Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 130. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987
43
slegið á létta strengi. Nú kemur
kökkur í hálsinn og tár taka að
streyma niður kinnar mínar. Egill
er dáinn, ó, mér þótti svo vænt um
elsku Egil.
Eg var svo heppinn að fá að
vera með Agli og Siggu á ferðalög-
um bæði hérlendis og erlendis, ég
naut þess að vera í þeirra félags-
skap. Ég man kvöldin sem ég bað
mömmu að pabba að athuga hvort
Egill og Sigga vildu ekki koma í
heimsókn til okkar. Ekkert gladdi
mig meira en að hitta Egil og Siggu.
A æskuárum mínum leiddi ég oft
hugann að því hvað um mig yrði
ef ég missti foreldra mína, sem ég
gat alls ekki hugsað mér. Niður-
staðan varð þó alltaf á einn veg og
ég sagði foreldrum mínum frá því
að ef þau myndu deyja frá mér vildi
ég fá að vera hjá Agli og Siggu,
með fullri virðingu fyrir mjög góðu
skyldfólki mínu.
Fyrir rúmum mánuði gekk ég
undir smávægilega skurðaðgerð.
Daginn eftir aðgerðina kom Laufey
til mín á sjúkrahúsið og sagði mér
að Sigga hefði hringt til okkar seint
kvöldið áður því Egill hefði sagt:
„Við getum ekki farið að sofa fyrr
en við vitum hvernig þetta hefur
gengið með Sigurbjörn vin okkar."
Svona voru Sigga og Egill. Ef þetta
er ekki fólk sem hefur sýnt mér
kærleika og vináttu um ævina þá
veit ég ekki hvað vinátta er. Þegar
ég var yngri sendu þau mér alltaf
afmælis- og jólagjafir og nú seinni
ár eftir að ég gifti mig hringdi
Egill alltaf til mín á afmælisdaginn
og sendi mér jafnframt blóm eða
heillaóskakort frá Gídeon. Vináttan
var ómetanleg.
Eins og fyrr segir var Egill á
Gídeon-fundi tæpum fjórum sólar-
hringum áður en hann dó. Eftir
þann fund gerðum við að gamni
okkar eins og venja var þegar við
hittumst. Ekki grunaði mig að þetta
yrði í síðasta skipti sem við hitt-
umst.
Á aðalfundi Gídeonfélagsins nr.
1, sem haldinn var um miðjan maí
eða aðeins nokkrum dögum eftir
að Egill varð 75 ára, kvað EgiU sér
hljóðs þegar komið var að fundar-
slitum og bað um að höfð yrði
bænastund þar sem minnst yrði
sérstaklega eins félaga okkar, sem
þá hafði nýlega gengið undir erfiða
hjartaaðgerð. Ég segir aftur; svona
var Egill, hann trúði á mátt bænar-
innar og fól sig og sína Drottni til
umsjár.,
Egill átti einstaka konu sem er
Sigríður Magnúsdóttir, Sigga. Sam-
hentari og jákvæðari hjón get ég
ekki bent á. Egill tók sjaldan
ákvarðanir einn, hann leitaði alltaf
álits Siggu sinnar. Af þessu gætu
margir lært, þau voru sannkölluð
fyrirmyndarhjón.
Egill og Sigga eiga tvo syni sem
mér hefur alltaf fundist vera eins
og eldri bræður mínir. Þeir eru Stef-
án og Gunnar Sandholt. Þeir feðgar
voru afar samrýmdir, söknuður
þeirra svo og tengdadætranna
Maríu og Hólmfríðar og ekki síst
barnabarnanna er mikill. Þau munu
sakna afa síns sárt því ekki var
hægt að hugsa sér betri afa en
Egil. Þetta er gangur lífsins. Allir
koma til með að deyja fyrr eða
síðar. Huggunin og fögnuðurinn er
einnig mikill því við vitum að vinur
okkar, Egill Th. Sandholt, er kom-
inn heim í ríki Guðs, það ríki sem
hann ungur þráði að eignast hlut-
deild í. Ég bið Guð þess að við
mættum sem flest hitta Egil þegar
ævi vorri lýkur.
Elsku Sigga, konu mína, Lauf-
eyju Geirlaugsdóttur, langar að
iokum til að fá að þakka ykkur
Agli fyrir að fengið að kynnast
ykkur. Eftir að ég kom með hana
í heimsókn til ykkar í fyrsta skipti
hafði hún orð á hversu sérstök og
yndisleg þið væruð og eftir að hún
kynntist ykkur betur hefur henni
þótt jafn vænt um ykkur og mér
hefur alla tíð þótt. Við vonum að
við getum átt áfram ánægjulegar
stundir með þér, Sigga mín, í fram-
tíðinni þó svo að Egil okkar vanti.
Við hjónin biðjum góðan Guð, hugg-
arann besta og eilífan lífgjafa okkar
sem á hann trúum, að styrkja þig,
Sigga mín og þína góðu fjölskyldu
alla daga. Minningin um Egil mun
lifa á meðal okkar. Honum mun ég
aldrei gleyma. Minningin um ein-
hvern traustasta vin sem ég hef
eignast. Guð blessi minningu hans.
Sigurbjörn Þorkelsson
í dag er kær bernsku- og æsku-
vinur minn, Egill Th. Sandholt, til
grafar borinn, eftir gæfusaman og
litríkan æviferil.
Foreldrar Egils voru sæmdar-
hjónin Jenny Christensen frá
Tönsberg í Noregi og Stefán Sand-
holt, bakarameistari, sem var annar
af stofnendum G. Ólafsson & Sand-
holt, sem sonur hans, Ásgeir, bróðir
Egils rekur nú ásamt syni sínum,
Stefáni. Önnur systkini Egils eru
Hanna, Camilla, Sigurður, er lést í
bernsku, Valborg, nýlátin, og
Marta.
Egill ólst upp í foreldrahúsum,
fjörmikill meðal fjörmikilla og
skemmtilegra systkina, þar sem hin
kristna trú var ekki aðeins í heiðri
höfð, heldur rækt af kristnum for-
eldrum í trú og tilbeiðslu. Báðir
foreldrar hans voru virkir í slíku
umhverfi og andrúmslofti, fékk
hann það uppeldi, sem kristin kirkja
ætlast til að skírnarþegum hennar
veitist að skírn lokinni.
Þannig mótaðist Egill og bar
þess vitni ætíð síðan. Hann var einn
af stofnendum Skógarmannaflokks
KFUM, og sat þar í stjórn um eitt
skið, eftir að séra Friðrik kunn-
gjörði framtíðarsýnina um skála-
byggingu í Vatnaskógi, vann hann
að því, ásamt öðrum, að fullgjöra
þá framtíðarsýn, sem nú er orðin
að glæsilegum veruleika.
Þótt Egill hafi allra sist talið sig
neinn listamann, hannaði hann
samt og útfærði hið kunna merki
Skógarmanna, þar sem einkunnar-
orðin: „Áfram að markinu" eru
greipt í, og merkir fyrst og fremst
það markmið Guðs með okkur
mennina, sem fólgið er í Jóh., 3.16,
því versi sem Marteinn Lúther kall-
aði „litlu biblíuna", sem segir í fáum
orðum kjarna Heilagrar Ritningar.
Að þessu vann Egill bæði ljóst og
leynt, með þátttöku sinni í margvís-
legu kristilegu starfi, eins og ég
síðar minnist á. Segja má að Egill
hafi verið marksækinn í margskon-
ar merkingu. Ungur lék hann
knattspyrnu með Val og var alla
tíð mikill Valsmaður. Hann var af
lífi og sál Skógarmaður og starfaði
um skeið sem foringi í Skóginum,
sem sjálfboðaliði, enda var kreppan
þá í algleymingi og sérhver sjálf-
boðaliði greiddi, beint og óbeint,
niður dvalarkostnað auralítilla ung-
menna.
Það var ekki óalgengt, í þá daga,
að foringjarnir þyrftu jafnvel sjálfir
að greiða rekstrarhalla af starfinu,
sem ósjaldan kom fyrir, auk eigin
dvaiargjalds. í Skóginum sem ann-
arsstaðar var Egill hrókur alls
fagnaðar og með afbrigðum vin-
sæll meðal félaga sinna og annarra,
sem gjarnan sóttust eftir félagsskap
við hann. Þar sem Egill fór þekkt-
ist ekki deyfð né drungi, því að
hann lífgaði upp á umhverfi sitt
með sínu meðfædda glaðlyndi og
fjörmikla skapi. Hann var og gædd-
ur næmu skopskyni. Meðal vina lét
hann brandara fjúka í allar áttir.
Oftast beindi hann brandaraspjóti
sínu að sjálfum sér, þ.e. á eigin
kostnað. Stundum freistaðist hann
þó til að beina spjóti sínu að nán-
ustu vinum sínum, sem hann vissi
að þola myndu slíkt, enda fannst
okkur það bara vera eins og „krydd
í tilveruna" eins og stundum er
sagt, enda voru slíkir brandarar
aldrei sviðasárir.
Þrátt fyrir kröpp kjör millistríðs-
áranna undu menn oft glaðir og
ánægðir við sitt, þjöppuðu sér sam-
an um hin andlegu gæði, Guðs orð,
sem kristið samfélag leitaðist við
að miðla hinum ungu bæði í Vatna-
skógi, Vindáshlíð og annarsstaðar.
í þeirri viðleitni átti Egill beint og
óbeint stóran þátt. Og þrátt fyrir
hans létta og fjörmikla skap, var
hann mikill alvörumaður, sem
þekkti takmörk gamans og alvöru.
Egill var einn af 17 stofnendum
Gídeonfélagsins á íslandi ári 1945,
sem var fyrsta Gídeonfélagið sem
stofnað var utan Ameríku. En nú
eru Gídeonfélög í 137 þjóðlöndum
víðsvegar um heim. Gídeonfélögin
eru stundum nefnd hin framlengda
hönd kirkjunnar, þar sem þau ná
oft til þeirra, sem hinir ýmsu kristnu
söfnuðir ná ekki til. Egill sat um
skeið í safnaðarstjórn Laugarnes-
safnaðr og gegndi þar gjaldkera-
störfum með þeirri prýði sem hans
var vandi. í stjórn Gídeonfélagsins
var hann varaformaður fyrstu þrjú
árin eftir stofnun þess, og síðan
hefur hann gegnt ýmsum störfum
fyrir félagið, sem sagt, virkur félagi
alla tíð. Mig gninar að þegar upp-
hafsmaður félagsins leit yfir stofn-
endahópinn og benti á mig sem
formannsefni, hafi það verið að
undirlagi Egils. Hann hefur sjálf-
sagt talið mig þurfa útrás í ein-
hverju öðru en þeim oft á tíðum
streituvaldandi gjaldkerastörfum,
sem ég lifði og hrærðist í hjá Skóg-
armönnum og fyrirtækjunum fimm,
sem myndast höfðu utan um móður-
fyrirtækin Verslunin Edinborg og
Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar
hf., sem ég hafði mitt lífsviðurværi
af. Þannig held ég að hann hafi
viljað bjarga mér úr viðjum hins
vafasama „Mammons", sem leikur
svo marga grátt.
Vinum sínum og öðrum var hann
jafnan ráðhollur, enda leituðu
margir til hans, sem hann studdi
með ráði og dáð.
Ég var kominn fast að þrítugu
og hafði ekki haft tíma né getu til
að eignast þak yfir höfuðið og bjó
enn í föðurhúsum í góðu yfirlæti.
Þá stakk Egill upp á því, að við,
ásamt sameiginlegum vini okkar,
Sigurði Guðjónssyni, sem líkt var
ástatt fyrir skyldum kaupa húseign
í Norðurmýrinni sem við og gerðum,
og kom sér síðar betur en nokkurn
okkar hefði grunað, því rétt á eftir
hækkuðu fasteignir óheyrilega í
verði. Slík var hugulsemi og um-
hyggja hans fyrir vinum sinum og
mörgum öðrum, sem nutu hans
ráðhollustu.
Ekki get ég sagt að fjárhagsleg
samskipti okkar hafi orðið frekari
en áður getur, nema hvað við lögð-
um í það, rétt áður en millistríðs-
kreppan komst í algeyming og
innflutningshöftin skullu á, að
kaupa i sameiningu Sápubúðina
sem var í húsi foreldra hans. Þetta
var ein af fáum sérverslunum þeirra
tíðar, með hreinlætis- og snyrtivör-
ur að sérgrein, útibú frá dönsku
stórfyrirtæki, sem byggði aðallega
á dönskum innflutningi. Eins og
gefur að skilja, að þegar höftin
skullu á stöðvaðist allur innflutn-
ingur á slíkum vörum, svo að við
urðum brátt að hætta þeim rekstri,
án þess að hafa árangur sem erfiði.
Þrátt fyrir þessa misheppnuðu
fjársýslu okkar, hélst vináttan éftir
sem áður. Þessi vinátta tengdist líka
tveim öðrum vinum, Sigurði heitn-
um sem fyrr getur og lengi var
skrifstofustjóri hjá Djúpuvík hf. og
starfaði síðar hjá Sveini Björnssyni
& Ásgeirsson. En hinn var Friðrik
Vigfússon, fv. forstjóri Kirkjugarða
Reykjavíkur. Við þessir fjórir vorum
á ýmsan hátt hver öðrum ólíkir, en
byggðum hver annan upp líkt og
einskonar „púsluspil". Við bund-
umst einskonar fóstbræðralagi á
æskuárum okkar. Allir vorum við
starfandi Skógarmenn. Þrír okkar
urðu síðar stofnendur Gídeonfélags-
ins, ásamt 14 öðrum og vorum
virkir félagar ætíð síðan. Sigurður
gegndi sínum skyldustörfum utan-
bæjar og var því ekki rheð í stofnun
félagsins. Sigurður lést ókvæntur
rúmlega fertugur úr hjartaslagi og
söknuðum við, sem aðrir, hans
mjög. Við þrír héldum hópinn
áfram, ásamt eiginkonum þeirra
Egils og Friðriks. Friðrik kvæntist
sinni ágætu konu Þorbjörgu (Obbu)
rétt eftir tvítugt, og var heimili
þeirra kærkominn griðastaður okk-
ar og þegar Egill 10 árum síðar
steig eitt af sínum stærstu gæfu-
sporum, er hann gekk að eiga sína
ágætu eiginkonu Sigríði (Siggu)
bættist við annar griðastaður okkar
vina. Nokkrum árum síðar kvæntist
undirritaður vinkonu eiginkvenna
þeirra Steinunni (Dennu). Til marks
um samheldni okkar hjónanna
þrennra alla tíð, hefi ég stundum
sagt til gamans, að þegar ég rosk-
inn fór í brúðkaupsferðina með
minni ungu brúði hafi þessir vinir
mínir ekki þorað annað en slást í
förina með okkur af hræðslu við
að brúðurin yrði leið á mér á tveggja
mánaða ferðalagi um sex Evrópu-
lönd, enda heppnaðist ferðin vel.
Slík var hugulsemi þeirra og um-
hyggja.
Kynni okkar Egils hófust, er við
báðir vorum fimm ára. Við vorum
þá að renna okkur á magasleða
niður brattan Vitastíginn gegnum
Grettisgötu, Laugaveg og Hverfís-
götu, sem var hættulaust í þá daga,
þegar bílar voru fáir og fóru sér
hægt. Föðuramma mín sem var af
hinni svokölluðu Kortsætt, hafði
víst sagt mér að hún væri náskyld
ömmu Egils, sem einnig var af
þeirri ætt. Ekki spillti það kunn-
ingsskap okkar, þó sagt sé að
frændur séu frændum verstir. Við
lékum okkur oft saman, enda
steirisnar milli heimila okkar. Hann
við Njálsgötuna neðanvert fyrir
austan Vitastíg og ég ofanvert göt-
unnar vestan Vitastígs.
Um tíma rofnaði samband okkar
lítilsháttar, eftir að móðir mín dó
og við fluttum vestar á Njálsgöt-
una. Við lékum okkur þó öðruhvoru
saman og þegar við vorum orðnir
11 ára komum við okkur saman
um að gerast skátar og löbbuðum
okkur niður í verslun Gunnars
Gunnarssonar í Hafnarstræti þar
sem þeir Gunnarssynir, Ársæll og
Axel, störfuðu og voru frammá-
menn í skátahreyfíngunni. Þeir
sögðu að við værum of ungir, lág-
marksaldur væri eiginlega 12 ár.
En vegna þess hve hár í loftinu ég
var, veittu þeir okkur undanþágu.
Fljótlega eignuðumst við búninga,
enda sennilegt að búningurinn hafí
átt stóran þátt í löngun okkar til
að gerast skátar. Vorum við ásamt
nokkrum þekktum mönnum í þjóð-
félaginu, sem ekki er rúm til að
telja upp hér, stofnendur Ljóna-
flokksins innan skátahreyfíngarinn-
ar og tókum^ þar ýmiss konar
tilskilin próf. Á þessum árum var
skátahreyfíng á vegum KFUM. Við
störfuðum ekki lengi í skátahreyf-
ingunni, því að í stað útileguferða
skátanna, fórum við í sveit á sumr-
in, og síðar varð skátastarfíð að
víkja fyrir áhuga okkar á starfí
KFUM í Vatnaskógi, sem um tíma
tók húg okkar allan. Egill var
ómissandi, eins og alls staðar ann-
arsstaðar, því nærvera hans lífgaði
upp á allar samverur.
Á Verslunarskólaárum sínum
vann Egill á sumrin við útkeyrslu
á brauðum fyrir Sandholtsbakarí.
Eftir að hann Iauk prófí úr Verslun-
arskólanum vorið 1930 vann hann
um skeið hjá Guðjóni kaupmanni
Jónssyni á Hverfisgötu 50. Hafði
hann margt skemmtilegt að segja
frá veru sinni þar. Veturinn 1934
fór hann í verslunarskóla í Eng-
landi og aftur veturinn 1935. Þar
voru þeir góðvinirnir saman Friðrik
Vigfússon og hann. Var oft gaman
að heyra þá rifja upp skemmtileg
kynni sín af kennurum og skólafé-
lögum. Undirritaður freistaðist oft
til að öfunda þessa vini sína af
þessari gagnlegu og skemmtilegu
skólavist, þegar hann heyrði þá vini
segja frá henni. Eftir dvöl sína í
Englandi hóf hann störf sem gjald-
keri hjá Málflutningsskrifstofu
Péturs Magnússonar, síðar banka-
stjóra, Guðmundar Ólafssonar hrm.
og Einars Baldvins Guðmundsson-
ar, þar sem mágur hans Guðlaugur
Þorláksson starfaði sem skrifstofu-
stjóri, en varð síðar meðeigandi
fyrirtækisins. Hjá þessum ágætu
mönnum og síðar erfíngjum þeirra
starfaði Egill þar til tveim dögum
fyrir andlát sitt, og var með þeim
mikil vinátta og gagnkvæm virðing,
enda kom það ótvírætt í ljós, þegar
Egill fyrir tæpum þrem árum varð
fyrir því slysi að fá aðsvif í baði,
svo að hann skaðbrenndist og lá í
marga mánuði á sjúkrahúsi, svo að
um tíma var tvísýnt um líf hans.
Þá kom tryggð húsbænda hans
glöggt í ljós, með tíðum heimsókn-
um þeirra á spítalann til hans.
Hvöttu þeir hann og uppörfuðu til
að ná heilsu. Þegar svo heilsan
leyfði, fékk hann að hefja störf á
ný, eftir því sem hann treysti sér
til og veit ég að fyrir þetta og svo ,
margt annað var hann þeim ætíð
þakklátur.
Eitt sitt stærsta gæfuspor, eins
og fyrr segir, steig Egill árið 1946
er hann gekk að eiga sína frábæru
eiginkonu Sigríði Magnúsdóttur.
Hin ólíka en sterka skapgerð þeirra
beggja skapaði aðlaðandi andrúms-
loft á heimili þeirra. Þar ríkti gleði
trúarinnar, eins og Páll postuli talar
um í bréfí sínu til Filippímanna:
„Verið ávallt glaðir vegna samfé-
lagsins við Drottin, ég segi aftur
verið glaðir. Ljúflyndi yðar verði
kunnugt öllum mönnum." Ljúflyndi
þeirra hjóna var vissulega aðlað-
andi. Málshátturinn segir: „Bragð
er að þá barnið fínnur." Þegar son-
ur minn var sex ára, var ég í fyrsta
sinn lagður inn á sjúkrahús. Þá fór
sonur minn að velta því fyrir sér,
hvað yrði um sig ef hann missti
foreldra sína, og sagði þá eitt sinn
við móður sína: „Ef ég missi ykkur
vildi ég helst eiga heima hjá Siggu
og Agli." Þetta segir meira en nokk-
ur mannlýsing.
Um áratuga skeið höfum við vin-
ir þeirra, sem eru miklu fleiri en
að framan getur, átt ánægjulega
dvöl á vistlegu og hlýlegu heimili
þeirra hjóna á Gullteig 18, og notið
mikillar gestrisni, sem fínna mátti
að var þeim eðlislæg. Þá var oft
glatt á hjalla og sungnir við raust
fjörmiklir kristilegir söngvar. Þá i
ríkti jafnan fjör og græskulaust
gaman, sem húsbóndinn átti sinn •
stóra þátt í að skapa með fyndnum
bröndurum, sem fuku af vörum
hans í allar áttir, eins og fyrr seg-
ir. En í öllum léttleikanum var
undirtónninn alvara lífsins og ein-
kunnarorðm í merkinu sem Egill
hannaði: „Áfram að markinu", him-
inköllun Guðs eins og Páll postuli
segir í Filippíbréfinu 3. kap. 14.
versi. Því marki trúi ég að Egill
hafi nú náð.
Þau hjón voru svo lánsöm að
eignast tvo fyrirmyndar syni, Stef-
án, sölustjóra hjá Heildversluninni
Heklu hf, kvæntan Maríu I. Aðal-
steinsdóttur og eiga þau þrjú börn,
og Gunnar yfírmaður fjölskyldu-
deildar           Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar, kvæntan Hólm-
fríði Kr. Karlsdóttur og eiga þau
tvö börn. 011 eru barnabörnin hvert
öðru mannvænlegra.
Bið ég og konan mín Siggu vin-
konu okkar og fjölskyldu hennar
allrar huggunar og blessunar Guðs
um alla framtíð. Guð blessi minn-
ingu Egils.
Þorkell G. Sigurbjörnsson
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur af mælis- og minningargreinar tii birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greiiium á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavik og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir
ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56