Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987
37
Minning:
Agnar Ivars
Fæddur 14. febrúar 1917
Dáinn 26. júní 1987
í dag verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Reykjavík tengdafað-
ir minn, Agnar ívars. Hann
andaðist í Landakotsspítala 26. júní
sl. eftir stutta sjúkdómslegu.
Agnar var sonur hjónanna Jóns
ívars, sem var aðalgjaldkeri hjá
Búnaðarbanka íslands, og Rósu
ívars. Þau eignuðust tvö böm auk
Agnars, Edgar og Önnu Steinunni
en þau létust bæði á unga aldri.
Agnar var tvígiftur. Fyrri konu
sína, Guðrúnu Helgadóttur ívars,
missti hann unga að árum. Þeim
varð ekki bama auðið.
Með seinni konu sinni, Svövu
Felixdóttur, eignaðist hann tvö
böm; Jón ívars f. 27. maí 1954,
kvæntan undirritaðri og eiga þau
einn son, Ara, og Guðrúnu ívars
f. 21. desember 1955, gifta Zop-
haní-
asi Sigurðssyni og eiga þau eina
dóttur, Svövu.
Agnar og Svava slitu síðar sam-
vistum en góður vinskapur hélst
með þeim fram á síðasta dag og
var Svava honum mikil stoð og
stytta í veikindum hans þessar
síðustu vikur.
Eftir að Jón faðir hans dó hélt
Agnar heimili með móður sinni,
Rósu, á Hávallagötu 11 í Reykjavík.
Rósa dó fyrir einu og hálfu ári, þá
orðin 93 ára gömul.
Agnar var lærður húsgagna-
bólstrari og starfaði við það lengst
af.
Agnar hélt mikið upp á bömin
sín og hélt góðu sambandi við þau
og fjölskyldur þeirra.
Þeir Nonni, eins og maðurinn
minn er oftast kallaður, fóm oft
saman á völlinn eða í bíó og oft
kom tengdapabbi heim til okkar eða
Guðrúnar, dóttur sinnar. Eins vor-
um við tíðir gestir á Hávallagötunni.
Bamabömin vom hænd að afa
sínum enda gaf hann sér alltaf tíma
til að spjalla við þau um lífið og
tilvemna.
Ég minnist þess að Agnar hélt
upp á sjötugsafmæli sitt í febrúar
sl. ásamt okkur bömum hans og
tengdabömum. Það var alltaf stutt
í húmorinn hjá Agnari og við áttum
þama saman reglulega skemmtilegt
kvöld. Ekki gmnaði okkur að þetta
yrði síðasti afmælisfagnaður Agn-
ars. Það skipast fljótt veður í lofti.
Agnar var blíðlyndur maður og
átti stórt og gjaldmilt hjarta. Hann
var alltaf tilbúinn að hjálpa hvort
heldur það var að passa afabömin
sín eða aðstoða á einhvem annan
hátt.
Núna getum við ekki lengur
„skroppið vestureftir" eins og við
sögðum svo oft. Þeim kafla í lífi
okkar er lokið en minningamar frá
Hávallagötunni lifa með okkur.
Ég vil að lokum þakka tengda-
föður mínum, Agnari ívars, sam-
fylgdina og hans hlýhug til mín og
minna.
Blessuð sé minning hans.
Guðlaug Björgvinsdóttir
Þau urðu ekki mörg árin sem við
áttum með honum Agnari afa, en
þó geyma þau margar góðar minn-
ingar.
Heimilið á Hávallagötunni var
einn af föstum punktum tilvemnnar
og þangað var gott að koma. f öllum
ys og þys nútímans var gott að eiga
athvarf hjá afa. Sitja í eldhúsinu
og spjalla saman yfir mjólkurglasi
eða spila lúdó inni í stofu.
Og alltaf var nú afi besta dag-
mamman. Þegar pabbi og mamma
þurftu eitthvað að stússast var vin-
sælt að skjóta okkur inn hjá afa á
meðan.
Þá var stundum farið í labbitúr
niður í bæ að skoða fólkið og oft
lá svo leiðin niður að tjöm að gefa
bra-bra. Og mikið þótti okkur
krökkunum gaman þegar við feng-
um að taka strætó aftur heim með
afa.
Afa þótti mjög gaman að ferðast
um landið okkar og fómm við marg-
ar ferðir saman.
Síðasta ferðin okkar var farin í
sumarbústað á Kirkjubæjarklaustri
aðeins mánuði áður en afi dó. Þessa
ferð höfðum við ráðgert með löng-
um fyrirvara, löngu áður en veikindi
afa komu í ljós. En afí var ákveðinn
í því að fara þessa ferð þótt hann
væri orðinn mikið veikur og mjög
af honum dregið. Hann hefur sjálf-
sagt vitað að þetta yrði síðasta
ferðin okkar saman.
Veiðistöngin var að sjálfsögðu
tekin með og einn daginn þegar
pabbar okkar höfðu staðið við vatn-
ið fram á kvöld án þess að verða
varir kom afí niður að vatni og
náði tveimur fallegum fískum á
tæpum hálftima við mikla hrifningu
viðstaddra. Að vísu urðu pabbar
okkar hálf kindarlegir.
Já, við áttum margar góðar
stundir með honum afa og þær
stundir eru okkur dýrmætar.
Við kveðjum afa okkar með sökn-
uði og huggum okkur við að nú
finnur hann ekki lengur til. Við
þökkum honum allt sem hann var
okkur þessi ár og geymum minning-
una um góðan afa.
Svava og Ari
Dr. Guðmundur Ingi Þorbergs-
son
Doktorí
eðlisfræði
HINN 19. maí sl. iauk Guðmund-
ur Ingi Þorbergsson doktors-
prófi í eðlisfræði frá Rutgers-
háskóla í New Jersey,
Bandaríkjunum. Doktorsritgerð
hans fjallaði um vandamál á sviði
þéttefnisfræðinnar (condensed
matter physics).
Guðmundur er fæddur í Reykjavík
11. febrúar 1959, sonur hjónanna
Þorbergs Guðlaugssonar veggfóðr-
arameistara og Olafar Guðmunds-
dóttur húsmóður, Frakkastíg 5.
Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1979 og
BS-prófi í eðlisfræði frá Háskóla ís-
lands árið 1982. Haustið 1982 hóf
hann doktorsnám við Rutgers-
háskóla.
Guðmundur fer í haust til starfa
við eðlisfræðistofnun Norðurlanda,
NORDITA, í Kaupmannahöfn.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
UTIVISTARFERÐIR
Laugardagur 4. júlí
kl.8.00.
Hekla. Gengið úr Skjólkvium.
7-8 klst. ganga. Verð 1.100,- kr.
Sunnudagur 5. júlí
Kl. 8.00 Þórsmörk — Goöaland.
Stansað 3-4 kls. í Mörkinni. Verð
1.000,- kr.
Kl. 13.00 Húshólml — Gamla
Kríauvlk. Létt ganga. Minjar
fornrar byggðar í ögmunda-
hrauni skoðaöar. Verö 600.- kr.
Brottför frá BS(. bensínsölu.
Miðvikudagsferð (Þórsmörk kl.
8.00. Fyrir sumardvalargesti.
Helgarferðir ( Þórsmörk um
hverja helgi. Frábser gistiaö-
staða í Útivistarskálunum
Básum.
Kjölur — Skagl — Sprengisand-
ur 5 dagar 8.-12. júlí. Siglt í
Drangey. Fjölbreytt ferð. Góð
gisting.
Landmannalaugar — Þórsmörk
S dagar, 8.-12. júli. Gönguferð.
Gist í skálum. Uppl. og farm. á
skrifst. Grófinni 1, símar: 14606
og 23732. Sjáumst!
Útivist, ferðafélag.
1927 60 ára 1987
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Helgarferðir 3.-5. júlf:
1) Hagavatn — Jarlhettur
Gist í tjöldum og húsi. Göngu-
ferð í Jarlhettudal og víðar.
Fararstjóri: Tryggvi Halldórsson.
2) Hagavatn — Hlöðuvellir —
Geysir/gönguferð
Gengið frá Hagavatni um Hlöðu-
velli að Geysi. Gist I húsum.
Fararstjóri: Jón Viðar Sigurðsson.
3) Þórsmörk - Gist ( Skag-
fjörðsskála/Langadal
Fararstjóri: Leifur Þorsteinsson.
Nýjung fyrir gesti F.l. í Þórs-
mörit. „RATLEIKUR-.
Ratleikur er skemmtileg daegra-
dvöl fyrir fólk á öllum aldri.
Upplýsingar hjá húsvörðum Skag-
fjörðsskála og fararstjórum F.l.
Sumarleyfisferðir
Ferðafélagsins:
2. -10. júl( (9 dagarj: AÐALVÍK
Gist i tjöldum á Látrum í Aðalvik.
Daglegar gönguferðir frá tjald-
stað. Fararstjóri: Gísli Hjartarson.
3. -8. júlf (6 dagarj: Landmanna-
laugar — Þórsmörk.
7.-12. júl( (6 dagarj: Sunnan-
verðir Austfirðir — Djúpivogur.
Gist í svefnpokaplássi. Ekið á
tveimur dögum austur, dvalið
tvo daga á Djúpavogi og farnar
dagsferðir þaðan. Fararstjóri:
Sigurður Kristinsson.
10.-15. júlf (8 dagarj: Land-
mannalaugar — Þórsmörk.
Fararstjóri: Amar Jónsson.
Ath.: Takmarkaður fjöldi í „Lauga-
vegsferöimar”.
Farmiöasala og upplýsingar á
skrifstofu F.l.
Nœsta miðvikudagsferð til Þórs-
meritur verður kl. 08.00, 8. júlf.
Ferðafélag fslands.
1927 60 ára 1987
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferðir
Ferðafélagsins:
Laugardagur 4. júlí:
1. Kl. 09 - Bláfell (1160 m).
Gengið frá Bláfellshálsi.
2. Kl. 09 — Gengið með Hvitá
oA Áhóta
3. Kl. 09 - Hvitárnes. Ekið að
sæluhúsi Ff í Hvítárnesi.
Verð i allar ferðirnar er kr. 1.200.
Sunnudagur 5. júlf:
1. Kl. 08. Þórsmörk — dags-
ferð. Verð kr. 1.000.
Dvalargestir ættu aö huga aö
þessari ferð.
Kl. 10. Bliqöll - Heiðin Há -
Hliðarvatn.
Gengið frá þjónustumiðstöðinni
í Bláfjöllum um Heiðina Há að
Hlíðarvatni. Verð kr. 600.
3. Kl. 13. Herdísarvfk - Hlíðar-
vatn.
Gengið um i fjörunni v/Herdisarvik
og að Hliðarvatni. Verö kr. 600.
Brottför í allar ferðirnar er frá
Umferðarmiöstöðinni, austan-
megin. Farmiðar við bfl. Fritt fyrir
böm í fylgd fullorðinna.
Ferðafélag fslands.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
IIFIMDALl.UR
Þingvallaferð
Heimdallur mun halda til Þingvalla í sina árlegu tjaldútilegu helgina
11.-12. júli nk. Farið verður i langferðabll frá Valhöll kl. 10.00 á laug-
ardagsmorguninn, en einnig er mönnum frjálst að koma á einkabilum.
Meðal fyrirhugaöra dagskrárliða eru:
• Fræðsluferð á Lögberg
• Grillveisla og kvöldvaka með söng og glensi á laugardagskvöldinu.
• Hinn frægi útilegumorgunveröur kókópöffs og mjólk, framreiddur
I hjólbörum á sunnudagsmorgun.
• Knattspyrnuleikur I stórþýfi
Skráning og nánari upplýsingar eru I slma 82900. Áhugasamir eru
vinsamlegast beðnir að skrá sig fyrir 10. Júl(. Þeir, sem hyggjast
koma á einkabllum, eru einnig beðnir að tilkynna þátttöku, svo aö
nóg kókópöffs verði til handa öllum. Rútugjald verður ákveðið síðar,
en þvi verður mjög I hóf stillt.
Sumarferð Varðar 4. júlf
Hringferð um Snæfellsnes
Sumarferö Landsmálafélagsins Varðar verður farin laugardaginn 4.
júlí nk. Lagt verður af staö frá sjálfstæðishúsinu Valhöll kl. 8.00.
Áætlaöur komutími er kl. 20.00.
Að þessu sinni verður ekið um Snæfellsnes. Fyrsti áfangastaður
verður við Langá. Þar mun Jónas Bjarnason formaöur Varðar ávarpa
þátttakendur. Siðan verður ekið sem leiö liggur að Búðum og þar
snæddur hádegisverður. Að Búðum mun Þorsteinn Pálsson formað-
ur Sjálfstæðisflokksins flytja ávarp. Aö loknum hádegisveröi verður
ekiö yfir Fróðárheiði og til austurs I Grundarfjörð og i Berserkja-
hraun þar sem drukkið verður siödegiskaffi. Sigríöur Þóröardóttir
oddviti I Grundarfiröi mun þar taka á móti feröalöngum og flytja
ávarp. Aö því búnu verður ekið yfir Kerlingarskarð og sem leið liggur
til Reykjavíkur.
AöaKararstjóri verður Höskuldur Jónsson forseti Ferðafélags fslands.
Þátttakendur hafi allar veitingar meöferðis.
Miöaverð er aöeins kr. 1150 fyrir fulloröna,
kr. 550 fyrir böm á aldrinum 5-12 ára,
frítt er fyrir böm yngri en 5 ára.
Miðasala fer fram I sjálfstæðishúsinu Valhöll frá kl. 8-18 daglega.
Allar upplýsingar og miðapantanir I síma 82900 á sama tíma.
Sti'óm Varðar.
Kynnist Vestfjörðum
Ferðaskrifstofa Vestfjarða býður 5 daga
ferð 9. júlí.
Fuglabjörg og blómaskrúð
Hornbjarg og Hornvík
Sigling með djúpbátnum Fagranesi kl. 8.00
að morgni til Hornvíkur og tjaldað þar.
Gengið verður á hin hrikalegu fuglabjörg,
Hælavíkurbjarg og Hornbjarg og um vel grón-
ar víkur þar sem sauðkind hefur ekki sést í
fjóra áratugi en rebbi bíður við næsta leiti.
Nánari upplýsingar og farpantanir hjá ferða-
skrifstofum.
Ferðaskrifstofa Vestfjarða, ísatirði,
símar 94-3457 og 94-3557.
Feröanefnd Haimdallar. I