsjón- armaður er Heimir Karlsson. 19.00 Teiknimynd. Alvin og íkornarnir. 19.30 Opin lína. Að þessu sinni er rætt við Ólaf Sturlu Njálsson um hlýindi og áhrif þeirra á gróður. 19.60 I sjónmáli. Þáttur um eyfirsk málefni. I fyrsta hluta þáttarins aðstoða fimm stúlkur sjónvarpsstjóra við að kynna Sjónvarp Akureyri, en þær skrifuðu heimildar- ritgerðir um starfsemi stöðvarinnar. Síðan er rætt við Þórhöllu Þórhallsdóttur, verslunarstjóra í Hagkaup og Kristínu Jónsdóttur, ban- kaútibússtjóra Alþýðubank- ans, um störf þeirra. Að endingu er spjallaö stutt- lega við Sigurð Bjarklind, menntaskólakennara, um hans aðaláhugamál, sem er faIIhIífarstökk. 20.60 Morðgáta (Murder She Wrote). §20.46 í sigurvimu (Golden Moments). Seinni hluti bandarískrar sjónvarpsmyndar um ástir, keppnisanda og hugsjónir ungra íþróttamanna á Ólympiuieikum. Fyrri hlutinn var sýndur á þriðjudag. §23.20 Af þæ í þorg (Perfect Strangers). §23.60 Á flótta. (Eddie Machons run.) Bandarísk spennumynd með Kirk Douglas og John Schneider [ aðalhlutverkum. 01.20 Dagskrárlok. Opinberar tölur segja ekki allt í nýútkominni skýrslu Byggða- stofnunar um loðdýraræktina kemur fram að miðað við núverandi verð á minkaskinnum geta bændur haft góð laun við minkarækt, en blárefaræktin sé vonlaus taprekst- ur, miðað við það meðalverð sem fengist hefur fyrir refaskinnin. Arvid sagði að þessar tölur segðu ekki allt. Þessi dæmi væru reiknuð út á opinberum skrifstofum, þar sem allt væri reiknað á fullu verði, en það væri vitað mál að bændur gætu oft á tíðum komist betur frá hlutunum. Nefndi hann uppbygg- inguna sem dæmi. Bændur byijuðu oftast smátt og byggðu bú sín smám saman upp. Byggingarefnið væri ekki nema um það bil helming- ur af kostnaðinum og gætu menn því haft góð laun við uppbygging- una, og reiknað sér mun lægri vaxtakostnað en þessi opinberu dæmi sýndu. Arvid sagði að bændumir á Lómatjöm hefðu öll árin haft af- gang af rekstri loðdýrabúsins upp í laun, en verðið sem þeir fá fyrir skinnin er líka betra en almennt gerist hjá íslenskum loðdýrabænd- um. Skipulögð loð- dýrahverfi Arvid sagði að óhætt væri að beina bændum út í loðdýraræktina. Hún væri það skásta sem menn gætu gert upp til sveita í dag. Loð- dýraræktin fengi núna mjög góða fyrirgreiðslu, en ýmislegt vantaði upp á, svo sem betri leiðbeiningar- þjónustu. Arvid sagði að skynsam- Iegt væri fyrir byijendur að fara út í minkarækt fyrst. Hún væri auð- veldari og hentaði betur en refa- ræktin sem hliðarbúgrein. Kom hann fram með þá hugmynd að sveitarfélögin stæðu fyrir upp- þyggingu loðdýraþorpa. Þetta væri þnkkt í öðmm löndum, til dæmis í Noregi. Þar hefðu forráðamenn sveitarfélaga tekið sig til og skipu- lagt loðdýrahúsahverfí utan við þorpin og gefið þorpsbúum kost á að koma sér upp búum þar, en búa áfram í þorpunum. Hann sagði að menn hefðu stuðning hver af öðr- um. Þeir gætu haft ýmislegt sameiginlegt og komist af stað á ódýrari hátt en ella. Sagði Arvid að þetta gæti hentað vel hér, út frá sjávarþorpunum til dæmis, ekki þyrfti endilega að einskorða upp- bygginguna við lögbýli. Nú eru 26 refa- og minkabú á Eyjafíarðarsvæðinu, og er það mesta loðdýraræktarsvæði lands- ins. Flest búin era í Grýtubakka- hreppi, en allmörg bú era einnig í Svarfaðardal og á Dalvík og í Hörg- árdal. Önnur era dreifð um svæðið. Arvid sagði að ekki væri mikill áhugi fyrir loðdýraræktinni á svæð- inu í ár, miklu meiri áhugi virtist vera í Húnavatnssýslum og Skaga- firði. Blómlegt starf er í félaginu. í fyrra vora til dæmis haldnir 5 fræðslufundir og árlega er haldin skinnasýning. A aðalfundi félags- ins, sem haldinn var fyrir skömmu, var ákveðið að gera gaeðalista fyrir svæðið, þar sem bestu búunum verði raðað upp miðað við gæði framleiðslunnar. Gæti það virkað hvetjandi fyrir bændur og verið ákveðin leiðbeining fyrir kaupendur lífdýra. Arekstur Mánafoss og báts: Sjópróf hjá fógetan- um á Akureyri í dag SJÓPRÓF verða í dag þjá bæjar- fógetanum á Akureyri vegna árekstur ms. Mánafoss og litils báts frá Árskógsströnd, Reynis EA-400, fyrir mynni Eyjafjarðar siðastliðið laugardagskvöld. Óhappið varð um miðjan dag á laugardag. Stórhríð, sex vindstig og lélegt skyggni var þegar þetta gerðist. Um borð í Reyni vora Svavar Guðmundsson og eiginkona hans, Kolbrún Hilmarsdóttir, ásamt Kristjáni Sigurðssyni. Ekkert þeirra sakaði. Þau Kolbrún og Kristján voru í lúkamum er óhappið varð en Svavar í stýrishúsinu. Hann sagði við yfírheyrslur ekkert hafa orðið var við Mánafoss fyrr en nokkrum sekúndum áður en skipin rákust saman og þá ekkert getað að gert. Skipstjóri Mánafoss stöðv- aði skip sitt strax og gekk úr skugga um að allt væri í lagi um borð í Reyni. Síðan hélt fossinn til Húsavíkur en Reynir sigldi til Hauganess. Stefni Reynis laskaðist við áreksturinn, einnig afturmastur og loftnet.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.