Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, VnyKTPn MVPJNULÍF FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 B 3 IVIÝTT SKIP —M/S ísnes í þurrkví hjá Elsflether Werft, þar sem skipið verður allt sandblásið að utan og útbúið fyrir flutninga á saltfíski. A innfelldu myndinni afhendir Peter Ballreich (t.h.) fram- kvæmdastjóri skipafélagsins Thien und Heyenga í Hamborg Guðmundi Ásgeirssyni (t.v.) framkvæmdastjóra Nesskips hf. ísnesið. SHARP Gæðatæki-Fmmtíðaæign SKRIFBÆR HVERRSGÖTU 103 SÍMI 25999 Nesskip hf. festir kaup á flutningaskipi NESSKIP hf. hefur fest kaup 999 brúttó lesta flutningaskipi frá Vestur-Þýskalandi og gefið því nafnið Isnes. Að sögn Guðmund- ar Ásgeirssonar, framkvæmda- stjóra, mun ísnes annast flutninga á saltfiski til Miðjarð- arhafslanda. Félagið á nú sex flutningaskip. ísnes, sem áður hét Dollart, er í þurrkví, þar sem allur vélbúnaður verður yfirfarinn, skrokkurinn sandblásinn og málaður. Þá verða sett í skipið kælikerfi til að full- nægja kröfum um flutninga á saltfiski. ísnesið er væntanlegt til landsins um miðjan næsta mánuð. Eins og áður segir er ísnesið 999 brúttó tonn. Það var smíðað í Vest- ur-Þýskalandi árið 1977 undir eftirliti Germanische Lloyds flokk- unarfélagsins. Lengd skipsins er 91,1 metrar og breidd 14,5 metrar. Lestarrými þess er 212.000 rúm- fet/6.000 rúmmetrar og burðargeta 3000 tonn. ísnes hefur eina lestarlúgu, en auk þess eru færanleg millidekk svo hægt er að lesta saltfisk á brettum/ pöllum. Tveir 20 tonna þilfarskran- ar eru í skipinu og ganga þeir á spori stafna á milli. Sameiginlega geta þeir lyft 40 tonnum. Isnesið er útbúið til gámaflutninga og get- ur flutt 155 gámaeiningar (20 feta). ísnes er keypt í stað Suðurlands sem fórst norðaustur af íslandi í desember siðastliðnum. Guðmundur sagði að flutningar Nesskips hefðu aldrei verið meiri á einu ári en 1986, en þá flutti félag- ið 767.000 tonn af vörum. Alls voru flutt 237.000 tonn til landsins og munar þar mestu um hráefni til Járnblendifélagsins. Útflutningur var tæp 111.000 tonn, mest salt- fiskur, saltsíld, fískimjöl, vikur og járnblendi. Félagið flutti alls 403.000 tonn milli erlendra hafna. Nesskip hf. á fjögur stórflutn- ingaskip, Sandnes, Saltnes, Selnes og Akranes, sem annast stórflutn- inga fyrir innlenda og erlenda aðila. Myndbönd „STOFNUN og rekstur fyrir- tækja“ er nýr fræðsluþáttur sem Myndbær hf. hefur framleitt. Haukur Alfreðsson og Þórður M. Þórðarson, starfsmenn Iðn- tæknistofnunar gerðu handrit. Fræðsluþátturinn er á mynd- bandi og er ætlaður þeim er hafa hug á að stofna og reka fyrirtæki. Hann er byggður upp með sama hætti og námskeið Iðntæknistofn- unar um sama efni. Farið er yfir stofnáætlanir og fjallað um vörur og markað, markaðsstefnu og markaðsáætlanir, skipulag, fram- leiðslu og innkaup, stjórnun og að lokum rekstrarniðurstöðu fyrirtæk- is. Þá er einnig farið yfir aðra þætti er tengjast stofnun fyrir- tækja, s.s. rekstrarform, eignar- hald, lög og reglugerðir. Nokkrum fyrirtækjum var gefinn Vesturland, sem er alhliða flutn- ingaskip með tveimur 15 tonna krönum, er í leigu hjá Eimskip. i S Gódan daginn! CO Viltu stofna fyrirtæki? Myndbær hf. gerir fræðslumynd um stofnun og rekstur fyrirtækja kostur á að kynna starfsemi sína enda tengist þjónusta þeirra stofn- un og rekstri fyrirtækja. Bryndís Schram hafði umsjón og stjórnun með höndum við gerð þessa fræðsluþáttar, en Aldís Aðal- bjarnardóttir annaðist handrit kynningarmynda. Myndbær gerði fyrir skömmu annan fræðsluþátt, en hann er ætl- aður húsbyggendum og -eigendum. í þættinum er stiklað á stóru en komið inn á flest svið húsbygginga. Fagmenn í ýmsum iðngreinum og fulltrúar frá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins svara spurn- ingum um ýmislegt er tengist smíði húsa. Umsjónarmenn þáttarins, sem er í fréttastíl, eru Helgi Pétus- son og Guðbjartus Gunnarsson. Báðum fræðsluþáttunum verður dreyft á myndabandaleigur. HLUTBBREF Kaupum og seljum hlutabtéf Hlutafélag Kaupgengi* Sölugengi* Breyting frá 16/4 ’87 Eimskipafélag íslands hf 2,32 2,44 +3,8% Flugleiðirhf 1,60 1,70 +3 % Iðnaðarbankinn hf 1,06 1,12 Verslunarbankinn hf 1,09 1,14 +2,7% Hlutabréfasjóðurinn hf 1,10 +1,0% * Að lokinni ákvörðun um útgáfu jöfnunarhlutabréfa * Margfeldisstuðull á nafnverð Höfum til sölu hlutabréf í eftirtöldum fyrirtækjum: íslenskum markaði hf, Tollvörugeymslunni hf, Alþýðubankanum hf, Hlutabréfasjóðnum hf og Samvinnubankanum hf, FIARFESTINGARFELAGIÐ UERÐBRÉFAMARKAÐURINN Hafnarstræti 7 1D1 Reykjavik (91) 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.