Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 130. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987
+
Hermannaveikisbakterían
er útbreidd í vatni hérlendis
MARGT bendir til þess að bakterían Legionella pneumophila sem
veldur hinni svokölluðu hermannaveiki sé töluvert útbreidd í vatni
hér á landi. Bakterían hefur fundist í vatni og loftræstikerfi á Land-
spítalanum og í vatni á Borgarspítalanum og á Landakoti. Þetta
kemur fram i umhverfisrannsókn sem gerð var á Landspitalanum
og víðar.
Rannsóknin var gerð að frum-
kvæði Sigurður B. Þorsteinsson
læknis og Ólafs Steingrímssonar
yfirlæknis. Sigurður sagði í samtali
við Morgunblaðið að árið 1984 hafí
verið byrjað að rannsaka orsakir
lungnabólgu á Landspítala og Borg-
arspítala. Hluti af þeirri rannsókn
fólst í því að mæla mótefni gegn
bakteríunni Legionella pneumophila
sem veldur hermannaveiki. I fram-
haldi af henni var sjónum beint að
umhverfinu.
„Hermannaveiki kemur fyrir hér
á landi í einstaka tilvikum en aldrei
sem faraldur svo vitað sé til," sagði
Sigurður. „Margt bendir til þess að
bakterían sé nokkuð útbreidd í vatni
hér á landi, en hún þrífst nánast
eingöngu í vatni, eða þar sem raki
er til staðar. Auk þess benda niður-
stöður til þess að þetta sé þriðja
algengasta tegund bakteríulungna-
bólgu hér á landi, en þessar niður-
stöður byggjast á mótefnamæling-
um sem eru ekki eins áreiðanlegar
eins og þegar bakterían er ræktuð
frá einstaklingum".
Bakterían er hættulegust þegar
hún kemst út í andrúmsloftið í úða
til dæmis úr loftræstikerfi. Þá á
hún greiða leið inn í likamann ef
fólk andar úðanum að sér. Aftur á
móti er hægt að drekka töluvert
magn af menguðu vatni án þess
að verða meint af. Þetta á aðallega
við um heilbrigt fólk, en fólk, sem
veikt er fyrir, er alltaf í meiri
hættu. En bakterían þrífst vel á
járni og hertu gúmmíi og hefur
sérstaka tilhneigingu til þess að lifa
í krönum og sturtuhausum.
Umhverfisrannsóknin fór aðal-
lega fram Landspítalanum á síðasta
ári. Einnig hefur umhverfi á Borg-
arspítalanum og á Landakoti lítil-
lega verið rannsakað og hefur
bakterían_ fundist í vatni á báðum
stöðum. í öllum eldri byggingum
Landspítalans hefur bakterían
fundist og er reyndar mjög útbreidd
þar. Fyrst í stað var talið að hún
væri aðallega í heita vatninu, því
bakterían hefur hæfileika til að lifa
í heitara vatni en almennt gerist.
En hún reyndist vera í kalda vatn-
inu. Vatn hefur einnig verið
rannsakað í nokkrum heimahúsum
í borginni, en þar fannst ekkert.
Sigurður taldi það þó ekki vera
tryggingu fyrir því að hún geti
ekki leynst á slíkum stöðum. Tvi-
svar  hefur  bakterían  fundist  í
loftræstikerfi og í báðum tilfellum
var það á Landsspítalanum.
Upphaflega komst þessi veiki í
fréttir árið 1976. Á ársþing upp-
gjafahermanna í Bandaríkjunum
veiktust 300 manns og um 30 þeirra
létust. Mikið var fjallað um þennan
atburð í fjölmiðlum en orsök sýking-
arinnar var ekki ljós fyrr en hálfu
ári síðar. Síðar hefur komið í ljós
þegar blóðsýni frá eldri tímum eru
skoðuð að þessi sjúkdómur hefur
verið til staðar lengi og komið upp
bæði í einstökum tilfellum og einn-
ig sem faraldur.
„Eg lít svo á að hér sé engin
stór hætta á ferðum og engin
ástæða fyrir fóik að óttast smit ef
það leggst inn á sjúkrahús. Ef fólk
sýkist er veikin meðhöndluð með
ákveðnum sýklalyfjum og eru horf-
ur góðar ef sýkingin er rétt greind.
Engu að síður er ekki hægt að loka
augunum fyrir þessari veiki," sagði
Sigurður. „Ýmsu hefur þegar verið
breytt og við notum til dæmis ekki
lengur kranavatn í rakatæki. Það
er svo sem ekki alveg útilokað að
hætta geti skapast ef fólk notar
mengað vatn í rakatæki í heimahús-
um.
Ég býst við að mjög erfitt verði
að útrýma bakteríunni algerlega
úr vatnskerfum, enda kannski ekki
brýn ástæða 61. Helst kæmi það til
greina á sjúkrahúsunum. í sumar
er fyrirhugað er að reyna að útrýma
bakteríunni úr vatnskerfinu á
Landspítalanum með því að yfirhita
vatnið. Áður hefur verið gert átak
í að bæta loftræstikerfíð á spítalan-
um, því þar er mesta hættan.
Bakterían hefur eflaust verið til
frá örófi alda í lækjum, vötnum og
víðar. Þegar tæknin tekur við skap-
ast vandamál því aðstaða skapast
fyrir bakteríuna að dreifa sér í
gegnum loftræstikerfi, loftkælingu
og vantslagnir. Meðan hún er úti í
náttúrinni gerir hún engum mein,"
sagði Sigurður B. Þorsteinsson
læknir að lokum.
Morgunbladið/Björn Blöndal
Hafsteinn Hafsteinsson formaður Hjálparsveitar skáta í Njarðvík
með „sjúkrapúða" og leiðbeiningar sem honum fylgja.
Selja „sjúkrapúða"
til að haf a í bílum
Ytri-Njarðvik.
HJÁLPARSVEIT skáta í
Njarðvík mun á næstunni bjóða
Suðurnesjamönnum „sjúkra-
púða" til að hafa í bilum. Haf-
steinn Hafsteinsson formaður
Hjálparsveitarinnar sagði að í
þessum „sjúkrapúðum" væri
flest það sem gott væri að hafa
til að geta veitt fyrstu hjálp ef
slys bæri að höndum.
Þar væri að finna þrennskonar
poka sem nota ætti eftir því hve
áverkinn væri mikill og því þyrftu
menn ekki að fara höndum um öll
sjúkragognin til að finna það sem
við ætti. í púðunum væri auk þess
ýtarlegar leiðbeiningar og álteppi.
„Víða í Evrópu er skylda að hafa
sjúkrakassa í bílum, má þar nefna
Vestur-Þýskaland. Við höfum ein-
sett okkur að koma þessum
sjúkrapúðum í sem flesta bfla á
Suðurnesjum, því við teljum það
mikið öryggisatriði að hafa eitthvað
í höndunum þegar slys ber að hönd-
um. Því er von okkar að Suðurnesja-
menn taki vel á móti okkar mönnum
á næstu dögum," sagði Hafsteinn
ennfremur.
- BB
Björgunaræfingar gagnrýndar:
Æf ingar fyrst og fremst til
þess að leiða í ljós vankanta
— segir Hafþór Jónsson hjá Almannavörnum ríkisins
„ÆFINGAR eru fyrst og fremst til þess ætlaðar að athuga hvort
tíltekið viðbúnaðarkerfi stenst eða ekki. Að sjálfsögðu koma í Ijós
á hverri æfingu ýmsir vankantar á kerfinu, en menn mega ekki
einblína á það, þvi í heild sinni hafa þær heppnast ágætlega. Æfing-
arnar eru settar upp til þess að leiða i ljós þessa vankanta og síðan
er leitað leiða til úrbóta," sagði Hafþór Jónsson hjá Almannavörnum
ríkisins þegar Morgunblaðið bar undir hann umsögn blaðsíns Vikur-
frétta í Keflavík um almannavarnaæfingar. Þar er því haldið fram
að „hinir ýmsu björgunaraðilar á Suðurnesjum séu orðnir lang-
þreyttir á ruglinu sem virðist þurfa að fylgja æfingum Almanna-
varna."
til annarrar koma ekki mikið af
sömu göllunum í ljós, en æfíngar
má segja að séu til þess að reyna
að liðka þá vél sem þarf að vinna
eðlilega þegar á hana reynir í raun.
Ég verð að segja að persónulega
finnst mér það ekki vönduð vinnu-
brögð og þjóna vafasömum tilgangi
að einblína á smáatriði og líta alveg
framhjá því hvort æfingar takast á
heildina litið fullkomlega," sagði
Hafþór að lokum.
Sérstaklega er í Víkurfréttum
vísað til æfingar sem haldin var
fyrir skömmu í Keflavík er verið
var að prófa björgunarviðbúnaðar-
kerfi á Norður-Atlantshafi. Sett var
á svið björgun eftir flugslys á sjó.
Æfingunni er líkt við skrípaleik og
sagt að senn hætti menn að taka
þátt í útköllum Almannavarna,
verði ekki breyting á. Hafþór Jóns-
son sagði að æfingin hefði verið
skipulögð af Flugmálastjórn og
Landhelgisgæslunni. „Við erum
ekki rétti aðilinn til að svara fyrir
þessa æfingu. Okkar þáttur í henni
var sá að við sáum um móttöku
fólksins eftir að komið var með það
í land. Æfíngin sýndi okkur hins
vegar að það er meira en að segja
það að taka við björgun eftir flug-
slys á sjó. Það er ekki gert á einni
klukkustund og áður en markvissar
björgunaraðgerðir hefjast þarf að
stefna til og samræma marga aðila.
Það má alltaf búast við því að ein-
stakir liðir gangi úr böndum, en að
minu mati snýst málið um það að
endurbæta og leita nýrra leiða í ljósi
þess hvernig æfingar takast. Stað-
reyndin er sú að frá einni æfingu
			* -¦	—, w		— .^^"M""**""*    ^»L.l^ti».*gi|
1       -ér ¦ 1			-	-		-  «
				.;.•.;;¦ .	.-. ..¦¦-¦'	->;-.y ¦'". ¦'•>','.; \ ¦ ..             -,~  ".    ""*?  *
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson
Grjótið stendur upp úr veginum
HnappavöUum, Örœfum.
Austurlandsvegur milli Skaftafellsár og Virkisár í Öræfum er mjög
grófur og stendur grjótið upp úr veginum. Hafa vegfarendur skemmt
nokkur dekk á þessum kafla. Heyrst hefur að lagfæring sé fyrir-
huguð og vonandi að hún verði fyrr en seinna.
RÝMINGARSALA
Ungbarnaföt, bamaföt, tækifærisfatnaöur og skór fást nú með
40-50% afslætti
Þetta er tækifæri til aö gera góð kaup, sem enginn má láta fram hjá sér fara.
Ath. Mothercare er nú á neðri hæðinni í Habitat.
____ Gengið inn frá Smiðjustíg.   _________
mothercare
*
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56