Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 65. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						-\

MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987

47

Guðmundur VE að kasta.

Morgunblaðið/Kr.Ben.

Matthías 1. stýrimaður stjórnar kraftblökk-      Þórður 2. stýrimaður rimpar í smárifu.

inni.

Hákon ÞH að dæla góðu kasti.

á botninn svo ekkert réðst við kastið.

Nótin gaf sig á nuddinu við botninn.

Bjarni Ólafsson frá Akranesi var að

fylla sig og svo var reyndar um fleiri.

Allt í einu var kallað:

„Rauðsey — Guðmundur."

„Komdu og hirtu þetta hjá mér.

Ég er að fiska í frystingu, ert þú

ekki að fiska í grút?"

„Jú, ég er að fiska í grút," var

svarað.

„Blessaður komdu og hirtu þetta.

Ég var búinn að dæla hundrað tonn-

um," sagði skipstjórinn á Rauðseynni.

„Skiptingin var fín framan af en nú

hefur hún gjörbreyst," bætti hann

við.

Skipstjórinn á Pétri Jónssyni kall-

aði:

„Hvernig er skiptingin?"

„Karlinn er orðinn tveir þriðju á

móti kerlingunni og því mun þyngra

í," var svarað á móti.

„Þú átt að vera aftar í torfunni

ef þú ætlar að fá kerlingu," sagði

skipstjórinn á Pétri Jónssyni, kvaddi

og setti á fulla ferð til Sandgerðis.

„Helvítis tímastress á þessu,"

heyrðist frá Rauðseynni. „Eg má

ekkert vera að þessu lengur. Þetta

bras kostar mig tvo tíma og heima

bíða allir eftir mér, þrjú frystihús,

fimm togarar og allur mannskapur-

inn í kringum þetta."

Ég fór út á brúarvænginn og mun-

daði myndavélina því við vorum að

renna okkur meðfram Hilmi SU þar

sem hann dólaði og hélt vind. Fljót-

andi frystihús. Stuttu seinna annað.

Togarinn Siglfirðingur var á stjórn-

borða. Þar var verið að búa sig' undir

að fara að versla meiri loðnu til að

frystingin gæti haldið áfram.

Nú kom hvert skipið í ljós. Hákon

ÞH var að dæla, Júpiter að snurpa

og Guðmundur áð kasta en hann

hafði verið snöggur að innbyrða slatt-

an sem honum bauðst hjá Rauðsey.

Bergmálsdýptarmælirinn fór að

tifa í brúnni. Ölýsanleg spenna mynd-

ast sem bergmálið magnar upp.

Skipstjórinn fylgist með tækjunum

og kannar hvort allar aðstæður séu

í lagi. Áhöfnin drífur sig í gallana til

að standa klár þegar kallið kemur.

Það vakti athygli mína að flestir voru

í flotgöllum og sagði einn hásetinn,

Magnús Sigurðsson, að þetta væri

allt annað líf að vinna í svona fatn-

aði fyrir utan öryggið ef einhver fer

fyrir borð.

„Þessir gallar eru ekki viðurkennd-

ir af Siglingamálastofhun en það

breytið því ekki að þeir eru liprir og

handhægir og gott að vinna í þeim

þannig að þeir koma sér vel ef eitt-

hvað fer úrskeiðis. Menn hafa verið

í slíkum göllum allt að þremur tímum

í köldum sjó án þess að verða meint

af og með þeim fylgir blys sem er

mikið öryggisatriði," sagði Magnús.

Áður en lengra er haldið væri ekki

úr vegi að kynnast áhöfninni á Þórs-

hamri GK 75, en í henni eru eftirtald-

in Pétur Sæmundsson skipstjóri,

Matthías Sigurpálsson 1. stýrimaður,

Þórður Sigurðsson 2. stýrimaður,

Jóhann Einarsson 1. vélstjóri, Arni

Jens Einarsson 2. vélstjóri, Jóhann

Sigvaldason matsveinn og hásetarnir

Magnús Sigurðsson, Jón Pétursson,

Hilmar Hákonarson, Óskar Eðvarðs-

son, Ólafur peorgsson, Hlynur

Guðmundsson, Ásgrímur Friðriksson

og Heiðar Sveinsson.

Nú var allt klárt til að kasta. Pét-

ur skipstjóri beygði i stjór og kallaði

„Lago". Háfur er bundinn í pokann j

svo nú er ekkert skott lengur á nót-

inni. Band er notað til að kippa í

háfinn svo ekki þarf lengur á hlaupa

á nótinni þegar á að kasta og er það

mikið öryggisatriði.

Snurpuhringirnir skutust hver af

öðrum út af hringabyssunni. Bátnum

er siglt í hring og baujan tekin inn

fram á. Pokahornið híft upp á stefnið,

og byrjað að snurpa.

Á Þórshamri og öðrum bátum með

hliðarskrúfu er kastað tvöföldu.

Gengur allt miklu hraðar og liprar

að draga nótina inn en var á gömlu *

bátunum þegar þurfti að húkka öllum

snurpuhringjunum upp á síðuvírinn

og renna þeim aftur eftir.

Kastið reyndist lítið, 70—100 tonn.

Skiptingin og stærðin á loðnunni var

mjög góð svo öllu var dælt í mið-

tankinn í snatri til að komast af stað.

Slagurinn er mikill að koma loðnunni

í frystinguna og því haldið heim á

leið til að missa ekki annan bát fram

fyrir sig.

Á heimleiðinni rabbaði ég við Pétur

Sæmundsson skipstjóra. Hann kvaðst

hafa tekið við þessum bát síðastliðið

vor en búinn að stjórna bátum síðan

1961 fyrir utan þrjú ár, sem hann

var verslunarstjóri í Hagkaupum í

Njarðvíkum.

„Veðráttan á þessari vertíð hefur

skipst í tvö horn. Hún var leiðinleg

í haust og fram að jólum, en góð

eftir áramótin.

Við værum búnir með okkar kvóta,

19.400 tonn, ef ekki hefði komið til

verkfall og viðbótarkvóti sem útgerð-

in keypti, samtals 2.600 tonn.

Margir eru búnir, flestir langt

komnir og nú er frystingin á loðnu-

hrognunum fram undan svo það

styttist í þessu.

Við förum á troll eftir loðnuvertíð,

nokkrir fara á net, og aðrir fara á

rækju. Loðnan er og verður aðalveiði-

skapurinn hjá þessum bátum eins og

sést best á því að þessi bátur hefur

ekki nema 200 tonna þorskígildi. Ég

hef ekki trú á því að rækjan komi í

staðinn fyrir loðnu sem aðalveiði-

skapur þvi staðan síðasta sumar hjá

Norðmönnum var mjög sérstök.

Vandrasðin eru hins vegar þau að

mörg þessi skip eru orðin drullupung-

ar. Það sér hver heilvita maður að

sú þróun gengur ekki lengur að ekki

fást leyfi og skilyrði til að endurnýja

þau skip sem eru eldri en tuttugu ára.

Ein háðungin er sú og helvítis vit-

leysa að einhver maður út í bæ getur

átt tuttugu þúsund tonn af loðnu í

sjónum sem hann getur selt Pétri og

Páli án þess að koma hvergi nálægt.

Þetta er komið í öfgar," sagði Pétur

og bætti við þegar ég spurði hann

hvernig honum líkaði kaupmennskan:

„Mér finnst það lifandi starf. Laun-

in eru viss kapítuli og alveg með

eindæmum hvað ætlast er til af

starfsfólki í verslunum fyrir þau laun

sem það hefur," lauk Pétur máli sínu.

Kr.Ben.

'4

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72