Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 54
 flc5 54 rm t/in. ,i< ■níuctrrí:': ,mi. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987 Tvíbætti heimsmetið í kúluvarpi NATALIA Lisovskaya frá Sov- ótríkjunum, sem á myndinni undirbýr sig að varpa kúlunni, tvíbœtti heimsmeti sitt í kúluvarpi kvenna á alþjóðlegu stigamóti í Moskvu um síðustu helgi. Lisovskaya varpaði kúlunni fyrst 22,60 metra og bætti eldra metið, sem hún setti 1984, um sjö senti- metra. Hún gerði svo enn betur og varpaði 22,63 metra. Árangur á mótinu í Moskvu um helgina var í lakara enda vantaði flest besta frjálsíþróttafólk vestur- landa á mótið. Gott stökk Valbjarnar VALBJÖRN Þorláksson úr KR stökk nýlega 3,60 metra f stangarstökki á innanfélags- móti hjá KR og er það vel að verki verið hjá Valbirni. Valbjörn er 52 ára gamall og til gamans má geta þess að Norðurlandametið í hans ald- ursflokki er 3,70 metrar. Þá kastaði Valbjörn sleggju 37,86 metra og Ólafur Unnsteinsson kastaði kringlu 38,80 metra. Italir skoruðu ÍTALÍA sigraði Argentfnu, 3:1, f vináttulandsleik f knattspyrnu sem fram fór f Ziirich f Sviss f fyrrakvöld. ítalir, sem urðu heimsmeistarar 1982, sýndu hinum nýkrýndu heimsmeisturum frá því í Mexíkó í fyrra að þeir eru ekki auðveld bráð. Þrátt fyrir að hafa ekki skor- að mark í síðustu fjórum leikjum sínum voru þeir ekki í vandræðum með að koma knettinum í netið hjá þeim. (talir voru betri í fyrri hálfleik og skoruðu þá tvö mörk gegn engu Argentínumanna. Það voru þeir Fernando de Napoli og Giarluca Villa sem það gerðu. Hernan Diaz náði að minnka muninn fyrir Areg- entínu um miðjan seinni hálfleik. Argentínumenn áttu svo mörg hættuleg marktækifæri en í stað þess að skora gerði Giarluca Villa þriðja mark (tala þvert á gang leiks- ins þegar tvær mínútyr voru til leiksloka. Þetta var fyrsti opinberi lands- leikur Aregntínu síðan lið þeirra varð heimsmeistari í Mexíkó í fyrra. Auk Maradona voru fimm leik- menn sem voru í liðinu þá. Maradona var mjög góður og byggði upp skemmtilegar sóknir og átti margar fallegar sendingar. En meðherjar hans gátu ekki nýtt sér hæfni hans. Brasilíska knattspyrnustjarnan, Pele, var sérstaklega heiðraður fyrir leikinn, fékk æðstu viðurkenn- ingu FIFA. 99 Óskiljanlegur dómur U sagði Nói Björnsson, sem fyrstur sá rauða spjaldið í 1. deild í ár „VIÐ Ámundi vorum að kljást um boltann, óg sneri mór við og höfuð okkar skullu saman. Atvik, sem getur alltaf komið fyrir, en róttlœtir ekki gult spjald. Baldur Scheving hikaði hins vegar ekki við að vfsa mór af velli, sem er óskiljanlegur dómur, svo vægt só til orða tek- ið,“ sagði Nói Björnsson, fyrir- liði Þórs, en hann fókk að sjá rauða spjaldið í leiknum gegn Val í fyrrakvöld, fyrstur leik- manna í 1. deild f ár. Margir undruðust, þegar dæmt var á umrætt atvik, og enn fleiri urðu orðlausir, er Nóa var vísað af velli. Brotið, ef um brot var að ræða, var óviljaverk. Ekki var um ruddalegan eða hrotta- legan leik að ræða, sóknarmað- urinn var ekki í marktækifæri og hann var ekki stöðvaður ólög- lega, hann var hvorki felldur né í hann sparkað. Ef eitthvað af þessu hefði átt við, var brottví- sun réttmæt, en svo var ekki að þessu sinni. „Dómararnir eru mjög misjafn- ir og sumir eru hreint og beint hryllilega lélegir, en það eru ein- mitt þeir, sem geta gert strit og æfingar leikmanna að nánast engu með fáránlegum dómum. Það er alvarlegur hlutur að vera rekinn af velli og viðkomandi leik- maður getur átt á hættu að detta út úr liði sínu. Látum vera ef brot- Morgunblaðið/Júllus • Nói Björnsson gengur af velli f fyrrakvöld eftir að hafa verið sýnt rauða spjaldið. ið réttlætir rautt spjald, þá er engum um að kenna nema viö- komandi leikmanni, en að sjá rautt fyrir ekki neitt gengur ekki," sagði Nói og bætti við að þeir Þórsarar hefðu í hyggju að verja málið, þegar það verður tekið fyrir hjá aganefnd á þriðjudaginn. Nói tók fram að slæm byrjun Þórsliðsins væri þeim sjálfum aö kenna og ekki mætti skilja orð sín svo að dómarar væru alvond- ir. Þeir vildu sjálfsagt gera sitt besta og margir stæðu sig vel, en þeir þyrftu aðhald ekki síður en leikmennirnir. Eins og fyrr segir tekur aga- nefnd málið fyrir á þriðjudaginn og verði Nói dæmdur í bann, tekur það gildi á hádegi á föstu- dag eftir viku. Hann má því leika með Þór gegn (A á sunnudaginn og gegn KR á fimmtudaginn. Sund: Bolvíkingar stóðu sig vel í Bremen - unnu 8 verðlaun ÍSLENSKA unglingalandsliðið f sundi og sundlið Bolungarvfkur kepptu á alþjóðlegu sundmóti unglinga f Bremen f Vestur- Þýskalandi um sfðustu helgi og hlaut hvor hópur átta verðlaun. Um 800 keppendur frá sex þjóð- um tóku þátt og var keppt í 50 m laug. Bolvíkingarnir eru í æfingabúð- um rétt utan við Frankfurt og stóðu sig mjög vel á mótinu. Guðmundur Ásgrímsson hafnaði í 2. sæti i þremur greinum. Hann synti 100 m baksund á 1.11,72 mínútu, 200 m baksund á 2.34,25 mínútum og 200 m fjórsund á 2.35,24 mínút- um. Guðmundur varð þriðji-í 100 og 200 m bringusundi á 1.20,25 og 2.56,27. Hannes Már Sigurðsson varð annar í 100 m flugsundi á 1.03,8, Halldóra Sveinbjörnsdóttir hlaut þriðja sætið í 200 m skriðsundi á 2.26,43 og Rögnvaldur Ólafsson synti 100 m bringusund á 1.18,39 og hafnaði í þriðja sæti. Guðmundur Magnússon verð- ur frá vegna meiðsla f 6 vikur. Hann viðbeinsbrotnaði f leik KR og Fram um sfðustu helgi. Meiðsli í 1. deild MIKIÐ hefur verið um meiðsli leikmanna f 1. deild það sem af er keppni. Oftast eru þetta slys, en einnig ber nokkuð á fólsku- brotum. Guðmundur Magnússon, KR, viðbeinsbrotnaði í leik Fram og KR á mánudagskvöld og verður frá æfingum í 4 til 6 vikur. Leifur Garð- arsson, FH, sleit liðbönd á æfingu og verður frá í minnst 10 vikur. Ómar Rafnsson, Völsungi, meid- dist í leiknum gegn ÍA um helgina og verður frá í 6 vikur. Eins hafa fjölmargir aðrir leik- menn hlotið minniháttar meiðsli bæði í fyrstu og 2. deild. Handknattleikur: „Fer íVíking, Val eða Stjömuna - segir Jón Kristjánsson fi „ÞAÐ er 99 prósent öruggt að óg fer í Vfking, Val eða Stjörnuna og sennilega geri óg upp hug minn f nœstu viku,“ sagði Jón Kristjánsson, ein helsta skytta 1. deildarliðs KA f handbolta, við Morgunblaðið f gær. Jón sagði enn fremur að tals- menn fyrrnefndra félaga hefðu verið í sambandi við sig, „en ég ákvað að bíða með að taka ákvörð- un þar til eftir próf,“ sagði hann. Jón hefur verið í stúdentsprófum og fer í síðasta prófið í dag. Frjálsar íþróttir: Meistaramótið um helgina FYRSTI hluti Meistaramóts ís- lands f frjálsum fþróttum fer fram á laugardag og sunnudag og hefst klukkan 14 fyrri daginn en klukkan 11 þann seinni. Á laugardaginn verður keppt í tugþraut karla, sjöþraut kvenna og 4x800 m boðhlaupi karla. Auka- greinar verða 100 m hlaup karla og 400 m hlaup karla og kvenna. Á sunnudaginn heldur keppni áfram í tugþraut og sjöþraut, en klukkan 13 hefst keppni í 5000 m hlaupi kvenna og klukkan 14 í 10000 m hlaupi karla. Aukagreinar verða 4x100 m boðhlaup og 1500 m hlaup karla. Frakkland: Bordeaux sigraði tvöfalt Frá Bernharð Valasynl, fróttamannl Morgun- blaðslns, ( Parfs. BORDEUAX sigraði Marseille 2:0 í úrslitaieik frönsku bikarkeppn- innar f knattspyrnu í fyrrakvöld og vann þvf tvöfalt f ár; fýrir skömmu tryggði liðið sór sigur í 1. deildarkeppninni. Það var Philippe Fargeon sem skoraði fyrra markið á 14. mín. og Júgoslavinn Zlatko Vujovic gull- tryggði sigurinn á næst síðustu mínútunni. Þetta var í fyrsta skipti síðan 1975 að lið vinnur tvöfaldan sigur í frönsku knattspyrnunni. Sigur Bordeaux var sanngjarn, en Marseille-búar sköpuðu sér þó umtalsverð færi. Það voru helst gamla landsliðskempan Alain Gir- esse og Júgoslavinn Blaz Sliskovic sem voru skeinuhættir við rnark meistaranna, en tókst ekki að skora. Simanriynd/Reuter • Abdoulaye Diallo hjá Marseille á hór f baráttu við tvo leikmenn Bordeaux, Alain Roche og Zoran Vujozic, f úrslitaleik frönsku bikarkeppninnar f fyrrakvöld. Bordeaux sigraði með tveimur mörkgum gegn engu og vann tvöfalt f ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.