Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 69. tbl. 75. árg. ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Júgóslavía: Landslýður var- aður við andóf i Belgrad, Reuter, AP. FORSÍÐUR júgóslavneskra dag- blaða voru í gær lagðar undir viðtal við Branko Mikulic, for- sætisráðherra landsins. Sagði hann að öllum ráðum, þar með talið hervaldi, yrði beitt ef andóf og verkföll ógnuðu veldi komm- únistaflokksins. Fjögur stærstu dagblöðin, sem gefin eru út í Belgrad, birtu við- Pakistan: 51 ferst í loftárás Pesawar, Pakistan, Reuter, AP. HERÞOTUR frá Afganistan gerðu í gær loftárásir á bæinn Teri Mangal í Pakistan skammt frá landamærum ríkjanna tveggja. 51 maður fórst og 105 særðust. Flestir þeirra sem fórust voru af- ganskir flóttamenn. Um 10.000 manns búa í Teri Mangal sem er um fimm kílómetra frá landamærunum. Heimildarmaður Reuter-fréttastof- unnar í Kurram, skammt vestur af borginni Pesawar, sagði að fjórar afganskar herþotur hefðu tvívegis gert árásir á Teri Mangal. Taldi hann líklegt að tala látinna ætti eftir að hækka þar eð miklar skemmdir hefðu orðið á byggingum og því hætt við að fleiri lík væri að finna í rústum þeirra. Stjórnvöld í Afganistan skýrðu ekki frá árásunum. Afganskar her- þotur gerðu tvívegis loftárásir á landamærabæi í síðasta mánuði og sögðu yfirvöld í Pakistan að 90 manns hefðu fallið í þeim og 250 særst. Stjórnin í Kabúl, höfuðborg Afganistan, vísaði þessum ásökunum á bug og sagði fréttir þessar lið í áróðursherferð vestrænna fjölmiðla til að spilla fyrir friðarviðræðum í Afganistan. talið við forsætisráðherrann auk þess sem rætt var við Milan Deljavic hershöfðingja. Sagði Deljavic að herinn gæti ekki leitt stjómmála- ástandið í landinu hjá sér. Viðtalið við Branko Mikulic birt- ist fyrst í vestur-þýska tímaritinu Der Spiegel. Ræddi hann einkum efnahagsástandið í landinu en verð- bólga og „frysting“ launa hefur leitt til verkfalla víða um landið auk þess sem flokksmenn hafa gagn- rýnt ráðamenn í Belgrad og krafist róttækra breytinga. Mikulic sagði „ákveðin öfl“ hafa krafist þess að tekið yrði upp fjölflokkakerfi. Sagði hann kröfur þessar miða að því að grafa undan stjórn kommúnista- flokksins og að „andófsmenriirnir" hefðu notið aðstoðar erlends ríkis. Hann lét þess hins vegar ógetið hvert það ríki væri. Samkvæmt opinberum tölum hafa 11.000 verkamenn lagt niður störf í 80 verkföllum víða um land frá 26. febrúar til að mótmæla efna- hagsaðgerðum stjórnarinnar. Verðbólga er tæp 100 prósent í Júgóslavíu og 17 prósent vinnu- færra eru atvinnulausir. Sjá nánar um ástandið í Júgó- slavíu á bls. 34. Reuter Willy Brandt segir af sér formennsku WILLY Brandt sagði í gær af sér sem formaður vestur-þýska Jafn- aðarmannaflokksins (SPD). Johannes Rau, kanslaraefni flokksins í síðustu þingkosning- um, tilkynnti um afsögn hans og sagði að eftirmaður hans yrði kjörinn á þingi flokksins í sumar. Heimildarmenn innan flokksins sögðu að boðað yrði til sérstaks þings í þessu skyni þann 16. júní. Að sögn vestur-þýska sjónvarps- ins (ARD) hefur þegar verið ákveðið að Hans Jochen Vogel, formaður þingflokksins, taki við af Brandt. Flokksmenn höfðu deilt á Brandt eftir að hann útnefndi Margaritu Mathiopoulos, sem er grískættuð, til embættis blaðafull- trúa. Hafði ákvörðun þessi einkum verið gagnrýnd vegna reynsluleysis hennar á vettvangi stjómmála auk þess sem hún er ekki skráður flokksmaður. í gær tilkynnti Margarita Mathiopoulos að hún sæktist ekki eftir því starfi. Myndin var tekin að afloknum fundi hennar og Willys Brandt. Sjá „Brandt leiddi þjóð sína ...“ á bls. 32. Háttsettur sovéskur embættismaður: Líklega ekki samið um Evrópuflaugar á árinu Moskvu, Washington, Genf, Reuter, AP. SOVÉSKUR sérfræðingur hefur sagt að tilboð Bandarikjastjórnar um útrýmingu meðaldrægra kjarnorkuflauga í Evrópu sé blekking ein. Viktor Karpov, for- stöðumaður afvopnunardeildar Frumlegar tannlækn- ingar Berlínarbúinn Bernhard Kacz- inski sýnir hér hvernig hann gerir við tennur sínar sjálfur. Kaczinski, sem starfar sem leigubílstjóri, komst að þeirri nið- urstöðu að tann- læknum hætti til að draga tennur of. fljótt úr sjúklingum sínum. Þvi brá hann á það ráð að gerast eigin læknir og hef- ur frá því sært meinsemdirnar út með aðstoð högg- borvélar. Holurnar fyllir hann með lími og kveðst hann ekki hafa fengið tannpínu undanfar- in sex ár. Reuter sovéska utanríkisráðuneytisins, kveðst efast um að samningur varðandi Evrópuflaugarnar verði undirritaður í ár. Banda- rískir embættismenn vísuðu ásökunum Sovétmanna á bug i gær og sögðu yfirlýsingar sem þessar gamalkunnugt áróðurs- bragð þeirra. Viktor Karpov, sem í eina tíð var aðalsamningamaður Sovétstjórnar- innar í Genf, sagði í viðtali við Izvestia á sunnudag að flest benti til þess að Bandaríkjastjóm vildi ekki ná samkomulagi um Evrópu- flaugarnar. Sagði hann að „núll- lausnin" svonefnda um útrýmingu meðaldrægra flauga hefði frá upp- hafi verið blekking ein. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti setti hugmyndina um „núll-lausnina“ fyrst fram árið 1981. Mikhail Gorbachev féllst í raun á hana í síðasta mánuði þegar hann lýsti því yfir að ráðamenn í Kreml væru reiðubúnir til að semja sérstaklega um útrýmingu meðaldrægra flauga. Karpov kvað samningamenn Bandarikjastjórnar í Genf hafa lagt til að flaugum af gerðinni Pershing II yrði breytt á þann veg að þeim mætti beita sem skammdrægum kjarnorkuvopnum og væri því ekki gert ráð fyrir brottflutningi þeirra. Þá sagði hann Bandaríkjamenn hafa lagt til að stýriflaugar í Evr- ópu yrðu fluttar um borð í skip og kafbáta. Marlin Fitzwater, talsmaður Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta, vísaði þessum ásökunum á bug í gær. Aðspurður sagði hann stjórn- ina taka ummæli Karpovs alvarlega en bætti við að Sovétstjórnin hefði oft gripið til sambærilegra yfirlýs- inga í viðræðum um afvopnunar- mál. Sagði hann að bandarískir embættismenn væru enn vongóðir um að unnt væri að ná samkomu- lagi um meðaldrægar kjarnorku- flaugar. í gær voru fjögur ár liðin frá því að Reagan Bandaríkjaforseti kynnti geimvarnaráætlun stjórnar sinnar. Af þessu tilefni ítrekaði hann að áfram yrði unnið að þróun og smíði geimvopna. Tass-fréttastofan so- véska fordæmdi í gær áætlunina og sagði tilgang hennar vera þann að tryggja hernaðarlega yfirburði. Líbanon: Waite sag’ður njósnari Beirút. AP, Reuter. SAMTÖK sem nefnast „Bylting- arsamtök réttlætisins" halda Terry Waite, sendimanni ensku biskupakirkjunnar, í gíslingu í Líbanon. Utvarpið í Teheran skýrði frá þessu í gær en samtök- in, sem eru hliðholl írönum, halda tveimur Bandarílgamönn- um og Frakka gislum í Beirút. í frétt útvarpsins sagði að Terry Waite hefði verið handtekinn vegna þess að hann hefði stundað njósnir. I síðasta mánuði sökuðu samtökin Waite um að hafa haft senditæki innan klæða til auðvelda banda- rískum hersveitum að finna gíslana. Samtök sem nefnast „Jihad" (Heilagt stríð) sögðu í gær að Bandaríkjamaður sem samtökin hafa í haldi væri fársjúkur og dauð- vona ef hann kæmist ekki undir læknishendur. Buðust þau til að leysa hann úr haldi gegn því að Bandaríkjastjóm beitti sér fyrir því að 100 föngum í ísrael yrði sleppt. „Byltingarsamtök réttlætisins" halda Jean-Louis Normandin í gíslingu og höfðu hótað að taka hann af lífi í dag, þriðjudag. í gær barst fréttastofu í Beirút myndband þar sem Normandin sagði að aftöku hans hefði öðru sinni verið frestað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.