Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 13 SJAVARLANDSLAG Myndlist Bragi Ásgeirsson Hin margumrædda sýning „Sjáv- arlandslag" í Norræna húsinu mun rúmlega hálfnuð, þegar þessar línur ná augum lesenda blaðsins, en henni lýkur 29. mars. — Það eru mýmörg dæmi þess, að eitthvað komi uppá varðandi flutninga mjmdlistarverka á milli landa, og var því hin mikla við- kvæmni eins sýnendanna þriggja í senn vandræðaleg og óþörf. Full- yrðing hans um Island sem griða- land tómstundamálara (amatöra) kemur og úr hörðustu átt, því að hingað til hefur maður álitið Hol- land vera Paradfs slíkra og útópíu nýgræðinga í listinni. Þeir gera vel að myndlist í Hollandi, og eftir því sem hugmyndafræðilegu mjmdlist- armennimir fullyrtu fyrir margt löngu, eru þar staðsettar heilu verk- smiðjumar, sem framleiða á færi- böndum lélega list til innanlands- þarfa og útflutnings, — sögðust einnig hafa unnið í þeim til að afla sér viðurværis. Svo stórtækir hafa menn aldrei verið hér á landi, þar sem einstakl- ingsframtakið hefur hingað til ráðið ferðinni, svo að samanburður er hér í hæsta máta óraunhæfur og fjar- stæðukenndur. Og ekki meira um það hér. Sýningar eins og sú, sem nú gist- ir kjallarasali Norræna hússins, eru mjög kærkomnar hingað til íslands, „útskersins frumstæða" í augum ýmissa þeirra, er forframast hafa í útlandinu. Þó er það mikil spum- ing, sem vaknar strax og gengið er inn í salina, hvort hún eigi heima á þessum stað. Fýrir utan myndir Sigurðar Guðmundssonar, sem taka sig ágætlega út, njóta hin fýr- irferðarmeiri verk sfn engan veginn nógu vel. Gjalda myndir Björns Sigurds Tufta (f. 1956) þess eink- anlega, því að þær eru hrjúft málaðar, risastórar og þurfa meira rými, meiri lofthæð og annars kon- ar lýsingu en kjallarasalimir hafa jrfir að ráða. Fyrir vikið fara þær fyrir ofan garð og neðan hjá skoðendum, en eru hins vegar ágæt leiktjöld fyrir Tvíæringur FÍM Myndlist Bragi Ásgeirsson Upp á ýmsu taka menn í Félagi íslenzkra mjmdlistarmanna varð- andi sýningarhald og nú síðast að söðla algjörlega yflr í að halda fé- lagssýningamar á tveggja ára fresti og nefna „Tvíæring". Það hefði verið með öllu óþarft að fiska upp þetta nafn og gefa því nýjar og takmarkaðar forsendur. Nýyrðið er tekið að láni frá alþjóðlega orðinu Biennal, sem er viðhaft við sam- setningu risastórra alþjóðlegra sýninga svo sem Biennalinn í Fen- eyjum, Sao Paulo og víðar. Það hentar hálf klaufalega nú- verandi framkvæmd, sem er smá að vöxtum, staðbundin, lítið krass- andi, með takmarkaðri þátttöku og sýningarskrá, sem farsælast er að fara sem fæstum orðum um. Skráin minnir á framkvæmd bláfátækra sýningarhópa í útlandinu í senn að fé og hugmyndum. Ekki er einu sinni haft fyrir því að gera greinargerð fyrir umskipt- unum né störfum sýningamefndar, sem þó er mjög nauðsynlegur þátt- ur og allsstaðar tíðkast um sams- konar sýningar. Sú kreppa, sem haustsýningam- ar komust í, var að flestu leyti heimatilbúin, og þessi fyrmm stærsti sýningaviðburður haustsins varð smám saman að hálf vand- ræðalegri og stefnulausri fram- kvæmd, þótt sá hátturinn væri viðhafður að bjóða nokkrum lista- mönnum þátttöku ár hvert ér bám upp sýningamar, en hér hefði einn eða tveir verið nóg. Merkilegt að ekki skuli vera mögulegt að halda uppi árlegri sam- sýningu, jafn fjölmennt og félagið er orðið. Haustsýningamar em einmitt mesti listviðburður ársins í ná- grannalöndum okkar og er kjörinn samanburðarvettvangur, auk þess sem það er einmitt á slíkum sýning- um, sem einstaklingar slá iðulega í gegn. Oft misskildir einstaklingar, vegna þess að fólk kemur ekki auga á sérkenni þeirra og styrk fyrr en á slíkum sýningum við beinan sam- anburð á verkum annarra, en þar skera þeir sig þá úr, og fólk sér þá í nýju ljósi. Haustsýningamar era ekki held- ur sá viðburður, að fjölmiðlum þyki ástæða til að slá þeim sérstaklega upp á síðum sínum, svo sem áður var hefð. Og enginn skilur hvers vegna aðgangur er ókeypis á sýn- inguna, jafn fjárvana og félagið er, umbúðimar fátæklegar, auk þess að hér er gefið afleitt fordæmi á Kjarvalsstöðum. skúlptúrverk Sigurðar Guðmunds- sonar. Tel ég, að það hljóti miklu meira að búa í málverkum Tufta en fram kemur, og t.d. áttaði ég mig alls ekki á því, að þetta væm tilbrigði við landslag, fyrr en ég las formála Per Hovednakk, forstöðu- manns Henie-Onstad-listasetursins. Tók mjmdimar sem hrein mál- verk og ekki frekar náttúra- stemmningar en t.d. hugleiðingar um áhrifamögn myrkursins og dul- ræna lífsrejmslu. En væntanlega skýrist þetta við fleiri yfirferðir og nánari kynni, en þangað til treysti ég mér ekki til að taka afstöðu til mjmdlistar listamannsins. Kjmningarskrif Per Hovednakk um landa sína em mjög gagnleg og þá einkum fyrir þá, sem eitthvað em inni í norskri myndlist, svo sem er um þann er hér ritar og þegið er með þökkum, en em full fræði- leg, að ekki sé meira sagt fyrir hinn almenna sýningargest. Hætta er á, að hann-fari í vamarstöðu við lestur jafn fræðilegra skilgreininga og kjmni við nöfn sem hann þekkir ekki haus né sporð á og hvað þá list viðkomandi. Betur gengur að nálgast myndir Olav Strömme (1909—1978) en Tufta þótt stórar og dökkar séu, fyrir þá sök, að þær em mildari og fínlegri og njóta sín því miklu betur í kjallarasölunum. Myndir Strömme, í mjög dökkum tónum og oftast með svart sem gmnntón, em blæbrigða- og stemmningarík- ar, tærar og flosmjúkar í útfærslu svo sem málverkið „Fúga“ (7) og „Komposition" (9). Em þessar mjmdir, sem Strömme gerði á síðustu ámm ævi sinnar, trúlega mjög einkennandi fyrir list hans, eins og hún var einföldust og tær- ust, en minna skil ég, hvað eldri myndir hans hafa að gera þama, því á milli þeirra og hinna síðustu er of langt bil, sem raskar sam- henginu. Það er svo Amsterdam-búinn íslenzki, Sigurður Guðmundsson, sem kemst best frá þessari sýn- ingu, enda virka hinir tveir sem hugmjmdafræðileg sviðsmjmd í kringum skúlptúra hans. Þessir skúlptúrar em algerar andstæður við myndir Sigurðar, sem sýndar vom í Galleríi Svart á hvítu nú nýlega, vegna þess að hér er hið fágaða handverk með í leikn- um ásamt tilfinningu fyrir efniviðn- um. Efnið í skúlptúrana er sótt í nám- ur í Svíþjóð og er einstaklega fallegt ásamt því að henta vel form- og hugmjmdafræðihugsun Sigurðar. Hér kemur það einmitt fram, sem hugmyndafræðilegu listamennimir vildu ekki viðurkenna hér áður, sem er þýðing og gildi tækninnar, hand- verksins og efnisins. En það var nú aðallega fyrir það, hve hug- myndafræðilega listin var upplagð- ur gmndvöllur fyrir klaufa og klastrara, sem nú em flestir öllum glejrmdir, þótt „heimsfrægir" væra á sínum tíma. Svo mjög sem hugmyndir Sigurð- ar Guðmundssonar hafa verið tíundaðar í fjölmiðlum undanfarið, tel ég öldungis óþarft að bæta þar nokkm við að sinni. Menn athugi þó vel muninn á vinnubrögðunum, sem Sigurður við- hafði í hinni „frægu" heysátu, er hann gerði forðum og síðustu skúlptúram hans. Eitt skal og leiðrétt og það er, að ekki er alveg rétt hjá rithöfund- inum Guðbergi Bergssjmi, að íslendingum hafi aldrei dottið í hug að tengja heyskap við list. Hér er einmitt fyrir hendi mikið hugmjmdafræðilegt rannsóknar- efni, því að metnaður margra bænda um fegurð og hirðingu túna sinna var viðbmgðið og sumir vom landsfrægir fyrir fagurlega bundn- ar heysátur, kyrfilega njörvaðar niður og aðdáanlega vel staðsettar og skipulagðar um engi og völl. Heysáta Sigurðar var eiginlega útlend hugmynd, sprottin af þörf stórborgarbúans til að vísa til nátt- úmnnar í menguðu umhverfí tækniþjóðfélagsins. Það getur verið ærin ástæða til að líta sér nær um hugmyndafræði- leg föng, sem em miklu víðar en í Suður-Ameríku, Amsterdam og Kína. Dreifíst eiginlega réttlátlega um veröld alla en í ólíkri mynd. Dregið saman í hnotskum er sýningin í Norræna húsinu ein sú samstæðasta, sem þar hefur verið haldin, en um leið með þeim ein- hæfari og tormeltari. Sfyrkur sýningarinnar er sá, að hún er betur sett upp en oft áður og ber meiri keim af haustsýningum í gamla forminu, því að fleiri mæta nú til leiks. Veikleiki hennar er, að þátttaka er ekki nægilega almenn milli allra aldursflokka og em til þess margar ástæður, sem hér verða ekki tilgreindar, enda of langt mál um að íj'alla að nokkm gagni. Þá virkar sýningin slétt og felld og fáir skera sig úr með metnaðar- fullum og kjarkmiklum vinnubrögð- um. Það er helst Sigurður Örlygsson, sem á sterkar og vel málaðar myndir og þá helst „Eilífð- arvél Orfyreosar", sem er með best máluðu mjmdum, sem ég hef séð frá hans hendi fyrir jafnvægi í upp- byggingu forma, litræna þróun og sjónrænan kraft. Eyjólfur Einarsson er og með kraftmeiri myndir en lengi hafa sést frá hans hendi. Athygli vekja og miniatúrleikir Ásu Ólafsdóttur fyrir sérkennileg, fínleg og upplífg- andi vinnubrögð. Þá em sérstæðar myndir Kristínar Jónsdóttur verðar allrar athygli og verður ekki annað sagt, en að þessi listakona hafí blómstrað á hinum seinni ámm. Fram kemur einhver fomeskju- legur seiður í myndum hennar, er leiðir hugann að fomritunum og jafnframt rými og tíma, auk þess að hafa yfir sér einstaklega hlýlegt jrfírbragð fyrir sérstæða notkun ull- arinnar. Myndir Gunnars Karlssonar em hinar furðulegustu í útfærslu og vekja einmitt athygli fyrir það. Einkum á það við myndina „Smala- stúlkan" (74). Þá er greinilegt að Sigurður Þórir er í sókn, hvað litræna upp- byggingu verka hans áhrærir og Margrét Jónsdóttir er að þróa með sér vel málaðan furðuheim, sem virðist henta henni vel, þótt sjálft mjmdefnið komi kunnuglega fyrir sjónir. Að öðm leyti staðfesta flestir fyrri styrk sinn og veikleika eða mála undir getu. Þá er skúlptúrinn frekar rislítill að þessu sinni og nýtur sín ei held- ur í ganginum ... DIMITRIS SGOUROS Tónlist Jón Ásgeirsson Dimitris Sgouros verður átján ára 30. ágúst næstkomandi og á þegar að baki glæsilegan feril sem alþjóðlegur tónlistarmaður. Þrátt fyrir að merkja megi á leik hans, einkum þegar fengist er við til- fínningaþmngnari verkin, að þessi ungi snillingur er stutt kom- inn í þeirri lífsrejmslu, er fær merkingu í túlkun hvers lista- manns, hefur hann margt annað til að bera, t.d. tækni og „múska- litet", er verða mun honum dijúg lind til að ausa af og fá mun stór- brotnari svipmót, er honum eykst þroski og tilfinning. Dimitris Sgouros er „virtúós" og það er aðeins tíminn sem mun gefa honum dýpri skilning á því sem hann er að fást við og þóhon- um hafí verið sú þrautaganga fljótgengin, að ná þeirri tækni sem hann nú ræður yfír, þarf hann að lúta lögmálum mannlegs þroska til að öðlast tilfínningaleg- an skilning á þeim óræðu duldum, sem listin er ofín úr. Á efnisskránni vora fjögur verk er spanna jrfir lífdaga manna í tvær aldir og ári betur. Það er sérkennilegt að heyra ungan dreng hafa á valdi sínu það sem segja má að kristallast hafí í löngu og farsælu lífsstarfí snillinga eins og Bachs, Beethovens, Liszts og Schumanns. Fyrsta verkið á efnis- skránni var ítalski konsertinn eft.ir Bach. Þar mátti heyra hvem- ig hljómborðs- snillingur fínpúss- ar af einstakri nákvæmni, þó nokkuð mætti merkja að hann beitti athygli sinni að stíl og tón- rænni byggingu verksins en gáði minna að hrjmænu jafnvægi og músíkalskri túlkun. Ánnað verkið var Appassionata-sónatan eftir Beethoven og mátti heyra í því verki að enn á hinn ungi Sgouros eftir að kanna tilfínningadýpt þessa skáldverks en hann hefur þegar náð valdi á glæsilegri og erfiðri tónskipan þess. Kvöld- tónamir úr „Transcendante"- æfíngunum eftir Liszt vom feikna vel leiknir og margt í síðasta verk- inu, sem vom Sinfónísku æfin- gamar eftir Schumann. Eins og fyrr segir, er Sgouros „virtúós“ og því vel nestaður til þeirrar leit- ar, sem aldrei tekur enda. Listin er eilíf en mannsævin stutt og því er gott að taka daginn snemma, svo sem Dimitri Sgouros hefur gert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.