Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 130. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						f
MORGUNBLAÐŒ), FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987
25
Vestur-Þjóð-
verjar mót-
mæla ítrekað
Reuter.
VESTUR-þýska stjómin hefur
ítrekað mótmœli sín út af máli
þriggja vestur-þýskra blaða-
manna sem voru barðir í Austur-
Berlin á sunnudajrskvöld.
Tveir fréttamenn og kvikmynda-
tökumaður frá vestur-þýskri sjón-
varpsstöð sáu þúsundir ungmenna í
átökum við lögreglu. Þetta var þriðja
kvöldið í röð sem ungmennunum var
bannað að koma nálægt Berlínarm-
úrnum. Hinum megin við hann voru
breskar hljómsveitir með rokktón-
leika og vildu austur-þýsku ungling-
arnir hlusta á þær.
Þegar Vestur-Þjóðverjarnir vildu
kvikmynda atburðina voru þeir barð-
ir af austur-þýskum öryggisvörðum.
Yfirvöld í Austur-Þýskalandi vilja
ekki kannast við að atburðurinn
hafi átt sér stað.
Japan:
Jesúíta-
presti hót-
að brott-
vísun
Tokyo, Reuter.
KAÞÓLSKUR prestur, sem neitar
að láta fingraför sin yfirvöldum
í té, verður rekinn úr landi i Jap-
an ef hann skiptir ekki um skoðun
í siðasta lagi á sunnudag að sögn
embættismanns hjá innflytienda-
yfirvöldum. Presturinn og um eitt
þusund aðrir útlendingar i Japan
telja að ný lðg um skyldu útlend-
inga til láta skrá fingraför sín
mismuni fólki.
Vincente Bonet hefur verið pró-
fessor við Sophia-háskólann í Tokyo
undanfarin 26 ár. Hann talar reip-
rennandi japönsku og segist hafa
verið svo lengi í landinu að hann
geti ekki sest að annars staðar. Ef
yfirvöld láta til skarar skriða hyggst
hann fleygja vegabréfi sínu og fá
þar með stöðu flóttamanns.
Talið er að lögunum sé einkum
beint að um 650 þúsund Kóreubúum
búsettum í Japan en margir þeirra
eru fæddir f Japan.
Umsókn Bonets um þriggja ára
framlengingu á dvalarleyfi var hafn-
að í mars siðastliðnum. Hahn fékk
leyfi til aðeins þriggja mánaða.
Tadamasa Kuroki, embættismað-
ur innflytjendayfirvalda, sagði að ef
Bonet léti ekki undan fengi hann
sömu meðhöndlun og þær erlendu
konur af Asíukyni, sem ólöglega
hafa gerst vændiskonur (Japan, svo-
kallaðar japayuki-san", enda þótt
starf hans væri óneitanlega annars
eðlis.
RAÐHERRARNIR A TROPPUM HÖFÐ A
Á fundi sem þeim, sem nú er haldinn hér á landi, er venjan að
taka svokallaða „fjölskyldumynd". Að ósk ráðherranna fór hún
nú fram á tröppum Höfða, vettvangs leiðtogafundar Ronalds
Reagan og Mikhaiis Gorbachev í október á siðasta ári.
I efstu röð frá vinstri eru: Karolus Papoulias, Grikklandi, Jacqu-
es F. Poos, Lúxemborg, Hans van der Broek, Hollandi, og
Thorvald Stoltenberg, Noregi. í næstu röð eru Jean-Bernard
Raimond, Frakklandi, Hans-Dietrích Genscher, Þýskalandi, Pires
de Miranda, Portúgal, og Francisco Fernández Ordónez, Spáni.
í þriðju röð eru Joe Clark, Kanada, Uffe Ullcnian-Jensen, Dan-
inörku, Vahit Halefoglu, Tyrklandi, og Sir Geoffrey Howe,
Bretlandi. í neðstu röð eru þeir Leo Tindemans, Belgíu, Matthías
Á. Mathiesen, Carrington lávarður, framkvæmdastjóri Atlants-
hafsbandalagsins, Giulio Andreottí utanríkisráðherra ítalíu og
heiðursforseti Atlantshaf sráðsins, og George Shultz, Bandar íkjun-
Spánn:
Sósíalistaflokkur Gonsalez
tapar umtalsverðu fylgi
Madrid, Reuter.
Sósialistaflokkur Felipe Gonzales forsætisráðherra tapaði nokkru
fylgi í kosningum til Evrópuþingsins og bæjar- og svæðastíórna, sem
fram fóru á Spáni í gær.
Tap f lokksius nemur um fimm prósentum og er róttækum sparnaða-
raðgerðum stiórnarinnar einkum kennt um.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 1982,
er sósíalistar komust til valda, sem
fylgi þeirra fer undir 40%, úr 42,7%
í 37,2%.
Talsmaður stjórnarinnar, Javier
Solana, sagði að þrátt fyrir fylgis-
tapið myndi stjórn sósíalista halda
áfram að stemma stigu við launa-
hækkunum og fækka störfum í
hnignandi iðngreinum. Fylgistap
stjórnarflokksins væri svo óverulegt,
að hann hefði tvfmælalaust fullt
umboð til þess að standa áfram fast
á stefhu sinni í efnahagsmálum, sem
miðaði að því að gera Spán sam-
keppnishæfan við önnur Evrópuríki
á sviði efnahagsmála í kjölfar inn-
göngu Spánverja í Evrópubandalag-
ið á síðasta ári. Solana útilokaði
einnig uppstokkun á ráðherraliði
stjórnarinnar í kjölfar atkvæðataps-
ins.
Heimildarmenn úr efnahagslífinu
telja þó miklar deilur um efnahags-
stefnuna í uppsiglingu innan sósíal-
istaflokksins og að efnahagsráð-
herra stjórnarinnar, Carlos
Solchaga, muni liggja undir þrýst-
ingi að segja af sér. Stjórnmálaskýr-
endur       telja       kosningaúrslitin
Stjórnarútvarpið í Kabúl:
Skæruliðar skjóta niður
55 manna farþegaflugvél
Fimmtíu og þrír farþega sagðir látnir
H
Islamabad, Reuter.
SAMKVÆMT stjórnarútvarpinu
í Kabúl skutu afganskir skæru-
liðar niður farþegaflugvél í
Suður-Afganistan i gærmorgun.
Með véiinni fórust 53 manns, en
tveir komust sárir af. Var hermt
að vélinni hefði verið grandað
með bandarísku Stingcr-flug-
skeyti.
Flugvélin sem um ræðir var í
innlendu farþegaflugi frá suður-
héraðinu Zabul á leið til Kabúl,
höfuðborgar landsins, þegar skæru-
liðar skutu hana niður, ef marka
má frásögn útvarpsins, sem vitnaði
í Bakhtar, hina opinberu fréttastofu
Iandsins, en aðrar heimildir eru
ekki fyrir atburðinum.
Yfirvöld í Kabúl hafa tvisvar á
árinu skýrt frá því að farþegavélar
hafi verið skotnar niður. í febrúar
tilkynntu þau að skaeruliðar hefðu
skotið niður vél með 36 borgurum
innanborðs og síðla í mars sögðu
þau pakistanskar herflugvélar hafa
ráðist á vél með 40 farþegum í.
Pakistanski flugherinn sagði hins
vegar að hann hefði skotið niður
afganska herflugvél, sem rofíð hefði
pakistanska lofthelgi.
Árið 1985 létust 52 farþegar með
flugvél, sem skæruliðar skutu niður
í Farah.
ábendingu til stjórnarinnar að taka
upp viðræður við stjórnarandstöð-
una.
Sósíalistar hlutu aðeins 28 sæti
af þeim 60, sem Spánverjum er út-
hlutað á Evrópuþinginu, en þeir
höfðu vonast til að fá að minnsta
kosti 30 sæti. Enginn af stjórnarand-
stöðuflokkunum vann þó umtals-
verðan sigur í kosningunum. Helsti
keppinautur sósialistaflokksins, hin
hægrisinnaða Alþýðufylking, undir
forystu Antonios Hernandez Manc-
ha, vann aðeins 17 sæti á Evrópu-
þinginu og innan við fjórðung
atkvæða. Sósíalistaflokkurinn er því
enn langstærstur spænskra stjórn-
málaflokka þrátt fyrir fylgistapið.
Flokkurinn tapaði meirihluta
sínum í borgarstjórnum fjögurra
stærstu borga Spánar, þar á meðal
f Sevilla, heimaborg Gonzalezar.
Flokkurinn hlaut nauman meirihluta
í Barcelona, þrátt fyrir að hafa valið
borgina sem mótsstað næstu
ólympíuleika. Einnig féll meirihluti
flokksins á sex svæðisþingum.
Leiðtogum stjórnarandstöðunnar
hefur hlaupið kapp í kinn eftir kosn-
ingarnar. Adolfo Soarez, fyrrum
forsætisráðherra og formaður Mið-
flokkabandalagsins, telur sig eiga
góða möguleika á að komast aftur
til valda f þingkosningunum árið
1990. Miðflokkabandalagið styrkti
mjög stöðu sfna gagnvart sósfalist-
um í mörgum bæjar- og svæða-
stjórnum. Mancha, hinn 35 ára gamli
leiðtogi Alþýðufylkingarinnar, sagði
að árangur flokksins f þessari fyrstu
kosningabaráttu, sem hann leiðir,
gæfi góðar vonir um velgengni í
þingkosningunum eftir 3 ár.
Flokkur         aðskilnaðarsinnaðra
Baska, Harri Batasuna, náði einu
Evrópuþingsæti og hlaut umtalsvert
fylgi í kosningum til borgarstjórnar
f San Sebastian.
Gengi
gjaldmiðla
London, Reuter.
BANDARÍKJADALUR var stöð-
ugur í gær þar eð menn biðu eftír
nýjuin tölum um verslunarjðfnuð
Bandaríkjanna en þær eru vænt-
anlegar í dag. Fréttir í gær
hermdu að vðruskiptahagnaður
Japana færi minnkandi og vonuðu
fjárfestingaraðilar að þetta end-
urspeglaðist i minnkandi halla
BandarikjmumBa -
Verðbréfasalar í Bretlandi töldu
góðar líkur á sigri íhaldsflokksins í
þingkosningunum og var verð hluta-
bréfa því himinhátt. Menn voru þó
viðbúnir öllu og hugðust vaka fram
í rauðan dauðann til að geta selt í
flýti ef Thatcher missti meirihlutann.
f Wall Street f New York var lftið
um verðbreytingar á hlutabréfum
þar sem menn biðu frétta af ákvörð-
unum Feneyjafundar leiðtoga helstu
iðnríkja heims.
í gær kostaði sterlingspundið
1.6603 dali í London en að öðru leyti
var gengi helstu gjaldmiðla sem hér
segir:
Bandaríkjadalur kostaði:
1.3415 kanadfska dali,
1.7960 vestur-þýsk mörk,
2.0235 hollensk gyllini,
1.4865 svissneska franka,
37.23 belgíska franka,
6.0030 franska franka,
1302 ftalskar lírur,
142.80 japönsk jen,
6.2675 sænskar krónur,
6.6700 norskar krónur,
6.7575 danskar krónur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56